Vanmetinn snillingur

Mér er sama hvað einhverjir gagnrýnendur segja, Rowan Atkinson er eini leikarinn sem hefur náð líkamstjáningu sem næstum jafnast á við Charles Chaplin. Hann er ekki alveg eins góður og Chaplin en eini maðurinn sem hefur komst í tæri við tjáningarhæfileika Chaplins.

Mr. Bean er gott dæmi þar sem hann er maður fáa orða og ég er viss um Rowan sækir fyrirmynd sína í Chaplin með þessari Bean persónu. Ég sem sé hvet alla til þess að sjá þessa mynd og gefa skít í bíómyndagagnrýnendur.  Smile

 


mbl.is Hr. Bean lætur slæma dóma ekki á sig fá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Gefa skít í bíógagnrýnendur er góð hugmynd. Það hefur stundum verið sagt að þeir sem ekki geti, þeir kenni - og þeir sem ekki geti kennt, þeir gagnrýni (ekki sammála alltaf, en oft, sérstaklega með kvikmyndaröflara).

Eníihjú, mér finnst Mr. Bean æði, þó svo ég hafi ekki séð nýju myndina. Mér fannst reyndar Blackadder skemmtilegri. Svo var Atkinson æðislegur í Not the Nine o´clock News-þáttunum í denn og Johnny English kom skemmtilega á óvart.

Hinsvegar var hann ömurlegur í Bond-myndinni Never say never again. Alger hörmung. En það fyrirgefst miðað við alla snilldina sem hann hefur komið með.

Ingvar Valgeirsson, 17.4.2007 kl. 10:55

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Mr. Bean er dásamlega fyndin.  Fer samt í taugarnar á mér hvað hann gerir sig hræðilega ljótan.  Sumarfrí myndin var ekki alveg nógu góð.  Samt voru nokkur frábær atriði hjá honum sérstaklega í  ,,O mio babino caro".

Þórdís Bára Hannesdóttir, 17.4.2007 kl. 11:37

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Mr Bean er í miklu uppáhaldi hér á bæ, svo við ætlum örugglega að sjá myndina.

ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.4.2007 kl. 14:49

4 identicon

heyr heyr!

GH (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 15:39

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég þakka öllum innlitið og góð komment.
Hrifnastur var ég af vísunni hans Steina ! Flottur Steini, og það besta er að nafnið rímar við viðfangsefnið. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.4.2007 kl. 17:23

6 Smámynd: Björn Heiðdal

Það er nú algjör óþarfi að gefa skít.  Reyndar ekkert sérstaklega söluvænleg vara nema þá sem áburður.  Jú annars gefðu hann bara.

Björn Heiðdal, 17.4.2007 kl. 21:59

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehehe ... góður Björn.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.4.2007 kl. 22:26

8 Smámynd: halkatla

ég er þekkt fyrir að láta bíógagnrýnendur teyma mig á asnaeyrum - hvernig kemst maður hjá því?

hef sko oft orðið fyrir hrikalegum vonbrigðum

Rowan Atkinsson er frábær leikari, en ég er mjög hrædd við Mr Bean sjálfan...

halkatla, 17.4.2007 kl. 23:57

9 Smámynd: Linda

ég hef eina reglu, ef bíógagngrýnendur hata mynd þá fer ég á hana og skemmti mér rosalega vola svona oftast.  Ef þeir elska mynd..please ekki ræða það að eyða penge í bíó, býð eftir DVD

Linda, 18.4.2007 kl. 08:46

10 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Talandi um bíógagnrýnendur - Usual Suspects fékk eina og hálfa stjörnu af fimm í einhverju amerísku dagblaði - sama magn af stjörnum og Star Wars (þessi fyrsta ´77) fékk í New York Times.

Mér finnst það segja helling um gaggggggrýnendur.

Ingvar Valgeirsson, 18.4.2007 kl. 22:16

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Anna Karen, hvernig er hægt að vera hrædd við sakleysingja eins og Mr. Bean?

En ég tek undir með Lindu og Ingvari !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.4.2007 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband