Nekt - stolt eða skömm?

Ég hef mikið verið að velta fyrir mér þessi atriði síðan hin víðfrægi fermingarbæklingur Smáralindar kom út, hvað menn telja klám og hvað ekki. Ég er viss um að margir verða hneykslaðir á mér vegna þess að ég er trúaður að birta slíkar myndir sem ég set hér neðar í greinina. Það er ekki mitt vandamál að þið skammist ykkar fyrir það sköpunarverk sem ykkur er gefið. Mannslíkaminn er musteri Drottins sem hann gaf okkur og slíkt sköpunarverk er ekki á allra færi.

Ég spyr ykkur gott fólk, eru allir orðnir svona miklar teprur í dag að þeir þoli ekki að sjá smá nekt? Hvað er að? Afhverju má ekki upphefja það sem okkur er gefið? Ég er alls ekki að hvetja til neinna nektarsýninga né neitt svoleiðis, málið er bara að ég sé ekki vandamálið á bak við bert hold! Er ástandið svona slæmt að menn hafi ekki stjórn á sér þegar þau sjá bera manneskju?

Ég held því fram að maðurinn sé meistarastykki Guðs, en þó sérstaklega konan sem ég tel vera hátindur alls sköpunar. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

góð grein hjá þér drengur

http://villimadurinn.bloggar.is/ (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 23:52

2 identicon

Fegurð er í augum þess sem sér fegurðina bak við líkamann, fegurðin sem persóna hefur að geyma, sál og andi síðan líkami.  Enn rétt er það hjá þér ekkert af þessu sem þú settir inn er klám, því er nú fjarri.

Linda (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 23:54

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þetta er hárrétt hjá þér Henry, ég sé af mér og tek þessar myndir út, greinin ætti að nægja.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.4.2007 kl. 11:02

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

En málið er að ég er myndlistarmaður og er sennilega meiri "líberal" en gengur og gerist varðandi þetta. Ég lít á líkama sem líkama og ekkert annað. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.4.2007 kl. 11:05

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Þetta er frábært umræðuefni,  þú og konan þín eru klárlega uppáhaldsbloggararnir mínir Nekt er eitthvað annað en klám, er ekki spurningin um að umgangast nekt þannig að velsæmiskennd fólks sé ekki misboðið? Svo er velsæmiskenndin mismunandi eftir menningarheimum, eins og við sjáum í  muninum  á hinum kristna og múslimska karlmanni. Sá kristni á að hafa taumhald á sínum löngunum og girndum á meðan að sá múslimski  á allt undir því að umhverfið bjóði ekki uppá svoleiðis hugsun. konuna ber að hylja frá toppi til táar.

Guðrún Sæmundsdóttir, 15.4.2007 kl. 17:11

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hárrétt Guðrún, gæta verður hófs til þess að misbjóða engum. Ég er sammála þér með menningarmismuninn.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.4.2007 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband