Þarf meiri sannanir en þetta?

paulÉg veit að þetta er gömul frétt, en fyrir þá sem þurfa sannarnir fyrir hlutunum, þá liggja þær hér með fyrir. Það eru ekki til margar beinharðar sannanir fyrir tilvist Jésú. En þessi frétt sannar það að Páll Postuli var ekki skáldsagnar persóna eins og margir halda fram.

Biblían er ekki bara saga, heldur hefur hún að geyma marga merkilegustu atburða mannkynssögunar, eins og þetta dæmi sannar.

Ég segi fyrir mig persónulega að ég var í leitandi í mörg á áður en ég komst að sannleikanum. Sannleikanum sem lá beint fyrir framan nefið á mér allan tímann, ég var bara of stoltur til þess að taka við honum.

Allir menn fæðast með tómarúm í hjarta sínu, þetta tómarúm er til mikillar trafalla því við leitum allra leiða til þess að fylla það. Margir leita í efnishyggjuna og fylla líf sitt af dýrðargripum og telja það nóg til þess að uppfylla þarfir sínar. En nei, þótt við berjum okkur á brjóst og teljum okkur fullkominn eins og við erum, þá er þetta tómarúm alltaf til staðar. Ég fór þá leið sjálfur að aðhyllast ásatrúnna, þróunnarkenninguna, svo fór ég að leita til spíritista að lokum kynntist ég konu minni sem benti mér á þetta óuppfyllta tómarúm sem bjó í hjarta mér. Eftir þetta fór ég að rannsaka ritningarnar, ég helti mér í öll þau fræði sem ég komst í og taldi mig hólpinn.

angelsKona mín mótmælti og bað mig að prófa að biðja, og það upphátt. Ég var ekki alveg á buxunum að gera það, ég taldi það niðurlægingu fyrir mig og mína persónu. En viti menn, um leið og ég gerði það, þá sameinaðist sú þekking sem hafði aflað mér við hjarta mitt. Það tómarúm sem bjó innra með mér var horfið. Ást Jésú hafði fyllt það. Það er þess vegna sem ég ber þetta fram núna, sem "sönnun" fyrir þá vantrúuðu. Ég hvet ykkur til þess að kynna ykkur málin betur, leggja af stolt ykkar og skoðanir, aðeins Guð getur gert á ykkur það kraftaverk að tilheyra honum. Þetta er ekki eins erfitt og það hjómar þegar þú loksins tekur fyrsta skrefið.

Guð blessi ykkur öll og megi ásjóna Drottins vors lýsa yfir ykkur öllum.


mbl.is Gröf Páls postula opnuð í Róm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Þetta er svo satt hjá þér, og verulega vel gerð grein.

Linda, 14.4.2007 kl. 19:44

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Guðsteinn Haukur, þú ert góður maður á veginum góða. Þakka þér fyrir greinina þína, t.d. þessi orð: "Ég segi fyrir mig persónulega að ég var í leitandi í mörg á áður en ég komst að sannleikanum. Sannleikanum sem lá beint fyrir framan nefið á mér allan tímann, ég var bara of stoltur til þess að taka við honum." Hve satt þetta er um marga! Friður sé með ykkur.

Jón Valur Jensson, 14.4.2007 kl. 20:21

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk innilega fyrir það Jón Valur. Ég ber mikla virðingu fyrir þér og þínu starfi, þess vegna þykir mér mjög vænt um að fá slíkt hrós frá þér. Guð blessi þig.

Lindu vil ég einnig þakka fyrir innlitið, hún er mikil trúkona og blessun mikil að hafa hana á meðal okkar.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.4.2007 kl. 20:28

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Fallega skrifað frá hjartanu, það er best.

ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.4.2007 kl. 20:39

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir það Steina.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.4.2007 kl. 21:13

6 identicon

Gaman að sjá svona vitnisburði !

Mikið í þessa konu þína spunnið .

Vonandi nær hún fleirum en þér, inná veginn mjóa ? 

enok (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 23:13

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir það bróðir Enok. Án hennar væri ég bara hálfur maður.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.4.2007 kl. 23:43

8 Smámynd: halkatla

stórkostleg grein! ég er sammála Jóni Val, sumar setningarnar segja svo margt, það er  bara geggjað

"Kona mín mótmælti og bað mig að prófa að biðja, og það upphátt. Ég var ekki alveg á buxunum að gera það, ég taldi það niðurlægingu fyrir mig og mína persónu. En viti menn, um leið og ég gerði það, þá sameinaðist sú þekking sem hafði aflað mér við hjarta mitt."

Þetta er uppáhaldið mitt - þetta er nefninlega svo auðvelt ef fólk bara þorir

halkatla, 14.4.2007 kl. 23:58

9 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Við höfum ekki tök á því að skilja kærleika guðs en bæn sem er beðin af hjartans innlifun færir okkur næst því og við finnum fyrir því að við erum aðeins brot af stærri heild.

Ester Sveinbjarnardóttir, 15.4.2007 kl. 00:09

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir hrósið Anna Karen, mér þykir vænt um það.

Ester einnig vil ég hrósa þér fyrir að vera með hárréttann skilning á þessu.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.4.2007 kl. 11:48

11 identicon

Góður vitnisburður hjá þér vinur. Já sannleikurinn er bara rétt fyrir framan nefið. Eða eins og ég segi alltaf. Sannleikurinn er grafinn í hjartarætur hvers og eins.  Kveðja Petur Einarsson/klettur

petur (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 11:51

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir þetta Pétur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.4.2007 kl. 12:52

13 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

"En þessi frétt sannar það að Páll Postuli var ekki skáldsagnar persóna eins og margir halda fram."

Hverjir í ósköpunum halda því fram? Ég veit ekki til þess að nokkur manneskja hafi haldið því fram.

"Ég fór þá leið sjálfur að aðhyllast ... þróunnarkenninguna,..."

Og "aðhyllistu" ekki lengur þróunarkenninguna?

En í sambandi við gröfina held ég að það sé skynsamlegt að bíða og sjá hvað gerist, samkvæmt fréttinni er gröfin frá árinu 390. Þá var kirkjan byrjuð að "finna" alls konar helgigripi.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.4.2007 kl. 17:54

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hjalti Rúnar, ég var ekki að setja nein orð í þinn munn. Ég var aðeins að segja frá þeim skoðunum sem ég hef heyrt á förnum vegi, og sú sem ég taldi upp virðist vera mjög algeng.

Nei, ég aðhyllist ekki þróunarkenninguna, en ég samþykki þróunina, ég tel að Guð hafi ýtt henni af stað. Þróunarkenninguna er löngu búinn að afsanna, vel lesinn maður eins og þú ættir að vita það. Hún er ekki einu sinni kennd í skólum lengur vegna þessa. 

En varðandi kistu Páls, hefðir þú lesið fréttina þá hefðir þú rekið augun í þessa málsgrein:
"Í hana er greftrað: Paulo Apostolo Mart, sem er latneska og þýðir Páll postuli píslarvottur." En það er rétt hjá þér, bíðum og sjáum hver niðurstaðan verður úr þessu.

Arngrímur, ég bið þig um að nota snyrtilegra orðaval og sleppa orðum eins og hóðrúnk, ég kæri mig ekki um slíkt hér.

En nei þetta er ekki neitt sem ég ákvað fyrir einn eða neinn, þetta með tómarúmið í hjartanu. Þetta er einungis mín upplifun og skoðun, það þarf enginn að vera sammála mér í því.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.4.2007 kl. 23:34

15 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

"Hjalti Rúnar, ég var ekki að setja nein orð í þinn munn."

Og ég var ekki að ásaka þig um það!

"Ég var aðeins að segja frá þeim skoðunum sem ég hef heyrt á förnum vegi, og sú sem ég taldi upp virðist vera mjög algeng."

Ég á virkilega bágt með að trúa því að sú skoðun að Páll hafi aldrei verið til sé mjög algeng.

"Þróunarkenninguna er löngu búinn að afsanna, vel lesinn maður eins og þú ættir að vita það. Hún er ekki einu sinni kennd í skólum lengur vegna þessa. "

Hvernig er búið að afsanna þróunarkenninguna? Hún er enn þá kennd
í skólum.

"En varðandi kistu Páls, hefðir þú lesið fréttina..."

Ég las fréttina.

"....þá hefðir þú rekið augun í þessa málsgrein:
"Í hana er greftrað: Paulo Apostolo Mart, sem er latneska og þýðir Páll postuli píslarvottur."

Málið er að fólk gæti vel skrifað "Paulo Apostolo Mart" þrátt fyrir 
að hafa líkið/beinin hans ekki. Þú verður að átta þig á því að rök Rómarkirkjunnar fyrir því að vera höfuð hinnar kristnu kirkju byggja að hluta til á því að Páll hafi dáið þarna.

"En það er rétt hjá þér, bíðum og sjáum hver niðurstaðan verður úr þessu."

Já. Sammála.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.4.2007 kl. 14:48

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hjalti Rúnar, í hvaða skóla er verið að kenna þróunarkenninguna?

Þú segir:
"Málið er að fólk gæti vel skrifað "Paulo Apostolo Mart" þrátt fyrir 
að hafa líkið/beinin hans ekki. Þú verður að átta þig á því að rök Rómarkirkjunnar fyrir því að vera höfuð hinnar kristnu kirkju byggja að hluta til á því að Páll hafi dáið þarna."

Auðvitað gat hver sem skrifað hvað sem er á þessa kistu, en ég átta mig ekki á hvað þeir hefðu grætt á því. En rétt er það að Rómversk-kaþólska kirkjan byggir sínar kenningar á því að Páll hafi dáið þarna, en það er aukaatriði þar sem þeir leggja mun meiri áherslu á Pétur í þessu sambandi.

En ég legg til að við séum sammála um það að vera ósammála.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.4.2007 kl. 17:05

17 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

"Hjalti Rúnar, í hvaða skóla er verið að kenna þróunarkenninguna?"

Háskóla Íslands og öllum háskólum heimsins sem á annað borð kenna líffræði. Ég hef ekki kynnt mér hvernig líffræði er kennd í framhalds- og grunnskólum, þannig að ég veit ekki hvort þróunarkenningin er kynnt þar eða ekki.

Þú skrifaðir líka: "Þróunarkenninguna er löngu búinn að afsanna, vel lesinn maður eins og þú ættir að vita það. " Gætirðu bent mér á hvernig það er búið að afsanna þróunarkenninguna?

"Auðvitað gat hver sem skrifað hvað sem er á þessa kistu, en ég átta mig ekki á hvað þeir hefðu grætt á því."

Já, kaþólska kirkjan hefur nefnilega ekki grætt neitt á helgigripum í gegnum aldirnar

Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.4.2007 kl. 19:58

18 Smámynd: Linda

Veit nú eiginlega ekki afkverju ég er að blanda mér í umræðuna á þessu stigi enn sem trúuð persóna mátti ég bara til.  Ætla hafa þetta stutt,  Guð skapaði heiminn svo segir sköpunarsagan okkur. Enn athugið hvernig ætti þessi sköðunarsaga að hafa verið skrifuð ef við athugum til hverra sagan var skrifuð til að byrja með? Getið þið ímyndað ykkur að reyna skrifa ..fyrst var þessi orka sem varð síðan frumu sem varð síðan að ....sem varð síðan...blabla..svo komu apar sem síðan urðu...ok...náið þið myndinni sem ég er að mála hér á mjög óformlegan máta. Svo Guð skapaði himinn og jörð alveg eins og þegar ritningin talar um að það mun koma sá tími á jörðu sem þekking muna skara fram úr öllu valdi (ekki orðrétt)(enn þeir sem þekkja skilja) það er tímabilið circa frá 1800 til okkar ´tíma. Eruð þið ennþá með mér.  Ok svo ég hef ekkert vandamál með þróunarkenninguna sem slíka, já alveg satt, trúuð og ekkert vandamál með þróuns (skandall)

Höfuð rekast á (so to speak) í þessari umræðu vegna "The Theory of Evolution" lykilorðið hér er "theory" og svo það sem vísinda menn segja er "fact" eða staðreynd. "theory"(vantar íslenska orði)gefur til kynna að það eru margir möguleikar til að komast að "staðreyndinni"sem er þróunarkenningin. Voila.  þetta er orðaleikur, leiðinlegur enn ekki flóknari enn svo.  Fann þessa líka skemmtilegur grein sem útskýrir þetta svo vel.  Svo Guðsteinn hugsar um hina mörug möguleika og Hjalti er alveg viss hvernig þetta á að hafa skeð. Þið eruð ekki óssammála heldur komið þið frá mismunandi pólum.

http://www.talkorigins.org/faqs/evolution-fact.html

greinin sem ég var að tala um. 

afs stafsv.  er drullu þreitt

Linda, 17.4.2007 kl. 07:24

19 identicon

Linda þú segir: ""The Theory of Evolution" lykilorðið hér er "theory" og svo það sem vísinda menn segja er "fact" eða staðreynd."

Vísindi eru ekki skilgreiningar á staðreyndum. Vísindi byggja á kenningum. Það er t.d. kenning að sólin sé heit, og það eru til gögn sem styðja þá kenningu en það er alveg hægt að afsanna þessa kenningu ef einhver kemur með gögn um annað.

Sama gildir um þróunar kenninguna, það eru til gögn sem styðja þá kenningu, en svo er bara að meta hversu vel þau gera það. Það hefur engin komið með aðra sterkari vísindlega kenningu eða gögn sem afsanna þróunar kenninguna, þ.a.l. teljum við hana vera líklega. 

Ég trúi því að Jesú var til. Ég trúi ekki að hann hafi verið sá sem hann sagðist vera, því engin hefur komið fram með sannanir eða möguleikan fyrir mig að afsanna það.

Gunnar Friðriksson (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband