Er Jésús Guð?

Margir velta þessari spurningu fyrir sér og ætla ég að gera heiðarlega tilraun til þess að lýsa því sem mér finnst um þetta sjálfum. Jésús er sonur Guðs sem hluti af þrenningunni, Faðirinn, sonurinn og heilagur andi. Faðirinn er honum æðri og þess vegna er hann sonur hans.

Eins og ritað er,
Jóhannes 1:1

"Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð."

Seinna í sama kafla kemur:

Jóhannes 1:14
"Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðurnum."

Þannig er Jésús Guð.

Annað einfaldara dæmi:
Jokulsa-i-Loni-solsetur
Allir eru sammála að hlutir eins og sólin séu einn hlutur, sem það er. Samt er hægt að flokka hann niður í t.d. þrjá hluta; hiti, ljós og massa. Eins er með þrenninguna, Faðirinn er massinn eða efnið, Jésús er ljósið og heilagur andi er hitinn. En þetta er bara minn skilningur á þessu og mér finnst hann nógu einfaldur til þess að jafnvel ungt barn gæti skilið það.

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Eru þetta sem sagt þrjár birtingarmyndir eins guðs?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.3.2007 kl. 15:35

2 identicon

You little S....t  hahahah, ég þekki þig, enn fyndið, það er ekki verið að segja manni þú sért farin að blogga.  Auðvitað hefði ég átt að vita það..ætti að vera ógeðslega móðguð ennnnnnnnnn þar sem þú ert yndi ætla ég að láta sem þú hafir í raun sagt mér frá þessu sjálfur.  Hélstu í alvörunni að þú gætir bloggað án þess að ég mundi vita það

Linda (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 01:00

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir það Linda mín, en ég er búinn að koma mér út úr skápnum núna !  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.3.2007 kl. 13:22

4 identicon

Til hamingju með bloggið vinur. Hvenær kemurðu í heimsókn til denmark? Tek á móti þér. Mvh. Klettur

Petur (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 18:34

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það er jafnvel ekki ólíklegt að fari þangað í sumar, en við sjáum til hvað setur.

Takk fyrir að líta inn Klettur, þú ert fyrsti notandi vísis sem hefur þorað að setja e-ð inn. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.3.2007 kl. 21:23

6 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Þú minnir mig svolítið á son minn, þegar hann er að skilgreina hlutina. Öll höfum við okkar háttinn á hvernig við skynjum og skiljum. Jesús er Drottinn.

G.Helga Ingadóttir, 27.3.2007 kl. 10:52

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ekki leiðum að líkjast treysti ég Helga mín. Takk fyrir það.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.3.2007 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband