Segðu af þér Jóhanna!

Er þetta ekki orðið ágætt Jóhanna? Getur ekki einu sinni virt einföld lög, meira að segja lög sem standa þér næst, og hefur þú barist fyrir í mörg ár. Í öllum öðrum ríkjum en Íslandi, þá væri ráðherra búinn að segja af sér. En það tíðkast víst ekki að bera neina ábyrgð hér á landi frekar en fyrri daginn.

Þinn tími var vissulega kominn, en nú er hann liðinn. Vonbrigðin með þessa "velferðarstjórn" eru orðinn svo mikil að það nær ekki tali. Fólk hefur fengið nóg. Loforð ykkar um "gagnsæ vinnubrögð", "skjaldborgir" og önnur fögur orð. Fyrr má nú vera, við vitum ekki einu sinni hverjir eiga bankanna í dag! Þessu er öllu haldið leyndu fyrir heimskum almúganum eins og t.d. mér.

Sama má segja um "skjaldborgina", heimilin brenna enn, og hver kastar olíu á eldinn! ÞIÐ! Angry

Skömm ykkar er mikil, og ykkur ber að iðrast og taka skynsamlega ákvörðun einu sinni. Sjáið sóma ykkar í að segja af ykkur, það eru mörg ný framboð kominn fram á sjónarviðið, og erum við ekki langur bundinn við að kjósa fjórflokkinn.

Ég skora á alla þá sem eru mér sama sinnis, að skrifa undir áskorun til Jóhönnu Sigurðardóttur á www.kjosendur.is - þar getur hver gert upp við sig hvað er réttast að gera.

 

Lifið heil.


mbl.is Brotið gegn lögum án afleiðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski Jóhanna sé orðin eitthvað gleymin ?

Kannski komin með alzheimer ?

Það myndi skýra margt...

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 22:58

2 Smámynd: Addý Steinarrs

Takk Guðsteinn minn - knús frá mér!

Addý Steinarrs, 24.5.2012 kl. 23:03

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Birgir - ja, það er ekki gott að segja.

Addý - ekkert mál!  :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.5.2012 kl. 23:24

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Biddu hana innilega um að halda áfram, þá hættir hún. Hún er þvermóðskan og forpokunin holdi klædd.

Það var boðað til blysfarar á sínum tíma til að hvetja hana til að taka við forystu Samfylkingarinnar og einn maður mætti með eitt blys. Sá sem boðaði til fararinnar í öllum blöðum.

Þetta túlkaði Jóhanna sem hvatningu. Hefðu hundrað manns mætt, þá hefði hún líklega ekki gefið kost á sér. Þannig er hún bara. Hún er boðflenna og partýpooper að náttúru.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.5.2012 kl. 23:32

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jón Steinar - þar kom að því, dagurinn sem ég hélt satt að segja að ég myndi aldrei upplifa. Við erum Sammála!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.5.2012 kl. 23:40

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já Guðsteinn. Nú er undirskriftarsöfnunin á kjósendur.is eina mögulega leiðin. Sannleikurinn er raunverulega þannig.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.5.2012 kl. 23:46

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Já, það er nú svo Anna Sigríður, þess vegna er mikilvægt að það fólk sem er á sama máli og við skrifi undir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.5.2012 kl. 23:53

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega sammála þér Haukur minn í þessu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.5.2012 kl. 05:33

9 identicon

Og hvað svo.. fá Bjarna Ben og co.. Viltu það?

DoctorE (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 07:41

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ásthildur - kærar þakkir.  :)

Dokksi - það eru sem betur fer aðrir möguleikar komnir fram. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.5.2012 kl. 11:01

11 identicon

Íslendingar hafa ekki verið gjarnir á að kjósa ný framboð... það er næsta víst að ef kosningar verða nú, að þá verði það bláa höndin sem mun berja okkur öll sundir opg saman

DoctorE (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 12:02

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi - ekki svona svartsýni, það er einmitt þitt hugarfar sem fær fólk EKKI til þess að gefa nýjum framboð tækifæri. Brostu kall, það kostar ekkert!  My 2 cents  ;)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.5.2012 kl. 13:17

13 identicon

Muna menn eftir því hvernig þessu máli var háttað?

Þarna átti Jóhanna val um að ráða samflokkskonu sína eða karlmann ótengdan flokki hennar. Hún valdi karlinn. Kannski til að forðast klíkubrigsl.

Þið hefðuð aldeilis látið í ykkur heyra, ef hún hefði ráðið samflokkskonu sína!!!

Svavar bjarnason (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 13:30

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Skrifaði undir með óbragði samt og sá einmitt fingraför bláu handarinnar yfir þessu.

Ný framboð eru að vísu komin fram - vonandi eru þau ekki bara gamalt vín á nýjum belgjum.

Theódór Norðkvist, 25.5.2012 kl. 14:44

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Svavar - ég veit bara eitt um þetta, því það hefur ekkert komið fram efnislega sem segir annað, hún braut jafnréttislög, og verður hún að ganga við þeim dómi eins og aðrir þegnar þessa lands þegar um lögbrot er að ræða.

Teddi, það vona ég líka, en tíminn leiðir það í ljós.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.5.2012 kl. 16:18

16 Smámynd: Sólbjörg

Takk Guðsteinn, tek undir hvert orð hjá þér! Mikilvægt er að koma í blöðin auglýsingu þar sem síðan www.kjósendur.is er augslýst. Það eru svo margir sem eru ekki á blogginu en myndu vilja skrifa undir ef þeir bara vissu af síðunni.

Sólbjörg, 26.5.2012 kl. 00:42

17 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Ný framboð - lýst ekki á þau. Heldurðu að þau séu skárri en Besti flokkurinn sem bauð fram í borgarstjórnarkosningum. Í einni af þessum nýju skútuframboðum er Besti flokkkurinn innbyrðis

Hlakka til þegar öll fjölskyldan verður komin í nágrenni - þá væri gaman að kíkja.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.5.2012 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband