Mánudagur, 19. mars 2012
Af hverju ráðast á það sem gott er?
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem umræddur varaborgarfulltrúi ræðst á kristilegt starf sem leiðir gott af sér. Þessi maður hefur einnig tekið starf Samhjálpar fyrir og reynt að skrúfa fyrir þeirra góða starf. Það sem virðist hræða hann er að Hjálpræðisherinn (Hjálpræðisherinn hóf starf sitt í Reykjavík 12. maí 1895) sem hefur verið að störfum í Reykjavík í meira en hundrað ár, séu "gildishlaðinn lífsskoðunarsamtök". Samtök sem koma fram og hafa ætíð gert undir merkjum kristinnar trúar, og hvert mannsbarn vita af hverju þau ganga ef þau leita til þeirra.
Hvar eru þá lausnir þínar Þorleifur og aðrir fylgismenn VG? Fyrst þú ert svona logandi hræddur við okkur sem förum með "galdraþulur" og gætum jafnvel haft alveg hræðileg áhrif á börnin þín með okkar heimskulegu lífsskoðun, sem skaðar alla sem það kemur nálægt. Sem er þessi: "Elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig." Úfff ... já ég veit, hroðalegt alveg! Lokum öllu sem tengist kristni og þeirri stórhættulegu lífsskoðun.
Ég er ekki að segja að kristið fólk, Hjálpræðisherinn né saga kristninnar sjálfrar sé fullkominn, hún er blóði drifinn og fólkið innan þess (eins og ég) er ófullkomið.
Ég veit að skoðun mín á trúnni fer fyrir brjóstið á þér Þorleifur og þið sem VG styðjið. En höfum vit á því að greina hvað gott er sem kemur frá svona "gildishlönum lífsskoðunarsamtökum" og látum það sem er vel gert í friði, mér er nákvæmlega sama hvort það sé kristið, guðlaust eða jafnvel frá Islam, þá er þetta gott starf og láttu okkur sem vænt um það þykir í friði fyrir öfgum þínum Þorleifur.
Myndin er tekinn af rúv.is þar sem búist var við húsfylli hjá Hjálpræðishernum á aðfangadag sl.
Vill ekki auka framlög til Hjálpræðishersins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag, Sveitarstjórnarkosningar | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Þetta er afar þröngsýnt viðhorf hjá varaborgarfulltrúanum, en ég sé þó ekki ástæðu til að gera þetta mál flokkspólitískt. Það eru margir kristnir innan VG þó e.t.v. verði ekki kristileg gildi ofan á í stefnumörkun þeirra. Aftur á móti er trúlaust fólk, án nokkurs vafa, í öllum hinum flokkunum líka, ekki síst í Samfylkingunni sem ég hef lengst af stutt. Þó skyldi maður ekki ætla að trúlausir séu almennt á móti slíkum styrkjum til trúartengdra góðgerðarfélaga.
Andrés Björgvin Böðvarsson (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 14:32
Andrés - ósammála þetta er flokks pólitískt orðið. Vissuleg er rétt hjá þér að innan allra flokka má finna svona lagað. Þá er VG hvað verst af þeim öllum. Þorleifur talar beint af stefnu VG manna, og er það því miður þannig.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.3.2012 kl. 14:57
> "láttu okkur sem vænt um það þykir í friði fyrir öfgum þínum Þorleifur."
Er hann ekki að láta þig í friði? Hvernig er hann að skipta sér af þér?
> "Ég er ekki að segja að kristið fólk, Hjálpræðisherinn né saga kristninnar sjálfrar sé fullkominn, hún er blóði drifinn og fólkið innan þess (eins og ég) er ófullkomið. "
En höldum endilega áfram að styrkja þau um milljónatugi á hverju ári svo þau geti, á kostnað skattborgara, dreift boðskap sínum - t.d. gegn samkynhneigðum (en um hann má lesa á heimasíðu Hjálpræðishersins).
Matthías Ásgeirsson, 19.3.2012 kl. 15:00
Matti:
Hvernig tækir þú í það Matthías ef hann t.d. legði til að banna ykkur að "hjálpa" fólki að leiðrétta trúskráninguna sína, á opiberum stöðum sökum þess að þið eruð of "gildishlaðnir"? Hvernig litist þér á það? Er það ekki óþarfa forsjárhyggja að þínu mati? Þetta er alveg sambærilegt.
Ég stórefa að þeir hendi samkynhneigðum útigangsmanni á dyr Matti minn. Eða hvað þá að fara prédika yfir fólki yfir súpunni sinni. Þau vita mætavel að prédikun á ekki heima yfir súpuskálum, þeim er algerlega frjálst að sækja samkomur þeirra hvort sem þeir þiggja hjálp þeirra eða ekki. Ég hef nefnilega farið til þeirra og kynnt mér málið Matti, en þú?
P.s. ég tek skýrt fram að ég er ekki sammála þeim um samkynhneigða. En hverju sem því líður þá eru þeir búnir að starfa í meira en 100 ár hér í Reykjavík, og hafa skilað meiru tilbaka til samfélagsins en nokkur annar söfnuður hér á landi. Hverjar eru annars þínar tillögur um lausnir? Ég sá það ekki hjá þér.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.3.2012 kl. 15:28
Hann er ekki að banna neinum að hjálpa.
Ég teldi gjörsamlega glórulaust ef félag eins og Vantrú fengi milljónatugi frá borginni til að reka áfangaheimili fyrir fíkla.
Það að ég vilji ekki styrkja þig fjárhagslega í trúboði jafngildir ekki því að ég vilji banna þér að boða trú.
Það sama gildir um þetta.
M.ö.o. það að styrkja ekki eitthvað jafngildir ekki því að banna það.
Auðvitað eiga trúfélög ekki að standa í svona starfssemi. Reynslan hefur kennt okkur (Byrgið, Krossinn, Bjarg, o.sv.frv) að það leiðir okkur í ógöngur. Öll svona starfssemi á að fara fram á faglegum veraldlegum forsendum.
Trúfélög mega að sjálfsögðu styrkja slíkt starf og trúmenn geta að sjálfssögðu starfað sem sjálfboðaliðar.
Matthías Ásgeirsson, 19.3.2012 kl. 15:36
Það er algerlega ótækt að ríki/borg setji peninga í trúarsöfnuði... sem vinna leynt og ljóst að því að boða trú... allt sem þeir gera byggir á því að boða trú.. . þetta hjálparstarf gegnur einmitt út á að ná til fólks í örvæntingu.. selja því jesu
DoctorE (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 15:36
Sem sagt að neyta þeim 40 milljónir frá ríkinu er allt í kallað að ráðast á. Eru kristnir ekki búinn að fá nóg hjá ríkinu afhverju snýkir þú ekki peninga hjá Ríkiskrikjunni?
Arnar Magnússon (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 16:06
Fín grein hjá þér Haukur. Vantrú situr fyrir þér eins og þeim er vant, og skjóta niður það sem gott er eins og þeim einum er vant. Samkv. stjórnarskrá Íslands umræddur VG-ingur að brjota eða leggja til að lög verði brotin, bæði þau sem koma að trúfrelsi sem og þátttöku borgarinnar að hjálparstarfi sjá í http://www.althingi.is/lagas/138b/1991040.html . 1991 nr. 40 27. mars/ Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga www.althingi.is
Nei, kristileg gyldi eru ekki vandamálið, heldur kulnandi hjörtu, sjálfselska og forræðishygga.
Linda (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 16:51
> " Vantrú situr fyrir þér eins og þeim er vant, og skjóta niður það sem gott er eins og þeim einum er vant."
Guðsteinn Haukur, hvenær skrifaði ég síðast athugasemd á bloggið þitt?
Matthías Ásgeirsson, 19.3.2012 kl. 17:05
Matti:
Ég teldi gjörsamlega glórulaust ef félag eins og Vantrú fengi milljónatugi frá borginni til að reka áfangaheimili fyrir fíkla.
Þið eruð heldur ekki í slíkum rekstri.
Gott.
Ósammála, Samhjálp er besta dæmið um það sem og Hjálpræðisherinn. Byrgið og Bjarg er smánarblettur á öllu sem kallast kristin samtök. En ég skil hvað þú ert að fara, en ég er samt ekki alveg sammála þér.
Dokksi:
Bull. Kynntu þér málin betur.
Ég er ekki alveg viss, og ekki með það á hreinu, en ég held að söfnuðir fái styrki í mýflugumynd miðað við þjóðkirkjuna.
Linda - sammála. Nema hvað Matti situr ekki um mig, en félagsmenn sem og stuðningsmenn Vantrúar eiga það til að tjá sig.
Matti:
Vá, það er alveg ár og öld síðan, ég man ekki hvenær það var.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.3.2012 kl. 17:23
Hvaða máli skiptir það Matthías hvenær þú skrifaðir síðast athugasemd á blogg Guðsteins?
Þú og þitt fylgdarlið í Vantrú eruð búnir að sitja fyrir trúuðu fólki í mörg ár og hafið margsannað og sýnt að þið eruð drifin áfram af óstöðvandi heift og hatri á öllu sem er trúuðu fólki kært og heilagt.
Þannig að ... hvaða máli skiptir það hvenær þú skrifaðir síðast athugasemd á blogg Guðsteins? Á sá tími sem liðinn er síðan síðast að sanna eitthvað?
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 17:25
Matti - ég hef mun meiri áhyggjur af fréttum eins og þessum:
Af hverju beitið þið ykkur ekki fyrir svona bruðli heldur en að eltast við aura ef við berum þetta saman. Nei alveg rétt, þetta er ekki hindurvitni og skiptir því engu máli, eða hvað?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.3.2012 kl. 17:52
Guðsteinn Haukur. Segjum sem svo að múslímar stofnuðu "ókeypis" áfengismeðferð. Í skiptum fyrir góða ummönnun, mat, lyf, rúmföt og góða læknisþjónustu þyrftu sjúklingar að hlusta á lofræður um Allah á hverjum degi. Finndist þér rétt að skattgreiðendur borguðu fyrir slíka meðferð?
Benedikt Halldórsson, 19.3.2012 kl. 18:29
Ríkið á ekki að punga peningum í stjórnmálaflokka.. né trúarhópa; Þessir hópar eiga að reka sig á frjálsum framlögum meðlima..og náttúrulega borga skatta eins og allir aðrir.
Að auki finnst manni oft að ríkið hundsi hjálparþurfi, taki þann pól í hæðina að einhver samtök taki á málinu... og þar af leiðandi fái þessir hópar ekki þá aðstoð sem þeir þurfa.
Ef við tökum ríkiskirkjuna, það væri hægt að hjálpa rosalega mörgum fyrir 5000 milljónir á ári.. sem fara í að reka Geimgaldrastofnun ríkisins
DoctorE (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 19:34
Benedikt - ég myndi glaður láta það fé af hendi, og treysta að fólk taki sjálfstæðar ákvarðanir í svona málum.
Dokksi - jamms .....
Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.3.2012 kl. 19:41
Alveg stórfurðulegt að fólk skuli vera tilbúið að níða niður það sem gott er gert, og Guðsteinn, ég er þér svo sammála í þessari bloggfærslu. Ef við ætlum að gefa okkur það að allt hjálparstarf þurfi að fara í einhverja naflaskoðun hvernig það er tilkomið, þá er illa komið fyrir allri hjálparstarfsemi í heiminum í dag. Þrátt fyrir vilja margra samtaka, um að leggja til aðstoð í austur og miðlöndum, þá hefur það ekki tekist vegna þess að þau koma frá löndum sem talin eru kristinn. Frábært. Benedikt, og fleiri sem ekki vita. Þá er engvum það skylt að mæta í messur eða predikanir hjá hjálpræðishernum. Það er hverjum það í sjálfsvald sett að mæta eða ekki. Frekar ætti umræðan að vera um þá skömm sem ríki og borg hafa hunsað þessi málefni. Þægðaraukinn er slíkur, að það er betra að styrkja svona samtök heldur en að leggja útí eitthvað pólitíkskt hjálparstarf, sem myndi bara enda í auknum kostnaði og spillingu. Hjálpræðisherinn á bara skilið lof fyrir það sem hann hefur staðið fyrir og alla þessa óeigingjörnu sjálfboða vinnu fólks sem þar hefur starfað. Opið hús og matur á hverjum jólum í boði sjálfboðavinnu. Er hægt að setja út á það...??? Þrátt fyrir að vera rekin af kristnum gildum, er það opið fyrir öllum trúarbrögðum. Eru þeir sem út á það setja, tilbúnir að fórna aðfangadagskvöldi í faðmi þeirra sem minna mega sín...???? Held ekki. Forsetinn okkar gerði það ásamt sinni frú. Og ber honum þakkir fyrir. Engin af ráðamönnum þessarar þjóðar gat litið upp af hlöðnu jólahlaðborði til að sýna þá auðmýkt sem hann gerði. Samt munu koma athugasemdir um hvernig okkar forseti er svona og svona. En gleymum ekki einu. Hann er okkar fyrsti forseti til að sýna hversu mikill hann er meðal fólks. Ég held að allir ættu að hafa það að leiðarljósi, eins og sagt var "Það skiptir ekki máli hvaðan gott kemur". Njótum þess og eyðileggujum allt það góða sem fók er tilbúið að gera. Skiptir þá ekki máli hvaða trúar það er.
Kveðja.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 19:52
Ef stjórnmálaflokkar myndu fá fé til að reka meðferðarstarf myndi ég svo sannarlega gera athugasemdir við það. Annars er umræðan um ríkisstyrki til stjórnmálaflokka ekki tengd þessu.
Matthías Ásgeirsson, 19.3.2012 kl. 22:15
Sigurður - ég þakka afar fallega og réttmæta athugasemd.
Matti - já en er þetta ekki sama braskið? Og helmingi hærri upphæðir?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.3.2012 kl. 22:20
http://www.youtube.com/watch?v=iU-8Uz_nMaQ&list=PLD78A4CA3338CFA7E&index=3&feature=plcp
Frjáls félagasamtök og trúfélög eiga að fjármagana sig sjálf. Starf Hjálpræðishersins eða múslíma kemur engum við ef stjórnmálamenn láta veskin okkar í friði.
Benedikt Halldórsson, 20.3.2012 kl. 03:14
Það er þin skoðun Benni, það er bara stundum ekki hægt að anda djúpt að sér og verða saddur af því. Virkar ekki þannig.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.3.2012 kl. 07:09
Þannig að Guðsteinn styður við það að ríki og borg setji milljónir, jafnvel tugi milljóna í hjálparstarf sem múslímar standa á bakvið?
Ef þeir myndu sækja um, eða ríki/borg setja peninga í "Hjálpræðisher íslam" og td ég eða aðrir myndu kvarta, þá myndi Guðsteinn stíga fram og segja: Afhverju að ráðast að því sem gott er?"
Er þetta rétt skilið hjá mér Guðsteinn?
DoctorE (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 07:42
Rétt skilið Dokksi. Ef það leiðir gott af sér og skaðar engann, hver er ég þá til þess að gagnrýna?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.3.2012 kl. 08:00
Well, ég er viss um að það kemur að þessum tímapunkti.. og þá ætla ég að sjá þig gera þetta, ásamt því að verða útskúfaður af trúbræðrum þínum :)
Ég er samt algerlega viss um það að þú telur íslam ekki leiða gott af sér og skaði engann, þvert á móti; Að auki, samkvæmt þinni trú, þá er allt sem íslam og önnur trúarbrögð taka til sín, manneskjur, allt þetta er ávísun á helvíti fyrir viðkomandi, og þú segjr: Ef það leiðir gott af sér :)
I smell a rat dude ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 08:49
hehehe ... Dokksi, ég set reyndar fram ströng skilyrði. Með þessu er ég enginn stuðningsmaður Islam sérstaklega, ég sagði: "Ef það leiðir gott af sér og skaðar engan, hver er ég þá til þess að gagnrýna?" Bara EF, ekki vegna þess að ég blessun mína yfir Islam, langt í frá.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.3.2012 kl. 09:16
*legg blessun mína yfir meina ég.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.3.2012 kl. 09:16
Hinn sári sannleikur við þennan málaflokk er að hann kostar mikið af peningum, svo miklum að enginn venjulegur meðaljón getur séð um hann á frjálsum framlögum eingöngu hversu sem hann vildi. Og hver á að sjá um þetta þá? Ef ríkið gerði það þá er það nokkuð viðbúið að enginn vildi vinna við þetta nema á launum.
Það eru kristin samtök sem tóku þetta að sér og hafa byggt upp gott starf. Ég held að skjólstæðingar þeirra hafi mun stærri vandamál en að heyra talað um Jesú, og ég held líka að þeim sé alveg sama þó að húsaskjólið og maturinn sem þeir þiggja komi frá kristnum. Í þannig aðstöðu væri mér persónulega sama þó að það kæmi frá múslimum, ég yrði þakklát fyrir. Enda eru múslimar góðir við þá sem minna mega sín.
Flower, 20.3.2012 kl. 11:15
Það átti nú að standa hjá mér "Njótum þess og eyðileggjum EKKI allt það góða sem fólk er tilbúið að gera."
Kveðja
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 19:15
Sæll Guðsteinn Haukur.
Mikið er gaman að sjá þig á blogginu og Matti vinur okkar mættur. Þorleifur er duglegur að vinna gegn kristilegu hjálparstarfi og hunsar sennilega alla hina líka s.s. Fjölskylduhjálpina, Mæðrastyrksnefnd, Björgunarsveitir og fl.
http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/fyrirgefid-mer-ad-gefast-svona-upp-hefur-barist-vid-krabbamein-i-4-ar---hef-ekki-efni-a-lyfjamedferd
http://www.pressan.is/frettir/lesafrett/gatan-bidur-tveggja-barna-einstaedrar-modur-i-reykjavik-thid-bara-getid-ekki-sent-fjolskyldur-ut-a-gotu
Svona fréttir heyrum við liggur við á hverjum degi. Fólk er í neyð. Ríkisstjórnin hefur brugðist - borgarstjórn hefur brugðist.
Öll samtök nema Lútherskakirkjan, sem er á spena hjá ríkinu, þurfa að berjast til að ná endum saman. Mörg af þessum samtökum eru ekki rekin sem lífbreytandi félög eins og Björgunarsveitirnar. Fólkið þarf að vinna og vinna að tekjuöflun og leggja svo í kostnað að ná í fólk sem er í nauðum statt eins og nú síðast á Vatnajökli. Þá þakka allir fyrir Björgunarsveitirnar en orðin ein duga ekki til að reka sveitirnar. Mér finnst fáránlegt að þetta allt eigi að vera sjálfboðastarf.
Hvernig er með þennan ríkissjóð? Þarf ekki að fara að stokka upp og nota peningana í t.d. hjálparstarf í staðinn fyrir að moka peningum í stjórnmálaflokkana sem gera það eitt að rífast allan daginn á Alþingi á meðan heimilin í landinu brenna upp. Dýrt að hafa 63 alþingismenn á kaupi sem hafa ekkert annað að gera en að karpa. Dýrt að reka öll þessi sendiráð. Sum þeirra, hallir sem eru dýrar í rekstri og hugsa sér að það er lítið eyland sem á þessar hallir á meðan stórar þjóðir finna sér ódýrt húsnæði fyrir sendiráð eins og Japanir hér á Íslandi.
Það er skilda ríkisins að reka hjálparstarf, hvort sem ríkið velur að vinna sjálf að hjálpa þeim sem minna mega sín eða fela öðrum hjálparstarfið með hjálp ríkissjóðs. Við erum jú öll jafningjar og það á að hjálpa þeim sem minna mega sín.
Það er sárt að heyra um fólk sem á hvorki í sig né á og þarf að fara í Mæðrastyrksnefnd eða Fjölskylduhjálpina til að fá hjálp. Ekki eru þessar stofnanir lífsbreytandi og ríkið stendur ekki á bak við þetta góða fólk sem þar starfar.
Tími til kominn að forgangsraða.
Ég trúi á Jesú Krist og ég bið hann um að snúa við högum okkar. Þjóðin þarf að taka á móti hjálp Guðs en það erum við ekki að gera og ekki hjálpar til að hafa kommúníska ríkisstjórn. What?
Nú verður stormur - ekki bara stormur í vatnsglasi heldur bálhvasst. Hlakka til!
Friðarkveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.3.2012 kl. 23:33
Matthías segir:
"Ef stjórnmálaflokkar myndu fá fé til að reka meðferðarstarf myndi ég svo sannarlega gera athugasemdir við það. Annars er umræðan um ríkisstyrki til stjórnmálaflokka ekki tengd þessu"
Þú gerir semsagt ekki athugasemd af því að styrkirnir til stjórnmálaflokkanna tengjast ekki "meðferðarstarfi"? Ef styrkurinn til Hjálpræðishersins væri ekki tengdur meðferðarstarfi heldur stjórnmálaumsvifum Hjálpræðishersins þá yrði það samþykkt? Er það þín sýn á málin Matthías?
k.kv
Snorri í Betel
Snorri Óskarsson, 21.3.2012 kl. 00:23
Góðan daginn Guðsteinn minn.
Eigðu góðan dag vinur, flott blogg hjá þér.
Kær kveðja.
Valgeir.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 08:51
Ég er ekki hrifinn af ríkisstyrku kristnu hjálparstarfi. Um leið og það gerist eru þeir sem eru ekki kristnir komnir með rétt til að segja hinu kristnu hvað þeir mega segja og ekki segja. Fyrir kristna kirkju að fara í sæng með ríkisvaldinu er ekki sniðugt að mínu mati.
Mofi, 21.3.2012 kl. 13:37
Hvernig væri, að þessi sandhausar, DoctorE og Matthías Ásgeirsson, kynntu sér einu sinni málin áður en þeir og þeirra líkar byrja að þvaðra?
Það er verið að tala um hvort hið opinbera eigi að fá einkarekin góðgerðarsamtök til að sinna utangarðsfólki. Það er ekkert verið að ræða hvort eigi að borga þeim fyrir að segja Jesús elskar þig, eða Allah akbar.
Umrædd samtök eins og Samhjálp og Hjálpræðisherinn (eða hver önnur) eru ráðin til verksins vegna þess að borgaryfirvöld (hingað til) viðurkenna að þeirra starf hefur skilað árangri.
Menn geta haft hvaða skoðun sem þeir vilja á siðferðis- og trúarskoðunum þessara samtaka, en það kemur bara málinu ekki við. Eina sem er spurt um (eða á að spyja um) er hver er hæfastur til að sinna utangarðsfólki.
Eins og venjulega vill lopapeysuliðið í VG að hið opinbera eigi og reki allt. Þeir myndu eflaust vilja að ef rúða brotnar í Alþingi þá sé stofnuð Rúðuísetningardeild ríkisins með tilheyrandi skriffinnsku og kostnaði, í stað þess að hringja eitt símtal í einhvern góðan iðnaðarmann, eða bjóða verkið út (ef um stærri verk er að ræða, en að laga eina rúðu.)
Ég er ekkert að segja að Samhjálp eða Hjálpræðisherinn eigi frekar en aðrir að sinna þessum verkefnum, en versti kosturinn af öllum er að láta möppudýr á vegum ríkis eða sveitarfélaga sjá um þetta.
Theódór Norðkvist, 21.3.2012 kl. 13:49
Trúaðir verða að gera sér grein fyrir því að ef ríkið setur peninga í kristni.. þá verður ríkið að setja peninga í íslam. og hvaða trúarbrögð sem er... Hugsið málið til enda, hvað gerist ef við höfnum ekki trúarbrögðum í bland við stjórnmál ENDANLEGA; Hvað gerist ef íslam verður stærra á íslandi en kristni.. og þeim leyfist að blanda þessu öllu saman.. Ég sé ekki betur en hann JVJ sé núna grenjandi yfir því að íslam sé að verða jafnstíga kristni í ríkisstyrkjum og öðru í Norge... Þið getið ekki átt kökuna og étið hana líka
Fatækir og sjúkir eiga ekki að þurfa að þyggja ölmusu frá trúfélögum.. ríkið á ekki að getað fríað sig ábyrgð á þessu fólki.. með því að hugsa sem svo að einhver trúarhópur taki þetta fólk af herðum ríkisins.. Eina hlutverk ríkis í trúarbrögðum er að fylgjast með hvort þeir selji fólk falskar vonir og upplognar lækningar.. ofl í þeim dúr; Fátækir og sjúkir eiga ekki að vera klámefni fyrir trúaða.
DoctorE (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 09:31
Ég þakka öllum líflegar umræður. :)
Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.3.2012 kl. 10:52
http://bassinn.blog.is/blog/jon_ragnar_rikh/entry/1229678/#comments
Þarna kemur fram að Doctor E hafi ekki heimsótt síðuna og finnst þeim það agalegt og einnig á síðu Haldóru Ásgeirsdóttir var Doctor E. saknað. En enginn saknar okkar Guðsteinn :-)
Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.3.2012 kl. 23:40
> Snorri: "Þú gerir semsagt ekki athugasemd af því að styrkirnir til stjórnmálaflokkanna tengjast ekki "meðferðarstarfi"? Ef styrkurinn til Hjálpræðishersins væri ekki tengdur meðferðarstarfi heldur stjórnmálaumsvifum Hjálpræðishersins þá yrði það samþykkt? Er það þín sýn á málin Matthías?"
Ég get bara ekki séð að umræðan um styrki ríkis til stjórnmálaflokka tengist þessari umræðu. Umræðan um styrki til stjórnmálaflokka er auk þess ekki einföld. Ef Hjálpræðisherinn stofnar stjórnmálaflokk á sá flokkur að njóta sömu réttinda og aðrir flokkar. Svo er hægt að rökræða þau réttindi fram og til baka.
Theódór kallar mig "sandhaus". Það eru forvitnileg köpuryrði. Eiga nú frekar við þá sem aðhyllast trúarbrögð sem rekja má til miðausturlanda hefði ég haldið! Í restinni af athugasemdinni gerir hann mér upp skort á skilning sem mig skortir þó ekki.
Rósa segir: "Öll samtök nema Lútherskakirkjan, sem er á spena hjá ríkinu, þurfa að berjast til að ná endum saman."
Öll trúfélög á Íslandi eru á spena hjá ríkinu. Nei, sóknargöld eru ekki félagsgjöld, þau eru einfaldlega hlutdeild í skatttekjum ríkisins.
Matthías Ásgeirsson, 23.3.2012 kl. 13:52
Hjálpræðisherinn sinnir ekki meðferðarstarfi, nema fólk flokki þá athöfn að fæða og klæða utangarðsfólk meðferð.
Páll (IP-tala skráð) 23.3.2012 kl. 20:08
Blessaður Matthías.
Ég greiði sóknargjald og það fer til safnaðarins míns en við erum ekki með neina styrki frá hinu opinbera og þurfum algjörlega að sjá um okkur sjálf. En ég var ekki með sóknargjöld í huga heldur er Lútherskakirkjan meira og minna rekin af ríkinu. Prestar og starfsfólk fá laun frá ríkinu og ríkið sér helling um rekstur og viðhald kirkna. Ég vil meina að við höfum rætt þessi atriði áður?
Ég á alls ekki von á því að ríkið væri að fara að hjálpa Hjálpræðishernum með rekstur á húsum og þvíumlík en ríki og borg eiga að sjá sóma sinn í að styða hjálparstarf hvort sem það er kristið eða ekki þar sem ríkið er ekki að reka hjálparstarfið sjálft sem þessi félög reka.
Mér blöskrar styrkirnir sem stórnmálaflokkarnir hafa. Á sama tíma á fólk ekki til hnífs og skeiðar. Stjórnmálaflokkarnir geta séð um sig sjálfir fjárhagslega. Þeim er ekkert vorkunn að afla peninga frekar en okkar frábæru Björgunarsveitir.
Matti minn, vertu Guði falinn.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.3.2012 kl. 00:19
Haukur minn ég er ekki í trúfélagi nema félagi í Ásatrúarfélaginu. En ég segi Hjálpræðisherinn er ekki sértrúarsöfnuður að minni hyggju, og af hverju má ekki styðja þá í að gera gagn, er ekki sama hvaðan gott kemur? Þetta fólk þarf hjálp, og ef opinberir aðiljar hafa ekki vilja né getu til að aðstoða, þá eiga þeir að minnsta kosti að skammast sín til að styrkja þá aðila sem vilja taka þá hluti að sér. Það er bara þannig að mínu mati.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2012 kl. 01:25
Einmitt Ásthildur - 100% sammála þér, og ekki í fyrsta né síðasta sinn sem það hefur gerst.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.3.2012 kl. 13:51
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2012 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.