Söngvakeppnin ... hvað finnst ykkur?

Á laugardaginn kemur kl. 20:30 verður söngvakeppni sjónvarpsins sýnd á Rúv, ég er ekki vanur að sýna svona löguðu nokkurn áhuga og flý yfirleitt af hólmi þegar um svona lagað er að ræða.

En í þetta sinn geri ég undantekningu, því það er eitt lag sem hefur gripið mig. Það er lag Herberts Guðmundssonar; "Eilíf Ást" sem greip mig. Herbert verður fyrstur á svið á laugardaginn kemur og hvet ég alla til þess að hlusta á lagið dæma fyrir ykkur sjálf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottasta lagið!! ÁFRAM MEÐ HEBBA TIL AZERBAIJAN!

Guðsteinn (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 23:13

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ömm ... einmitt nafni ... og þið sem eruð að hugsa það, þá er ekki um að ræða "forever alone" tilfelli, þetta er nafni minn!  :-/

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.1.2012 kl. 23:20

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég get ekki dæmt um þetta tiltekna lag, því ég hef bara heyrt brot úr því, en ég er afar hrifin af Laginu hans Magnúsar Hávarðar sem Simbi og Hrútspungarnir syngja, hresst ekta íslenskt, myndi skera sig vel úr í Azerbaijan.  Líka hugnast mér vel lagið hennar Grétu, sem hún og Jónsi syngja saman, frábært lag og frábær fiðluleikur, og frábær saga, kveikjan er Ragnheiður Biskupsdóttir.  Þessi lög eru bæði á þjóðlegum nótum, það síðara með fimmundarsöng.  Áfram Ísland og okkar sérstaða. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2012 kl. 12:04

4 identicon

Þetta er nú bara ósköp venjulegt eurovisionlag... Ertu ekki bara að fíla þetta vegna þess að þétta er trúbróðir þinn.. Ég meina, ef Hebbi væri ekki kristinn, hvaða líkur væru þá á því að þú plöggaðir honum?

Bottom læn: Venjulegt eurovisionlag, nothing more, nothing less.,

DoctorE (IP-tala skráð) 27.1.2012 kl. 14:02

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Mér finnst lagið flott! -  óvenju grípandi

Jóhanna Magnúsdóttir, 27.1.2012 kl. 18:07

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Með fullri virðingu fyrir Herberti þá líka mér betur við íslensku lögin með Simba og Grétu.  Við þurfum að bera þroska til að senda okkar lög með okkar sérkennum til útlanda og vera stolt af.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2012 kl. 19:16

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég er reyndar hrifnust af þessu með sögunni af Ragnheiði biskupsdóttur, sem er sungið af þessari með fiðluna ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 27.1.2012 kl. 19:39

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Jóhanna það var algjörlega frábært lag.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2012 kl. 19:43

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er samt dálítið sem ég er að velta fyrir mér... þegar maður fer inn á Ruf veginn um júróvisjón, blasir þetta við:Lögin eru einungis til hlustunar á vefnum. Opinber flutningur er óheimill.

En bara núna í vikunni var eitt af þessum lögum orðið efst á lista popplands yfir vinsælustu lögin.  Hvernig getur það gerst ef lögin eru svona og er þetta lag þá ekki þar með úr sögunni?  Spyr sú sem ekki veit.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2012 kl. 20:08

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

europopp eins og það gerist verst. >sorry félagi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.1.2012 kl. 02:24

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Haukur ?

Steingrímur Helgason, 28.1.2012 kl. 23:31

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha karlinn komst ekki í úrslitin, nú kýlum við auðvitað á gott rammíslenskt lag Hey með hrútspungunum fimmundarsöng og alles, ekki sakar að það er bolvískt og ísfirskt.  Hey áfram... eða þannig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 23:47

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Fyrirgefið hvað ég svara seint, en ég hef aðeins eitt að segja: Þjóðin hefur talað, og vonandi farnast þeim lögum vel sem þjóðin hefur valið til úrslita.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.1.2012 kl. 15:02

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

May the best man win.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2012 kl. 15:52

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vel mælt að venju Ásthildur mín!  :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.1.2012 kl. 23:05

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ljúfurinn minn þú ert frábær

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2012 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband