Útilega mannkyns búinn samkvæmt Harold Camping

Ég hef verið að fylgjast með þessu undanfarna daga, og get ég ekki annað en lýst frati yfir svona yfirlýsingum. Ef við horfum bara á orð Jesú sjálfs þegar minnst er á svona "spádóma" (ef spádóma má kalla)

Matteusarguðspjall 24:24-27
24 Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn, og þeir munu gjöra stór tákn og undur til að leiða afvega jafnvel hina útvöldu, ef orðið gæti.
25 Sjá, ég hef sagt yður það fyrir.
26 Ef þeir segja við yður: Sjá, hann er í óbyggðum, þá farið ekki þangað. Ef þeir segja: Sjá, hann er í leynum, þá trúið því ekki.
27 Eins og elding sem leiftrar frá austri til vesturs, svo mun verða koma Mannssonarins.

Sama má segja um:

Matteusarguðspjall 24:36
En þann dag og stund veit enginn, hvorki englar á himnum né sonurinn, enginn nema faðirinn einn.

Tökum því ekki mark á svona falsspámönnum, sem þykjast hafa allt í hendi sér. Hann er einu sinni búinn að spá heimsendi áður, árið 1994 og segi ég við ykkur: "af ávöxtunum skulum við þekkja þá".


mbl.is Ætlar að horfa á heimsendi í sjónvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er auðvitað kjörið tækifæri til að láta heiminn vita af sér ekki satt?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.5.2011 kl. 16:59

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það má orða það þannig já! Takk fyrir þetta Ásthildur mín!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.5.2011 kl. 17:04

3 Smámynd: Flower

Það er náttúrulega ótrúleg náð sem þessi gaur nýtur og greinilega í meira uppáhaldi hjá Guði en nokkur annar. Og verði ekkert úr þá eru samkvæmt því sem ég las, einhverjir búnir að koma eigum sínum í öruggt skjól hjá honum. Sem ég veit ekki hvort er rétt en kæmi mér ekki á óvart.

Flower, 20.5.2011 kl. 18:13

4 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Ég held að Flower hafi hitt naglann á höfuðið.

Um leið og ég heyrði af þessari frétt þá var þetta það fyrsta sem hoppaði upp í hausinn á mér: Hversu margir meðlimir í kirkju hans eru búnir að leggja eigur sínar inn á reikning hjá honum?

Bryndís Böðvarsdóttir, 21.5.2011 kl. 14:15

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fær þessi vegtylluna trúarnött Guðsteinn?

Mér finnst það alveg drepfyndið að sjá þig hrekja vitfirringinn með tilvitnunum í nýja testamentið sjálfur. Þú sérð væntanlega hvað það er galið líka?

Svona hafa nú menn notað þessa bók til að gera enn verri hrylling en þennan grikk. Best væri ef þið létuð þetta bara eiga sig. 

Jón Steinar Ragnarsson, 21.5.2011 kl. 14:59

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars ætlaði Jesú bara rétt að skreppa og vera kominn aftur áður en fylgjendur hans væru dauðir.

Þú kannt væntanlega einhverja guðfræðiloftfimleika til að rökstyðja þá töf burt?

Jón Steinar Ragnarsson, 21.5.2011 kl. 15:01

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vel mælt Flower og Bryndís.

Jón Steinar - ég alveg hættur að nenna að fara silkhönskum um þig. Þú segir:

Mér finnst það alveg drepfyndið að sjá þig hrekja vitfirringinn með tilvitnunum í nýja testamentið sjálfur. Þú sérð væntanlega hvað það er galið líka?

Ef þú ert ekki vel læs Jón minn er það ekki mér að kenna.

Svona hafa nú menn notað þessa bók til að gera enn verri hrylling en þennan grikk. Best væri ef þið létuð þetta bara eiga sig.  

Jamms, ég á sum sé bara að halda kjafti og sleppa því að vara við svona nötturum. Einmitt.

Annars ætlaði Jesú bara rétt að skreppa og vera kominn aftur áður en fylgjendur hans væru dauðir.

Útúrsnúningur fer þér ekki.

Þú kannt væntanlega einhverja guðfræðiloftfimleika til að rökstyðja þá töf burt?

Nei, ég kann bara að lesa, sem er greinilega ólíkt þér.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.5.2011 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband