Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Heyrði ég rétt í sjónvarpsfréttunum, að rannsókn sérstaks saksóknara tæki 4 ár í viðbót?

Vendetta, 13.10.2010 kl. 21:33

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Hún er búin að standa sig vel og hún skoraði fullt af mörkum í dag með Björk. Hún á eftir að hjálpa okkur helling í framtíðinni.

Já Vendetta - 4 ár. Alltof langur tími. Ég vil fara að sjá einhverjar niðurstöður og að þjóðin fái til baka eitthvað af peningum Útrásavíkinga.

Megi almáttugur Guð miskunna okkur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.10.2010 kl. 22:31

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ég átta mig ekki á því hvað á að þakka Evu Joly fyrir. Hún var ráðínn í ákveðið verkefni á háum launum. Hún sagði að það mundi allt borgast til baka vegna þess að það væri allt fullt af peningum sem þjóðin fengi til baka frá þeim sem hefðu stolið frá henni og geymdu þá í skattaskjólum. Engin króna hefur skilað sér. Eva Joly hefur ekki staðið að einni ákæru eða rannsókn þannig að hún hafi klárast.

Fyrir hvað á að þakka? Að hún skuli hafa uppi illa grunduð ummæli um lögreglurannsókn á Magma Energy.

Ef til vill að hún hafi rifið kjaft þrisvar sinnum fyrir Íslands hönd vegna Icesave þar sem forsætis- og fjármálaráðherar klikkuðu?

Jón Magnússon, 14.10.2010 kl. 10:37

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Jón Magnússon - mikið er gott að sjá skrif þín í miðju kófi vinstrivillu.

Mér er sagt að hún hafi - ofan á mjög há laun - fengið starfslokasamning - ekki veit ég hvort það er satt en hélt að starfslokasamningar væru ekki gerðir við fólk sem ráðið væri í skammtímaverkefni.

Í mínum huga misti hún alla virðingu og traust þegar hún fór að skipta sér af Magma málinu. Henni var ekki falið það verkefni.

Hefði betur sótt allt þetta fé sem hún sagði að væri á leiðinni -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 14.10.2010 kl. 11:30

5 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Takk Eva

G.Helga Ingadóttir, 14.10.2010 kl. 19:09

6 Smámynd: Vendetta

Ég álít að Jón og Ólafur hafi Evu Joly fyrir rangri sök. Að ráða hana sem ráðgjafa var sýndarmennska af stjórnvöldum sem aldrei hafa haft í hyggju að leiða nein ákærumál til lykta. Alveg frá byrjun var meiningin að Eva ætti ekki að hafa nein áhrif á neitt, en ráðinn var sérstakur saksóknari sem fékk það hlutverk að þykjast vera að einhverju í 5 - 6 ár án þess að fá neinn dæmdan, enda munu flestöll þessi mál fyrnast. Síðan þegar búið verður að klúðra öllu, þá munu stjórnvöld segja: "Þetta var allt Evu Joly að kenna".

Að mínu áliti hefði átt að ráða Evu Joly sem sérstakan saksóknara í staðinn fyrir ráðgjafa endrum og eins sem enginn hlustaði á og gefa henni frjálsar hendur. Það hefur sýnt sig gegnum síðustu ár að íslenzkir embættismenn ráða yfirleitt aldrei við neitt, sem er bara pínulítið flókið og þegar viljann til verksins vantar í þokkabót, þá rennur allt út í sandinn.

Vendetta, 14.10.2010 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband