Burt með þessa vanhæfu ríkisstjórn!

Mynd fenginn að láni frá DVÞað er ekki nóg með að þið hækkið EKKI þau örfáu brauðmola sem aldraðir og öryrkjar fá, heldur sleppur barnafjölskyldur ekki heldur. Ég er afar hræddur um að miklu fleira fólk á eftir að flýja land ef þessi búskapur verður stundaður áfram.

Fólk er komið á vonarvöl með venjulega framfærslu! Meira að segja fólk sem á hvað minnst á milli handanna kemur að lokuðum dyrum hjá ríkinu

Það sýndi sig í mótmælunum nýlega að mikil reiði var í fólki, og var hlutum grýtt í presta og þingmenn. Ég skil vel þessa reiði, og hef ég sjálfur verulega þurft að herða sultarólina vegna vanhæfni háttvirtrar ríkisstjórnar að bjarga heimilunum í landinu. Eina skjaldborgin sem SamSpillingin (SS) hefur tekist að byggja er utan um eigin ráðherra, og eitur grænir hafa sig alla við að byggja fremur gjaldborg fremur en skjaldborg. Ekki einu sinni spítalarnir eru óhultir fyrir gjaldborg VG, og leggjast sennilega sumir spítalar af ef þarf að skera svona ofsalega niður.Þetta er sama fólkið og ætlaði að standa vörð um velferðarkerfið, en er nú að leggja drög að helferðakerfi. Svik á svik ofan.

Á mánudaginn verða svokölluð "tunnumótmæli" sem verður á meðan stefnuræða forsætisráðherra er. Ég hvet alla þá sem vettlingi geta haldið að mæta og vera með hávaða, það ætla ég að reyna að gera að minnsta kosti! Þeim hefur alveg mistekist að gera nokkurn skapaðan hlut rétt! Og láta þau hluti eins umsókn að einhverjum snobbuðum ESB klúbbi ganga fyrir eigin þegnum! Angry Hve marga milljarða kostar umsóknin ein? Og hve mörg heimili væri hægt að bjarga með þeim peningum?

Nú er nóg komið, reynum að knýja fram kosningar sem allra fyrst, því það er lýðræðislegur réttur hvers manns að mótmæla og nýtum þann rétt, en án ofbeldis auðvitað!


mbl.is Barnabætur lækkaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Heyr, heyr & burt með Geir !

(ni, það var vízt búið að því...)

Steingrímur Helgason, 2.10.2010 kl. 23:42

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehehe ... góður Zteini!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.10.2010 kl. 23:43

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sammála, loks þegar Samspillingin virkjaði loks skjaldborgina var virkjuð var það til að verja Ingibjörgu Sólhrun Gísladóttur fyrir réttvísinni.

En skýrðu nánar út hvað þessi tunnumótmæli eru? Ég þori ekki að vera með Facebook eftir að Friðrik Skúlason (púki) sagði að með því væri ég að afhenda rússnesku mafíunni tölvuna mína.

Mér dettur helst í hug að fólk eigi að mæta í tunnum til að sýna að það á ekki lengur fyrir fötum vegna efnahagshrunsins.

Theódór Norðkvist, 3.10.2010 kl. 00:02

4 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Frjálsum Handfæra Veiðum var lofað, og auknum strandveiðum,

þúsundir starfa hefðu getað orðið til, án þess að kosta ríkissjóð

krónu, en það er eins og að tala við steinvegg, að tala við

Alþingismenn.

Aðalsteinn Agnarsson, 3.10.2010 kl. 00:02

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

var virkjuð þarna ofaukið.

Theódór Norðkvist, 3.10.2010 kl. 00:03

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Púkinn er til þess gerður að vekja fólki óhug Teddi, sem tölvumaður og nörd mótmæli ég Friðrik Skúlasyni, og er hann með einhverja paranoju. Þú ferð bara varlega, það er allt sem þarf. Alveg eins og þú ofþambar ekki kaffi. En fyrst svona er, þá er þetta sem stendur á snjáldurskinnu eins og ég kalla hana stundum:

Tími   
4. október · 19:30 - 23:30
Staður    Austurvöllur
Gestgjafi   
Mótmælendur Íslandi
Nánari upplýsingar    Næstkomandi mánudagskvöld er stefnuræða Jóhönnu Sigurðardóttur á dagskrá þingsins. Við skulum skapa henni réttan undirleik og umgjörð. Ómsterkir eða stórir hljómgjafar afar vel séðir. Mætum í öllum okkar fjölbreytileik og stöndum saman í því að koma vantrausti okkar á því sem fram fer innan þingsins á framfæri.

Gleymum því ekki að stofnunin sem steypti fjármálakerfinu í glötun fyrir tveimur árum, með vanhæfni sinni og spillingu, steypti lýðræðinu sömu leið í atkvæðagreiðslunni um landsdóm síðastliðinn þriðjuag. Því er komið að okkur almenningi að spyrna við fótum áður en þeir missa landið okkar niður um svelginn vegna áframhaldandi afglapa.

(Seinni efnisgreinin er byggð á því sem fram kemur í grein Svans Kristjánssonar sem birtist á eyjan.is 30. sept. sl)


 
 

 
 

 
 

 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.10.2010 kl. 00:08

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Úps, missti mig þarna á enter takkanum! :-/

Aðalsteinn - góð ábending, og ég minni einnig á að BÁÐIR flokkarnir voru með loforð um fara fyrningarleiðina, og hefur það einnig verið svikið með einhverju sem þeir kalla "samningaleið" sem hagsmuna aðilar ráða ferðinni og tekur sú leið marga áratugi að skila gagni! Svik og og aftur svik!


Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.10.2010 kl. 00:10

8 Smámynd: Vendetta

Ég legg til að hópur fólks verði sér úti um vuvuzela, svona um hundrað stk. og blási á Austurvelli í þennan djöfullega lúður samtímis, um leið og Jóhanna byrjar ræðuna. Einnig væri hægt á sama tíma að dæla gangster-rock eða zombie-techno á fullu yfir í 10.000 W hátalara.

Jafnvel betra að nota lágtíðnihljóð (um 7 Hz) á mjög háum hljóðstyrk og beina því að alþingishúsinu. Þannig hljóð er afar óþægilegt og ef styrkurinn er nægilega hár, þá fara hauskúpur alþingismanna í eiginsveiflu og ... Bíddu, sagðirðu án ofbeldis? OK, gleyma þessu síðasta.

Annars er kostur við lágtíðnihljóð (undir 20 Hz) að enginn veit hvaðan það kemur, því að það heyrist ekki, en er samt afar óþægilegt.

Vendetta, 3.10.2010 kl. 15:40

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehehe .. góður Vendetta!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.10.2010 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband