Vel gert!

Ég var alveg búinn að missa alla trú á þjóðkirkjunni. En eins og viðtengd frétt sannar þá er greinilega vilji hjá kirkjunarmönnum að bæta ráð sitt, sem ég persónulega fagna og líst vel á að það komi óháðir aðilar til þess að kryfja þau mál sem Ólafur Skúlason fyrrverandi biskup skildi eftir sig.

Þarna kemur berlega í ljós sá kraftur sem fjölmiðlar og almenningur býr yfir, og verður þá ríkiskirkjan að vinna í því að endurvinna það traust sem glatast hefur á undanförnum dögum.

Megi Guð blessa allt þjóðkirkjufólk og alla starfsmenn hennar.


mbl.is Boða rannsóknarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltof seint í rassinn gripið... aumt yfirklóri í ljósi þess að þeir voru teknir með kuflinn á hælunum ásamt því að þagga í fórnarlömbum.

Ef þetta væri íslam sem hefði verið að níðast á þessum konum... myndir þú þá segja: Guð blessi moskuna og múslíma... Nei það myndir þú aldrei gera.. þú gerir eingöngu slíkt vegna þess að þessir menn eru af sama sauðahúsi og þú.
Witness the pova of religion

DoctorE (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 17:23

2 Smámynd: Davíð Oddsson

Ein pæling bara. Ef Ólafur hefði nú verið rafvirki. Ætli það væri þá sami styrinn í kringum rafvirkjafélagið?

Ekki það að ég ætli að verja kirkjuna neitt sérstaklega svo sem :)

Davíð Oddsson, 25.8.2010 kl. 19:58

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Áttirðu von á einhverju öðru Guðsteinn?  Heldurðu að þeir séu að gera þetta af einhverjum hvötum öðrum en að þeir séu tilneyddir?

Áttu þeir að halda því til streitu t.d. að segja þessum fórnarlömbum að éta skít? Hvað heldur þú?

Þetta er ekkert annað en sýndartiltæki til að bjarga andliti kirkjunnar. Þeir verða að viðurkenna yfirgang sinn og leynimakk og viðurkenna að þeir hafi haft rangt við og til þess að allir taki nú eftir því, þá þarf að tildra upp einhverri nefnd, sem þegar er koomin að fyrirframgefinni niðurstöðu.

Og nota bene...bara í þessu máli. Þetta er engin stefnubreyting, ef menn eru að gera sér grillur um það. Þeir eru ekki að breyta neinu. Þeir voru teknir í bólinu hérna og vara sig bara betur og vanda í bælingunni en áður.

Það er ekki til siðs hjá kirkjunni að játa brot né mistök. Það verður fróðlegt að sjá hálfvelgjuna og þvogluna í niðurstöðunni.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.8.2010 kl. 20:37

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svo má nú benda á að rannsóknarnefndir eru mikið í tísku nú og vinsælt tiltæki til að láta viðkvæm mal hverfa, þó ekki sé nema um stund. Það sem er merkilegt við þessa nefnd þó er að hún er að rannsaka sjálfa sig.  Af hverju hváir enginn við því?

Þetta er mikill farsi og einfeldni þinni ekki við brugðið að sjá eitthvað fagnaðarefni í þessu yfirklóri.

Í aldir nauðguðu Íslenskir prestar vinnukonum og heimasætum, börnuðu þær og feðruðu svo sjálfir einhverjum auðnuleysingjanum. Höfnuðu eigin afkvæmum og héldu svo áfram sama leiknum, oftast drukknir og þunglyndir iðjuleysingjar ofan við lög og rétt. Þeir sem reyndu að rísa gegn kirkjunni voru freimaðir í samvinnu við yfirvöld og settir í tukthús t.d. Þetta hefur í engu breyst.  Það var t.d. Ólafur, sem stefndi fórnarlömbunum, þær ekki honum. Sókn er besta vörnin og allt það. Hann kunni prótokollinn sá gamli, enda góð reynsla á því um aldir.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.8.2010 kl. 20:47

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi - ég segi bara á móti: "witness the religous fanatic", þú ert meira að segja svo slæmur að vantrú kallar þig öfgamann.

Davíð - góð pæling, og ég held að svarið sé skýrt NEI!

Jón Steinar:

Áttirðu von á einhverju öðru Guðsteinn?  Heldurðu að þeir séu að gera þetta af einhverjum hvötum öðrum en að þeir séu tilneyddir?

Jú, vissulega gera þeir þetta tilneyddir, en ég er bara feginn að þeir eru loksins farnir að horfa á fortíð sín, tilneyddir eða ekki þá er það bara hollt. Eins og við báðir vitum þá hafa önnur lönd ekki farið eins vel út úr svona, sér í lagi þar sem kirkjan neitar að játa syndir sínar. Þess vegna er betra að neyða þá til yfirbóta í stað þess að þegja þetta niður.

Þetta er ekkert annað en sýndartiltæki til að bjarga andliti kirkjunnar. Þeir verða að viðurkenna yfirgang sinn og leynimakk og viðurkenna að þeir hafi haft rangt við og til þess að allir taki nú eftir því, þá þarf að tildra upp einhverri nefnd, sem þegar er koomin að fyrirframgefinni niðurstöðu.

Þú hefur þína skoðun á því, en ég ætla ekki dæma neitt fyrr en niðurstaða er fegninn úr nefndinni.

Og nota bene...bara í þessu máli. Þetta er engin stefnubreyting, ef menn eru að gera sér grillur um það. Þeir eru ekki að breyta neinu. Þeir voru teknir í bólinu hérna og vara sig bara betur og vanda í bælingunni en áður.

Rangt minn kæri, í gamla daga voru svona mál eins Ólafsmálið alltaf sópað undir borð, eins var aldrei gerð krafa um hreinasakaskrá eins og gert er í dag ef vinna á með börnum t.d. Þannig mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þessir voðaatburðir áttu sér stað þökk sé vitundarvakningu í samfélaginu.

Það er ekki til siðs hjá kirkjunni að játa brot né mistök. Það verður fróðlegt að sjá hálfvelgjuna og þvogluna í niðurstöðunni.

Menn eins og þú sem hatar kirkjuna með ástríðu, munu aldrei sætta við neitt sem kemur frá þessari nefnd, eins og öll þín orð hér ofar eru til vitnis um. Ég ætla að bíða með sleggjudóma og sjá hver niðurstaðan verður, og gagnrýna svo ef þess ber undir.

Svo má nú benda á að rannsóknarnefndir eru mikið í tísku nú og vinsælt tiltæki til að láta viðkvæm mal hverfa, þó ekki sé nema um stund. Það sem er merkilegt við þessa nefnd þó er að hún er að rannsaka sjálfa sig.  Af hverju hváir enginn við því? 

Tísku? Vann þá rannsóknarnefnd Alþingis svona lélegt starf? Ég bendi á að í henni voru fyrrverandi þingmenn og vinir þingmanna. Bíðum bara eftir niðurstöðu, þegar fólk er sett í nefndir þá er lágmarkskrafa að leyfa henni að vinna úr málinu fyrst áður en dæmt er.

Þetta er mikill farsi og einfeldni þinni ekki við brugðið að sjá eitthvað fagnaðarefni í þessu yfirklóri. 

Þetta "yfirklór" er meira en ég bjóst við frá þeim, enda var ég alveg búinn að missa alla trú á þessari kirkju. En þú ert greinilega meiri vitsmunavera en einfeldingurinn ég með þína sleggjudóma.

Í aldir nauðguðu Íslenskir prestar vinnukonum og heimasætum, börnuðu þær og feðruðu svo sjálfir einhverjum auðnuleysingjanum. Höfnuðu eigin afkvæmum og héldu svo áfram sama leiknum, oftast drukknir og þunglyndir iðjuleysingjar ofan við lög og rétt. Þeir sem reyndu að rísa gegn kirkjunni voru freimaðir í samvinnu við yfirvöld og settir í tukthús t.d. Þetta hefur í engu breyst.  Það var t.d. Ólafur, sem stefndi fórnarlömbunum, þær ekki honum. Sókn er besta vörnin og allt það. Hann kunni prótokollinn sá gamli, enda góð reynsla á því um aldir.

Enginn með heila brú neitar að slíkt hafi átt sér stað, en ég bendi á að kirkjan var eina "félagsstofnunin" um marga ára skeið, ekki voru til nein íþróttafélög eða samtök í kringum tómstundir. Kirkjan var það eina sem var til. Og auðvitað misnotuðu breyskir menn sér aðstöðu sína, það þarf ekki bara að horfa á kirkjuna til þess að vera vitni að slíkum ófögnuði.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.8.2010 kl. 21:28

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú miskilur vísvitandi flest sem ég segi hér. Ég mun mun að sjálfsögðu vera ánægður með niðurstöðu nefndarinnar ef hún kemst að sekt og biður afsökunar, eins og ég íja að sé fyrirframákveðin niðurstaða. Sýndarverknaður. Heldur þú að þeir skili einhverri annarri niðurstöðu?

Mér finnst þú vera með hleypidáoma að fllyrða um "hatur" mitt á þjóðkirkjunni, svo líttu í eigin barm. Það er Jesú sem setur það að skilyrði að þú hatir allt og alla, ef þú átt að teljast kristinn og mest þó sjálfan þig. (Lk. 14:26 )

Þú grípur orðið tísku á lofti, en innihald mitt var það að þessi rannsóknarnefndartrend er kveikjan að þessari naulendingu. Inntakið var að aðrar nefndir eru óháðar, en her ætlar kirkjan að rannsaka sjalfa sig enn eina ferðina. Þér sást yfir það. Finnst þér það traustvekjandi?

Að lokum: Kirkjan leyfði engin félagasamtök. Dans og söngur var meira að segja bannaður og hverskins mannfagnaðir og gleði, sem þóttu argasta heiðni. 

Breyskir menn eru í kirkjunni vissulega og  jafn mannlegir og gengur og gerist, þótt ég efist um meðalgreindina. Telur þú það einhverntíman breytast?  Að það verði einvörðungu dyrlingar þarna innandyra ef nægilega margar yfirlýsingar verði gerðar og sjálfsrannsóknarnefndir settar á fót?

Hvert vilt þú horfa annað til að sjá aðra eins rótgróna spillingu og viðbjóð og innan þessarar stofnunnar?  Hvað hefur þú í huga þarna í lokin?

Þú ættir að vita fyrir löngu að ég hef engar axir að brýna við þessa stofnun, en ég set ákveðna kröfu um hreinskiptni og sannsögli, eins og Ari, þú mannst. Kirkjan hefur ekki staðið undir væntingum þar og þar er ég viss um að þú ert sammála. 

Munurinn á þér og mér hér er sá að þú heldur virkilega að þetta muni breytast. Að eitthvað annað en breyskir, spilltir og gráðurgir letihaugar leiti ekki til starfa í þessu umhverfi.  Hvað vekur þær væntingar?

Jón Steinar Ragnarsson, 25.8.2010 kl. 22:18

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jón

Þú miskilur vísvitandi flest sem ég segi hér. Ég mun mun að sjálfsögðu vera ánægður með niðurstöðu nefndarinnar ef hún kemst að sekt og biður afsökunar, eins og ég íja að sé fyrirframákveðin niðurstaða. Sýndarverknaður. Heldur þú að þeir skili einhverri annarri niðurstöðu?

Ég er feginn að ég misskildi það, og vel vísvitandi.

Mér finnst þú vera með hleypidáoma að fllyrða um "hatur" mitt á þjóðkirkjunni, svo líttu í eigin barm. Það er Jesú sem setur það að skilyrði að þú hatir allt og alla, ef þú átt að teljast kristinn og mest þó sjálfan þig. (Lk. 14:26 )

Lestu bara þín eigin orð.

Þú grípur orðið tísku á lofti, en innihald mitt var það að þessi rannsóknarnefndartrend er kveikjan að þessari naulendingu. Inntakið var að aðrar nefndir eru óháðar, en her ætlar kirkjan að rannsaka sjalfa sig enn eina ferðina. Þér sást yfir það. Finnst þér það traustvekjandi?

Þetta á víst að vera óháð nefnd, ég myndi setja spurningarmerki við enginn væri þar fulltrúi frá kirkjunni til andsvara og til þess að afla gagna. Það finnst mér traustvekjandi, já.

Að lokum: Kirkjan leyfði engin félagasamtök. Dans og söngur var meira að segja bannaður og hverskins mannfagnaðir og gleði, sem þóttu argasta heiðni.  

Hárrétt, enda er afar mennskt að misbeita valdi sínu.

Breyskir menn eru í kirkjunni vissulega og  jafn mannlegir og gengur og gerist, þótt ég efist um meðalgreindina. Telur þú það einhverntíman breytast?  Að það verði einvörðungu dyrlingar þarna innandyra ef nægilega margar yfirlýsingar verði gerðar og sjálfsrannsóknarnefndir settar á fót?

Nei það mjun seint breytast, og verður þetta örugglega ekki fyrsta málið sem skýtur upp sínum ljóta kolli hjá þjóðkirkjunni.

Hvert vilt þú horfa annað til að sjá aðra eins rótgróna spillingu og viðbjóð og innan þessarar stofnunnar?  Hvað hefur þú í huga þarna í lokin?

Ég vil sjá algera uppstokkun og endurnýjun, ekki bara á prestum heldur einnig á hrútleiðinlegu messuformi.

Þú ættir að vita fyrir löngu að ég hef engar axir að brýna við þessa stofnun, en ég set ákveðna kröfu um hreinskiptni og sannsögli, eins og Ari, þú mannst.

Hmmm ... eitthvað hefur það farið fram hjá mér að þú berð hlýhug til þjóðkirkjunnar, alltaf lærir maður eitthvað nýtt. En ég er þér sammála um sannsöglið, og sil vel hvað þú ert að fara.

Kirkjan hefur ekki staðið undir væntingum þar og þar er ég viss um að þú ert sammála.  

Óóóóóóóóóóóóóóóójá!

Munurinn á þér og mér hér er sá að þú heldur virkilega að þetta muni breytast. Að eitthvað annað en breyskir, spilltir og gráðurgir letihaugar leiti ekki til starfa í þessu umhverfi.  Hvað vekur þær væntingar?

Góðir hlutir gerast hægt, og einhverntíma verður að taka fyrsta skrefið. Ég hélt reyndar að ég myndi ekki lifa þann dag að þjóðkirkjuna gera yfirbót, þess vegna fagna ég.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.8.2010 kl. 23:52

8 identicon

Vá farinn að nota meinta skoðun vantrúar gegn mér hahaha
Heldur þú virkilega að ég hafi einhverjar áhyggjur af því hvað vantrú segir mig vera... Líka sniðugt hjá þér að vitna í öfgasamtök(Að þínu mati) til að titla mig öfgamann :)

Hefur þú annars heimsótt bloggið mitt eitthvað Guðsteinn.. ef þú hefðir gert það reglulega þá getur þú oft séð mig styðja við kristna, íslam og annað.... ólíkt þér sem getur bara stutt trúbræður þína... :)

DoctorE (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 07:47

9 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ætli framburður dóttur Ólafs verði rannsakur niður í kjölinn? Hvað haldið þið sérfræðingar?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.8.2010 kl. 08:47

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi - afsakanir, afsakanir ...

Vilhjálmur - dóttir Ólafs er sönn hetja! Sama hvernig það fer!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.8.2010 kl. 09:05

11 Smámynd: Púkinn

Gott að heyra að þú hafir misst alla trú á þjóðkirkjunni .... við erum þá sammála um eitthvað

Púkinn, 26.8.2010 kl. 10:06

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það var kominn tími til Friðrik! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.8.2010 kl. 10:23

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst þetta líka vera yfirklór, og þessar konur eiga alla mína samúð, nú hafa fleiri konur stigið fram og kæmi ekki á óvart þó þær yrðu fleiri, þegar steininum hefur verið lyft af gryfjunni. 

Það hvarflar ekki að mér annað en Karl og kó séu að reyna að klóra yfir afglöp sín og ekkert annað þar að baki.  Kær kveðja til þín Guðsteinn minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2010 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband