Hver er Íslenska Kristskirkjan?

Best er að byrja á sér sjálfum, þ.e.a.s. sinni eigin kirkju í þessari umfjöllun minni sem ég ætla að gera að hálfgerði seríu.

En hver er Íslenska Kristkirkjan? Og hvað stendur hún fyrir? Þessi orð af heimasíðunni okkar segir allt sem segja þarf:

Íslenska Kristskirkjan er lúterskur fríkirkjusöfnuður, viðurkennt skráð trúfélag og veitir meðlimum sínum alla almenna kirkjulega þjónustu svo sem skírn, fermingu, hjónavígslur og útfarir. Söfnuðurinn á bakgrunn sinn í samtökunum Ungt fólk með hlutverk, sem störfuðu í 21 ár sem leikmannahreyfing innan þjóðkirkjunnar. Íslenska Kristskirkjan var stofnuð haustið 1997.

Kenningargrundvöllur kirkjunnar er hinn sami og annarra lúterskra safnaða.

Það er ekki mikill munur á okkur og þjóðkirkjunni, við erum bara meira lifandi en þjóðkirkjan. Cool Friðrik Schram veitir söfnuðinum forstöðu og er hann með þeim yndislegustu mönnum sem ég hef kynnst um daganna. Hann ásamt eiginkonu sinni (Vilborg Schram) reka Íslensku Kristkirkjuna af mikilli alúð og dugnaði. Kirkjan er staðsett í Fossaleyni 14 í Grafarvogi (rétt hjá Egilshöllinni).

Friðrik hefur verið afskaplega duglegur að búa til sína eigin sjónvarpsþætti (Sem bera nafnið "Um trúnna og tilveruna")sem sjónvarpsstöðin Omega góðfúslega birtir. Þættirnir eru framleiddir og teknir upp alfarið í okkar eigin kirkju og af okkar fólki sem við sjálf berum fulla ábyrgð á.

Sjálfur hef ég nokkrum sinnum komið fram í þeim þáttum, og meira að var ég með matreiðsluþátt, að ég held hinn fyrsta kristilega matreiðsluþátt á Íslandi. Cool

Niðurstaða:
Þar sem kenningarmunurinn á okkar kirkju og þjóðkirkjunnar er fremur lítill, þá ætla ég ekki að halda neitt erindi um það. Frekar megið koma með spurningar í athugasemdarkerfinu sem ég reyni þá að svara og ber þá undir Friðrik eftir því sem þarf og við á. Endilega verið dugleg að spyrja!

Þennan tékklista kem ég til með nota hér og fyrir alla aðra söfnuði (með fyrirvara um breytingar):

Á hvað trúir söfnuðurinn?
Jesúm Krist.

Trúir hann (söfnuðurinn) þá á þrenninguna?
Já.

Hvernig er skírninni háttað? Barnaskírn eða niðurdýfingarskírn?
Barnaskírn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Á hverju byggjast hugmyndir kirkjunnar um barnaskírn?

Er það ekki nokkuð sem á sér hvergi stoð í biblíunni, heldur eru menn þar þvert á móti skírðir þegar þeir eru komnir á aldur, sbr. Jóhannes skírara og það allt?

Kristinn Theódórsson, 16.6.2010 kl. 10:07

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Kristinn - ég þarf þó varla að útskýra það fyrir þér? En það byggist á því sama og þjóðkirkjan; "Leyfið börnunum að koma til mín ... ", þar er enginn munur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.6.2010 kl. 11:50

3 Smámynd: Kristinn Theódórsson

En það að leyfa börnunum að koma til Jesú og hlusta á hann er ekki það sama og að skíra nokkurra vikna gömul börn.

Ekki frekar en það er það sama að gefa 20 ára gömlum menntaskólanema stúdentaskírteini eftir að hafa undirgengist próf og að gefa barni slíkt skírteini, þó það sé velkomið í skólakerfið.

Skírn fullorðinna var upphafið af loforði um a lifa eftir kenningum Krists, eða þannig skil ég það. Barn fær ekkert tækifæri til að lofa slíku þegar það er ómálga eða of ungt til að skilja hvað það þýðir.

Kristinn Theódórsson, 16.6.2010 kl. 12:18

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Kristinn  - ég skil vel hvað þú ert að fara, en mín persónulega skoðun er sú að báðar skírnir séu jafngildar. En það endurspeglar ekki skoðun kirkju minnar, því ég er gamall Hvítasunnumaður og er því litaður af því. Barnaskírnin var varúðarráðstöfun guðhræddra manna, og meiri falleg hefð í dag en nokkuð annað.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.6.2010 kl. 13:36

5 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Hvernig er það jafngilt að lofa einhverju þegar maður hefur aldur, skilning og þroska til, og að láta lofa einhverju fyrir hönd sína þegar maður skilur ekki eitt orð máli manna?

Ef þetta er falleg hefð er í raun verið að segja að þetta sé merkingarlítið dútl fyrir foreldrana, en ekki loforð einstaklings um að gera sitt besta til að vera eins og fyrirmyndin.

Ég hef áhyggjur af kirkjunni þinni!

Kristinn Theódórsson, 16.6.2010 kl. 20:38

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hæ og hó.

Kristinn, þú þarft ekkert að hafa áhyggjur af Kristskirkju. Mögnuð kirkja sem starfar í anda Jesú Krists. 

Hér áður fyrr þegar Íslendingar gerðust kristnir þá tóku þeir niðurdýfingarskírn.  Þessu var breytt og eins og Guðsteinn skrifar,  varúðarráðstöfun - mikið um barnadauða hér áður fyrr. Fólk hér á Íslandi vildi meina í denn að börnin færu ekki til himins óskírð. Þvílík vitleysa ef þetta er rétt???? - Ef einhver kemst til himna þá eru það saklaus börn. "Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er himnaríki." Matt. 19:14.

Við eigum auðvita að taka ákvörðun hvert og eitt þegar við höfum aldur, skilning og þroska til eins og Kristinn skrifar og er ég sammála honum, aldrei þessu vant.  Spurning hvort öll fermingarbörn eru virkilega að taka alvarlega að gera Jesú Krist að leiðtoga sínum en það er annað mál. Þá eru þau að staðfesta barnaskírnina.

Ég er svo þakklát fyrir Kristskirkju og þar á ég marga frábæra vini sem hafa gert Jesú Krist að leiðtoga lífs síns. 

Ég veit að Guðsríki er fyrir alla þá sem taka afstöðu með Jesú Kristi, alveg sama í hvaða söfnuði þau eru.  Það er aðalatriðið

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.6.2010 kl. 22:01

7 identicon

Sæll Guðsteinn

Þetta er nokkuð merkilegt sem skrifað er hér að ofan en þegar ég ritaði söfnuðinum og bað um að fá að koma þarna inn og bera fram lækningarbænir í Jesu nafni þá fékk ég þau svör að allt annað fyrirkomulag væri í þessum húsakynnum og eingöngu mælt úr hinni helgu bók.

Það er nefnilega það sem ég gerði í Siglufjarðarkirkju fyrir mánuði síðan og 16 júní í Einarsstaðakirkju við húsfyllir.Lesið var úr Postulabréfumtil Kórintumanna hin fyrri  bænir og blessun öllum viðstöddum heimilum þeirra ættingjum og jörðinni okkar.

Heimamenn hafa sjálfir ritað um þessa heimsókn http://641.123.is/ ef einhver lesandi hefur áhuga á að kynna sér það sem þar fór fram og gerðist.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 14:28

8 identicon

Sjálfur er ég með heimasíðu um andleg mál undir.www.heilun.blogcentral.is

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 14:29

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég hef komið á guðþjónustu hjá Kristkirkjunni og mér er sönn ánægja af að segja frá minni reynslu af því að þarna var mjög vel tekið á móti mér og það var sérlega elskulegt og hlýlegt viðmót allra.

Er það ekki einmitt þannig sem góðar kirkjur eiga að vera?

Sigurður Þórðarson, 24.6.2010 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband