Skrítinn kenning hjá henni

Í fyrsta lagi, þá hef ég aldrei séð í málflutningi Votta Jehóva, þessa furðulegu kenningu hennar.

Í fréttinni stendur:

Þá á hún að hafa lýst því yfir að samkvæmt Biblíunni væri fólki ekki ætlað að fæðast með sjúkdóma.

Sú á eftir að vera tekinn fyrir af öldungum Votta Jehóva, því creeds-jw-watchtower.gifþetta er ekki bara kjaftæðiskenning, þá er hún engan veginn í takti við boðskap kirkju hennar.

Ég hef lúmskan grun að hún hafi misskilið eitthvað í kenningum Vottanna, þeir lofa nefnilega algerri líkamlegri fullkomnun í komandi þúsundáraríki, undir stjórn höfuðengilsins Mikaels (Jesús) og 144.000 manna hópsins. (Sem er að mínu mati algert þvaður)

Vottarnir hafa alltaf verið með skrítnar kenningar, en ekki svona skrítnar eins og þessi kona er með!

Af öfgunum skulum vér þekkja þá.


mbl.is Sagði Guð refsa veikum börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Er það ekki venjan hjá sértrúarsöfnuðum að hafa meira eða minna undarlegar kenningar? Annars gæti Mofi sennilega svarað því sem þú spyrð um.

Vendetta, 22.5.2010 kl. 21:19

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rétt hjá þér Vandetta - Mofi gæti nefnilega svarað talsvert fyrir þennan afspyrnu furðulega söfnuð, því af sama stofni eru þeir komnir, þ.e.a.s. Aðventistar og Vottar Jehóva.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.5.2010 kl. 21:25

3 Smámynd: Vendetta

Þú hefur eflaust heyrt um suma foreldra í USA sem láta börnin sín deyja frekar en að ná í lækni eða gefa þeim lyf. Ef þau deyja, þá er það "Guðs vilji". Enda verða þessir foreldrar ákærðir fyrir manndráp.

 Það versta er að þetta heldur áfram, enda virðir þannig fólk alls ekki lög og reglur, því að "lög Guðs" ganga fyrir.

Vendetta, 22.5.2010 kl. 22:09

4 identicon

Sæll, Guðsteinn.

Mér brá mjög svo...... við þessa frétt. 

Kærleikskveðja á þig og alla þína.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 00:10

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er smá staðreyndavilla í þessari frétt. Konan vann við þrif á sjúkrahúsinu og tilheyrði undirdeild innan Vottanna sem kallast Þvottar Jehóva.

Segi svona, annars bestu kveðjur.

Theódór Norðkvist, 23.5.2010 kl. 00:29

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vendetta - ekki er lög Guðs að ræða, heldur mannsetningar sem tilhryra gyðingum. Þeir taka "þú skalt ekki neyta blóðs" eftir bókstafnum, og hafa neitað mjög mörgum blóðgjöf, með tileheyrandi afleiðingum. Þeir hafa mprg mannslíf á samviskunni fyrir vikið.

Þói - jú, ég sagt það sama!

Teddi - "þvottar Jehóva" já, þetta er máski ekki fjarri lagi, þar sem hér á landi er megnið af gluggaþvotta fyrirtækjunum í eigu Vottanna!   

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.5.2010 kl. 02:08

7 Smámynd: Vendetta

Guðsteinn, ég hélt því ekki fram, að þetta væri lög Guðs eða Guðs vilji, þess vegna skrifaði ég það innan gæsalappa. Hins vegar er það skoðun þeirra foreldra sem ég skrifaði um.

Vendetta, 23.5.2010 kl. 09:59

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hver gjörir manninn mállausan, daufan eða blindan? Er það ekki guðinn þinn sem gjörir það? (sjá 2Mós 4.11)

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.5.2010 kl. 22:36

9 Smámynd: Vendetta

Ertu þá að segja, Hjalti, að trúin blindi fólk?

Vendetta, 24.5.2010 kl. 11:44

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vendetta-  ok, þá skil ég þig betur.

Hjalti - ég hef sagt þetta við þig áður, ekki haga þér eins og Vottur Jehóvi. Þú ert jafngóður ef ekki betri að taka vers og slíta það úr samhengi.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.5.2010 kl. 20:30

11 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Guðsteinn, þú verður að átta þig á því að benda á vers sem þér líkar ekki við er ekki það sama og að slíta vers úr samhengi.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.5.2010 kl. 18:04

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hjalti Rúnarútisnúningarmeistari.

Guðsteinn sagði ekki að sér líkað þetta vers illa og sé ég að þú ert að snúa út úr á fullu.

Guðsteinn skrifar: "ef ekki betri að taka vers og slíta það úr samhengi."

SHALOM/RÓSA

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.5.2010 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband