Íslenskir stjórnmálamenn athugið!

corruption1-2.jpgTakið þennan Ítalska ráðherra til fyrirmyndar!! Í engu öðru þróuðu ríki nema Íslandi myndi það líðast að styrkjakóngar og drottningar séu ennþá við völd eða í embætti!

Sú siðbót og hið nýja Ísland átti að byggja á er ný félagsleg vitund, og átti að úthýsa þeim boðskap einstaklingshyggjunnar sem var búinn að sannfæra okkur um að við værum ekki félagsverur og áttum bara að hugsa um eigið skinn. Nei, siðbótin felst í því að viðurkenna að þau mistök sem gerð haf verið í gegnum árin verður að taka ábyrgð á. 

Þess vegna tek ég ofan fyrir þessum Ítalska ráðherra sem segir af sér fyrir ekki minni sakir. 

Kæru stjórnmálamenn, miðaldir eru liðnar, það er 2010 núna. Þeir taki það til sín sem eiga það skilið.


mbl.is Ítalskur ráðherra segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn.

Batinn stendur á sér hjá íslenskum ráðamönnum.  Þeir mega aldeilis þakka fyrir að vera á Íslandi en ekki í Grikklandi. Þar fengju þeir það óþvegið á meðan við gerum ekkert. Við eigum að krefjast þess að fólk sem tók þátt í að dýrka Mammon og tóku á móti styrkjum hægri vinstri, segi af sér.

Við þurfum að drífa okkur niður á Austurvöll saman með prik og borða.

Guð veri með þér.

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.5.2010 kl. 22:36

2 identicon

Góður pistill Guðsteinn.

Alltaf flottur.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 19:16

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Góður og þörf ábending. Ekki einn íslenskur stjórnmálamaður hefur séð ástæðu til að segja af sér þrátt fyrir að hafa þegið milljónir í góðvildargreiðslur. Ekki einn!

Guðmundur St Ragnarsson, 13.5.2010 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband