Miðvikudagur, 17. mars 2010
Þriggja ára afmælisblogg
Það var 16. mars 2007 sem ég birti mína fyrstu grein hér blog.is, og á ég því þriggja ára bloggafmæli í dag.
Þess vegna eftir þetta tímabil ætla ég að gera smá úttekt á þeim mismunandi tegundum bloggarra á ferð minni um bloggheima s.l. þrjú ár. Ég hef skipt þessu niður í þær tegundir eins og þær koma mér fyrir sjónir, þið þurfið ekki að vera sammála mér, og nefni ég enginn nöfn sem falla í eftirfarandi flokka:
Bergmálsbloggarinn
Hann er sá sem endurtekur titil fréttarinnar sem hann/hún tengir við. Sjaldan ef ekki aldrei nenni ég að smella á slíkar greinar.
Stafsetningarbloggarinn
Hann er sá sem skrifar ekki mikið sjálf/ur, en sér til þess að öll stafstening og málfræði sé á háveigum höfð. Sem er gagnlegt oft á tíðum en fer samt sem áður fyrir brjóstið á mörgum.
Áhugamálabloggarinn
Hann er sá sem skrifar bara um einn hlut, þ.e. áhugamálið, hvort sem það er matur, íþróttir eða prjónaskapur, yfirleitt er ekki um neitt annað fjallað og verður bloggið einstrengingslegt fyrir vikið.
Pólitíski bloggarinn
Hann er sá sem aðeins fjallar um pólitík ... og ekkert annað. (*Geisp*)
Trúarbloggarinn
Hann er sá sem auglýsir trú sína. Svona eins og ég!
Hneykslunarbloggarinn
Hann reynir að vekja viðbrögð hvað sem tautar og raular, hann þrífst á athyglinni sem þetta fylgir, hvort sem það er neikvætt eða jákvætt.
Neikvæðibloggarinn
Hann er sá sem er ALLTAF fúll á móti ... ég hef því miður rekist á of marga þannig.
Samsærisbloggarinn
Þetta er eitt stórt samsæri! sagði persóna í Spaugstofunni, og eru afar margir samsæriskenningarsmiðir til ... sumir hitta á þetta aðrir ekki, seinni kosturinn er algengari.
Útfararbloggarinn
Hann heldur fagurlegann pistil um einstakling sem er fallinn frá. Og segir ekkert sem við vissum ekki nú þegar, heldur er þetta yfirleitt breytt útgáfa af fréttinni sem oftast nær fjallar um stórstjörnur útí löndum sem eru komnir heim til Guðs.
Z - bloggarinn
Einn besti Z-bloggari sem ég veit er án efa Steingrímur Helgason. Hann harðneitar að nota mjúka bókstafi eins og S, og setur óspart Z þess í stað. Maður er stundum smá tíma að lesa úr orðum hans, en það bregzt ekki að það komi gullmoli frá þeim einstaka manni. (Hann hefur sennilega lesið of mikið af Sval & Val teiknimyndasögum þegar hann var yngri, "lengi lifi Zorglúbb!")
Lokaorð:
Hvaða bloggari ert þú? Ég veit hvað ég er!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Spaugilegt, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:50 | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 588365
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Gratjúlera þér með 'bloggammælið' Haukur minn, mikill merkizbloggari þú & verðmætur mér allténd.
Ég vil fá 'bloggaraflokk' til viðbótar, dona til þezz einz að ég eigi nú einhverztaðar heima líka, í kerfizfræðilegri greiníngu þezzari.
Steingrímur Helgason, 17.3.2010 kl. 00:29
Kærar þakkir Zteini minn fyrir fögur orð. Ég er búinn að bæta við einum flokk, og það til höfuðs einum besta Z-bloggarra landsins í þessa greiningu mína! Þú Zteini minn!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.3.2010 kl. 00:36
Gaman væri að vita hvar þú setur mitt blogg. Ég hef sjálfur ekki hugmynd um hvaða blogghópi ég tilheyri. Kannski vantar þarna "bull-bloggari"?
Jens Guð, 17.3.2010 kl. 01:01
Sæll, Guðsteinn.
Til hamingju með árin þrjú.
Ég mótmæli öllu sem að ég tel vera siðlaust, sama hvort eru menn eða málefni.
Kannski ekki svo merkilegur en....ÉG ER
FYRSTI HÁSTAFA-BLOGGARINN .......OG ER STOLTUR AF ÞVÍ !
KÆR KVEÐJA.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 01:18
Hmmm? Ég er nú að reyna að fitta Mófa þarna inn. Kem honum bara ekki fyrir.Bronzaldarblogg kannski?
Annars held ég að maður sjálfur hafi fariðum víðan völl í þessu og kannski er svolítið af okkur í öllum kategoríunum. Minn fæðingargalli er að hafa afar lágan bullshitþröskuld, og er það ekki einskorðað við neitt eitt málefni svo sem.
Nokkuð viss um að þeir sem hafa kommenterað hér á undan hafi allir sína hvora skoðunina á því hverskonar bloggari ég er.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2010 kl. 09:27
Jens - ég hef aðeins eina skilgreiningu á þig sem bloggarra; góður bloggari.
Þórarinn - já það má með sanni segja að þú sért ókrýndur konungur hástafabloggarra!
Jón Steinar - þú ert ekki einhæfur bloggarri, en ég hef mest gaman af þeim færslum þar sem þú fjallar um kvikmyndir.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.3.2010 kl. 10:59
Til hamingju með afmælið Guðsteinn minn. Ég segi eins og Jón Steinar og Jens ég hef ekki hugmynd um hvar ég flokkast í þessu, helst svolítið af hverju. Svona einn grautarflokkur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.3.2010 kl. 11:03
Ásthildur - ég myndi kalla þig ástríðubloggarra, því þú ert hrein, bein og heiðarleg og talar frá hjartanu, enda er hjarta þitt úr gulli.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.3.2010 kl. 12:55
Afdalabloggarinn ... sem bloggar bara um eitthvað og skilur ekkert í því út af hverju hann er ekki vinsæll á blogginu. Finnst hann sjálfur ægilega fyndinn, sér í lagi í athugasemdum hjá öðrum bloggurum, en upplifir það aftur og aftur að sumar athugasemdanna eru ekki eins fyndnar og þær voru áður en hann ýtti á "senda"-takkann.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 20:45
Sæll Guðsteinn. Í hvaða bás er ég? spurði hann reiðilega.
Ég er einn af fáum bloggurum sem vita hvar eigi að skrifa zetu. Og betur en fréttariturum Mbl. sem skrifa Zapatero með S. Annars held ég nú að ég hafi byrjað að blogga hér á sama tíma og þú, samt ekki alveg viss.
Vendetta, 17.3.2010 kl. 20:57
Grefill - hehehe ... skemmtileg samantekt.
Vendetta - þú ert með þeim færustu í íslensku sem ég veit um. Og jú þú byrjaðir aðeins á eftir mér.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.3.2010 kl. 21:03
Ekki gleyma Skræfubloggaranum sem læðist með veggjum.
Kama Sutra, 17.3.2010 kl. 21:32
Til hamingju með afmælið og mottuna. Ég er líka að halda mér á mottunni, eða réttara sagt halda mottunni á mér.
Theódór Norðkvist, 17.3.2010 kl. 21:42
Kama Sutra - hehe ... það er komið á framfæri!
Teddi - kærar þakkir, Bryndís er reyndar ekki jafn ánægð.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.3.2010 kl. 22:28
Alltaf gaman að hugarrónni og jafnvæginu yfir athugasemdum Kama Sutra.
Annars finnst mér þú skjalla Vendetta einum of fyrir málfarið, miðað við þessa athugasemd hans að ofan, með fullri virðingu fyrir honum.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2010 kl. 22:47
Jón minn:
Sammála.
Við eigum okkar sögu og höfuð skrafast við lengi, og fer ég ekki ofan af "skjalli" mínu á guðleysingjann Vendetta. Hann er flottur.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.3.2010 kl. 23:29
Þú gleymir veðurbloggurunum! ''Veðurblogg er eina bloggið sem vitsmunaverum er sæmandi'', eins og spekingurinn sagði.
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.3.2010 kl. 23:43
Sigurður Þór - ég hef aðeins þetta að segja við þig: "horfðu til himins"
Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.3.2010 kl. 23:52
veit ekki hvort ég eigi að kalla mig óræðan eða blandaðan bloggara. blogga um það sem mér liggur á hjarta hverju sinni. stundum pólitík/þjóðmál. stundum neytendamál. stundum tilfinningamál. stundum tónlist. stundum tækni og/eða vísindi. stundum bulla ég bara út í loftið.
allt eru þetta áhugamál mín, svo kannski ég flokkist sem áhugamálabloggari.
rétt er hjá Sigurði Þór, að veðurbloggara vantar í upptalninguna. eins fílabeinsturnabloggara, en það eru þeir sem vilja blammera án þess að leyfa athugasemdir við færslur sínar.
Brjánn Guðjónsson, 18.3.2010 kl. 01:15
Takk fyrir þetta Brjánn, þú ert afar fjölhæfur bloggari og kalla ég þig bara góðan. Varðandi veðurbloggið, þá eru afar fáir sem gera það, nema Sigurður Þór og Einar veðurfræðingur.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.3.2010 kl. 09:22
Það er rétt, Jón Steinar. Um leið og ég var búinn að senda athugasemdina tók ég eftir að ég hafði skrifaö "fréttaritarar" í þágufalli í stað nefnifalls. Að öðru leyti held ég at athugasemdin sé bæði málfræðilega og stafsetningarlega rétt. En því miður hættir mér stundum við því að gleyma að lesa yfir af fljótfærni. Og ég ætla ekki einu sinni að kenna lyklaborðinu mínu um (ég er að nota lyklaborð sem hefur enga íslenzka stafi og táknin eru öll á vitlausum stað).
En hvað sem því líður, þá er ég samt einn af fáum bloggurum sem nota zetu rétt. Ég hef barizt fyrir því lengi bæði ljóst og leynt að zetan verði tekin aftur inn í málið, enda var hún afnumin á sínum tíma á kolröngum forsendum af duglausum ráðherrum og heimskum embættismönnum. Þessir andskotar notfærðu sér það að ég var staddur í útlöndum á þeim tíma.
Og án þess að vera að þykjast vera málfræðilögga, þá stingur það mig í augun þegar sumir kunna ekki reglurnar um ypsilon. Þetta á líka við um suma fréttaritara. En nú er ég kominn langt út fyrir efnið eins og venjulega.
Vendetta, 18.3.2010 kl. 12:53
Réttlætisþráhyggjubloggarinn
Jenný Stefanía Jensdóttir, 18.3.2010 kl. 20:56
Vendetta, læknaðist töluvert af þágufallssýki, þegar ein góð kona sagði við mig: "Þú mátt bara segja; að honum standi"
Síðan þá herjar margvísleg önnur málfræðisýki.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 18.3.2010 kl. 20:59
Jenný - ég er sáttari við Réttlætis
þráhyggjubloggarinn í þínu tilfelli. Og hananú!Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.3.2010 kl. 23:04
Það er ein tegund af bloggurum sem eru mjög áberandi á Vísis-blogginu: Brandarabloggarinn. Ég man ekki hvort það séu einhverjir þannig hér á blog.is.
Brandarabloggarinn semur ekki neitt sjálf(ur), heldur er hver einasta færsla einhver brandari sem er tekinn úr einhverri bók eða sem hefur verið dreift í tölvupósti. Skiptir þá engu máli hvort brandarinn sé gamall og útjaskaður eða algjörlega ófyndinn, með hverri færslu er bloggarinn auglýstur á forsíðunni, sem jú er markmiðið. Frekar ómerkilegt, ef ég á að segja eins og er.
En sumum finnst eflaust skemmtilegra að lesa bara eitthvað frekar en að lesa meira um uppáhaldsáhugamál Steingríms J.
Vendetta, 21.3.2010 kl. 13:22
Takk fyrir þessi fallegu orð minn kæri Guðsteinn Haukur, ég er virkilega montin. Og það var virkilega yndælt að hitta þig loks í eigin persónu, ert alveg jafn yndæll og frábær og ég ímyndaði mér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2010 kl. 09:15
Vendetta - þú átt þá við "Sannkristinn", ég hló nú yfirleitt af öllu sem hann skrifaði.
Ásthildur - þú ert jafnvel meira heillandi í eigin persónu en á blogginu, þú býrð yfir yndislegum þokka sem fáir bera. Og takk fyrir hlý orð.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.3.2010 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.