Sunnudagur, 28. febrúar 2010
Sanngirni í samskiptum
Það er langt síðan að ég hef tjáð mig í bloggheimum, en það er ekki þar með sagt að ég hef ekki reynt að fylgjast með hvað er að gerast. Einu hef ég tekið eftir hjá okkur sem köllum okkur íslendinga, okkur skortir talsverða sanngirni. Oft á tíðum erum við alveg hrikalega kröfuhörð og höfum stundum óraunhæfar væntingar til hvors annars. Ekki á það reyndar við í öllum tilfellum þar sem er mismundi einstaklinga að ræða.
Þetta viðhorf getur verulega eyðilagt öll vitræn samskipti milli manna, sér í lagi ef menn eru verulega ósammála. Við sitjum uppi með að kynnast einstaklingum sem er ekki sömu skoðunar og við í gegnum allt lífið, og gerum við oft á tíðum mistök í þessum samskiptum. Við verðum því að læra að virða þau viðmið og skoðunum sem við kunnum að vera ósammála, og mikilvægt er að kynna sér af hverju ágrenningur er kominn upp, því stundum er það augljóst og stundum hulið, og er hið hulda stundum erfitt að koma auga á í samskiptum milli manna.
Galdurinn við góð samskipti er að gera engar kvaðir á fólk að vera eins þú, leyfum fólki að eiga sitt og vera öðruvísi, ræðum hlutina með opnum huga og sleppum því að dæma náungann því hann er annarrar skoðunar en þú.
Ég hef verið í mikilli naflaskoðun síðustu vikur og komist að því að ég er sjálfur sekur um endalausa gagnrýni á aðra sem ég er ósammála. Ég hef verið sleggjudómari og dauðsé eftir því, og bið þá afsökunar sem ég hef gagnrýnt, þó sérstaklega aðventista og múslima.
Virðing fyrir skoðunum annarra finnst mér mikilvæg, svo lengi sem sú skoðun er ekki beinlínis hættuleg. Á þessu byggist sá hæfileiki sem margir hafa glatað, og hann er að hlusta og vera þolinmóð. Enginn er að segja að við eigum að láta allt yfir okkur ganga, en ég trúi að náungi minn á sama rétt og ég til þess að hafa sína skoðun.
Við megum ekki gleyma okkur í verja rétt okkar í eigin hugsunum, því ein mikilvægasta setningin er og gleymist alltof oft að spyrja: hvað finnst þér?"
Verum varkár þegar við gagnrýnum náunga okkar, og flækjum okkur ekki í vandamálum annarra. "Hver hefur sett mig skiptaráðanda yfir ykkur?" spurði Jesús mann einn sem kvartaði við hann um ósanngjarna skiptingu arfs sem hann og aðrir nákomnir hlutu.
Ef við erum kröfuhörð, stjórnsöm, smámunasöm og ósveigjanleg í samskiptum, þá missum við vini og kunningja. Það segir sig sjálft.
Enda svarið við öllu þessu er þessi tæri og afar einfaldi boðskapur: elskum náunga okkar eins og hann væri við sjálf." Á þessum orðum byggir öll mín skoðun, og vona ég að við getum öll farið að róa okkur og leita svara með réttlæti og auðmýkt að leiðarljósi.
Guð blessi ykkur og þakka ég lesturinn.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 02:13 | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 588281
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Ég þakka pistilinn Guðsteinn og kvitta undir allt sem þú skrifar. Eitt er að vera ekki sammála og annað að ráðast á fólk með heift og gífuryrðum. Fólk á það til að heimfæra árásina undir "hreinskilni" en er þó ekkert annað en ósvífni og í besta falli ókurteisi.Áberandi í umræðunni í dag er kaldhæðni á kostnað þess að vera fyndin og þar láta vefmiðlar á borð við AMXekki sitt eftir liggja. En gagnrýni á málefni á svo sannarlega rétt á sér í dag það er nokkuð ljóst þegar hvert svikamálið kemur upp dag hvern og fólki líður hræðilega. Verst finnst mér í dag að skilja á milli lýðsskrums og málefnalegrar gagnrýni sem kemur nú samt fljótlega í ljós ef maður fylgist vel með. Nú er það ekki þannig að maður sé ekki undir sömu sök seldur, búin að ragna manni og öðrum sem ég vona að fyrirgefist á endanum. Búum til betri heim!
Rannveig H, 28.2.2010 kl. 09:21
fannst þetta góður pistill hjá þér - það er mjög mikilvægt að fara reglulega í naflaskoðun og fara yfir sjálfan sig og framkomu sína - góður punktur líka hjá Rannveigu að of oft á fólk það til að heimfæra áras undir hreinskilni - við eigum öll rétt á okkar skoðunum sama hvort það sé trúarlegt eða ekki og við eigum öll skilið að fá þá virðingu frá náunganum að okkar skoðun þó hún sé á móti skoðun hins að fá að hafa hana. Í matteus 7.1-2 Dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmdir. Því að með þeim dómi sem þér dæmið, munuð þér dæmdir, og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða. Ég á fjölskyldumeðlimi sem eru aðventistar , þjóðkirkjufólk, baháir og búddar og mín upplifun er sú að þeirra skoðanir og þeirra trú og svo mín trú eigi að vera hægt að ræða fram og tilbaka með virðingu - maður þarf ekki að stíga á tærnar á bróður sínum bara til að viðra sínar skoðanir eða að hafa rétt fyrir sér hvað finnst þér?
Ragnar Birkir Bjarkarson, 28.2.2010 kl. 10:11
Þú segir það Guðsteinn minn.. en setti Jesú sig ekki sem ráðanda yfir okkur öllum, ef við gerum ekki eins og hann vill með sínum afarkostum þá taka pyntingar við...
Svo þetta mál með að elska náungann eins og sjálf okkur, mér þykir líklegt að mikið af mönnum sem knésetja aðra menn hati jafnvel sjálfa sig..
Svo þetta dæmið ekki svo þér verðið ekki dæmdir.. er það ekki tvískynningur að tala svona þegar aðalmálið í trúnni er einmitt að verða dæmdur af einhverjum dómara sem sjálfur er hafin yfir öll lög... er það réttlátt :)
Ha ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 10:46
Þetta eru góð skrif hjá þér, en ég ætla að biðja þig vinsamlegast um að halda áfram að gagnrýna aðventista og múslíma, taktu gjarnan baptistana með í gagnrýni þinni. Ekki veitir af.
Vendetta, 28.2.2010 kl. 12:16
Rannveig - þú ert að skilja mig 1001% rétt! Takk fyrir gott innlegg!
Ragnar - þú segir:
Ég segi: Amen á eftir efninu!
Dokksi - rangt hjá þér, það er allt í lagi að gagnrýna, en það verður að vera réttlát gagnrýni laus við hroka og yfirlýsingleði.
Vendetta - skal gert! En ég ætla vera með aðra nálgun á því en verið hefur, ég ætla að reyna eftir fremsta megni að gæti réttlætis í gagnrýni minni.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.2.2010 kl. 13:52
Hræðilega erfitt að hafa alltaf náunga kærleika í huga í öllum samskiptum. Í mínu tilfelli er trúin og markmiðið miklu betra en mitt eðli sem er miklu líkara Tyson en Kristi. Bænin er sú að Andi Guðs megi reka Tyson út og gera mig líkari Kristi en það mætti ganga miklu betur.
Endilega ekki hætta að gagnrýna aðventista, ég ætla að halda áfram að gagnrýna... já, bara alla sem eru ósammála mér :) En markmiðið hjá okkur báðum verður vonandi vingjarnleg rannsókn á skoðunum til að skilja þá sem maður deilir þessum heimi með.
Mofi, 28.2.2010 kl. 14:37
Dóri - ég skil hvað þú ert að fara en ég á við almennt virðingarleysi við skoðanir. Við erum jú stundum í þeirri stöðu að ekkert annað en ákveðni gildir, en við verðum að stíga varlega til jarðar í þeim efnum. Við megum ekki koma fram eins og okkar skoðun sé hin eina sanna, og virða þann skoðanarétt sem fólk hefur, ólíkt sem viðgengst hjá vissum félgögum hér í bæ.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.2.2010 kl. 14:47
Einmitt, við megum ekki láta Mofa, Jón Val og Pétur deyja í syndinni, eins og sagt er, he he.
Nú veit ég ekki hvort nokkrir múslímar séu á þessu bloggi, en annars staðar í Vestur-Evrópu eru þeir mjög áberandi á þann hátt sem ekki vekur neina samúð með islam, það er alveg öruggt.
Til dæmis í hvert sinn sem þeir tryllast út af Múhammeðsteikningunum, fara menn að hugsa hvað öfgamúslímar eru í raun heimskir. Þeir reiðast ekki út af því að Múhammeð er bendlaður við barnaníð, dýraníð eða hryðjuverk, heldur því að þeim sjálfum er bannað að gera myndir af Múhammeð (og flestu öðru) og þá mega aðrir ekki gera það. Allt út af einhverju ímynduðu atviki, sem Múhammeð dreymdi eða skáldaði.
Ef svona heimska öskrar ekki á réttláta gagnrýni, þá veit ég ekki hvað.
Vendetta, 28.2.2010 kl. 14:47
Vendetta - ég gæti ekki verið meira sammála þér! Held ég með allt bara ... og ætla ég að verða við áskorun þinni.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.2.2010 kl. 14:52
Og hvað með kristna í Afríku; Það er ein samfeld sorgarsaga, fyrst ber þar að telja kaþólsku kirkjuna.. og nú síðast eru það bandarískir trúboðar eins og eru vinsælir á Omega, þeir hafa nú búið svo um hnútana að það á að taka samkynhneigða af lífi.. þeir fá sína réttlætingu beint úr biblíu.
Ég hef nú oft sagt ykkur að mörg ykkar eruð hreint ekki kristin þó svo að þið segið ykkur vera það; Það sem þið gerið er að velja snotrustu partana úr bókinni... rétt eins og margir múslímar gera líka... kalla þeir margir eftir islam-lite; Rétt eins og gerðist með kristni á árum áður.
Bottom læn er að ekkert ykkar getur staðið á að vera kristin með því að velja örfá % úr bókinni... en þó tel ég ykkur vera á réttri leið, á endanum dissið þið allar trúarbækurnar :)
DoctorE (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 15:08
Það er öldungis rétt, Doctor. Ferill kaþólsku kirkjunnar er ein blóði drifin harmsaga.
Til dæmis þær tólf milljónir frumbyggja (menn, konur og börn) á karibísku eyjunum, sem Spánverjar pyntuðu og slátruðu í nafni Jesú Krists og þau hundruð þúsund menn, konur og börn í Suður-Evrópu, sem Innocentius páfi lét myrða með köldu blóði. Svo ekki sé minnzt á galdraofsóknirnar á sínum tíma, sem lútherstrúarmenn tóku einnig þátt í, þar sem (eina ferðina enn) menn, konur og börn voru pyntuð, síðan brennd, steind eða þeim drekkt fyrir engar sakir. Allt saman í nafni Jesú.
Trú er persónuleg upplifun, en skipulögð trúarbrögð eru bölvun á mannkyninu.
Vendetta, 28.2.2010 kl. 15:39
Dokksi og Vendetta - ég skil svo sem að þið talið báðir gegn vissum skipulögðum trúarbrögðum, það hef ég svo gert sjálfur líka í vissum tilfellum.
En erum við ekki gleyma því jákvæða sem trúnni oft fylgir? Lítum t.d. á Hjálpræðisherinn og Samhjálp - bæði þessi eru dæmi um skipulögð trúarbrögð og vinna þau ómetanlegt starf fyrir þegna þessa lands, sér í lagi á tímum eins og þessum.
Hvað segið þið við því? Á þá að leggja niður svona starfssemi, bara af því að þetta heitir "kristið"? Er það málið?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.2.2010 kl. 16:57
Sæll Haukur og velkominn aftur á Davíðstíðindi.
Fín hugvekja hjá þér á sunnudegi. Við eigum ekki að vera með fordóma og alhæfingar um vissa hópa út frá því hvernig fáeinir haga sér. Ekki nota fallbyssu til að drepa flugu.
Mikið vildi ég að umræður um trúmál hér og annars staðar væru lausar við upphrópanir og sleggjudóma, en því miður er langt frá því að þær séu það.
Theódór Norðkvist, 28.2.2010 kl. 17:08
Já Teddi minn, ég þakka kveðjuna, og er greininn einmitt skrifuð þeim til höfuðs sem stunda svona úthrópanir, ég nefni enginn nöfn - en ég held að þú vitir hvaða hóp ég á við.
P.s. ég skrifa ennþá á eyjunni !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.2.2010 kl. 17:24
Dæmi; Rekstur ríkiskirkju kostar þjóðina ~6000 milljónir árlega; Hvað skilar sér af þessum peningum til samfélagsins.. lítið sem ekkert; Hér eru trúarhópar að snapa peninga um allt, þeir byggja sér skrauthallir og fá sér ofurorgel.... prestar eru hálaunamenn..
Ég hef sagt það í mörg ár að sanngjarnt sé að taka þennan skatt algerlega af trúarsöfnuðum og nota hann í þróunarhjálp, einnig til að hjálpa fátækum hér á landi
Það gengur ekki upp að segja að hér séu einhverjir trúarsöfnuðir að hjálpa, þeir eru að gera lítið sem ekkert, trúarsöfnuðir og ríkiskirkjan fara í einhverja söfnun og segjast vera svo góðir; Já söfnuður X gerði þetta og hitt.. MEÐ AÐ SNAPA AURA AF ÞÉR, það varst þú sem hjálpaðir, það var ekki trú X ;
Þetta eru útrásarjesúlingar.. þegar þeir gera eitthvað í þróunarhjálp þá er oftar en ekki trúboðið sem skiptir þá öllu máli...
Dæmi: Kaþólska kirkjan ætlar nú að hætta að hjálpa munaðarlausum vegna þess að samkynhneigðir gætu fengið barn ættleitt.. þetta er allt á sömu fjölina..
Endilega hafið þið ykkar guð eða galdrakarl.. en munið það bara að það sem þið eruð að játast undir; Sússi, Mummi, Guddi, Allah ofl ofl.. það eru handbrúður sem voru smíðaðar sérstaklega til að fá ykkur undir eitthvað X... það er ekkert að bakvið dæmið nema valdaplott, peningagræðgi blah.
Hvers vegna í ósköpunum ætti trúaður maður að þurfa að vera í hópi með einhverjum flokk.. er sambandið ekki á milli þess trúaða og einhvers guðs.. hvers vegna eru milliliðir, prestar og kirkjur, bækur; Meikar ekki neinn sense.
Einhver sagði einhvern tímann við mig að einhver væri með eitthvað gott skrifað í hjartanu.. en samkvæmt skipulögðum trúarbrögðum og trúarritum er slíkt "dauðadómur", ávísun á eilífar pyntingar; Það verður að gangast undir uppskáldað dogma, ganga í flokk X.
Plottið er augljóst, ekki falla fyrir því, ef eitthvað er þá hlýtur höfðingjasleykjuháttur, að segja að óréttlæti sé réttlæti ef einhver trúarbók segir það, að vera það sem sendir ykkur á hina eilífu sorphauga.
Þeir bestu hljóta að vera þeir sem gera gott án þess að verðlaun eða ógnir þurfi til... obvious; Það er bara að hrista trúarrita dogmað af sér; Gleyma handbrúðunum... annað er guðlast.
DoctorE (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 17:50
Dokksi - ég er ekki í þjóðkirkjunni og er í samfélagi sem er fjársvelt .... af hverju í ósköpunum ætti ég að verja þá ... komdu með önnur rök.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.2.2010 kl. 17:59
Guðsteinn Hukur alltaf góður!
Ég er bara sammála þér Haukur minn, hef engu við að bæta og segi bara amen á eftir efninu.
Sigurður Þórðarson, 28.2.2010 kl. 18:06
P.s.
Mofi, þú gagnrýnir sjálfan þig of óvægið. Að sjálfsögðu skylmist þú með orðum og hefur sannfæringu fyrir þínu máli en það er bara frábært. Ég veit að Haukur er sammála því að þú sért ágætur
Ég myndi allavega ekki vilja sjá þig neitt betri því þá yrðir þú verri
Sigurður Þórðarson, 28.2.2010 kl. 18:14
D. ég held að enginn sé að neita því að kirkjur og einstaka söfnuðir ala oft önn fyrir spilltri prestastétt, en það breytir ekki því að einstaklingar innan þeirra gera margir góða hluti.
Hvað ert þú að gera varðandi fátækt og þjáningu fólks, annað en að nöldra yfir og rífa niður framtak annarra í þeim málum?
Það er miklu auðveldara að gera ekkert annað en að setja út á aðra, heldur en að koma sjálfur einhverju í verk. Þess vegna velja svo margir fyrri kostinn.
Theódór Norðkvist, 28.2.2010 kl. 19:02
Siggi - hafðu kærar þakkir kæri ven. Ég er sammála þér með Mofi!
Teddi - einmitt, vel svarað!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.2.2010 kl. 20:45
Eitt ættu menn að muna:
Engin trúarbrögð eru sannleikanum æðri.
Um leið og menn byrja að leita sannleikans með opnum huga, hrynja öll trúarbrögð eins og spilaborgir og þá mun opinberast hverjum og einum að öll trúarrit og musteri verða eins og innantómt hjóm.
Vandamálið liggur í því að sumir halda sig þekkja sannleikann betur en aðrir. En þegar upp er staðið er sannleikann alls ekki að finna innan neinna trúarbragða, heldur í lögmálum sjálfrar náttúrunnar.
Vendetta, 28.2.2010 kl. 22:09
Vendetta - hver er þá sannleikurinn? Hvernig rikkir hann í stoðir trúarbragða eins og þú lýsir?
Jesús gaf okkur þá handleiðslu sem við þruftum með fordæmi sínu og orðum, það nægir mér að vita að málin eru svona einföld.
En hvernig varð þá náttúran til? Var það þá ein stór tilviljun? Nei, tilgangurinn helgar meðalið.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.2.2010 kl. 22:14
Sæll og blessaður
"Þá gekk Jesús í helgidóminn og rak út alla, sem voru að selja þar og kaupa, hratt um borðum víxlaranna og stólum dúfnasalanna
og mælti við þá: "Ritað er: ,Hús mitt á að vera bænahús,` en þér gjörið það að ræningjabæli." Matt. 21: 12.-13.
Guð veri með þér
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.2.2010 kl. 22:16
Þetta á frekar við um nýustu grein mína Rósa mín.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.2.2010 kl. 22:46
Kannski ég endurveki bloggið mitt. Þótt fáir lesi það sem ég skrifa.
Vendetta, 28.2.2010 kl. 22:59
Ég les það Vendetta, svona þegar þú setur siðsamlegar myndir inn!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.2.2010 kl. 23:07
Sigurður Þórðarson, þetta kom skemmtilega á óvart, takk :)
Mofi, 1.3.2010 kl. 00:10
Endilega haltu áfram að blogga Vendetta, ég les alltaf bloggið þitt. Ég er hins vegar mjög ódugleg að blogga, veit ekki af hverju samt. Kannski er ég ekki nógu athyglissjúk
Flower, 1.3.2010 kl. 10:26
Takk fyrir stuðninginn, Guðsteinn og Flower. Ég ætla að skrifa eitthvað svona öðru hverju. En þeir dagar eru liðnir, þegar ég gat tengt bloggið mitt fréttum af mbl.is
Annars þyrfti ég nú að finna efni í góðan þráð sem ég get haldið mig við (ekki IceSave). Áður fyrr var ég alltaf að setja inn fyndnar myndir sem ég fann á netinu, en það var alltaf í sambandi við eitthvað umræðuefni, ekki bara trúmál og stjórnmál.
En ég er um þessar mundir að setja saman einhverja pottþétta kenningu um atburðina fram að Miklahvelli. Kenningu sem aldrei verður hægt að sanna eða afsanna, aðeins leiða líkum að. Með í þeirri kenningu verða hlutir, sem ekki munu finna hljómgrunn hjá mörgum. En það verður ekki mitt vandamál. Vandamál mitt verður fyrst og fremst að afstýra því að ég ánetjist enn á ný og eyði öllum tíma mínum í linnulaus bloggskrif um allt og ekkert og athugasemdaskrif, sem bitnar á bæði vinnu og fjölskyldulífi.
Þannig að þú þarft ekkert að afsaka skort þinn á athyglissýki, Flower. Við vitum þá að þú ert að sinna fjölskyldu þinni og vinnu, og ert ekki að fullnægja neinni netfíkn.
En nú verð ég að fara að hætta þessu blaðri, annars fer konan mín frá mér ... aftur.
Vendetta, 1.3.2010 kl. 11:50
Vendetta - þú ert flottur!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.3.2010 kl. 12:02
SPOILER: Jesú var ekki til.
DoctorE (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 12:05
Hvaða vitleysa Doctor ... Jesú var til og ER til. Það stóð í bók sem ég las einu sinni.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 12:23
Úps my bad, ég var alveg búinn að gleyma því að samkvæmt einhverjum dúdum úr kaþólsku kirkjunni þá talaði master of the universe við þá og sýndi töfrabrögð; Einnig stutt af viðtölum við who knows who aftan úr grárri forneskju...
DoctorE (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 13:09
Bergur og Dokksi - eru þið bræður nokkuð?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.3.2010 kl. 14:24
Varla... ég þekki Berg ekki neitt..
Ég á von á því Guðsteinn minn að þú viljir vera heiðarlegur við sjálfan þig líka, grennslast fyrir hvað það er sem þú ætlar að demba öllu lífi þínu í.
Það er næsta víst að ef þetta væri ekki Jesú sem þú telur þig vera að gefast undir, að þá myndir þú hafna dæminu(biblíu) algerlega, þú myndir hlægja að fáránleikanum ( Þú veist eins og þú er svakalega hissa á múslímum); Ég er alveg jafn hissa á þér og þú á þeim... well, kannski er ég aðeins meira hissa þar sem ég hafna allri yfirnáttúru og göldrum. :)
DoctorE (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 14:46
Hvað getur maður kallað það annað en galdrar að gefa dauðum efnum líf og meira að segja meðvitund og frjálsan vilja? Allt í lagi, ég svo sem kalla það hönnun en galdrar virðast vera stundum betra orð yfir það. Lífið er einn stór galdur og sorglegt að Dokksi skuli ekki sjá dýrðina í því.
Mofi, 1.3.2010 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.