Færsluflokkur: Spil og leikir

Útilega mannkyns búinn samkvæmt Harold Camping

Ég hef verið að fylgjast með þessu undanfarna daga, og get ég ekki annað en lýst frati yfir svona yfirlýsingum. Ef við horfum bara á orð Jesú sjálfs þegar minnst er á svona "spádóma" (ef spádóma má kalla)

Matteusarguðspjall 24:24-27
24 Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn, og þeir munu gjöra stór tákn og undur til að leiða afvega jafnvel hina útvöldu, ef orðið gæti.
25 Sjá, ég hef sagt yður það fyrir.
26 Ef þeir segja við yður: Sjá, hann er í óbyggðum, þá farið ekki þangað. Ef þeir segja: Sjá, hann er í leynum, þá trúið því ekki.
27 Eins og elding sem leiftrar frá austri til vesturs, svo mun verða koma Mannssonarins.

Sama má segja um:

Matteusarguðspjall 24:36
En þann dag og stund veit enginn, hvorki englar á himnum né sonurinn, enginn nema faðirinn einn.

Tökum því ekki mark á svona falsspámönnum, sem þykjast hafa allt í hendi sér. Hann er einu sinni búinn að spá heimsendi áður, árið 1994 og segi ég við ykkur: "af ávöxtunum skulum við þekkja þá".


mbl.is Ætlar að horfa á heimsendi í sjónvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítinn kenning hjá henni

Í fyrsta lagi, þá hef ég aldrei séð í málflutningi Votta Jehóva, þessa furðulegu kenningu hennar.

Í fréttinni stendur:

Þá á hún að hafa lýst því yfir að samkvæmt Biblíunni væri fólki ekki ætlað að fæðast með sjúkdóma.

Sú á eftir að vera tekinn fyrir af öldungum Votta Jehóva, því creeds-jw-watchtower.gifþetta er ekki bara kjaftæðiskenning, þá er hún engan veginn í takti við boðskap kirkju hennar.

Ég hef lúmskan grun að hún hafi misskilið eitthvað í kenningum Vottanna, þeir lofa nefnilega algerri líkamlegri fullkomnun í komandi þúsundáraríki, undir stjórn höfuðengilsins Mikaels (Jesús) og 144.000 manna hópsins. (Sem er að mínu mati algert þvaður)

Vottarnir hafa alltaf verið með skrítnar kenningar, en ekki svona skrítnar eins og þessi kona er með!

Af öfgunum skulum vér þekkja þá.


mbl.is Sagði Guð refsa veikum börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann er að bora í nef!

Ég hef ekki haft mikið að segja undanfarið og útskýrir það meinta bloggleti mína.

En góður vinur var að sýna mér þetta ágæta latneska lag eftir Ameno Era, en þegar líður aðeins á lagið þá byrja þau að kyrja: "Hann er að bora í nef", sem er jafnóheppilegt í íslensku málfari og Volkswagen Bora! En þetta er afskaplega fallegt lag svo að ég taki það skýrt fram!

 

 

Góðar stundir! Grin


Yndislegt lag frá bugaðri þjóð

Ég hef trú á því að þetta lag nái langt í Eurovision. Ég horfði reyndar ekki á keppnina sjálfa, því ég dreif mig á námskeið um spádóma biblíunnar hjá Aðventistum. Ég fór í boði Mofi/Halldóri Magnússyni til þess að fræðast enn frekar um skoðanir þeirra.

Ég var einn meðal allra þessara aðventista og spruttu upp allhressilegar umræður, sem allar voru málefnalegar og skemmtilegar þótt að ég væri á öndverðu meiði við þá alla. Það var bara gaman.

Þar fékk ég staðfestingu á að það voru alls ekki aðventistar sem gáfu út þennan bækling sem seinasta grein mín fjallar um, en það hefur greinilega vafist fyrir mörgum þrátt fyrir að ég hafi tekið það fram, og verð ég víst að ítreka það hér. En svo mikið er víst, að þeir eru sammála flestu því sem var í þessum bækling, nema að allir aðrir söfnuðir séu með merki dýrsins á sér sem betur fer! En  áskil ég mér samt þann rétt að vera ósammála þeim í öðrum efnum, og gagnrýni hispurlaust það sem situr eftir, þar verður enginn breyting á.

En batnandi mönnum er best að lifa og þakka ég aðventistum að taka vel á móti mér, þrátt fyrir meint "níðskrif" mín á hendur þeirra. Whistling

Sem er sannur kristilegur kærleikur svo ég tali nú vel um þá að þessu sinni.

eurovision.jpgEn þegar heim var komið sá ég sigurlagið á plúsnum, þ.e.a.s. Rúv plús á breiðbandinu. Konan mín fékk mig til þess að horfa á þetta, sem tókst þrátt fyrir mótmæli, hún sagði að ég væri erfiður karl, að vilja ekki horfa á þetta. Tounge

En þegar henni loks tókst að fá mig til þess að horfa á þetta, gat ég ekki annað en verið ánægður, því mér hefur alltaf þótt íslendingar með eindæmum smekklausir á hvaða lög eru send út.

Þarf ég að nefna Silvíu Nótt? Sick

En nú varð aldeilis breyting á! Við blasti alveg magnaður flutningur á lagi sem svo hugljúft að það á eftir að lýsa íslendingum sem bugaðri þjóð í norðurhöfum, og ekki sem hryðjuverkamönnum hans Gordons Browns og getur þetta kannski breytt því mannorði sem við höfum í útlöndum sem gjaldþrota þjóð og er um leið uppfull af óheiðarlegum útrásarvíkingum.  Hver veit, kannski hjálpar þetta!  Wink


mbl.is Lagið Is it true til Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 588363

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband