Færsluflokkur: Sjónvarp
Fimmtudagur, 26. janúar 2012
Söngvakeppnin ... hvað finnst ykkur?
En í þetta sinn geri ég undantekningu, því það er eitt lag sem hefur gripið mig. Það er lag Herberts Guðmundssonar; "Eilíf Ást" sem greip mig. Herbert verður fyrstur á svið á laugardaginn kemur og hvet ég alla til þess að hlusta á lagið dæma fyrir ykkur sjálf.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Mánudagur, 8. desember 2008
Opið bréf til Páls Magnússonar! Vegna bænagöngunnar!
Ég vil byrja á því að hrósa mbl.is fyrir sína umfjöllun, því ég get ekki betur séð en þetta sé eina umfjöllunin sem gangan fékk í fjölmiðlum þessa lands.
Svona fór ekki framhjá morgunblaðinu, hvernig fór þetta svona framhjá ykkur? Ég er ekki að biðja um nema að taka frá að minnsta kosti 10 sek. af fréttatíma þegar svona gerist. Er það svona hrikalegt?
Hér kemur svo bréfið sem ég hef sent til Páls Magnússonar útvarpsstjóra:
Kæri Páll Magnússon,
Af hverju erum við að horfa uppá þá staðreynd í dag að sumar fréttir rata hreinlega ekki inná ykkar borð. Núna síðast liðinn laugardag voru 7 - 800 manns sem komu saman og báðu fyrir landi og þjóð, ég hefði haldið á krepputímum að jákvæðar fréttir eins og þetta væru af hinu góða. En nei, á erfiðum tímum eins og þessum veljið þið fremur að sleppa því, morgunblaðið hafði þó sóma sinn að gera smá grein um þetta því þeir sendu ljósmyndara á staðinn ólíkt ykkur.
Þetta er ekki fyrsta skipti sem þetta gerist, í fyrra var haldinn mun fjölmennari ganga af kristnum mönnum, og fengum við sömu "fordóma" þá og núna í ár. Ég segi fordóma því það sú upplifun sem fæ af þessum vanflutningi ykkar. Erum við of áhættusöm í fréttum? Erum við annars flokks þegnar eða eitthvað því umlíkt? Hvað er málið?
Bænagangan er þverkirkjulegt átak meðal flest allra kristinna safnaða í landinu, og lofsvert framtak að hálfu þeirra sem standa að henni. En enginn egg eða málning var kastað, var það kannski það sem vantaði? Ekki nógu æsilegt fyrir stofnun ykkar? Hverju sem því líður þá hefði varla verið erfitt að minnast á þetta í nokkrum orðum, meira þurfum við ekki, því aðeins vildum við vekja athygli á að kristnu fólki stendur ekki á sama um land okkar, og viljum við því vel.
Mbk,
Guðsteinn Haukur
Enn og aftur brugðust fjölmiðlar (að frátöldu mbl.is ) og er greinilega verið að leita eftir ofbeldi og reiði til myndbirtingar, fremur en friðarboðskap Jesú Krists hjá Ríkissjónvarpinu, ég vona að ég hafi samt rangt fyrir mér í þeim efnum.
Jæja, sjáum til hvort ég fæ svar frá þessum ágæta manni, ég læt vita ef mér berst það.
Báðu fyrir landi og þjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 30. október 2008
Nei ekki Skjáreinn líka!
Hvað næst? Verður ekkert sjónvarp á fimmtudögum? Erum við virkilega að bakka til baka aftur í áttundaáratuginn? Ég skora á fyrirtæki að auglýsa sem mest hjá Sjáeinum, og eða að það verði haldið söfnun fyrir þá eins var gert þegar stöðin næstum fór á hausinn þegar hún fyrst byrjaði!
Nú er sú litla gleði að hverfa sem landsmenn höfðu, ekki það að of mikið sjónvarpsgláp er ekki af hinu góða. En fyrir þá sem horfa ekki mikið á sjónvarp, er þetta blóðtaka! Og sitjum við þá eftir að með ríkisfjölmiðil, með "maður er skemmdur" í endursýningu!
Ef raunin verður sú, að Skjáreinn fer á hausinn, ætla ég að nota tækifærið og þakka þeim fyrir vel unnið starf í gegnum tíðina, þið stóðuð ykkur vel!
Eftir ábendingu í athugsemdum við þessa grein, auglýsi ég hér með áskorun sem verður send til Menntamálaráðherra og hvet ykkur að skrifa undir.
Skjárinn segir öllum upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt 31.10.2008 kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (55)
Föstudagur, 24. október 2008
Sjónvarpsþáttur sem þið viljið ekki missa af, viðtal við mig og Skúla Skúlason
Ég og bloggarinn útlægi hann Skúli Skúlason verðum í viðtali hjá presti mínum Friðrik Schram um Íslam á sjónvarpsstöðinni Omega. Þátturinn er tekinn upp og framleiddur af Íslensku Kristskirkjunni, eða söfnuðinum sem ég tilheyri.
Hann verður sýndur í kvöld (föstudagskvöld) klukkan 19:30 og svo klukkan 13:00 á sunnudaginn kemur. Ekki missa af þessu!
Fyrir ykkur sem eruð ekki á útsendingarsvæðum Omega, þá eru hér gagnlegar upplýsingar um hvernig megi horfa á þáttinn.
Satt að segja hef ég sjaldan verið jafn harðorður og einmitt í þessum þætti, og eigið þið eftir að sjá nýja hlið á mér þar sem ég segi allan hug minn um Íslam og þá hættu sem öfgamenn boða. Ég ítreka fyrir pólitískt rétthugsunarfólk að í þessum þætti er fjallað um ÖFGA arm Íslams þann pólitíska, ekki hin venjulega friðsama múslima sem vilja lifa lífi sínu í friði. Langt í frá, en ég verð að taka svona fram einmitt vegna þess að sumir viljandi eða eru einfaldlega ekki nógu vel gefnir til þess að skilja þann mikla mun sem er á þessu.
Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
Miðvikudagur, 22. október 2008
Sigmar er þjóðhetja!
Loksins kom fréttamaður sem hafði kjark og hugreki til þess að krefja æðsta ráðamann þjóðarinnar svara, Geir sem formaður Sjálfstæðisflokksins, sem er höfundur þeirra efnahagslegu hörmunga sem þjóðin stendur frammi fyrir vegna hræðslu við lagasetningar sem hefðu haldið "stuttbuxna drengjunum" í skefjum. Þessi ótti þeirra við óvinsælar aðgerðir hefur valdið þeim vandamálum sem nú steðja að okkur.
Sigmar talaði fyrir hjörtu okkar allra og tek ég ofan fyrir honum, og lýsi hann þjóðarhetju fyrir vikið, en er það bara mín einfalda skoðun. Guð blessi þennan dreng!
Ég er alveg sannfærður um að best sé að boða til kosninga sem fyrst eftir það versta er yfirstaðið. Því það voru ekki einungis fjármálamennirnir sem brugðust, heldur einnig stjórnmálamennirnir.
Landið okkar hið litla Íslandi, er þekkt núorðið fyrir að vera uppfullt af hryðjuverkamönnum og fengið á sig fordóma samkvæmt því.
Eins og Sigmar bendir réttilega á í þessum Kastljós þætti, þá væri besta leiðin til þess að endurvekja traust annarra ríkja, er skófla þessum mönnum út og endurnýja mannsskapinn frá grunni.
Ég á við alla sem sitja á hið háa Alþingi, sem og Seðlabankastjórnina, því samábyrgðin er þeirra!
Vonandi horfum við framá betri tíma eftir að við erum kominn í gegnum þennan öldudal, því ritað er:
Sálmur 23:4
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.
Við þurfum því ekki að óttast ef við setjum traust okkar á Drottinn, ef hann er með okkur, hver er þá á móti okkur.
Guð blessi ykkur og þakka ég lesturinn.
Við munum ekki láta kúga okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Þriðjudagur, 12. ágúst 2008
The Clone Wars sýnishorn
Ég segi fyrir mig, að ég er ekkert sérstaklega hrifinn af grafíkinni. Í fyrsta lagi eru allar persónur full spýtukarlslegar fyrir minn smekk, og sömuleiðis finnst mér það vera algjört klúður að vera blanda japönskum Anime/Manga stíl í gerð þeirra.
Sumt er aðeins viðeigandi á réttum stöðum og finnst mér að Goggi Lúkas hafa klúðrað þessu soldið.
Þetta er bara mín furðulega skoðun, því þessi stíll sem um er að ræða er svona elskar hann eða hatar hann stíll, og skil ég vel að enginn maður sé sammála mér, og verð ég að segja mér er alveg nákvæmlega sama um það!
Klónastríðin hefjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 6. júní 2008
Nóg komið af þessu!
Endilega Jón Gnarr, skiptum nú um gír og höfum annað þema, þetta trúarþema þitt er orðið vel þreytt.
Annars fannst mér þú koma með gullna setningu í þessu viðtali:
Ég held að kaþólskir leikmenn viti ekkert hvað trúaðir geri. Maður er kominn á vafasama braut þegar maður segir hvað trúaðir gera og hugsa,
LÆRUM af þessum orðum Jóns, því ófáir eru fyrirfram búnir að dæma trúaða með alls kyns skoðanir sem eiga stundum ekki við stoðir að styðjast!
Eina sem ég undra mig á eru þessi hörðu viðbrögð Kaþólikka fyrir gagnrýni, persónulega finnst mér þau allt of hörð við umrædda auglýsingu. Það er frekar að svara gagnrýninni eins og Kaþólikkinn Magnús Ingi hefur gert og ræða málin, ekki fara bara í fýlu. Þetta er bara grín auglýsing, ekki uppreisn!
En jæja ég vona að þessu máli fari að ljúka!
Lengi tekist á við húmorsleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Miðvikudagur, 21. maí 2008
Að læra af mistökum annara
Já, Írar hefðu betur lært af okkar bitru reynslu en að senda svona kjánaskap í keppni sem er sýnd um alla Evrópu.
Ég er bara feginn að Norska lagið komst áfram!
Dustin: Við hefðum átt að hlusta á Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. nóvember 2007
Hver segir að konur kunna ekki að leggja bílum?
Eftir þessa þungu trúarumræðu ákvað ég lyfta þessu aðeins upp. Hér er myndband sem auglýsir Mözdu5 (er sjálfur Mözdu eigandi) og úrræðagóða konan þarna er stórbrotinn, en það er betra að hafa hljóðið á við áhorfið.
Þriðjudagur, 30. október 2007
Aftur um Pál og Tímóteus
Páll postuli Krists Jesú að boði Guðs, frelsara vors og Krists Jesú, vonar vorrar, heilsar Tímóteusi, skilgetnum syni sínum í trúnni.
Við erum því að lesa úr fjórða bréfasafni postulans, sem kallast hirðisbréf eða pastoral bréf, sem auk þessa bréfs eru Síðara Tímóteusarbréfið og Títusarbréfið. Hirðisbréfin fjalla meira eða minna um hæfni og ábyrgð og um ástand safnaðanna yfirleitt.
Það ástand, sem bréfin upplýsa, er ekki hægt að fella inn í það líf Páls sem fram kemur í Postulasögunni og fyrri bréfum hans. Það verður því að álíta, að postulanum hafi verið sleppt úr fangelsinu, sem getið er um í lok Postulasögunnar. (Post. 24:28). Það sýnir, að sannfæringin um að Páll yrði látinn laus, hefur ekki orðið sér til skammar. Hann hafi þá hugsanlega farið ferðina til Spánar, (Róm.15:24-28.), og síðan farið í heimsóknarferðir austur um frá Róm. Þá hafi hann komið við á Krít, þar sem hann skildi Títus eftir til þess að skipuleggja söfnuðinn þar. (Títus 1:5.)
Frá Krít gæti hann hafa farið fyrst til Litlu-Asíu og stoppað í Efesus. Þar hafi hann beðið Tímóteus, (sem sennilega hefur verið leiðsögumaður hans í ferðinni) að verða eftir (sjá síðar). Ef til vill hefur hann líka heimsótt söfnuðina í Lýkus-dalnum (Sjá Fílemonsbréfið 22.v.).
Síðan hefur postulinn farið til Makedóníu og vitanlega heimsótt söfnuðina í Filippí, Þessalóníku og Beröu.
Frá Makedóníu hefur hann síðan farið yfir til Litlu-Asíu og komið í Tróas (2. Tím.4:13.), og síðan stoppað aftur í Efesus, þar sem hann hefur kvatt Tímóteus (2. Tím.1:4.)
Frá Efesus hefur Páll ásamt Trófímusi farið til Míletus, þar sem hann skildi hann eftir veikan, (2:Tím.4:20.).
Síðasta stöðin sem hann hefur líklega komið á, hefur sennilega verið Nikopólis í Epýrus (í Vestur-Grikklandi). Þaðan hefur hann farið aftur yfir til Rómar, þar sem hann hefur aftur verið tekinn til fanga.
Þar höfum við ástæðuna fyrir bréfaskriftunum. Postulinn hefur ekki getað stoppað svo lengi í Efesus, að hann gæti hafa séð fyrir endann á þeirri baráttu. Hann vonar að hann geti komið fljótt aftur, en hann bíður með það, segir hann við Tímóteus, "til þess að hann viti hvernig á að haga sér í Guðs húsi." (3:14.)
Ég þakka lesturinn og minni á bænagönguna 10. nóv. næst komandi. Sannir hermenn Krists munu mæta í hana.
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 588456
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson