Færsluflokkur: Heimspeki

Spurt og Svarað um trú: Trúaður svarar

Ég ætla gera heiðarlega tilraun til þess að útskýra af hverju ég er trúaður, og um leið svara nokkrum spurningum sem hafa birst í öðrum greinum hjá mér og í daglegu lífi.


„Af hverju trúir þú á æðri mátt?"

Mitt svar:Jesús
Friður, hver mannsál leitar eftir svo kölluðum "innrifrið" alla sína ævi, og eru til óteljandi vegir í þeirri leit. Það tómarúm sem er í hjarta hvers er nefnilega hægt að fylla.

Ef við tökum mig sjálfan sem dæmi, hef alltaf verið mjög feiminn, og oft á tíðum erfitt að skilja hvað ég segi sökum þessarar feimni og verð fremur lágmæltur. Þetta er einn af fjölmörgum kostum við að eiga Guð að sem vin. En ég tek fram, að þetta vandamál er léttvægt miðað við marga aðra. Ég komst til trúar sökum sannfæringar ekki vegna vandamála í eigin lífi.

Eins ef t.d. dauðsfall, slys eða aðrar hörmungar banka uppá, þá leitar niðurbrotinn sála mín á náðir Guðs til huggunar, og bregst það aldrei að Guð huggar mig í sárum mínum, og í gengum bænina vinn ég úr vandamálum mínum.

„Af hverju trúir þú á „Grimmann" Guð Gamla testimenntisins?"

Mitt svar:
Horfa verður á allar staðreyndir til þess að skilja Gamla testamenntið (GT). Líta á allar aðstæður þess tíma, umhverfið siði og venjur hvers tíma fyrir sig.

Margur guðleysinginn hendir því framan í trúað fólk að Guð leyfi nauðganir og að taka sér konu með valdi og gera hana að eiginkonu sinni. Við verðum að taka tillit til þeirra siða (sem þóttu sjálfsagðir á sínum tíma um heim allan) og venja sem tíðkuðust á hverjum tíma fyrir sig. Breytt siðferði hjá nútíma manninum á erfitt með að skilja þær aðferðir sem voru beittar t.d. gegn konum, eins og taka þær herfangi og annað slíkt. Á ritunartíma Bilíunnar var þetta nefnilega ekkert tiltökumál, og var allur heimurinn með svipaða eða eins siði. Því miður var þetta karlrembu samfélag og stjórnaðist einungis af karlmönnum, þess vegna var það algjör firra að Jesús sjálfur hafi átt eintal við samverska konu, sem var algert hneyksli að gera á þeim árum.

Jóhannesarguðspjall 4:9
9 Þá segir samverska konan við hann: „Hverju sætir að þú, sem ert Gyðingur, biður mig um að drekka, samverska konu?“ [En Gyðingar hafa ekki samneyti við Samverja.] 

Bara það eitt að tala við hana gat jafnvel þýtt útskúfun úr gyðingasamfélaginu, ekki bara vegna þess mikla rígs sem var á milli samverja og gyðinga, heldur einnig vegna þess að karlmenn áttu ekki að tala við konur á þann máta sem Jesús gerði, sérstaklega ekki sem jafningja. Fleiri dæmi mætti telja upp þar sem Jesús gengur í berhögg við alla siði og venjur varðandi konur, og hef ég alltaf talið Jesús vera fyrsta jafnréttissinnann sem ritað er um fyrir vikið.  

VonÞess vegna ef horft er lögmál gyðinga og það borið saman við orð og verk Jesú, þá hlýddi Jesús ekki alltaf öllum þeim boðum og bönnum sem Gyðingar voru vanir, og þess vegna segir hann sjálfur að hann hafi uppfyllt lögmálið með fyrirmynd sinni. Því er afar mikilvægt að nota Jesú sem túlkunarlykil á GT, og horfa á orð og gjörðir hans sem gagnrýni hans á samtímamenn sína sem hann skammaði fyrir að hafa breytt orði Guðs sér til hagsbóta. Þetta verður að horfa á.

En þessi grein er orðinn nógu löng, ég skrifa meira þegar fleiri spurningar koma, ég vona bara að þetta hafi svarað einhverju varðandi trú mína.

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.


Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 588456

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband