Færsluflokkur: Löggæsla

Er lögmálsbrot að halda uppá hvíldardaginn á sunnudegi?

ten-commandments4.jpgGóður vinur minn, hann Halldór Magnússon/Mofi heldur fast í þessa kenningu. Við sem höldum uppá hvíldardaginn á sunnudögum erum lögmálsbrjótendur og erum ekki skárri en heiðingjar eða guðleysingjar þegar að þessu atriði kemur samkvæmt honum og hans söfnuði. Undanfarið hefur Mofi verið að segja Gunnari í Krossinum til syndanna þar sem Mofi er að horfa á Omega og hneykslast stórum. Þessu verð ég að svara!

Eitt er víst er hin gyðinglegi hvildardagur er haldinn á laugardegi, og hefur það alltaf verið. En á þetta þá við hina kristnu kirkju og uppfyllti Jesús ekki lögmálið? En hann ekki herra hvíldardagsins? Það er stóra spurningin.

Lítum aðeins yfir söguna og aðrar heimildir:

Frumkirkjan sem og kirkjufeðurnir báru saman að blind hlýðni við hvíldardagsregluna væri sambærilegt við umskurnarreglu gyðinga. Frá þeim tíma hafa kristnir ekki umskorið sveinbörn sín vegna þess að kristinn kirkja er ekki háð lögmálsreglum gyðinga og var umskurn aflögð hjá flestum kristnum söfnuðum. (Gal. 5:1-6)

Páll segir í Galatabréfinu: "Ef þér látið umskerast, þá gagnar Kristur yður ekkert. Og enn vitna ég fyrir hverjum manni, sem lætur umskerast: Hann er skyldur til að halda allt lögmálið. Þér eruð orðnir viðskila við Krist, þér sem ætlið að réttlætast með lögmáli. Þér eruð fallnir úr náðinni".
Það sem Páll er að segja er að ef við ætlum að réttlætast einungis af verkum og athöfnum eins og umskurði, þá erum við fallin úr náðinni. Eins er með athafnir eins og hvíldardaga.

bible-blue1.jpgFyrir dauða og upprisu Krists réttlættust gyðingar fyrir trú, áður fyrr réttlættust þeir af verkum sínum. Gyðingar voru á þessum tíma lögmálsdýrkendur. Kristur kom til að leysa þá undan lögmálinu (tyftaranum) (Efesus 2:8-9). Sem sagt Jesús uppfyllti lögmálið í eitt skipti fyrir öll, fórnfærði sjálfum sér til þess að leysa okkur undan lögmálsverkunum. Sá eða sú sem leggur allt upp úr verkum, ónýtir því krossdauða Krists, það er hjartað sem skiptir máli ekki lagasetningar.

Mín skoðun er sú, að við höldum uppá sunnudaginn Guði til dýrðar, og finnst mér það nægja því ekki er ég gyðingur og háður lögmáli þeirra.

En hvað segir Jesús sjálfur um þetta?

Markúsarguðspjall 2:23-28
23 Svo bar við að Jesús fór um sáðlönd á hvíldardegi og lærisveinar hans tóku að tína kornöx á leiðinni. 24 Farísearnir sögðu þá við hann: „Lít á, hví gera þeir það sem er ekki leyfilegt á hvíldardegi?“ 25 Jesús svaraði þeim: „Hafið þið aldrei lesið hvað Davíð gerði er honum lá á þegar hann hungraði og menn hans? 26 Hann fór inn í Guðs hús þegar Abíatar var æðsti prestur og át skoðunarbrauðin, en þau má enginn eta nema prestarnir, og gaf líka mönnum sínum.“ 27 Og Jesús sagði við þá: „Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins. 28 Því er Mannssonurinn einnig Drottinn hvíldardagsins.“


Í ofangreindu versi brjóta lærisveinar Jesú hvíldardagslögmálið, og hvað gerir Jesús? Hann átelur þá fyrir að halda í mannasetningar, og ítrekar að það sé hann sjálfur sem er Drottinn Hvíldardagsins, því það er greinilegt að hann taldi hvíldardaginn vera kominn til vegna mannsins sjálfs, ekki vegna lögmálsins. Hann hafði þá umhyggju fyrir okkur að hann vildi eigi að við buguðumst vegna of mikillar vinnu. Það heitir kærleikur Jesú til mannanna, ekki kvöð Jesú til mannanna.

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.


Förum með aðgát.

Er þetta nýja Ísland?   :(Taumlaus reiði getur aldrei leitt neitt gott af sér nema ofbeldi. Förum með aðgát í þessum mótmælum, sýnum náunga okkar þá virðingu sem hann á skilið. Aðsúgur gegn Geir Haarde skilar voðalega litlu, ekki nema samúð á hans málsstað. Og spyr ég mótmælendur hvort það sé þeirra vilji?

Til hvers svo að kasta eggjum og málningu í dauða hluti? Hverju skilar það? Annað en tvær mín. í æsifrétta dálka fjölmiðlanna? Jæja, annars hefur það svo sem tekist. Ef marka má þessa frétt:



Ég bendi fólki á Kjósa.is, þar er með lýðræðislegum hætti hægt að knýja fram kosningar, en það þarf fleiri undirskriftir til þess að svo sé hægt.

Viljum við virkilega sjá svona fréttir hér Íslandi? Ofan á alla þá sem hafa lent í piparúða lögreglunnar?


Við getum miklu betur en þetta, við getum byggt hið nýja Ísland sem fyrirmynd á friðsömum mótmælum. Er það ekki? Cool


mbl.is Mótmælendur umkringdu Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 588456

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband