Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Semjið næst við Samfylkinguna !

Guði sé lof að það er kominn bið í málið. Þá er eina ráðið að semja næst við Sollu! Það yrði fyrirmyndarstjórn að mínu mati. Ef það tekst ekki þá má reyna Vinstri-Græna.
mbl.is Biðstaða í viðræðum stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttur dómur !

Sem fyrrverandi sjómaður geri ég mér fulla grien fyrir þeim hættum sem kunna að leynast þar. Þess vegna lýsi ég yfir fullum stuðningi yfir þessum dómi, það voru ófár konurnar sem þurftu/kusu ekki að vinna vegna góðra tekna eiginmanna þeirra. Þess vegna er ég feginn að sjá þennan dóm konunni í vil. Eina sem er að 10 ár er frá slysinu, og hefði mátt kalla á Jónínu Bjartmarz eða Bjarna Ben til þess að hraða málum ! Wink
mbl.is Samskip greiði ekkju sjómanns bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að því að menn tali saman?

Ég skil ekki æsinginn í þessari frétt og sama gildir um aðra bloggara. Þeim er hjartans mál að banna Steingrími að hafa samskipti við hina stjórnmála foringjanna vegna stjórnarmyndunar. Ég sé bara ekkert að því að menn tali sín á milli, og hverju skiptir það að stjórnarflokarnir séu í viðræðum. Þetta er fullorðið fólk og vel fært um að sjá um sín mál sjálft!


mbl.is Steingrímur: Stjórnarmyndunarumboð liggur ekki á lausu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáránlegt dómskerfi !

Ég hef ekkert við þessa frétt að segja, nema að ég vil benda á að kynferðisafbrotamenn fá álíka langann tíma á sig og menn sem fremja umferðarlagabrot af þessu tagi. Sem er bara rugl. Ég vil ítreka beiðni mína til stjórnvalda að endurskoða hegningarlöggjöfina sem allra fyrst !

mbl.is Tveggja mánaða fangelsi fyrir umferðarlagabrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seglin rifnuðu í meðbyrnum

Bjarni Harðarson, Framsóknarflokki er hér með krýndur bjartsýnasti Framsóknarmaður Íslands. Ég verð að segja að ég dáist af viðleitni hans og opnu hugarfari þrátt fyrir þær staðreyndir sem blasa við honum. Cool
mbl.is Bjarni Harðarson: „Fundum fyrir heilmiklum meðbyr"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áframhaldandi samstarf = endalok Framsóknar

Endilega haldið þessu samstarfi áfram. Það væri bara frábært. Ég sé nefnilega þrennt fyrir mér í stöðunni:

  1. Þeir halda þessu til streitu og springa vegna of litils þingsstyrks.
  2. Þeir ná að halda út næstu fjögur ár og þurrkast Framsókn endanlega út eftir 16 ára samstarf við íhaldið, við vitum öll hvað gerist hjá þeim flokkum sem eru í samstarfi við D-listann of lengi.
  3. Þeir sjá sóma sinn í því að verða við vilja fólksins og semja við aðra flokka um samstarf.

Eina sem gæti hugsanlega bjargað Framsóknarmönnum frá útrýmingu er liður þrjú. En persónulega líst mér betur á lið eitt og tvö þar sem þeir geta þýtt endalok B-listans.

mbl.is Líklegast að stjórnin sitji áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sárir stjórnmálamenn

Ég sá aldrei þessa auglýsingu og er ekki dómbær á þetta atriði. En það hljómar eins og þetta hafi farið mjög fyrir brjóstið á Denna J. getur einhver bent mér á þessu auglýsingu online??

mbl.is Steingrímur krefur Jón um afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merki á alþingishúsinu

AlthingishusidSíðan alþingishús okkar íslendinga var byggt hefur það borið merki konungdanaveldis á þeim tíma sem það var byggt. Eftir alla þessa pólitísku umræðurnar benti einn góður vinur minn mér á þetta merki, afhverju er skjaldarmerki íslendinga ekki á alþingishúsinu? Með fullri virðingu fyrir dönum þá finnst mér að við ættum að koma þessu merki á þjóðminjasafnið og setja upp okkar eigið merki.

Merkið er afar fallegt og við finnum það á hverjum degi (eða við sem notum ennþá mynt og seðla), og ég sé ekki alveg tilganginn með því að halda utan um þetta? Er einhver sem getur upplýst mig um tilgang þess að geyma þetta og setja ekki upp okkar merki?


Máttur lýðræðis

Þetta er einn af kostum okkar lýðræðissamfélgs. Þarna geta kjósendur haft áhrif hverja þeir vilja og vilja ekki sjá á þeim listum sem þeir kusu. Ég vona að þessari niðurstöðu verður virt og ekki hunsað eins frammámenn íhaldsins hafa lýst yfir.


mbl.is 22% strikuðu yfir Árna Johnsen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband