Færsluflokkur: Bloggar

Síðasta bloggið ...

Ég verð því miður að hætta að blogga eða taka mér frí frá því. Það er alls óráðið hvort það verður, ég er í krefjandi vinnu og er einnig þátttakandi í öðrum vefmiðlum, svo er ég einnig með fjölskyldu og vil ég alls ekki að bloggið bitni á þeim. Ég veit það ekki ... kannski er þetta skipulagsleysi að minni hálfu... en hverju sem því líður vil ég þakka öllum áhugan og innlitinn hjá mér. Ég sé til hvort ég held áfram en ég tek mér frí frá og með deginum í dag og sé svo til hver lokaákvörðunin verður.

Guð blessi ykkur öll !


Umburðarlyndi og náungakærleikur

Eitt sem ég verð að læra er að hemja mig og bera virðingu fyrir skoðunum annara. Ég hef talið það vera sjálfsskipað hlutverk mitt verja kristindóminn eins og ég get. En stundum á maður það til að sleppa sér alveg, maður lætur út sér einhverja þvílíka vitleysu og dauðsér eftir því. Ég á ekki að haga mér svona sem kristinn einstaklingur. Skoðannir á að virða, ekki skíta yfir með hroka og helypidómum. Ég lærði mína lexíu í kvöld þegar ég réðst að bloggvini mínum vegna skoðanna hennar, ég nefni enginn nöfn en hún veit hvað ég á við og ég bið hana afsökunar á framferði mínu.

Svona lagað lærist með árunum, ég á það til eins og allir, að vera doldið fljótfær, ég er breyskur og langt í frá fullkominn. En kærleikurinn sigrar alltaf að lokum, ég mun framveigis hemja mig betur og koma fram í kærleik. Ritað er: “Ef ég hefði ekki kærleika væri ég ekki neitt.” Það er sú setning sem allir menn ættu að reyna að lifa eftir.  

Aldrei bjóst ég við slíkum viðtökum eins og ég hef fengið hér á moggablogginu. Ég hef aldrei séð slík viðbrögð frá neinum vegna skrifa minna, ég er afar þakklátur ykkur öllum sem nennið að kíkja á síðuna mína. Ég er afar þakklátur öllum þeim sem hafa gerst blogg vinir mínir. Svona samfélagi vil ég tilheyra, samfélag þar sem skoðannaskipti eru á milli himins og jarðar og snertir við hverjum þeim sem les það sem um er fjallað. Þið moggabloggarar eru til sóma og Guð blessi ykkur öll!


Föstudagurinn 13

Mér brá heldur í brún þegar ég skoðaði bloggið mitt í morgun, mér fannst þessi dagur ekki byrja vel. Ég er ekki hjátrúarfullur, en það er alveg merkilegt að ég skuli fá þessar tölur á heimasíðuteljarann minn á morgni föstudeginum þrettánda. Alveg týpísk mín heppni.  Tounge

Í dag:   Í vikunni:  Frá upphafi:

62        666           2707


Alvarlegur skortur á þýskum hermönnum

Mikið er ég feginn að við erum þeirri blessunar gædd að eiga eins hæft starfsfólk á Hagstofunni eins og raun ber vitni. Þessi frétt finnst mér eiginlega sanna það. Ef við hefðum her í kennitölulandi eins og okkar, þá hefði eitt núll til eða frá skipt afar miklu máli. En lof sé Guði að við erum herlaus !
mbl.is Fjögurra vikna gamall drengur kvaddur í herinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband