Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Aldrei hef ég heyrt um Sjóflóðavarnir ... :-/

Ég varð bara að hrekkja moggamenn fyrir þessa ásláttarvillu!  Whistling Þarna á auðvitað að standa Snjóflóðavarnir.  Sideways
mbl.is Snjóflóðavarnir koma í veg fyrir íbúafækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkur fyrirbænarefni ...

sunrays

Ég vil biðja fyrir ...

... veikindum móður minnar, sem ennþá hefur ekki komið í ljós hvað er. En alvarlegt er það.

... eiginkonu minni og fjölskyldu, og að Guð verndi þau og blessi á meðan ég vinn svona mikið.

... veikindum besta vinar míns, og að hann megi ná fullum bata eftir áralanga barráttu.

... veikindum bestu vinkonu okkar hjónanna, Guð þekkir það.

... eigin heilsu og ég nái fullum bata í bakinu sem og þetta ónýta hné mitt.

... þeim fjölmörgu fjölskyldum í Kína, sem misst hafa ástvini.

... að fólk átti sig að trúin er ekki svo slæm, heldur stórkostleg.

... ég vil biðja fyrir að menn hætti að eyða börnum með downseinkenni.

... ég vil biðja fyrir frjálsri Tíbet.

... ég vil biðja fyrir Íslendingum öllum og Guð blessi okkur og varðveiti.


Í auðmýkt og með þungt hjarta ber ég fram þessi bænarefni, og vona ég að ræfill eins og ég geti gert eitthvað gagn í Guðsríki. Ég hef reynt eftir fremsta megni að koma fram eins og ég er klæddur og vona ég að það hafi breytt einhverju.

Undanfarið hefur mér fundist ég var gagnlaus í Guðsríki, en þakklátur er ég að vera svo heppinn að eiga trúsystkini sem standa við bakið á mér. Eftir MJÖG annasama helgi þá kom ég úrvinda á samkomu í kirkju mína. Þar var mér afar vel tekið, og stend ég í þakkarskuld við minn yndislega prest og söfnuð. Brotinn var ég en ekki lengur, þökk sé lifandi Guði.

Guð blessi ykkur öll!


Samúðarkveðjur

Þetta held ég sé rosalegast mannfall sem hefur orðið hefur í áratugi vegna náttúruhamfara. Ég votta kínversku þjóðinni mínar samúðarkveðjur.
mbl.is 34 þúsund látnir í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann var enginn bloggari ...

 ... nema það að skrifa á spjallrás geri mann að bloggara, eða hvað? Nei svo tel ég ekki vera!

Bloggari er sá sem hefur aðgang að bloggkerfi og birtir eigin færslur. Þetta unglingsgrey var nú bara spjallrásarnotandi, ekki bloggari.

Fyrir hönd allra bloggara mótmæli ég þessari fyrirsögn! 

Ég vona að foreldrarnir hafi haldið góðan fyrirlestur yfir þessum dreng og útskýrt fyrir honum hvað málfrelsi getur verið viðkvæmt.


mbl.is Bloggarinn fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og þegar álftir á ísagrárri spöng ...

Eins sorglegt og það er þegar dýr eru hrakinn burt af einhverjum ástæðum, þá má ég til með að birta þessa gömlu íslensku vísu:

Álfareiðin

Stóð ég útí tunglsljósi,
stóð ég út við skóg.
Stórir komu skarar,
af álfum var þar nóg;
Blésu þeir á sönglúðra
og bar þá að mér skjótt
::bjöllurnar gullu
á heiðskírri nótt::

Hleyptu þeir á fannhvítum
hestum yfir grund,
hornin jóa gullroðnu
blika við lund.
Eins og þegar álftir
af ísagrárri spöng
::fljúga suður heiði
með fjaðraþyt og söng::

Heilsaði hún mér drottningin
og hló af mér um leið,
hló af mér og hleypti
hestinum á skeið.
Var það útaf ástinni
ungu, sem ég ber?
::eða var það feigðin,
 sem kallaði að mér?::

 


mbl.is Harmleikur á Bakkatjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þetta umhverfismálaöfgar?

Nei ég bara spyr, eins og þetta er góð hugmynd þá hef ég efasemdir um að stelpur fari að ganga í svona löguðu ... eða hvað stelpur? Woundering
mbl.is Sólarorkubrjóstahaldari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ætti ég þá að mæta á Austurvöll?

Mér þykir fremur óljóst af hverju ég ætti að mæta til einhverra mótmæla sem ég skil ekki alveg hverju nákvæmlega er verið að mótmæla. PDF skjalið sem var tengt við fréttina var fremur ... furðulega framsett og mjög óljóst hver tilgangurinn er bak við þessa yfirlýsingu.

Ég sé heldur ekki betur en þetta skjal þeirra sé komið beint frá bloggi Sturlu yfirtrukkara.  Og mætti hann koma því betur á framfæri hverju er verið ná fram með þessu. Eða er þetta jafn vel skipulagt og þegar krakkarnir stífluðu miklubrautina um daginn og voru að mótmæla bara til að mótmæla!   ;)

Hvaða breytingar hefur þetta í för með sér ef árangur ber?

  • Er verið að mótmæla ríkisstjórninni almennt?
  • Eða háu bensínverði?
  • Kjörum atvinnubílstjóra? 
  • Hverju ???

Í mómælayfirlýsingunni stendur:

En núna rúmum þremur árum seinna fórum við á fund Árna Mathiesen,
núverandi fjármálaráðherra og hans manna. Okkur til skemmtunar sáum við
Geir aftur en á mynd uppá vegg og hvað? Tóm blöð í nýjum stílabókum, er þetta
heilbrigð stjórnsýsla? Ekki einn punktur um fyrri fundi okkar þarna. Og hvað?
Það á að skoða málið.

Sorrý, en ég skil varla þessa málsgrein. Hvað er verið að reyna að segja þarna? Myndir af Geir og stílabækur ... ég bara skil þetta ekki. Það er ekki nóg að segja "afþví bara" og "Geir er stílabókarlaus vondur karl"! Af hverju á ég þá að koma? Og hverju er nákvæmlega verið að ná fram?

Þetta heldur áfram:

Svona framkoma er óásættanleg og ekki lítilli þjóð sæmandi. Á sama tíma og
við reynum að ná eyrum forsætis og utanríkisráðherra sem eru jú yfirmenn
þessarar stjórnar, eru þeir á þvílíkum ferðalögum að Sigmund í mogganum sér
sig knúinn til að bjóða þeim í opinbera heimsókn til föðurlandsins.

Já ... en hvaða framkoma? Það kemur mjög óljóst fram. Ég get tekið undir óþarfa ferðalög þessara ráðamanna, en þetta þarf að skýra betur.

Og meira stendur þarna:

Hvað eru þau að gera? Geir út um allan heim að segja þeim sem nenna að hlusta
að allt sé í góðu á Íslandi, reynandi að skrapa saman peninga til að bjarga
bönkunum. Ingibjörg á fullu í kosningaslag til öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna.
Hvað er að? Við erum með heimilislaust, pissublautt fólk á tröppum
fjármálaráðuneytisins. Er fólk haldið raunveruleikaflótta?

Jú þetta get ég samþykkt, þ.e.a.s. að ríkisstjórnin séu hræsnarar sem eyða og eyða í óþarfa, og um leið predika að þjóðin þurfi að herða sultarólina. Ég sakna samt stefnu atvinnubílstjóra, og hvernig kröfur atvinnubílstjóra koma þjóðinni í heild til góða( ? ) Það er ekki nóg að væla útí horni og segja allt til foráttu og segja svo ekki nákvæmlega af hverju.

Hver er stefnan? Og vantar allt kjöt á þessa óljósu yfirlýsingu!

Ég skal glaður mæta og sýna stuðning ef ég fæ þessi atriði á hreint, því ég skil bara ekki meininguna ... en það er bara ég. Smile

Góðar stundir. 


mbl.is Boða fólk á Austurvöll til að mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hengja bakara fyrir smið ...

Samkvæmt þessari könnun þá komast Frjálslyndir og Framsókn ekki á blað. Ég gef mér þá að þeir séu í kringum 1% fylgi þar sem ekki er haft fyrir að setja þær tölur inn. GetLost

Það sem fólk virðist ekki átta sig á, er að Ólafur F. er ekki í Frjálslyndaflokknum .. og bíður hann afhroð vegna þess! Ólafur F. og Jakob Frímann eru báðir í Íslandshreyfingunni sem er ekki einu sinni getið um í þessari könnun! Hvað er þá er marka þessar tölur spyr sá sem ekki veit?

Ég setti þetta upp sem kökurit og sýnir það berlega stöðuna eins og hún er í dag:

kokuRit
Frjálslyndir ... við látum þetta ekki viðgangast er það? Woundering


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar mikið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Siðmennt ...

Ég veit að þetta kemur úr hörðustu átt, en ég vil óska Siðmenntarfólki til hamingju með þetta. Þau eins og við búa við trúfrelsi, og hafa þau sama rétt og aðrir trúarhópar að stunda sínar athafnir.

Eina sem mér fannst skondið við þetta var að þetta var haldið í bænahúsi ... tíhí.. sem er afar gott kristilegt húsnæði undir þennan gjörning. 


mbl.is Fyrsta útförin á vegum Siðmenntar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð fyrirmynd en hvað gerum við?

Gott hjá Svíum! En hvað gera íslendingar í þessum málum? Getur einhver frætt mig um það? En það er greinilegt að það er von í öllu þessu og er heimsendir greinilega ekki á næsta leyti eins og margir töldu mig segja í seinustu grein.  Tounge

 


mbl.is Svíar skera upp herör gegn barnaklámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 587843

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband