Hann var enginn bloggari ...

 ... nema það að skrifa á spjallrás geri mann að bloggara, eða hvað? Nei svo tel ég ekki vera!

Bloggari er sá sem hefur aðgang að bloggkerfi og birtir eigin færslur. Þetta unglingsgrey var nú bara spjallrásarnotandi, ekki bloggari.

Fyrir hönd allra bloggara mótmæli ég þessari fyrirsögn! 

Ég vona að foreldrarnir hafi haldið góðan fyrirlestur yfir þessum dreng og útskýrt fyrir honum hvað málfrelsi getur verið viðkvæmt.


mbl.is Bloggarinn fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reynir Jóhannesson

villandi fréttaflutningur hefur ekkert með frelsi fjölmiðla að gera...

Reynir Jóhannesson, 16.5.2008 kl. 09:25

2 Smámynd: Reynir Jóhannesson

... villandi fréttaflutningur er bara villandi fréttaflutningur. Ég er sammála því að þetta er ekki rétt skilgreining á bloggara (ef þetta var skrifað á spjallrás). Þá ætti Mbl.is að breyta þessari fyrirsögn.

Reynir Jóhannesson, 16.5.2008 kl. 09:27

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einmitt Reynir og hættu þessu væli Andrés hehe

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.5.2008 kl. 09:30

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég skildi kaldhæðnina Andrés ... kannski varstu að skapa umræður eða e-ð ... hehe...

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.5.2008 kl. 09:31

5 Smámynd: Birna M

Það er einmitt lóðið, það þarf að blogga til að geta kallast bloggari. En allir geta gert mistök og mismælt sig og kannski ætlaði hann að skrifa spjallari

Birna M, 16.5.2008 kl. 10:02

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Takk fyrir mig.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.5.2008 kl. 14:35

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

blessi þig á fallegu föstudagskvöldi

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 16.5.2008 kl. 17:15

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Erum við bloggarar komnir með stéttarfélag?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.5.2008 kl. 21:09

9 Smámynd: www.zordis.com

Góða helgi .... gott að þetta var grín!

www.zordis.com, 16.5.2008 kl. 22:52

10 Smámynd: Mummi Guð

Sammála þér Haukur,

Mummi Guð, 17.5.2008 kl. 21:37

11 identicon

Ég hélt á tímabili að það væri verið að leita að mér

DoctorE (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 22:20

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll öll.

Ég væri alveg til í að vita hver er  Doctor E. til að athuga hvort hann sé eigulegur. Ég er á lausu.   

Kær kveðja/Rósa  

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.5.2008 kl. 10:36

13 Smámynd: Magnús Paul Korntop

vIÐ MÓTMÆLUM ÖLL Í KRAFTI FJÖLDANS.

Magnús Paul Korntop, 18.5.2008 kl. 23:07

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er ég sammála þér ljúfur. Einnig er þessi frétt ámminning til fólks um að vera ekki of prívat í netheimum. Hið alsjándi auga stóra bróðurs er greinilega uppglennt yfir hverju orði, sem þar birtist. Konan þarna hefur vafalaust haft hentugri leiðir til að létta af sé leyndarmálunum.

Annars kom ég hér til að friðmælast og leggja til að við hættum að leika skrattann og ömmu hans öllum stundum.  Ég nenni ekki þjarki um trúmál í bili, þótt ég hnýti í ýmiskonar aðra hjátrú.

Oft má saltket liggja eins og maðurinn sagði.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.5.2008 kl. 01:13

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Rósa: Ég er líka viss um að DoctorE er að leita að ofurkristnum feminista. Hann kemur þessari duld sinni bara ekki betur frá sér.

Sú stelpa sem var skotnust í mér í gaggó, barði mig alltaf með skólatöskunni og hljóp flissandi í burtu. Það er misjafnt hvernig fólk tjáir ást sína.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.5.2008 kl. 01:16

16 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Jón Steinar.

Undarleg tjáning á ást hjá þessari ungu snót.  Alveg greinilegt að aðferðirnar eru mjög ólíkar. Aldrei heyrt um tjáningu í líkingu við þessa.  

Guð og gæfan flygi þér.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.5.2008 kl. 07:01

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehehe ... ég þakka öllum afar skemmtilegar og sumar hverjar fyndnar athugasemdir!

Jón Steinar - mikið var ég feginn að lesa frá þér, og er ég sammála. Gröfum stríðsöxina og tölum saman eins og menn! Frábært finnst mér.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.5.2008 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband