Gutti reyklausi - dagur tvö.

G-haukurÞessi dagur gekk vel, þrátt fyrir svitaköst og rulgu. Mér fannst ég vera ekki olíkur John Lennon svífandi um á bleiku skýji. Fráhvarfið skall á stundvíslega á klukktíma fresti. Mikil var eymdin, sjálfsvorkunin og gnístan tanna þegar það stóð yfir. Enda er ég að kveðja gamlan vin sem hefur verið hækjan mín í 17 ár. 

Ég fór í fyrradag í meðferð hjá http://www.heilsusrad.is og lét "umpóla" mig. Þar var fíknin tekin burt á einni klukkustund.  Ég mun halda skýrslu um þetta á hverjum degi á næstunni, ég er mesti fíkill sem þekkist varðandi nígótín, ég bið ykkur um að hugsa hlýtt til mín og biðja fyrir mér á þessum erfiða tíma.  Blush

Myndin hér til hægri er af mér að krókna úr kulda síðastliðinn vetur, auðvitað að reykja. Þessir kuldadagar eru liðnir og hananú! Cool

Guð blessi ykkur. Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Gangi þér alveg ótrúlega vel...ég hef verið reyklaus í 5 og hálft ár.....þetta er hægt, bara erfiðast fyrst ! Baráttukveðjur!

Sunna Dóra Möller, 19.9.2007 kl. 20:51

2 identicon

Hjá mér voru engin erfið eftirköst, þó reykti ég í 20 ár minn mann sko !

Við bloggvinir biðjum smá fyrir þér, og þá verður allt í góðu áður en vikan er liðinn .  e n o k .

enok (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 22:04

3 identicon

Farðu út að hlaupa svo þú missir ekki af útiverunni sem mar fékk með smóknum .. en svona í alvöru þá er líkamsrækt af einhverju tagi örugglega besta ráðið þegar menn ná á annað borð að taka þá ákvörðun að hætta að reykja.
Ég er enn að bíða eftir því að ég taki ákvörðunina, það er basically ekkert svo rosalega erfitt að hætta, ákvörðunin er það erfiðasta held ég, mín reynsla a.m.k.
Best að hætta cold turkey líka finnst mér

DoctorE (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 22:14

4 Smámynd: Ágúst Böðvarsson

Go Gutti...

Ágúst Böðvarsson, 19.9.2007 kl. 22:41

5 identicon

"Allt megna ég fyrir hjálp Hans sem mig styrkan gjörir."

Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 23:29

6 Smámynd: Vendetta

Það tekur u.þ.b. einn mánuð fyrir eitrið að fara úr líkamanum. Ef þú getur þraukað það lengi, verðurðu frjáls, og

...þú getur hugsað um og gert aðra hluti í stað þess að vera sífellt að leita að sígarettunum, leita að kveikjara, reykja, leita að öskubakka o.s.frv. 

...það verður ekki lengur ógeðsleg fýla að þér og fötunum þínum og öllu sem þú snertir og andar á,

...þú færð ekki heilsu reyklausra í kringum þig á samvizkuna,

...þú færð bragðskyn og þefskyn aftur og þar með matarlystina,

...þú færð náttúruna aftur (eða var það frjósemina?) 

...þú sparar heilan helling af grjónum, og síðast en ekki sízt:

þú getur farið að úthúða reykingamönnum!

Gott ráð: Á meðan þú ert að reyna að hætta, mundu að hafa alltaf eitthvað að gera með höndunum og ekki minnst munninum. Þá verður nefnilega ekki pláss fyrir sígarettuna.

Mundu það sem Bænamærin segir: Að kyssa reykingamann er eins og að sleikja öskubakka.

.

Vendetta, 19.9.2007 kl. 23:54

7 Smámynd: Linda

Veistu þú ert hættur að reykja, segðu það "ég er hættur að reykja" verstu fráhvarfs einkenin eru í 3 daga, enn þau eru ekki svo slæm, drekktu vatn þegar þig langar í sígó, og þetta tekst allta saman.  Mundu "HÆTTUR" OG "ÉG ER REYKLAUS" hugsaðu þannig, og það hjálpar. TIL HAMINGJU MEÐ AÐ VERA ORÐIN REYKLAUS!! 

jám, ég er að hrópa yfir mig af gleði fyrir þína hönd.

ég er búin að vera reyklaus í 16 eða 17 mánuði,mann ekki nákvæmlega og það er yndislegt.;)

Linda, 19.9.2007 kl. 23:56

8 identicon

Guðsteinn minn til hamingju þetta tekst trúðu mér vilji er allt sem þarf . Hugsaðu þér nú verður þér aldrei kalt framar  verður bara rjóður í kinnum og sætari, humm þú ert nú alveg nógu sætur fyrir

Heiðrún (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 00:02

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

til hamngju með þetta, nú eruð þið tveir bloggvinir að hætta að reykja, þú og guðni már !!

hafðu það best og gangi þér best !

AlheimsLjós til þín

steina 



Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.9.2007 kl. 07:17

10 identicon

Velkominn í hópinn. Ég hætti 1 september.Gangi þér vel

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 08:04

11 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.9.2007 kl. 08:52

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Enok, takk fyrir hughreystinguna.

Dokksi, ég fer að þínum ráðum og hlayp þetta af mér.

Gústi mágur, takk fyrir það!

Rannveig, ég þakka innilega fyrir góð orð. Guð blessi þig.

Vendetta,

..þú getur hugsað um og gert aðra hluti í stað þess að vera sífellt að leita að sígarettunum, leita að kveikjara, reykja, leita að öskubakka o.s.frv.
Hárrétt !!

...það verður ekki lengur ógeðsleg fýla að þér og fötunum þínum og öllu sem þú snertir og andar á,
Aftur hárrétt!

...þú færð ekki heilsu reyklausra í kringum þig á samvizkuna,
Æ, verst að missa af því ! tíhí ..

...þú færð bragðskyn og þefskyn aftur og þar með matarlystina,

það er þegar komið, og nú sé ég gróðann í þessu.

...þú færð náttúruna aftur (eða var það frjósemina?)

Ég skýt ekki púðurskotum, og hef meira að segja sannanir.  ;)

...þú sparar heilan helling af grjónum, og síðast en ekki sízt:

þú getur farið að úthúða reykingamönnum!
LOL ! Já, ég ætla samt að sýna þeim umburðarlyndi, þegar faðir minn hætti þá breyttist hann í ofstækismann.

Gott ráð: Á meðan þú ert að reyna að hætta, mundu að hafa alltaf eitthvað að gera með höndunum og ekki minnst munninum. Þá verður nefnilega ekki pláss fyrir sígarettuna.
Skal gert.

Mundu það sem Bænamærin segir: Að kyssa reykingamann er eins og að sleikja öskubakka.

Hún er líka afar ánægð að fá vellyktandi mann!

Linda, þú ert góð vinkona og skal ég hlýða orðum þínum. Guð blessi þig margfaldlega.

Dagný, þú ert yndi!

Guðni líka Steina? Frábært, okkur fer ört fækkandi.

Birna, til hamingju með það.

Gunnar, hvar í ósköpunum færðu þetta flotta letur þitt??

Ég þakka frábær öllum viðbrögð innlitið og góð ráð, Guð blessi ykkur öll. :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.9.2007 kl. 12:48

13 Smámynd: Mofi

Til hamingju Guðsteinn! 

Baráttu kveðjur!
Mofi

Mofi, 20.9.2007 kl. 13:40

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gleymdi Heiðrúnu minni (fráhvarfinu að kenna) sem ég vil endilega að fari að stofn blogg eftir að Stalínastarnir hjá vísi lokuðu spjallinu. Takk fyrir hrósið Heiðrún mín, gaman að heyra svona frá annari konu en eiginkonunni og móður sinni!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.9.2007 kl. 13:43

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir það Halldór/Mofi. Guð blessi þig.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.9.2007 kl. 13:47

16 Smámynd: halkatla

gangi þér rosalega vel, þú veist að fyrir erum einsog svona kærleiksbjarnaforce með bænirnar! hehe við vitum að þú getur þetta!

halkatla, 20.9.2007 kl. 15:42

17 Smámynd: halkatla

"fyrir" átti að vera "við"

ertu að senda á mig rugluna? það er sko í lagi, hún er velkomin og skaðar ábyggilega engan þarsem ég er niðurkomin

halkatla, 20.9.2007 kl. 15:43

18 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæll kæri vinur.

Já það er gott að losna við mengunina og verða vistvænn.  Ég man enn eftir því hvað það var gott að hætta að reykja, ég var á togara og kláraði síðasta pakkann og sagði, Drottinn nú hjálpar þú. Málið var að Hann gjörsamlega tók löngunina frá mér. Langar að gefa þér 2 vers.

Fil 4.13 og Hebr. 10.23 Þetta verður bara betra og betra.

Kristinn Ásgrímsson, 20.9.2007 kl. 22:40

19 identicon

Frábært hjá þér að hætta þessum viðbjóð og megi Drottinn styrkja þig í því. Það ku vera hjálplegt að sauma út, það gerði mamma þegar hún var að hætta ;)

flower (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 23:14

20 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Gunnar minn, þú hefur reynst mér vel.

Gaman að sjá þig Kiddi minn, þú mátt búast við mér von bráðar, þá reyklausann !! :)

Nei sæl flower! Kemur ekki til mála að ég saumi út, en ég skal mála myndir ! ;) 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.9.2007 kl. 23:32

21 Smámynd: Vendetta

Heyrðu, Zeriaph. Hvernig gaztu sett skoðanakönnunina? Ég bjó til könnun, hakaði við dagsetningar og líka við "hunza ...", hakaði við "birta" og fékk staðfestingu, en samt kom þetta ekki á forsíðuna. Hvað er ég að gera vitlaust?

.

Vendetta, 21.9.2007 kl. 10:50

22 Smámynd: Vendetta

Búinn að laga það. Takk samt.

Vendetta, 21.9.2007 kl. 10:57

23 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sem tók þig heilar 7 min.  Vendetta -- góður! En ég hefði glaður hjálpað þér.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.9.2007 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 587858

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband