Brotvélar, stórhættuleg kúbein og framtennur

Ég ákvað að verða við áskorun Kalla vinar míns að segja frá framtanna missinnum og brotvélasöguna.

Þetta eru svo sem ekki merkilegar sögur, but here goes:

Brotvélin:

Þetta var í byggingarvinnu þegar ég bjó á Akureyri, ég var tiltörlega ungur og nýkominn úr myndlistarnámi, þá var ég ekki mikill vexti og hálf renglulegur. Samt tókst mér að ná mér starf sem vinnukarl í byggingarvinnu, þar einmitt kynntist ég Kalla, besta vin minn á Akureyri. Ég held að Kalli hafi séð aumur á mér þegar hann sá hversu ráðvilltur ég var, hann hélt sem betur fer í hendina á mér í gengum þessa lífsreynslu. En einn daginn þegar við vorum að múrbrjóta húsið sem var verið að byggja lagði ég frá mér brotvélina í stutta stund til þess að kasta mæðunni. Eftir nokkrar mín. fór ég horfa í kringum mig eins og ég hefði týnt einhverju mikilvægu, þá kom Kalli til mín og spurði hvers ég leitaði. "Brotvélinni", sagði ég. "Hún er við tærnar á þér!" Sagði Kalli. Kalli hefur ennþá ekki jafnað sig á þessum aulahátt mínum og stríðir mér ennþá á þessu í dag, þótt frekar ómerkilegt sé. En hann segir að þetta tilvik hafi lýst hvað best persónuleika mínum hvað best, og það versta er að ég er sammála honum. Ég get verið óttalegur prófessor.

Framtennurnar:

Áfram liðu vikurnar í þessari byggingarvinnu, þetta gekk ágætlega og mér tókst meira að segja að byggja upp vöðva í þessu starfi. Ég gat að minnsta kosti ekki lengur málað ljósastaura að innan eins og ég gat áður. En einn morgunin var ég beygja mig undir spýtu sem var búið að negla fyrir hurð á einu húsinu á byggingarsvæðinu. Ég var ekki búinn að reisa mig við þá sá ég kúbein koma á móti mér. Kúbeinninn sló úr mér báðar framtennurnar úr efri góm. Málið var að það var náungi sem sneri baki í hurðinna og sveiflaði honum óvart í andlit mitt þegar ég kom inn. Ég fór beint til tannlæknis sem gerði að tönnum mínum og saumaði saman á mér sárið sem ég fékk undir neðri vörina. Ég er ennþá með ör, en hún sést ekki nema ég sé með 2 daga skegg. *Andvarp* Þetta var nú ekki merkilegra en þetta og ég vona að hafi gert þessum sögum góð skil. Ég veit og treysti að Kalli kemur með sínar athugasemdir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ó hve ljúfar voru þessar stundir, þó að þú hafir nú ekki alveg sagt rétt frá með þessar 2 framtennur. þú gleimdir að segja frá er himnalengjann ( þú Haukur ) komst syngjandi með hendina fyrir Skoltinn á þér, Al i vant for christmas is my tvo front teth

Villimadurinn (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 23:13

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jú, alveg rétt, ég var búinn að gleyma þessu atriði. En ég söng reyndar "All I want for christmas is my two front teeth". 

 Með þessum broskalli eru tvær gervitennur, Guði sé lof fyrir nútíma læknavísindi.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.3.2007 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 587835

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband