Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir ...

Þetta er málaflokkur sem ég hef oft velt fyrir mér, og hálf skammast mín fyrir að hafa ekki verið virkari í honum fyrr.  Blush  Eftir að hafa lesið bloggið hennar Halkötlu þá sé ég hve brýn þörf er á umfjöllun um meðferð dýra. Eftir að hafa lesið bloggið hennar Halkötlu snart við mér strengur sem ég vissi að ég hafði en aldrei komið honum til framkvæmdar. Nú verður breyting á !

MávarTökum máva sem dæmi, ég vissi til dæmis ekki að það væri notað eitur til þess að sporna við fjölgun þeirra! Ég er frá sjávarþorpi að nafni Grindavík og er alinn með þessum fuglum, og hef alltaf verið mikill fuglaáhugamaður. Ég man svo þegar ég fór með bræðrum afa niður í fjöru, þar sem þeir fóru að  gömlum vana í leit af baujum. Í þeirra tíð fengust aurar fyrir slíka hluti, en eftir að það var aflagt þá fóru þeir nú samt, og tóku mig ræfilinn oft með. Hjá þeim lærði ég hvað mest um fugla, hvað þeir hétu, hver voru sérkennin þeirra og útskýringar á hegðan þeirra. Eftir frá bræðranna hef ég ennþá þann dag í dag haldið í hefð þeirra, en því miður gefst ekki alltaf tími í það þar sem ég bý í Reykjavík.

En vegna fræðslu bræðranna um tilgang þessara dýrategunda, þá hef ég alltaf borið virðingu fyrir öllum dýrategundum. Allt hefur sinn tilgang eins og sagt er. Þess vegna ætla ég að fylga samvisku minni og handleiðslu Guðs um að gerast ötull dýravinur og verndari. Því það stendur skýrt í ritningunni að dýrin fari til himna líka, það má finna það í Jesaja.
Guð elskar allar sálir, hvort sem þú ert mávur, api eða sólskríkja.

Þess vegna ber okkur að vernda þau dýr sem verða fyrir barðinu á grimmilegum athöfnum mannsins, til dæmis nautaat, hanaslagi, nautahlaup o.s.f.v.Hvalssporður

Einnig ber að stöðva tilgangslausar hvalveiðar íslendinga, sem ég sé varla rök fyrir. Sérstaklega þar sem enginn markaður er fyrir þetta kjöt, og það virkar á mig eins og við séum að veiða þá stolt okkar og sögu vegna. En tímarnir hafa breyst og mennirnir veiddu hval hér í gamla daga til þess að verða sér úti um lífsbjörg, allt var nýtt, t.d. notuðu menn lýsið í lampa, beinin voru notuð sem allskyns byggingarefni og svona mætti lengi telja. En við erum ekki lengur á heljarþröm og á hungurmörkum. Allir þessir hlutir eru svo til gagnslausir í dag nema kannski kjötið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

Glæsilegt zeriaph! Þetta er áhrifamikil og vel skrifuð grein

Mér var ekki að takast að blogga almennilega um dýravernd fyrst, en svo eignaðist ég bloggvinkonu sem heitir Steina, hún kommentar oft hjá mér og ég fékk rosalegan innblástur af því að lesa hennar pistla, þar er bæði margt fallegt um dýr og menn, en líka upplýsingar um það hvað mannfólkið getur verið grimmt! Við þrjú erum sennilega alveg á nákvæmlega sömu bylgjulengd í þessu.

Hafðu það gott um helgina!

halkatla, 31.3.2007 kl. 14:12

2 identicon

Ég er alveg sammála þér, og hvað þá með Hvalinn..hef verið haldin þeirri óíslensku hugsun í mörg ár að vera á móti hvalveiðum, gott að sjá að ég er ekki alein um það.

linda (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 14:45

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir Linda og Anna Karen, dúllur eins og þið tvær eru alltaf í bænum mínum. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.3.2007 kl. 18:21

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

góður pistill, og frábært að sjá fleiri og fleiri dýravini. ég las hérna í danmörku að WSPA sem eru alþjóðleg dýraverndunarsamtök buðu íslendingum 3 ,milljónir danska fyrir tvo hvali, en því var neitað. það er sorglegt þegar mál fara að verða prinsip án etik, hérna er linkur á síðuna sem ég las þessa frétt.http://www.newsmarket.dk/nyhed.asp?id=7578

Við ættum að stofna dýraverndunarbloggfélag !!

ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 31.3.2007 kl. 20:46

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir innlitið frú Steina, ég er mjög hrifinn af þessari dýraverndunarbloggfélags hugmynd þinni, við myndum sennilega slá öll met í URL-inu. Það yrði http://dyraverndunarbloggfelagIslands.blog.is - hehehe ...

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.3.2007 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband