Þriggja ára afmælisblogg

04_11_06_bloggersdilem-x_971341.gifÞað var 16. mars 2007 sem ég birti mína fyrstu grein hér blog.is, og á ég því þriggja ára bloggafmæli í dag.

Þess vegna eftir þetta tímabil ætla ég að gera smá úttekt á þeim mismunandi tegundum bloggarra á ferð minni um bloggheima s.l. þrjú ár. Ég hef skipt þessu niður í þær tegundir eins og þær koma mér fyrir sjónir, þið þurfið ekki að vera sammála mér, og nefni ég enginn nöfn sem falla í eftirfarandi flokka:

Bergmálsbloggarinn
Hann er sá sem endurtekur titil fréttarinnar sem hann/hún tengir við. Sjaldan ef ekki aldrei nenni ég að smella á slíkar greinar.

Stafsetningarbloggarinn
Hann er sá sem skrifar ekki mikið sjálf/ur, en sér til þess að öll stafstening og málfræði sé á háveigum höfð. Sem er gagnlegt oft á tíðum en fer samt sem áður fyrir brjóstið á mörgum.

Áhugamálabloggarinn
Hann er sá sem skrifar bara um einn hlut, þ.e. áhugamálið, hvort sem það er matur, íþróttir eða prjónaskapur, yfirleitt er ekki um neitt annað fjallað og verður bloggið einstrengingslegt fyrir vikið.

Pólitíski bloggarinn
Hann er sá sem aðeins fjallar um póliatheist.jpgtík ... og ekkert annað. (*Geisp*)

Trúarbloggarinn
Hann er sá sem auglýsir trú sína. Svona eins og ég!

Hneykslunarbloggarinn

Hann reynir að vekja viðbrögð hvað sem tautar og raular, hann þrífst á athyglinni sem þetta fylgir, hvort sem það er neikvætt eða jákvætt.

Neikvæðibloggarinn
Hann er sá sem er ALLTAF fúll á móti ... ég hef því miður rekist á of marga þannig.

Samsærisbloggarinn
blogging.gif„Þetta er eitt stórt samsæri!“ sagði persóna í Spaugstofunni, og eru afar margir samsæriskenningarsmiðir til ... sumir hitta á þetta aðrir ekki, seinni kosturinn er algengari.

Útfararbloggarinn
Hann heldur fagurlegann pistil um einstakling sem er fallinn frá. Og segir ekkert sem við vissum ekki nú þegar, heldur er þetta yfirleitt breytt útgáfa af fréttinni sem oftast nær fjallar um stórstjörnur útí löndum sem eru komnir heim til Guðs.

Z - bloggarinn

Einn besti Z-bloggari sem ég veit er án efa Steingrímur Helgason. Hann harðneitar að nota mjúka bókstafi eins og S, og setur óspart Z þess í stað. Maður er stundum smá tíma að lesa úr orðum hans, en það bregzt ekki að það komi gullmoli frá þeim einstaka manni. (Hann hefur sennilega lesið of mikið af Sval & Val teiknimyndasögum þegar hann var yngri, "lengi lifi Zorglúbb!") LoL

Lokaorð:
Hvaða bloggari ert þú? Ég veit hvað ég er!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Gratjúlera þér með 'bloggammælið' Haukur minn, mikill merkizbloggari þú & verðmætur mér allténd.

Ég vil fá 'bloggaraflokk' til viðbótar, dona til þezz einz að ég eigi nú einhverztaðar heima líka, í kerfizfræðilegri greiníngu þezzari.

Steingrímur Helgason, 17.3.2010 kl. 00:29

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Kærar þakkir Zteini minn fyrir fögur orð. Ég er búinn að bæta við einum flokk, og það til höfuðs einum besta Z-bloggarra landsins í þessa greiningu mína! Þú Zteini minn!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.3.2010 kl. 00:36

3 Smámynd: Jens Guð

  Gaman væri að vita hvar þú setur mitt blogg.  Ég hef sjálfur ekki hugmynd um hvaða blogghópi ég tilheyri.  Kannski vantar þarna "bull-bloggari"?

Jens Guð, 17.3.2010 kl. 01:01

4 identicon

Sæll, Guðsteinn.

Til hamingju með árin þrjú.

Ég mótmæli öllu sem að ég tel vera siðlaust, sama hvort eru menn eða málefni.

Kannski ekki svo merkilegur en....ÉG ER

FYRSTI HÁSTAFA-BLOGGARINN .......OG ER STOLTUR AF ÞVÍ !   

KÆR KVEÐJA.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 01:18

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hmmm? Ég er nú að reyna að fitta Mófa þarna inn. Kem honum bara ekki fyrir.Bronzaldarblogg kannski?

Annars held ég að maður sjálfur hafi fariðum víðan völl í þessu og kannski er svolítið af okkur í öllum kategoríunum. Minn fæðingargalli er að hafa afar lágan bullshitþröskuld, og er það ekki einskorðað við neitt eitt málefni svo sem. 

Nokkuð viss um að þeir sem hafa kommenterað hér á undan hafi allir sína hvora skoðunina á því hverskonar bloggari ég er. 

Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2010 kl. 09:27

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jens - ég hef aðeins eina skilgreiningu á þig sem bloggarra; góður bloggari.

Þórarinn - já það má með sanni segja að þú sért ókrýndur konungur hástafabloggarra!

Jón Steinar - þú ert ekki einhæfur bloggarri, en ég hef mest gaman af þeim færslum þar sem þú fjallar um kvikmyndir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.3.2010 kl. 10:59

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til hamingju með afmælið Guðsteinn minn.  Ég segi eins og Jón Steinar og Jens ég hef ekki hugmynd um hvar ég flokkast í þessu, helst svolítið af hverju.  Svona einn grautarflokkur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.3.2010 kl. 11:03

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ásthildur - ég myndi kalla þig ástríðubloggarra, því þú ert hrein, bein og heiðarleg og talar frá hjartanu, enda er hjarta þitt úr gulli.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.3.2010 kl. 12:55

9 identicon

Afdalabloggarinn ... sem bloggar bara um eitthvað og skilur ekkert í því út af hverju hann er ekki vinsæll á blogginu. Finnst hann sjálfur ægilega fyndinn, sér í lagi í athugasemdum hjá öðrum bloggurum, en upplifir það aftur og aftur að sumar athugasemdanna eru ekki eins fyndnar og þær voru áður en hann ýtti á "senda"-takkann.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 20:45

10 Smámynd: Vendetta

Sæll Guðsteinn. Í hvaða bás er ég? spurði hann reiðilega.  

Ég er einn af fáum bloggurum sem vita hvar eigi að skrifa zetu. Og betur en fréttariturum Mbl. sem skrifa Zapatero með S. Annars held ég nú að ég hafi byrjað að blogga hér á sama tíma og þú, samt ekki alveg viss.

Vendetta, 17.3.2010 kl. 20:57

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Grefill - hehehe ... skemmtileg samantekt.

Vendetta - þú ert með þeim færustu í íslensku sem ég veit um. Og jú þú byrjaðir aðeins á eftir mér.


Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.3.2010 kl. 21:03

12 Smámynd: Kama Sutra

Ekki gleyma Skræfubloggaranum sem læðist með veggjum.

Kama Sutra, 17.3.2010 kl. 21:32

13 Smámynd: Theódór Norðkvist

Til hamingju með afmælið og mottuna. Ég er líka að halda mér á mottunni, eða réttara sagt halda mottunni á mér.

Theódór Norðkvist, 17.3.2010 kl. 21:42

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Kama Sutra - hehe ... það er komið á framfæri!

Teddi - kærar þakkir, Bryndís er reyndar ekki jafn ánægð.


Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.3.2010 kl. 22:28

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Alltaf gaman að hugarrónni og jafnvæginu yfir athugasemdum Kama Sutra.

 Annars finnst mér þú skjalla Vendetta einum of fyrir málfarið, miðað við þessa athugasemd hans að ofan, með fullri virðingu fyrir honum.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2010 kl. 22:47

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jón minn:

Alltaf gaman að hugarrónni og jafnvæginu yfir athugasemdum Kama Sutra.

Sammála.

Annars finnst mér þú skjalla Vendetta einum of fyrir málfarið, miðað við þessa athugasemd hans að ofan, með fullri virðingu fyrir honum.

Við eigum okkar sögu og höfuð skrafast við lengi, og fer ég ekki ofan af "skjalli" mínu á guðleysingjann Vendetta. Hann er flottur.


Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.3.2010 kl. 23:29

17 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þú gleymir veðurbloggurunum! ''Veðurblogg er eina bloggið sem vitsmunaverum er sæmandi'', eins og spekingurinn sagði.

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.3.2010 kl. 23:43

18 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sigurður Þór - ég hef aðeins þetta að segja við þig: "horfðu til himins"

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.3.2010 kl. 23:52

19 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

veit ekki hvort ég eigi að kalla mig óræðan eða blandaðan bloggara. blogga um það sem mér liggur á hjarta hverju sinni. stundum pólitík/þjóðmál. stundum neytendamál. stundum tilfinningamál. stundum tónlist. stundum tækni og/eða vísindi. stundum bulla ég bara út í loftið.

allt eru þetta áhugamál mín, svo kannski ég flokkist sem áhugamálabloggari.

rétt er hjá Sigurði Þór, að veðurbloggara vantar í upptalninguna. eins fílabeinsturnabloggara, en það eru þeir sem vilja blammera án þess að leyfa athugasemdir við færslur sínar.

Brjánn Guðjónsson, 18.3.2010 kl. 01:15

20 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir þetta Brjánn, þú ert afar fjölhæfur bloggari og kalla ég þig bara góðan. Varðandi veðurbloggið, þá eru afar fáir sem gera það, nema Sigurður Þór og Einar veðurfræðingur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.3.2010 kl. 09:22

21 Smámynd: Vendetta

Það er rétt, Jón Steinar. Um leið og ég var búinn að senda athugasemdina tók ég eftir að ég hafði skrifaö "fréttaritarar" í þágufalli í stað nefnifalls. Að öðru leyti held ég at athugasemdin sé bæði málfræðilega og stafsetningarlega rétt. En því miður hættir mér stundum við því að gleyma að lesa yfir af fljótfærni. Og ég ætla ekki einu sinni að kenna lyklaborðinu mínu um (ég er að nota lyklaborð sem hefur enga íslenzka stafi og táknin eru öll á vitlausum stað).

En hvað sem því líður, þá er ég samt einn af fáum bloggurum sem nota zetu rétt. Ég hef barizt fyrir því lengi bæði ljóst og leynt að zetan verði tekin aftur inn í málið, enda var hún afnumin á sínum tíma á kolröngum forsendum af duglausum ráðherrum og heimskum embættismönnum. Þessir andskotar notfærðu sér það að ég var staddur í útlöndum á þeim tíma.

Og án þess að vera að þykjast vera málfræðilögga, þá stingur það mig í augun þegar sumir kunna ekki reglurnar um ypsilon. Þetta á líka við um suma fréttaritara. En nú er ég kominn langt út fyrir efnið eins og venjulega. 

Vendetta, 18.3.2010 kl. 12:53

22 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Réttlætisþráhyggjubloggarinn 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 18.3.2010 kl. 20:56

23 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Vendetta, læknaðist töluvert af þágufallssýki, þegar ein góð kona sagði við mig:  "Þú mátt bara segja; að honum standi"

Síðan þá herjar margvísleg önnur málfræðisýki.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 18.3.2010 kl. 20:59

24 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jenný - ég er sáttari við Réttlætisþráhyggjubloggarinn í þínu tilfelli. Og hananú!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.3.2010 kl. 23:04

25 Smámynd: Vendetta

Það er ein tegund af bloggurum sem eru mjög áberandi á Vísis-blogginu: Brandarabloggarinn. Ég man ekki hvort það séu einhverjir þannig hér á blog.is.

Brandarabloggarinn semur ekki neitt sjálf(ur), heldur er hver einasta færsla einhver brandari sem er tekinn úr einhverri bók eða sem hefur verið dreift í tölvupósti. Skiptir þá engu máli hvort brandarinn sé gamall og útjaskaður eða algjörlega ófyndinn, með hverri færslu er bloggarinn auglýstur á forsíðunni, sem jú er markmiðið. Frekar ómerkilegt, ef ég á að segja eins og er.

En sumum finnst eflaust skemmtilegra að lesa bara eitthvað frekar en að lesa meira um uppáhaldsáhugamál Steingríms J.

Vendetta, 21.3.2010 kl. 13:22

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessi fallegu orð minn kæri Guðsteinn Haukur, ég er virkilega montin.   Og það var virkilega yndælt að hitta þig loks í eigin persónu, ert alveg jafn yndæll og  frábær og ég ímyndaði mér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2010 kl. 09:15

27 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vendetta - þú átt þá við "Sannkristinn", ég hló nú yfirleitt af öllu sem hann skrifaði.

Ásthildur - þú ert jafnvel meira heillandi í eigin persónu en á blogginu, þú býrð yfir yndislegum þokka sem fáir bera. Og takk fyrir hlý orð.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.3.2010 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 587835

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband