Nei ekki Skjáreinn líka!

Hvað næst? Verður ekkert sjónvarp á fimmtudögum? Erum við virkilega að bakka til baka aftur í áttundaáratuginn? Ég skora á fyrirtæki að auglýsa sem mest hjá Sjáeinum, og eða að það verði haldið söfnun fyrir þá eins var gert þegar stöðin næstum fór á hausinn þegar hún fyrst byrjaði!

Nú er sú litla gleði að hverfa sem landsmenn höfðu, ekki það að of mikið sjónvarpsgláp er ekki af hinu góða. En fyrir þá sem horfa ekki mikið á sjónvarp, er þetta blóðtaka! Og sitjum við þá eftir að með ríkisfjölmiðil, með "maður er skemmdur" í endursýningu! Sick

Ef raunin verður sú, að Skjáreinn fer á hausinn, ætla ég að nota tækifærið og þakka þeim fyrir vel unnið starf í gegnum tíðina, þið stóðuð ykkur vel!

Eftir ábendingu í athugsemdum við þessa grein, auglýsi ég hér með áskorun sem verður send til Menntamálaráðherra og hvet ykkur að skrifa undir.


mbl.is Skjárinn segir öllum upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áfram Skjár1!!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 12:14

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nákvæmlega Ragnheiður!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.10.2008 kl. 12:21

3 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Sæll Guðsteinn!  Jú líklega væri ekki vitlaust að spara smá og hafa fimmtudagana sem sjónvarpslausa daga.  Sennilega myndi þó fólk fara í heimsóknir, sinna eldra fólkinu og gera eitthvað gefandi með lífið sitt í stað þess að liggja sem couch potatoes framan við sjónvarpið!  Góð hugmynd!  

Baldur Gautur Baldursson, 30.10.2008 kl. 12:46

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Síra Baldur - Þeir sem hafa stjórn á sínu glápi gera einmitt það.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.10.2008 kl. 12:59

5 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég er nú sammála séra Baldri. Það væri bara fínt að fá sjónvarpslausa fimmtudaga.

Svo getur nú Skjár1 svolítið kennt sjáfum sér um. Áhorfstölur lækkuðu nokkuð nú á haustdögum. Ég tók nefnilega upp á því að sniðganga ýmsa þætti stöðvarinnar. T.d. ofbauð mér þegar þeir átu upp erlendan þátt (sem þarf ekki alltaf að vera slæmt) svo hráan að þeir gátu ekki einu sinni íslenzkað nafnið á honum. Singing bí, heitir hann en hefði allteins getað heitið Dægurfluga eða Þekkir þú lagið eða eitthvað allt annað. Annað efni sem ég horfi ekki á eru þættir sem þeir kalla "Robin Húdd"... kall sem aldrei hefur verið þekktur sem annað en Hrói höttur á íslenzku.

Færi þeir svona hluti til betri vegar er við því búið að ég fari að horfa meira á Skjá1 og um leið tosast upp hjá þeim áhorfið. Sannið til að þá munu auglýsendur fara að hugsa sig um.

Emil Örn Kristjánsson, 30.10.2008 kl. 13:16

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ekki örvænta, Haukur, þetta er ekki búið enn. Vonandi kemur ekki til þessara uppsagna og vonandi verður allt í lagi (hef reyndar sagt þetta oft upp á síðkasið með engum árangri).

Fínt að fá sjónvarpslausa fimmtudaga, já... þið forræðishyggjukommarnir getið slökkt, en leyfið hinum að horfa sem vilja. Svo skal ég koma og innsigla hjá ykkur í júlí líka ef þið viljið.

Ingvar Valgeirsson, 30.10.2008 kl. 13:24

7 identicon

Veistu Emil, loksins kemur sjónvarpsstöð sem býður upp á frítt sjónvarpsefni og maður getur ekki annað en gleðst yfir því. Annað en ríkissjónvarpið þar sem ég er neydd til að borga þótt ég horfi ekki endilega á það! Íslensku þýðingarnar læt ég ekkert pirra mig því jú ég get horft á ókeypis afþreyingu!! Og hvað er ókeypis í dag?? Jú SKÁR EINN!

Mér finnst það skelfileg tilhugsun ef Skjár1 hættir! Þá leggst ég í þunglyndi!

ÁFRAM SKJÁR1!!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 13:33

8 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

mér fannst nú bara fínt þegar það var ekki sjónvarp á fimmtudögum, búðir opnaðar til sex og lokaðar um helgar ...

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 30.10.2008 kl. 13:37

9 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Fimmtudagar fríir frá glápinu. Flott mál. Sakna þess. Kaupið ykkur góðar bækur og notið sellurnar svolítið. Heimsækið vini og farið í labbitúra. Það er gott að vera til utan við sjónvarp (sagði mínu upp ALVEG fyrir 3. árum) held því fram að sjónvarpið auki þunglyndi.

Ólafur Þórðarson, 30.10.2008 kl. 14:33

10 identicon

Gleymdi einu,  Hef ekkert á móti sjónvarpslausum dag, er bara á móti því að skjár1 hætti!!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 14:42

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er nú bara ekki hægt að gera okkur svona nóg er samt áfram skjár 1

Kær kveðja

Kristín Katla Árnadóttir, 30.10.2008 kl. 15:25

12 identicon

Sjónvarpslaus dagur segið þið... það er hægt að slökkva á tækinu... óþarfi að setja alla á sjónvarpslausan dag heheh

Annars horfi ég lítið á sjónvarp.. nema fræðsluefni eins og Discovery ofl ofl

DoctorE (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 15:27

13 identicon

Ekki sá ég mikið uppbyggjandi efni á skjá einum . Svo ekki sakna ég hans mikið ! En í kjölfar lokunar skjás eins, má reikna með að áhorf á Omega aukist, og mun það hafa gríðarlega sterk áhrif á þjóð vora ! Halelúja .

conwoy (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 17:26

14 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Ég sakna hans lítið. Þeir voru farnir að vera með svo drep leiðinlega þætti og klisjur. Mjög lítið áhugavert þar. Síðan hef ég ekki tíma til að horfa á sjónvarp en mundi gefa mikið fyrir indælis fríkvöld með fjölskyldunni, án alls sjónvarpsbjarma. Vildi að ég hefði meiri tíma, en samt vil ég líka vera í skóla.  Svona er þetta bara í dag.

Bryndís Böðvarsdóttir, 30.10.2008 kl. 19:54

15 Smámynd: egvania

 Það er ekki gott mál þetta en ekki skil ég hvers vegna fólk slekkur ekki á sjónvarpinu mitt er nefnilega þannig að á því er takki og blúbbs allt svart.

Hvað er að fólki alveg er ég á sama máli og þú Guðsteinn það verður eftirsjá ef að Skjáeinum verður lokað.

Þetta með fimmtudagana af hverju ekki bara að slökkva og stökkva aftur í tímann, spila, spjalla og heimsækja ættingja eða að fá sér góða bók öllum er það frjálst sem það vilja.

Kveðja Ásgerður

egvania, 30.10.2008 kl. 20:13

16 identicon

Við starfsfólk Skjásins værum þakklát ef fólk sýndi stöðinni stuðning með því að fara á www.skjarinn.is og skrifa undir áskorun til stjórnvalda. Með fyrirfram þökk.

Daddi (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 20:36

17 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Mér er ekkert illa við Skjáinn og styð ég heilshugar hverja þá líflengingu hans sem möguleg er, fyrir þá sem vilja njóta hans áfram.

Bryndís Böðvarsdóttir, 30.10.2008 kl. 20:50

18 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Dabbi er með ráð undir rifi hverju  Sjá hér

Sigurður Þórðarson, 30.10.2008 kl. 21:22

19 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Úps afsakið ég meinti þetta hér

Sigurður Þórðarson, 30.10.2008 kl. 21:28

20 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Nei alls ekki auglýsa á Skjánum...ég veit ekki hvað þér gengur til Haukur. Þessi miðill er ekki góður auglýsingamiðill og þess vegna er hann að fara á höfuðið. Mér hefur aldrei dottið það í hug að auglýsa þarna þar sem peningum er kastað á glæ, og það er það síðast sem við þurfum núna. Dettur nokkrum heilvita manni að auglýsa á Ómega í viðskiptalegum tilgangi...nei

Við megum ekki rugla saman frjálsri fjölmiðlun og ónýtum miðli

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 30.10.2008 kl. 22:07

21 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Mótmæli Eiríki. Ég horfi mikið á SkjáEinn og þar af leiðandi á auglýsingarnar. Margir góðir þættir eru þar, t.d. House sem ég missi aldrei af og svo fara Heroes að byrja aftur. Eueka, CSI og margt fleira. Áfram SkjárEinn, vonandi lifir hann sem lengst!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 30.10.2008 kl. 22:25

22 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sammála Guðríður. Ég skil ekki alveg þessa neikvæðni útí Skjáeinn, mér finnst þeir hafa gert góða hluti og fært okkur skemmtilegt efni. Ég er mjög sammála Ásgerði hér ofar, og verður fólk að hafa pínu sjálfsstjórn ef það er svona mikið vandamál að slíta sig frá imbanum!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.10.2008 kl. 22:28

23 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.10.2008 kl. 22:45

24 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Gott fólk var ég að hallmæla dagskránni? Kemur ekki til. Mér er alveg sama hvað er þar. Ég er að tala um nýtingu á fjármunum til auglýsinga ekki innihaldið á dagskránni.

Það að slíta þætti stöðuglega í sundur...má vera að auglýsendur velji frekar dýrari kostinn á RUV vegna þess.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 30.10.2008 kl. 22:45

25 identicon

Skjárinn kallaði þetta líka dálítið yfir sig.  Ég er virkur auglýsandi og RUV sölufólkið er einfaldlega að vinna vinnuna sína en ekkert heyrist frá Skjánum og það er hallærislegt að finna miklu meiri sölugreddu  frá ríkisbákninu.

Svo er ríkinu kennt um Skjásins vangetu.  Þetta snýst bara um að leggja upp góð concept og pakka inn sölum og það hefur RUV veri að gera en árangur skjásins er bara lakari, og líka lakari en hjá 365

Arfleifð frá hugsanahætti Símans segi ég, staff sem er ekki í tengingu við kúnnana,  undir puntyfirmönnum

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 23:21

26 Smámynd: Linda

Ég mun sakna Skjásins, það er eina stöðin sem ég horfi reglulega á, margir góðir þættir sem maður getur sokkið sér í.  Þetta er bara alveg ömurlegt.  Áfram með skjáinn, annað kemur ekki til greina.

Ég horfi á einn þátt á rúv, það er á þriðjudögum og þá eru það breskir sakamála þættir.  Annað ekki.  Það er stór hópur fólks sem auglýsendur eru að missa af og það er alveg áhreinu.  Farið að auglýsa á skjánum. og hana nú, líka á Omega for that matter. Piff.

Linda, 31.10.2008 kl. 00:04

27 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég minni fólk á að "ríkið" er ekki að kenna um þessa hluti, enda erum við bókstaflega neydd til þess að borga af ríkisstöðinni, ellegar missum við sjónvarpstækin okkar í hendur þeirra.

Ég fer ekki ofan af því að Skjárinn hefur verið verðug samkeppni fyrir Rúv, þótt að þeir sýni afar vafasamt efni oft á tíðum. En Stöð2 er alltof dýr fyrir atvinnuleysingja eins og mig!

Lengi lifi Skjár einn, og hvet ég fólk til þess að skrifa undir áskorunina hér ofar.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.10.2008 kl. 00:05

28 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Linda, þú kemur eins ferskur andblær!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.10.2008 kl. 00:06

29 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég hef nú sem ein misviljug ázkrifönd bæði af RÚV & 365, hrifist af mörgu sjónvarpsefni Skjásins í gegn um tíðina.

Fyrir mér er munurinn sá að sú stöð starfar á auglýsíngartekjum eingöngu, & því læt ég  ekkert fara í taugarnar á mér augýsíngarhlé í miðjum þætti, enda vanur tíðari 'klippum' frá amerísku sjónvarpi.

Hins vegar, leiðist mér endalaust hjá áskriftarsjónvarpsstöðvunum báðum, auglýsíngar innannbúðar um hvaða vörumerki bjóða mér upp á einn þátt eða annann á þeirra dagskrá, með inngripðs auglýsíngarhléum & velti fyrir mér hvort ég sé nú ekki bara að borga einungis  fyrir það sem að er hvort eð er í 'opinni' dagskrá, fréttir & auglýsíngar.

Veðrið er mér boðið upp á frá þezzum, allt annað frá hinum ?

Fyrir hvaða dagskrá er ég þá að borga minn tíkall ?

Fyrirgefðu Haukur, skjáplázzið, en þú bauðst upp á þetta.

Í guðsfriði.

Steingrímur Helgason, 31.10.2008 kl. 00:39

30 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Allt í góðu Steingrímur ... þú ert ávalt velkominn. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.10.2008 kl. 01:06

31 identicon

Sæll Guðsteinn minn.

Þó að þeim stundum hafi fækkað sem ég horfi á Skjá 1,þá hefur hann verið kærkomin viðbót og það líka að vera frí sjónvarðsstöð.

Styð málstaðinn HEILSHUGAR.

Kærleikskveðjur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 03:01

32 Smámynd: Púkinn

Grr....hvað á það eiginlega að þýða að vera sammála mér (sjá http://frisk.blog.is/blog/pukablogg/entry/693071/

Púkinn, 31.10.2008 kl. 10:00

33 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Ljósakveðjur frá Lejre

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 31.10.2008 kl. 11:33

34 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Stend við sjónvarpsfrí á fimmtudögum. Sinnum félagsmálum í staðinn, fjölskyldunum okkar og þeim sem ekki geta slitið sig frá sjónvarpinu. Förum heldur niður á Austurvöll og gerum eitthvað í því að losa okkur við þessa stjórnmálamenn og ekki síst þessa "fyrrverandi stjórnmálamenn" sem eru að ryðja samfélaginu um koll.  Sýnum að hin þekkta séríslenska þrælslundin er horfin á braut og að við höfum bein í nefinu. 

Baldur Gautur Baldursson, 31.10.2008 kl. 12:19

35 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þrælslundin myndi nú aldeilis komast á yfirvinnutaxta ef við létum einhveja aðra segja okkur hvenær við megum og megum ekki horfa á sjónvarpið, Baldur minn...

Lærðu bara á off-takkann á sjónvarpinu - hann er líklega neðarlega til hægri frá þér séð.

Ingvar Valgeirsson, 31.10.2008 kl. 15:25

36 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Guðsteinn minn, með þínu hægláta og kurteisa fasi ertu kannski að breyta sýn Þorgerða K. Menntamálaráðherra...vonandi!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 31.10.2008 kl. 23:29

37 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hlynur - auðvitað er dagskrárefni Skjásins "billegt" - það er ókeypis!

Sjálfur vona ég heitt og innilega að Skjár einn lifi, ekki bara eru nokkrir ágætisþættir þar, heldur er hann bráðnauðsynlegt aðhald fyrir Stöð 2 og jafnvel Rúv líka. Svo er jú náttúrulega fjöldi fólks sem vinnur þarna og það er alltaf slæmt þegar fólk missir vinnuna, líkt og kom fyrir síðuhaldarann fyrir skemmstu. Ég veit hversu niðurdrepandi og mannskemmandi það er að vera án fastrar vinnu.

Ingvar Valgeirsson, 1.11.2008 kl. 12:21

38 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

funny-church-sign

Hehehe. Mátti til..

Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2008 kl. 13:03

39 identicon

Skjáreinn er ágætisstöð stundum.  En mér finnst merkilegt að fleiri skuli ekki kvarta yfir þeirri klámvæðingu sem á sér stað þar. 

Það eru alltaf að bætast við fleiri þættir fullir af klámi.

Svo eru þessir þættir jafnvel auglýstir með öllum sínum sora á tímum sem börn eru enn vakandi.

Reyndar vildi ég að þættir sem þessir væru bara ekkert auglýstir ef þeir vilja endilega sýna þá, því ég vil ekki horfa á eitthvað skemmtiefni og eiga von á því að í miðjum þætti kemur sorinn á skjáinn.

Er SkjárEinn ekki bara að uppskera eins og þeir sá?

hmm (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 13:19

40 identicon

Hmm : Klámi? Ég hef ekki orðið vör við klám á Skjá Einum! það hefur þá farið alveg framhjá mér!

Áfram SkjárEinn!!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 14:04

41 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ragnheiður ... ég endurtek bara orð þín, áfram Skjár Einn!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.11.2008 kl. 14:24

42 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Púki - já vá, þetta er alveg orðið óþolandi!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.11.2008 kl. 14:24

43 identicon

ekkert klám?

hvað þá með þennan þátt sem er auglýstur alltof oft þessa dagana: how to look good naked?, eða þá kynlífsráðgjafann (eða eitthvað álíka) sem sýndur var ekki fyrir löngu, einhverntíma minnist ég þess að þáttur sem tileinkaður var lesbíum og kynlífi þeirra hafi verið sýndur... auk fjölda annarra sem ég hef nú ekki haft áhuga á að skrifa hjá mér.

Það getur vel verið að sumir titli þetta ekki sem klám heldur erótík.  En hver er munurinn?  

Allt þetta sem ég hef séð brot úr á SkjáEinum er niðrandi fyrir konurnar sem þátt taka og þeirra fjölskyldur.

hmm (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 15:35

44 identicon

Reyndar vil ég líka bæta því við að nær væri að styrkja starf eins og ABC barnhjálp sem á erfitt með að halda uppi því myndarlega starfi sem samtökin standa fyrir vegna gengisbreytinga.

Ég vil nú ekki bara hljóma eins og gamall nöldurseggur (sem ég þó eflaust geri) en ég vil bara minna á að það er margt verðugra að berjast fyrir en SkjárEinn. :)

hmm (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 15:37

45 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hmm - ég tek undir að sumt efni frá þessari stöð sé vafasamt. En ég get ekki tekið undir að þættir eins og "how to look good naked" sé klám, ef sjálfsstjórnin er ekki meira en það, að telja það klám, þá lítið hægt að segja.

Enginn er að segja að það eigi ekki að styrkja ABC barnahjálp, en af hverju þurfum við endilega að missa það sem gott er?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.11.2008 kl. 15:50

46 identicon

Verði Skjár einn lagður niður er ekkert eftir í sjónvarpinu þar sem ég hef ekki efni á að kaupa áskrift að Stöð 2 og kannski fer hún líka á hausinn. OMG. Áhorf mitt á RUV er þegar ég fer á netið og horfi á fréttir og kastljós, fer svo bara á Veðurstofuna að athuga með veðrið. Gallinn við RUV er að myndirnar þar eru yfirleitt gamlar videomyndir, svo að ef Skjár einn fer á hausinn með House og CSI þættina og aðra létta sakamálaþætti og grínþætti, þá eru bara videoleigurnar eftir. Og dvd tækið mitt er bilað. Hvað gerir maður? Fjölgar ferðum á bókasafnið. Vona að Skjár einn verði áfram. Og Jón Steinar, það má alveg slökkva bara á dónaþáttunum, ekker mál.

Auk þess legg ég til að Framsóknarflokkurinn verði lagður niður. 

Nína S (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 17:47

47 identicon

Vei heiminum vegna ginninga hans. Hjá ginningum verður eigi komist, en vei þeim manni, sem veldur.

Matteus 18.7

Ef sjálfsstjórn einhverra er ekki meira en það, þá skulum við ekki leiða þau til falls.

hmm (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 19:07

48 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hmmm - góður punktur, en sannkristnir einstaklingar ættu vonandi að geta hamið sig! Biblían mín talar um það að minnsta kosti.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.11.2008 kl. 20:47

49 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nína - góð tillaga!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.11.2008 kl. 20:47

50 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hver er munurinn á sannkristnum einstaklingum og kristnum einstaklingum? Hef lengi velt þessu fyrir mér.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2008 kl. 01:43

51 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Svipað og munurinn á dansleik og stórdansleik...

Ingvar Valgeirsson, 2.11.2008 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 587835

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband