Hann gekk svo langt að ráðist er á íslendinga í Bretlandi!

Brown - skaðvaldur Íslands!Svei þér Gordon Brown! Þú hefur afrekað miklu á örfáum dögum, og þá meina ég því hatri sem hefur kviknað gegn íslendingum sem búa í Bretlandi með gáleysislegum orðum þínum. Meira að segja er farið að selja haturs stuttermaboli gegn Íslandi á netinu. Pinch Sick Þökk sé þér!

Var ekki nóg að slá seinasta naglann í líkkistu okkar hagkerfis? Nægði ekki að beita á okkur hryðjverkalögum og fara með okkur eins verstu Talíbana?

Sumir íslendingar verða nefnilega fyrir barðinu á kynþáttahatri vegna orða þinna herra Brown. Helga Guðrún sem býr í Nottingham hefur einmitt orðið fyrir slíku. Núna situr hún heima hjá sér með tvo lögreglubíla fyrir utan húsið hennar. Af hverju?

Hún segir í grein sinni:

Ég var rétt í þessu að ljúka samtali við lögregluna. Þeir ætla að vakta húsið okkar í nótt. Tvisvar í kvöld voru kölluð ókvæðisorð og hótanir til okkar og einhver kom alla leið upp að framdyrum til að sparka og brjóta tómar mjólkurflöskur sem ég var nýbúin að setja útfyrir.

Lögreglan hér tekur þetta álíka alvarlega og um hryðjuverkahótun væri að ræða. Ég held að engin Íslendingur á Íslandi geri sér grein fyrir ástandinu hérna í dag. Hatrinu á Íslendingum og öllu því sem íslenskt er.

 Svo lýsir hún þessu betur í athugasemdarkerfinu á blekpennum.com

Þetta er hreint skelfilegt og verður verra með hverjum fréttatíma. Að heyra að nágrannar mínir verði að borga þetta lúxuslíf örfárra Íslendinga og skólar, íþróttafélög og góðgerðarstofnanir hafi tapað öllu sínu til íslensku þotustrákanna er ólýsanlega sárt og erfitt að heyra.

Nú í þessum skrifuðu orðum eru tveir lögreglubílar parkeraðir fyrir framan húsið mitt svo öryggi okkar er vonandi tryggt í nótt.

Svona lagað á ENGINN að þurfa upplifa, og ætti aldrei að þurfa að leita til lögregluyfirvalda til þess að leita sér verndar af því þú ert af einhverju ákveðnu þjóðerni, í þessu tilfelli íslendingur!

Mér var réttilega bent á að hvetja íslendinga til þess að leggjast EKKI á svona lágkúrulegt plan, komum fram af tilskilinni virðingu við alla Breta og látum þá ekki gjalda þess að vera "vondir" vegna þjóðernis þeirra. "Auga fyrir auga, og tönn fyrir tönn" er ekki lengur við lýði. Sýnum þessari siðmenntuðu þjóð, hvor er siðmenntaðri.

Geir hin harði hafði rétt fyrir sér þegar hann segir í þessari viðtengdu frétt:

"Brown gekk allt of langt"

Bæn mín er hjá öllum íslendingum sem búa í Bretlandi þessa daganna, og vona ég að um einstakt tilfelli sé að ræða. En ég er bara þannig gerður að stundum er eitt tilfelli nóg! Angry Skammastu þín Gordon Brown!!!


mbl.is Brown gekk allt of langt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Já rétt há þér, við gerðum ekkert!

Mér er svo sem sama þá að Brán fari dán, en fyrir alla muni, gætum þess að liggja ekki á sam plan bretar!

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 10.10.2008 kl. 22:44

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Mjög góður punktur Sigfús, ég bæti því við í greinina! Takk fyrir þessa ábendingu.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.10.2008 kl. 22:46

3 Smámynd: halkatla

Takk fyrir góð orð Guðsteinn Haukur, þetta svíður rosalega

halkatla, 10.10.2008 kl. 22:52

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Anna Karen mín, það gerir það svo sannarlega. Þjóðarleiðtogar og menn í ábyrgðarstöðum verða virkilega að vera orðvarir, þar hefur Brown brugðist all hrapalega!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.10.2008 kl. 22:55

5 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Ég hef lýst þeirri skoðun minni að við eigum að senda bæði varðskipin á Bretland og aðra þyrluna.

Við eigum smá sök á en það réttlætir ekki ummæli Gordons

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 10.10.2008 kl. 23:36

6 Smámynd: Linda

ég hef áhyggjur af íslendingum þarna úti, og velti því fyrir mér, hvað Brown hafi á milli eyrnana.  Svo velti ég mér líka fyrir því hvort fólki átti sig ekki almennilega á því að þegar það fjárfestir, þá er það altaf, altaf að taka áhættu.  Velur þú að fjárfesta, velur þú að standa undir góðum eða slæmum gróða.  Brits wake up.

Linda, 10.10.2008 kl. 23:38

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Eiki - hehehe ... þú ert ágætur!

Linda - tek undir hvert orð!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.10.2008 kl. 23:49

8 Smámynd: Gústaf Níelsson

Hr. Brown er Samfylkingarmaður í vanda. Hinir betri og góðgjarnari menn í hans eigin flokki, og aðrir, munu verða til þess að lesa honum pistilinn svo hann nái áttum. Hann velur að skjóta mús með fallbyssu. Það þykir sjálfsagt hreystilegra í Bretlandi.

Gústaf Níelsson, 10.10.2008 kl. 23:50

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gústaf - hvar hefur þú alið manninn! Gott að sjá þig á kreik á ný!

Hann velur að skjóta mús með fallbyssu.

Vel orðað!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.10.2008 kl. 23:52

10 identicon

Flott

(IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 00:00

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sigurlaug Guðrún og fleiri nöfn ....   Takk.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.10.2008 kl. 00:02

12 identicon

Ja svei ja svei!!  Nú verð ég súr í skapi!

Gordon Brown, það ætti að flengja þig   og hana nú!

eða Það finnst mér alla vega...

Brúnkolla (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 01:30

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það þarf meira til held ég ... Skjalda mín. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.10.2008 kl. 01:53

14 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Guðsteinn..

hann mun líklega missa djobbið út af þessu.. Íslendingar í englandi og viðar eru að svara fyrir sig með málefnalegum rökum sem þýðir það að það verður bensín fyrir stjórnarandstöðuna sem mun kveikja endanlega í politískum ferli hans...

Hann fékk LÍKA ÚTRÁSARLIÐIÐ GEGN SÉR ÚT AF ÞESSU

Ég spái því að hann verði að segja af sér...

Eins og ég hef áður sagt og segi enn.  

Við töpum kannski fyrir Bretum í fótbolta en við vinnum þá alltaf í stríðum.  

Brynjar Jóhannsson, 11.10.2008 kl. 02:03

15 identicon

Sæll Guðsteinn.

Bendi þér hér með á grein mína " Gordon Brown has lost his crown,looking for a job as a clown in crimsby town!".

Látum hann vita af okkur innan velsæmismarka þó! HÓ!

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 08:43

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

"Brown is a clown"

Sigurður Þórðarson, 11.10.2008 kl. 10:30

17 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn litli bróðir minn.

Ég vona að þú sjáir ljós þó á móti blási í hinu veraldlega. Dásamlegt að vera Guðsbarn og geta leitað til hans bæði í gleði og sorg og í stormi eins og nú. Nú er lag, vona að þú skiljir mig.

Guð veri með þér og þínum í lífsins ólgusjó.

Baráttukveðjur/Guðskerlingin Rósa gamla systir þín.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.10.2008 kl. 11:30

18 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Brynjar - sammála! Fótboltinn er okur ofviða, en ekki þetta!

Þórarinn - ég lít á grein þína.

Siggi - hverju orði sannara!

Rósa -  ég skil þig og bíðum við eftir að þetta ödurót lægir, hver veit hvað Guð hefur ákveðið í þeim efnum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.10.2008 kl. 11:41

19 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Gústaf, ekki líkja Brown við samfylkingarmann, hann er gamall kommúnisti, cardcarrying meðlimur í Marxistahreyfingunni.

Forvitnileg lesning:

http://andriki.is/default.asp?art=10102008

Ingvar Valgeirsson, 11.10.2008 kl. 16:48

20 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ingvar - hvað sem það kallast, kommi, marxisti eða samfylkingu ... gaurinn hefur gert sinn skaða.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.10.2008 kl. 18:36

21 Smámynd: Linda

Hæ Haukur frábært framtak, værir þú til í að lesa mína grein á blogginu mínu.

 kv.

http://vonin.blog.is/blog/vonin/entry/670406/

Linda, 11.10.2008 kl. 18:55

22 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Takk fyrir góða grein, Haukur minn - og Linda, ég kommentaði hjá þér  spurningu til Mr Brown. Hann hlýtur að svara okkur, maðurinn...  Kurteisin er jú hans stórasti kostur, er það ekki?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.10.2008 kl. 19:28

23 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Linda og Helga

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.10.2008 kl. 21:40

24 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Góð grein Guðsteinn Haukur.

Já, virðing mín fyrir Bretum hefur nú aldrei verið mikil: drykkjurútar og "lágkúltúrlið" upp til hópa. "Little Britain" lýsti þeim vel og hló ég mig oft máttlausan þegar þeir þættir voru í sjónvarpinu. Það eina sem þeir gera virkilega vel er sjónvarpsefni.

Skítugt og ógeðslegt land, þar sem menningin kemst helst á flug á fótboltavellinum.

Ég verð bara að leggjast niður á sama plan og þeir - því miður, þeir eiga ekki annað skilið!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 11.10.2008 kl. 21:51

25 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guðbjörn - Ég þakka athugasemdina, en ekki get ég tekið undir orð þín, því þeir eru mjög frambærilegir á mörgum sviðum öðrum en fótbolta, og væri mikil einfeldni að dæma þá út frá örfáum þáttum.

Við verðum að hafa í huga að við erum eins og er fyrir augum heimsins, og ef við ætlum að bjarga okkur útúr þessum vanda, þá mega ekki koma upp vandamál eins og Helga Guðrún er að lenda í.

Þú sérð sjálfur nú skaðann af mannorði Breta bara við eitt svona tilvik. Erum við ekki betri manneskjur en það, að þurfa að svara í sömu mynt?

Nei, kærleikurinn er sterkasta vopnið sem við höfum í hendi núna, og mæli ég með að nota það óspart.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.10.2008 kl. 22:35

26 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég vil samt þakka þeim fjölmörgu sem litu inn á bloggið mitt, því ég varla trúi heimsóknartölunum í dag!

Flettingar

  • Í dag (11.10.): 2053
  • Sl. sólarhring: 2089
  • Sl. viku: 5689
  • Frá upphafi: 349570

Annað

  • Innlit í dag: 1262
  • Innlit sl. viku: 3446
  • Gestir í dag: 1190
  • IP-tölur í dag: 1141
Fyrir mitt leyti er þetta persónulegt met, og er snortinn yfir þessum frábæru viðbrögðum fyrir mikilvægu máli.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.10.2008 kl. 00:00

27 Smámynd: Halla Rut

Merkilegt hvernig fáir menn geta rústað heilli þjóð.

Halla Rut , 12.10.2008 kl. 19:28

28 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einmitt Halla Rut! Úffff ....

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.10.2008 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 587872

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband