Hin Ótrúlegi Hulk - vonandi betri endurkoma!

hulkFyrir forfallinn teiknimyndaáhugamann eins og mig, mátti ég til. Cool

"The Hulk" kom fyrst fram á sjónarsviðið í sögunni "The Incredible Hulk #1" (Maí 1962), eftir höfundin: Stan Lee, meðhöfundur var: Jack Kirby sem og teiknaði hann fyrstur, og um skyggingu og frágang sá: Paul Reinman. Glöggir menn taka eftir að hann var grár og líkari "Frankenstein" en nokkru öðru.

Líftimi fyrstu ritanna var ekki langur, hann lifði bara sex teiknimyndablöð, en svo fóru aðdáendur að gera kröfu á endurkomu hans, og gerði hann það aftur í sínu eigin riti: "The Incredible Hulk" (1968) og var gefið út til ársins 1999, þá varð byrjað uppá nýtt undir sama nafni og er enn gefið út.

Og vona bara að þessi mynd verði nú betri en hin frá 2003, sem var alveg skelfileg og full af hrútleiðinlegri amerískri væmni.

Hér ber að líta fyrsta tölublað Hulk frá árinu 1962:

 

Hulk1

 

Ég vona að styrkleikur minn að vera samansafn af algjörlega gagnlausum upplýsingum hafi verið fræðandi. Góðar stundir og Guð blessi ykkur.  Joyful Halo


mbl.is Ný mynd um Hulk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veit ekki hversu gagnlaust það er Guðsteinn minn, ef það gleður, rifjaði upp fyrir mér smá notalegheit, yngsti sonur minn var nefnilega forfallinn Hulk aðdáandi þegar hann var lítill, hann átti svona plastbrúðu af honum, sem hann hélt mikið upp á og svo voru náttúrlega keypt heftin, þegar hann varð nógu gaman til að hafa gaman af þeim. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2008 kl. 08:28

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Frábært Ásthildur mín, en af er gáð er ég djúpur brunnur af þekkingu sem nýtist aðeins í spilum eins og "Trivial Pursuit". En gott er að heyra þetta með son þinn!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.3.2008 kl. 08:41

3 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Þetta er heimur sem ég mun seint eða aldrei skilja. Elska þig samt.

Bryndís Böðvarsdóttir, 19.3.2008 kl. 18:29

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hulk er æði. Ég skal toppa þig í júsless infó um hann - í sjónvarpsþáttunum hét hann ekki Bruce Banner, heldur David Banner. Bruce þótti of samkynhneygt. Þeir hafa greinilega aldrei heyrt um Bruce Dickenson. Sem viðbót við þættina komu nokkrar sjónvarpsmyndir í fullri lengd, en sumar rötuðu á vídeóleigur hérlendis í árdaga þeirra.

Richard Kiel, sem lék stáltennta morðingjann í tveimur James Bond-myndum, átti að leika hann í sjónvarpsþáttunum. Hann var rekinn rétt áður en tökur hófust af því hann var ekki nógu massaður. Seinna kom í ljós að hann var orðinn fárveikur, enda er hann nú í hjólastól og frelsaðist til Krists.

Bruce Banner heitir fullu nafni Robert Bruce Banner.

Ingvar Valgeirsson, 19.3.2008 kl. 19:36

5 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Hulk var mín hetja þegar ég var ungur drengur,allt er vænt sem vel er grænt eins og hann birtist nú.Ég verð að viðurkenna ég hef aldrei farið með þetta áhugamál mitt svona langt eins og þið Ingvar gerið en fróðlegt er það engu að síður.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 19.3.2008 kl. 23:23

6 identicon

Edward Norton leikur hann núna þannig að þetta getur bara ekki klikkað.

8. Æ.S.K (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 587835

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband