Hvað eru jólin?

FriðurÍ dag eru 8 dagar til jóla, en hvað eru jólin og afhverju erum við halda uppá þau? Núna aldrei þessu vant ætla ég ekki að vera með trúarræðu, heldur ætla ég að benda á að tilgangur jólanna er ást , friður og að elska náungann.

Í öllu ysi og þysi í kringum þessa hátíð gleymast oft nokkur mikilvæg atriði; ást, kærleikur og friður á jörð.

Á þessum tímum sem stríð eru háð um víða veröld, fólk sveltur, mannréttindi eru hlunnfarinn og fólk deyr í hrönnum vegna þorsta og skorts. Þá minni ég menn á að staldra aðeins við og anda með nefinu, þetta snýst nefnilega ekki allt saman um okkur sjálf og okkar eigin fjölskyldur.

Margir eiga um sárt að binda um heiminn og er skorturinn mikill!

Ég skora á ykkur að leggja einhverjum af eftirfarandi félögum lið svo þau geta beitt sér til þess betra þennan vonda heim:

Jólin er tími sátta og fyrirgefningar, sama hvaða trúar þú ert. Ofangreind félög eru bara örfá sem geta látið gott af sér leiða, óháð trú eða skoðununum. Látum skoðannir ekki flækjast fyrir og gefum náunga okkar tækifærið sem hann/hún á skilið. Það er megin inntak jólanna auk þess sem við höldum uppá fæðingu frelsarans.

Guð blessi ykkur yfir hátíðarnar og gleðileg jól!   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jól eru ekki þekkt allstaðar en hinsvegar hver hefur mest úr býtunum yfir þessa hátíð.

Valdimar Samúelsson, 16.12.2007 kl. 22:33

2 identicon

"Jólin er tími sátta og fyrirgefningar, sama hvaða trúar þú ert"

Þetta er ekki sagt út í loftið. Predikað útfrá gjörðum og skínandi dæmi um að láta ekki tæknileg atriði aftra kærleikanum.  Því eins og langflestir vita er 25 desember ekki af kristnum uppruna, heldur af margvígslegum heiðnum uppruna.

Mér finnst eitthvað svo sérstaklega fallegt við það þessa þroskuðu afstöðu.

Þakkir annars til Hauks fyrir góða færlsu og áminningu um margvíslega góða málstaði og gera þeim greiðilegan aðgang hérna á blog.is

Allra bestu Jólakveðjur.

Jakob 

Jakob (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 22:38

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Góður pistill hjá þér Haukur, og gott að benda á þessi samtök

Guðrún Sæmundsdóttir, 16.12.2007 kl. 22:38

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einmitt Valdimar, þau eru einmitt ekki þekkt allsstaðar. En við getum lagt okkar af mörkum til þess að gera heiminn betri, ekki bara á þessum árstíma heldur allt árið um kring.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.12.2007 kl. 22:39

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ja hérna þetta var flótt að koma inn!

Jakob, takk innilega fyrir þín orð. Kristni er eins og þú segir ekki beinleinins kristinn að uppruna. En notum samt þennan árstíma til góðra verka!  :) Guð blessi þig Jakob.

Guðrún, takk innilega, og varð ég að benda á þessi samtök vegna verka þeirra. Þar er hönd Guðs sannarlega að verki.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.12.2007 kl. 22:44

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Arrg ... þarna átti að standa JÓLIN eru eins og þú segir ekki beinleinins kristinn að uppruna.  .. úps ...

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.12.2007 kl. 22:48

7 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Annars er í undirbúningi að stofna ný hjálparsamtök fyrir van-siðaða sem eru sárkvalin fórnarlömb þess að hafa  verið þvinguð til sálmasöngs og helgileikja í æsku. það er mikilvægt að vansiðaðir fái áfallahjálp sem allra fyrst og stöðuga sálfræði/geðlæknaþjónustu.

Ég skora á allt  velhugsandi fólk að beita sér fyrir fjáröflun með basarahaldi  eða leðjuslag svo að þjáðum fórnarlömbum svatklæddra hempna þjóðkirkjunnar verði komið tafarlaust til hjálpar.

(haukur minn þú mátt svo fjarlægja þessa athugasemd) 

Guðrún Sæmundsdóttir, 16.12.2007 kl. 23:08

8 identicon

Gleymum ekki Guði, því fyrir mér er hann ástin og kærleikurinn í hjartanu mínu og allra manna, meðan við hlúum að trúnni getum við látið gott af okkur leiða, flott hjá þér að nefna þessi samtök Haukur, nú gerum við bara upp huga okkar og látum verkin tala. Jólakveðjur til þín og þinna. 

Bubbi J. (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 23:43

9 identicon

Minn kæri Guðsteinn.

Þakka þér fyrir frábæran pistill. Ég kann að velja mér vini það er alveg greinilegt. Það eru margir sem eiga bágt og líka á Íslandi. Sorglegt að fólk þurfi að biðja um hjálp hér en það er því miður staðreynd.

Jesús sagði: "Sælla er að gefa en að þyggja."

Guð blessi þig og þína. Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 23:43

10 Smámynd: halkatla

Guð blessi þig og þína Guðsteinn, þetta er frábær pistill og svo þarf bara að muna að fara með þetta ennþá lengra því svona á maður að hugsa allan ársins hring.

Takk fyrir jólakveðjuna líka

halkatla, 16.12.2007 kl. 23:46

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Guð blessi þig og fjölskyldu þína, takk fyrir góðan pistil.

Heiða Þórðar, 17.12.2007 kl. 00:58

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Frábær pistill hjá þér Guðsteinn eins og þín er von og vísa. Fólk á mismikla peninga aflögu en allir geta lagt til gott hugarþel sem skiptir ekki minna máli. Fjölskylduhjálpin er að vinna frábært starf og ég frétti um daginn að þau vantaði sjálfboðaliða. Og hvernig er það með alla einstæðingana gamla, sjúka og jafnvel geðfatlaða, sem lifa í einangrun. Hvernig væri að færa þessu fólki jólayl með hlýjum kveðjum og helst með heimsókn?

Sigurður Þórðarson, 17.12.2007 kl. 01:12

13 identicon

Já,jól eru tími sátta og fyrirgefninga. Fínn pistill hjá þér.

Í umræðunni hér á undan er talað um að" Sælla sé að gefa en þiggja". Ég þekki bæði. Í mínu lífshlaupi hef ég séð margt.

 Og þá ,datt mér í hug það sem íþóttamaður sagði einu sinni í viðtali. Það lið, sem kann ekki að taka tapi, á ekki skilið að vinna.Þetta er svona svipaður grunnur.(Sælla er að gefa en þiggja)Einhver verður að vera þiggjandinn svo hægt sé að gefa.

 Öll þessi græðgi,yfirgangur, hroki og ég veit ekki hvað er í gangi þessi jólin má alveg missa sig.Ég fór að hugsa um þessi stóru leikfangabattery sem eru komin til að vera.Væri ekki nær að gefa sér meiri tíma með börnunum en að henda í þau leikföngum sem skifta þúsundum króna.Ég hef komið inn á heimili þar sem maður kemst ekki inn í herbrgið fyrir leikföngum. Kannast einhver við þetta.Þessa dagana þarf ég að þiggja.Það er ekki notalegt.Ég gef líka,og er það ólikt þægilegra hlutverk. Gerum jólin að því sem Guð vill að þau verði           FULL AF KÆRLEIK.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 03:57

14 Smámynd: Adda bloggar

hæhæ.þá er prinsinn okkar sigga fæddur.var að setja inn myndir, kv adda.

ps.jólin koma í hjarta mitt kl 6 24 des, þegar eg heyri klukkurnar hringja jolin inn

Adda bloggar, 17.12.2007 kl. 10:10

15 identicon

Jahérna hér, Guðsteinn kemur með fínan pistil og svo kemur Tuðrún og eys aur yfir mig og aðra.
En ég fyrirgef henni því hún veit ekki hvað hún er að gera.

DoctorE (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 10:59

16 Smámynd: Mofi

Fínn pistill Haukur, þú veist hvað þú ert að gera :) 

Flott mynd hjá Doksa, hver veit, kannski verður friðsamlegt milli kristna og guðleysingja þessi jól. Ég efast svo sem um það þar sem ég á von að Vantrú fari yfir spádóma sem þeir félagarnir telja að Kristur hafi ekki uppfyllt. Vonandi að minnsta kosti friður og ró á aðfangadag og jóladag; ég ætla að minnsta kosti að reyna að njóta þeirra burt frá hamagangi bloggheima.

Mofi, 17.12.2007 kl. 16:22

17 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk fyrir þennan frábæra pistil Guðsteinn ! Guð blessi þig og gefi þér og fjölskyldu þinni góða og gleðilega jólahátíð!

bkv. Sunna

Sunna Dóra Möller, 17.12.2007 kl. 16:32

18 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guðrún - sammála!

Bubbi - hárrétt hjá þér, Guð má ALLS ekki gleymast í þessu, og það gleður mig að lesa þín orð. takk innilega fyrir þína athugasemd.

Rósa - Guð blessi þig líka og þakka ég hlý orð.

Anna Karen - mín var ánægjan.

Heiða Þórðar - megi Guð vernda þig og þína alla daga.

Sigurður Þórðarson - ég gæti ekki verið meira sammála þér.

Þórarinn Þ Gíslason - "FULL AF KÆRLEIK." segir þú. Það er einmitt málið, og sammála er ég með þessar leikfangabúðir! úfff...

Laugatún bloggar / Ásta eða Adda - Innilegar hamingjuóskir! Þið eruð svei mér dugleg þið hjónin!

Dokksi - veistu, að ég er fullkomlega sammála Guðrúnu, og sé ekkert að hennar málflutningi. Staðreyndir eru staðreyndir. En gott er að þú fyrirgefur.  ;)

Halldór/Mofi - já ég ætla að gera það sama, ég mun halda mig frá bloggi yfir hátíðarnar. Þetta er hátíð ljós og FRIÐAR ekki satt?   ;) Og takk fyrir hrósið.

Sunna - megi Guð vaka yfir þér og þínum yfir hátíðarnar, og gefi þér hamingjusöm og kærleiksrík jól.

Og fyrirgefið hvað ég svara ykkur seint, ég hef verið upp fyrir haus í vinnu ...  :-S 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.12.2007 kl. 16:55

19 identicon

Skondin tillaga hjá Guðrúnu Sæm . En því miður gæti þetta orðið staðreynd ef fram fer sem horfir !

Sorglegt . 

conwoy (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 18:05

20 identicon

Hvenær má ekki segja börnum hvað gerðist á páskum ?

enok (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 18:09

21 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir góðan pistil, ég er búin að stykja 3 af þeim sem þú nefnir og nokkra aðra, gott að geta látið eitthvað af hendi rakna þangað sem þess þarf.  Ég er algjörlega á  móti "geðveikum" gjöfum, fólk á að kunna sér hóf.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.12.2007 kl. 19:17

22 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Takk fyrir þennan pistil Haukur . Ef við höldum jól til að fagna komu frelsara þá er þau sannarlega "Krists" Og það er eitthvað við þessa hátíð sem sameinar og eflir fjölskyldutengsl. Guð er faðir og við erum Hans fjölskylda. Hann hefur markað spor sín hér á jörðu. Jafnvel þeir sem ekki trúa hrífast með. Guð blessi þig og þína fjölskyldu og gefi ykkur gleðileg jól.

Kristinn Ásgrímsson, 17.12.2007 kl. 22:12

23 Smámynd: Linda

 muahahahahah..hvenær verður þessi hátíð búin aftur. Bahumbug.  Ágætis þráður hjá þér og vel á minnst þarf kíkja á hvað ég fékk í skóinn..    

Knús

Linda, 18.12.2007 kl. 02:13

24 Smámynd: Theódór Norðkvist

Góð grein hjá þér, Guðsteinn. Ég vek athygli á því að ABC hjálparstarf birtir nýjasta ársreikning sinn á vefsíðu sinni og eldri ársreikningar eru til sýnis á skrifstofunni þeirra (nema félagar í Sambandi Ungra Sjálfstæðismanna hafi hlekkjað sig fasta við þá.)

Ég vil bæta Samhjálp á þennan lista, í ljósi húsnæðisvanda þeirra fyrr á árinu. Það er gott starf sem má ekki leggjast af. 

Theódór Norðkvist, 18.12.2007 kl. 03:14

25 identicon

Sæl aftur. Flott hjá Theódór að minna á Samhjálp. Þarf einmitt líka að hjálpa fólki sem er í neyð vegna fíknar. Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 07:43

26 identicon

Kæri Guðsteinn og þið öll. Ég búin að vera að heimsækja Docktor E. og hef fengið blíðar móttökur. Eitthvað var verið að tala um Omega svo ég spurð uppáhaldsvin okkar "ofstækis fólksins" hvort hann gæti ekki styrkt Omega svo að við á Vopnafirði gætum farið að sjá Omega. http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/393724/#comments

Sem betur fer þarf engan styrk, það stendur til að fá Omega í gegnum Adsl og ég hlakka til. Sumt er kannski lala en það er hægt að sortera og horfa á það sem er uppbyggilegt. Mér finnst eins og það sé lægð á blogginu. Eru allir orðnir kristnir?

Á laugardagskvöld kl. 18 verður endurtekin þáttur á Lindinni þar sem Benný er að spjalla við bróðurdætur mínar. Ég er ekki búin að heyra þáttinn svo ég er spennt. Þar er verið að tala um jólaminningar og fjölskylduna hm  Kemst upp um mig og mína öfga

Bróðurdóttir mín ætlar að koma og hjálpa mér því ég er búin að vera með hálsbólgu og kvef í marga daga. Það er frábært að eiga góða fjölskyldu bæði í meðvind og mótvind.

Guð blessi ykkur kæru vinir. Kær kveðja héðan úr sumarhitanum/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 14:02

27 Smámynd: Fjóla Æ.

Jólin eru full kærleika og friðar á mínu heimili og í mínu hjarta.

Ég óska þér og þinni fjölskyldu gleðilegra jóla Guðteinn Haukur, og að þau verði ykkur og öðrum kærleiksrík.

Fjóla Æ., 18.12.2007 kl. 14:36

28 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Conwoy - já satt er það, þetta getur jafnvel orðið staðreynd.

Enok - sennilega rísa siðmenntar og vantrúarliðið upp þá og vill banna krökkum að lita páskamyndir.

Ásdís Sigurðardóttir - Þú ert yndisleg kona og hreint og bein gullmoli! Guð blessi þig innilega!

Kiddi - AMEN !!!

Linda - ba-humbug??

Theódór Norðkvist - takk fyrir að vekja athygli á Samhjálp, auðvitað átti ég að nefna þá líka.

Rósa - nei því miður eru ekki allir orðnir kristnir. En takk fyrir þínu góðu athugasemd.

Fjóla Æ. - Sömuleiðis!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.12.2007 kl. 10:37

29 Smámynd: Árni þór

Ég heimsótti ABC heimili í úganda í Afríku 2006, kom mér á óvart hvað landareignin og húsin voru stór, mjög blessað starf

Árni þór, 20.12.2007 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband