Dýr notuð í herþjónustu

bushNú hefur George W. Bush algjörlega skotið sig fótinn og svo sem ekki í fyrsta sinn. Nú fórnar hann höfrungum og sæljónum í sprengjuleit. Ég hef aldrei skilið siðferði bandaríkjamanna, en nú eru þeir rétt einu sinni komnir út í öfgar.

Höfrungar eru einu dýrin sem komast nálagt því að hafa heila á stærð við mannsskepnuna. Þeir hafa ítrekað sýnt að þeir hafa tilfinningar og bjarga oft fólki úr neyð þótt að þeir EKKERT verið þjálfaðir. Mér finnst viðurstyggð að vita til þess að dýrum sé fórnað á þennan hátt. Sértaklega gáfuð dýr eins og höfrungar og sæljón.

Er ekki nóg komið með að senda fólk útí stríð sem snúast bara um peninga og völd. Maðurinn meira að segja dirfist segja að hann sé að vinna verk Guðs með stríðinu í Írak. "Af ávöxtunum skulum við þekkja þá" stendur ritað. Ég get ekki viðurkennt slíkan slátrara sem bróðir minn í Kristi, hann hefur svo mikið blóð á höndum sér að jafnvel Stalín myndi skammast sín.

Þess vegna birti ég þessa háðsmynd af George W. Bush, hún sýnir allt sem mér finnst um hann og hans einræðisstjórn.

Eitt sem ég vil samt benda á og gleymist alltof oft hjá okkur íslendingum. Biðjum fyrir ekkjum og börnum þeirra hermanna sem látið hafa líf sitt fyrir þennan blóðþyrsta Texasbúa. Biðjum fyrir öllum fórnarlömbum þessa lygastríðs.


mbl.is Höfrungar í herþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Eitt það versta er að Búskurinn segist vera í beinu sambandi við Guð og að hann fái öll sín fyrirmæli þaðan. Með þessu tel ég kristinni gerður einstaklega mikill óleikur. Þetta mætti reyndar segja um ýmislegt sem Kaninn hefur verið að taka uppá undanfarið ... alveg hreint hryllilegt að sjá hvernig þeir eru að afskræma trúna og nota hana til að réttlæta vitfirringu og mannhatur.

Þarfagreinir, 14.4.2007 kl. 17:25

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen Þarfagreinir! Ég hefði ekki getað orðað þetta betur sjálfur. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.4.2007 kl. 18:04

3 Smámynd: halkatla

hroðalegt að frétta þetta um dýrin

höfrungar og fílar eru sennilega þau dýr sem eru hvað líkust mönnunum, þó á ólíkan hátt sé. Það er einmitt á öðru bloggi verið að tala um slæm áhrif mannanna á fíla, nú er uppeldið hjá þeim/fílunum alveg farið úr skorðum - þetta er bara hræðilegt. 

halkatla, 15.4.2007 kl. 00:17

4 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Svo eru þeir að bölsótast út í hvalveiðar annarra þjóða.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 15.4.2007 kl. 03:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 587925

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband