Athugasemdir

1 Smámynd: Hátalarinn

En sjáðu til, svar þitt er 7. spurningin.

  1. Hver er tilgangur lífsins?
  2. Er guð til?
  3. Skemmta ljóskur sér betur?
  4. Hver er besti megrunarkúrinn?
  5. Er einhver þarna úti?
  6. Hver er frægasti einstaklingur í heimi?
  7. Hvað er ást?

Hátalarinn, 22.9.2010 kl. 14:53

2 identicon

Fyrst verður þú að skilgreina hvað ást er... ást er alveg örugglega ekki það sem þú heldur að ást sé.


Að auki, ef "ást" er svona mikilvæg, hvernig getur þú þá dýrkað þann guð sem þú dýrkar?

En bíddu, er guð ekki mikilvægastur af öllu ;)

P.S. Evil does not exist..

doctore (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 15:30

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hátalarinn - rétt hjá þér, en ég lagði aðeins út frá fyrirsögninni. En hér eru svör mín við hinum spurningunum:

1. Hver er tilgangur lífsins?
Ást
2. Er guð til?
Já.
3. Skemmta ljóskur sér betur?
Nei, enda fáranleg spurning.
4. Hver er besti megrunarkúrinn?
Að hreyfa sig og borða hollann mat.
5. Er einhver þarna úti?
Já!
6. Hver er frægasti einstaklingur í heimi?
Jesús.
7. Hvað er ást?
Tilfinning.
8. Hver er leyndardómurinn að hamingjunni?
Ást.
9. Dó Tony Soprano?
Þarf hann ekki að vera á lífi til þess? Skáldsagnar persónur deyja ekki að mínu áliti.
10. Hvað mun ég lifa lengi?
Aðeins tíminn leiðir það í ljós.

Dokksi - Guð er ást. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.9.2010 kl. 16:38

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Guðsteinn minn ég vil orða það öðruvísi það er kærleikur hreinn og tær.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2010 kl. 17:36

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það er hann sem skiptir öllu máli kæra Ásthildur, hvaða nafni sem þú kallar það.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.9.2010 kl. 18:02

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Tilgangur lífsins er að veita elsku/ást/kærleika ...  og eftir því fleiri sem gefa af sér því heilli verður heimurinn.  Þegar við síðan gefum af okkur fáum við það yfirleitt margfalt til baka. 

We are all one - and we are all in God.



Jóhanna Magnúsdóttir, 22.9.2010 kl. 18:08

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen Jóhanna ... amen!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.9.2010 kl. 18:10

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég vil nú meina að ljóskur skemmti sér betur. Sumar rauðhærðar líka.

Ingvar Valgeirsson, 22.9.2010 kl. 19:16

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ósammála Ingvar, ég sé ekki hvernig hárlitur skiptir máli.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.9.2010 kl. 19:29

10 identicon

Tilgangurinn er að vera drottni til dýrðar. Hvers vegna, jú skaparinn ákveður tilgang sköpunar sinnar og þetta er nokkuð skýrt í biblíunni.

Ást sem er Guði til dýrðar er því hluti af tilgangi okkar :)

Doksi, það er rétt hjá þér að illska er ekki til, rétt eins og kuldi er ekki til, eða myrkur, eða tóm? Allt þetta er einfaldlega skortur á einhverju, gæsku, hita (hreyfingu sameinda), ljóss (rafsegulbylgja á sýnilega tíðnisviðinu) eða efni.

Hugsaðu um þetta þegar þú ætlar að nota eftirfarandi rökfærslu: "Ef Guð er góður hví er þá svo mikil illska í heiminum."

Ef Guð er góður þá er illska einfaldlega rökrétt framhald guðleysis :)

Guðbjartur Nilsson (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 20:52

11 identicon

Góður punktur Guðbjartur!

Hoppandi (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 21:47

12 identicon

Það er ekki aðeins siðleysi og óheiðarleiki sem fylgir trú- og Guðleysinu heldur líka illskan og þar með þörfin til að gera illt til mótvægis við hið góða.

Hoppandi (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 21:50

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guðbjartur - ég er nú yfirleitt sammála þér. En ekki get ég tekið undir að illska sé rökrétt framhald guðleysis, ég þekki marga góða guðleysingja og eru þeir lausir við illsku. Ef ég er að skilja þig rétt þ.e.a.s.

Hoppandi - einnig verð ég að mótmæla þér, guðleysi er samasemmerki á illsku.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.9.2010 kl. 22:03

14 identicon

Það er alla vega mín reynsla að þarna sé beintengt á milli. Hins vegar er það líka mín skoðun að flestir sem kalla sig trúlausa séu í raun ekkert lausir við trú heldur trúi bara ekki því sama og margir aðrir, Flestir þeirra vilja í raun ekki viðurkenna trú sína. Hreinir trúleysingjar eru hins vegar hreinir siðleysingjar að mínu mati og þar með illir.

Hoppandi (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 22:19

15 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ekkert okkar veit hver tilgangur lífsins er, né heldur hvort lífið hefur tilgang.  Það að að halda því fram að  tilgangur lífsins sé ást er bara notalegt blaður, sem er svosem allt í lagi, ef manni líður betur með það.

Theódór Gunnarsson, 22.9.2010 kl. 22:30

16 identicon

Ég segi að tilgangur lífsins sé að gefa meira til lífsins en maður tekur af því. Enn finnst mér það trúlegasta skýringin á tilgangi lífsins.

Hoppandi (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 22:35

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hoppandi

Það er alla vega mín reynsla að þarna sé beintengt á milli. Hins vegar er það líka mín skoðun að flestir sem kalla sig trúlausa séu í raun ekkert lausir við trú heldur trúi bara ekki því sama og margir aðrir, Flestir þeirra vilja í raun ekki viðurkenna trú sína.

Þessu er ég sammála!

Hreinir trúleysingjar eru hins vegar hreinir siðleysingjar að mínu mati og þar með illir. 

Þessu er ég ósammála því ég þekki sjálfur mjög herskáa guðleysingja, og eru þeir stundum betri en við sem trúum. Ekki er ég vanur að verja þá, en rétt skal vera rétt.

Theódór

Ekkert okkar veit hver tilgangur lífsins er, né heldur hvort lífið hefur tilgang.  Það að að halda því fram að  tilgangur lífsins sé ást er bara notalegt blaður, sem er svosem allt í lagi, ef manni líður betur með það.

Ég beiti fremur notalegu blaðri og einföldun en flækja hlutina um of. Því ef maður gerir það, þá endar það oft í vitleysu. Kannski er ég einfeldingur fyrir vikið, ég veit það ekki, en það verður þá hafa það!

Hoppandi/Pétur Andri

Ég segi að tilgangur lífsins sé að gefa meira til lífsins en maður tekur af því. Enn finnst mér það trúlegasta skýringin á tilgangi lífsins.

Vel mælt!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.9.2010 kl. 23:46

18 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég sé að mér varð á þarna ofar kl. 22:03 , ég vildi fremur að hafa sagt að guðleysi er EKKI samasemmerki á illsku.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.9.2010 kl. 23:48

19 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Guðsteinn,

Mér finnst þú koma heiðarlega fram þegar þú verð okkur trúleysingjana þegar menn eins og Hoppandi sleppa fordómum sínum lausum.  Takk fyrir það.

Satt að segja tel ég það einfaldast að viðurkenna bara að ég viti ekki hlutina þegar þannig stendur á mig veðrið.  Mér finnst það einfaldara en að velja bara eitthvað sem mér líður betur með.  En smekkurinn er misjafn.  Þín afstaða hentar ábyggilega prýðilega og þarf engan vegin að skoðast einfeldningsleg.

Theódór Gunnarsson, 22.9.2010 kl. 23:56

20 Smámynd: Rebekka

 Sko, Haukur, við höfum sömu lífsskoðun!  Ég tel líka að einn tilgangur lífsins sé að viðhalda því, og þar spilar ástin stórt hlutverk.  Eini munurinn er sá að ég tek engan guð með í spilið  

Svo er ég afar fegin að þú segir að trúleysi sé ekki það sama og illska.  Það er frekar særandi að vera sakaður um að vera slæm manneskja bara fyrir það að hafa enga trú. 

Rebekka, 23.9.2010 kl. 06:35

21 identicon

Ég biðst afsökunar á því ef orð mín og túlkun á trúleysishugtakinu  hafa sært og móðgað heiðarlegt og gott fólk með góða samvisku. Það var ekki ætlunin. Ég virðist bara horfa öðruvísi á trúleysið en sumir. Ég vil nefnilega meina, eins og ég reyndar tek fram hér fyrir ofan, að algjört trúleysi fyrirfinnist ekki í sálu neins nema hann sé í leiðinni algjörlega siðlaus og þá illur.

Flestir þeir sem kalla sig trúlausa eru í raun ekki trúlausir að mínu mati heldur trúa þeir bara á eitthvað annað en þeir sem viðurkenna trú sína á Guð.

Það er því óþarfi að taka skilgreiningu mína á trúleysi beint til sín, eins og Theódór og Rebekka virðast gera. Þau tilheyra væntanlega ekki þeim flokki raunverulegra trúleysingja sem eru siðlausir heldur þeim sem stóra hópi trúleysingja sem vilja í raun ekki viðurkenna trú sína.

Og bara til að hafa það með þá vilja flestir sem kalla sig trúleysingja ekki viðurkenna trú sína vegna þess að þeim finnst orðið "trú" eingöngu eiga við þá sem trúa á Guð. Það er hins vegar misskilningur. Allir trúa á eitthvað þótt þeir kalli það ekki ekki allir "Guð".

Hoppandi (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 07:00

22 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Theódór - kærar þakkir fyrir þín orð, það er ekki á hverjum degi sem ég fæ slíkt frá guðleysingja. En eins og ég segi, rétt skal vera rétt, og sleggjudóma er ég lítt hrifinn af. En ég er sammála þér að mörgu leyti, og stundum er einfaldara að segja bara "ég veit það ekki".

Rebekka - ég er ekki hér til þess að pína Guð uppá fólk, ef fólk er með lögmál Guðs ritað í hjarta sínu og er almennt gott þrátt fyrir guðleysið, þá er ég sáttur. Því trú er persónuleg afstaða, og persónleg ákvörðun. Enginn tekur slíka ákvörðun nema þú, ,og þar koma menn eins og ég ekki nærri.

Hoppandi Pétur Anri

Ég er sammála þér að mörgu leyti, það sem virðist flækjast fyrir guðleysingjanum er orðið trú, og tenging þeirra við trúarbrögð. En svo þarf ekki að vera, því trú getur verið trú á mannkynið sem slíkt, eða jafnvel trú á sjálfan sig. Þetta þarf ekki endilega að vera svona neikvætt eins og guðleysingjar halda fram. En fóbía þeirra gagnvart þessu einfalda orði er svo þvílík og brjálæðisleg að það nær varla tali. 

En að halda því fram að þeir séu illir fyrir þessa örfáu vankanta, finnst mér hreint og beint rangt.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.9.2010 kl. 07:22

23 identicon

Já, já, ég viðurkenni að það er rangt að halda því fram að þeir sem kalla sig trúleysingja séu upp til hópa illir enda var það ekki meining mín. Ég legg bara annan skilning í orðin trúleysi og trúleysingi en flestir virðast gera - eins og ég hef reynt að útskýra hér fyrir ofan.

Hoppandi (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 07:33

24 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Það er margbúið að takast á um þetta hugtak trú hér á blogginu og alltaf skulum við vera á byrjunarreit vegna þess að trúaðir virðast leggja ofurkapp á að fá að skilgreina trúleysi sem tegund af trú.  Ég ætal ekki að hefjast handa, enn einu sinni, við að kveða þessa dellu í kútinn, enda er mér orðið ljóst að það hefur engan tilgang.  Það er sennilega best að leyfa ykkur bara að hafa þetta eins og ykkur hentar.

Ég ætla þó að leggja fyrir ykkur eina spurningu.  Hvernig getið þið lagt að jöfnu að trúa á guði, anda, kraftaverk, syndaflóð, upprisu frá dauðum og svo framvegis annarsvegar, og að trúa á sjálfan sig, eða mannkynið hinsvegar?  Finnst ykkur þetta virkilega vera sambærilegt á einhvern hátt?

Theódór Gunnarsson, 23.9.2010 kl. 07:37

25 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ég verð að betur athuguðu máli að viðurkenna að ég skil reyndar ekki hvað átt er við með að trúa á sjálfan sig og að trúa á mannkynið.  Sjálfur blasi ég við sem augljós óhrekjanleg staðreynd og sama á við um mannkynið.  Í hverju felst það að trúa á mannkynið?

Theódór Gunnarsson, 23.9.2010 kl. 07:43

26 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Pétur Hoppandi Andri

Ég skilgreini þetta ekki sem trúleysi, og nota sjaldan það orð. Guðleysi er réttarra hugtak sökum fóbíu þeirra sem að Teddi var að sanna fyrir mér hér neðar.

Teddi

Það er margbúið að takast á um þetta hugtak trú hér á blogginu og alltaf skulum við vera á byrjunarreit vegna þess að trúaðir virðast leggja ofurkapp á að fá að skilgreina trúleysi sem tegund af trú.

Eitt orð: afneitun.

Ég ætal ekki að hefjast handa, enn einu sinni, við að kveða þessa dellu í kútinn, enda er mér orðið ljóst að það hefur engan tilgang.  Það er sennilega best að leyfa ykkur bara að hafa þetta eins og ykkur hentar.

*phew*!

Ég ætla þó að leggja fyrir ykkur eina spurningu.  Hvernig getið þið lagt að jöfnu að trúa á guði, anda, kraftaverk, syndaflóð, upprisu frá dauðum og svo framvegis annarsvegar, og að trúa á sjálfan sig, eða mannkynið hinsvegar?  Finnst ykkur þetta virkilega vera sambærilegt á einhvern hátt? 

Það er auðvelt, og heitir því einfalda nafni almenn skynsemi.

Ég verð að betur athuguðu máli að viðurkenna að ég skil reyndar ekki hvað átt er við með að trúa á sjálfan sig og að trúa á mannkynið.  Sjálfur blasi ég við sem augljós óhrekjanleg staðreynd og sama á við um mannkynið.  Í hverju felst það að trúa á mannkynið?

Þú hefur þá aldrei misst trú á mannkynið? Nei sjálfsagt ekki, líklega of flókið að viðurkenna þá einföldu staðreynd að þú hafir trú á einhverju. En þið hafið bara þessa sjálfsblekkingu og lygi fyrir ykkur, ég veit hvar ég stend.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.9.2010 kl. 08:06

27 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Allt í lagi Guðsteinn.  Þú ert búinn að snúa út úr öllu sem ég sagði hér fyrir ofan.  Það er bara gott og blessað og bara eins og við var að búast.

Theódór Gunnarsson, 23.9.2010 kl. 09:07

28 identicon

Fyrir mér verkar það svipað að segjast vera trúlaus eins og einhver færi að halda því fram að hann væri samviskulaus, ástlaus, hugsunarlaus, samúðarlaus og svo framvegis.

Auðvitað geta menn verið trúlitlir, en þá á sama hátt verið samúðarlitlir, samviskulitlir, ástlitlir og svo framvegis. Slíku fólki er hættara við að fremja glæpi en öðrum eða gera illt á annan hátt. 

Þess vegna segi ég hiklaust að algjört trúleysi sé í raun ekki til nema hjá hinu algjöra illa.

Hins vegar átta ég mig á því sem Guðsteinn er að segja og mun hér eftir reyna að muna að kalla trúleysi, eins og Theódór virðist skilja það hugtak, Guðleysi. Það veldur e.t.v. minni misskilningi.

Verð samt að skjóta því hér að að lokum að mér fyndist eðlilegra ef trúlausir eins og Theódór vill skilgreina orðið kölluðu sig frekar trúfrjálsa eins og ég hef séð einhvern leggja til ... þannig að þeir féllu hvorki undir skilgreininguna á trúuðum (Guðstrú) né andstæðunni, trúlausum (hið illa).

Hoppandi (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 09:19

29 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Ég verð að betur athuguðu máli að viðurkenna að ég skil reyndar ekki hvað átt er við með að trúa á sjálfan sig og að trúa á mannkynið.  Sjálfur blasi ég við sem augljós óhrekjanleg staðreynd og sama á við um mannkynið.  Í hverju felst það að trúa á mannkynið?"

Theódór - ég skal gefa þér mína útgáfu af svari við þessu. 

Í fyrsta lagi vil ég taka það fram að ég trúi ekki á syndaflóð eða þannig boðskap.  Það má ekki nota úreltar hugmyndir Biblíu til að vinna með siðferði dagsins í dag.  Það væri eins og að læknar styddust við forna læknisfræði og færu t.d. að nota blóðsugur eða eitthvað álíka huggulegt. 

 Sumar hugmyndir sem fram koma í Biblíunni eru þó tímalausar, eins og að elska náungann sem sjálfans sig, sagan af miskunnsama Samverjanum og fleiri dæmisögur.  Það væri eflaust sambærilegt ýmsu i  fornum læknabókum t.d. að æðsta skylda læknis væri að bjarga sjúklingi.  

Trúin er því það sem hver og einn trúir  (sér) út frá sínu sjónarhorni og þessi sjónarhorn eru mörg. 

Guð er einhvers konar stór-heimur  og manneskjan sams konar og sama eðlis litli - heimur  sem tilheyrir hinum stóra og er í raun hluti hans. 

Besta líkingin er dropi af hafi.  Sama efnasamsetning bara minna magn.  Það má líka alveg heimfæra upp á það að við séum sköpuð i Guðs mynd, sköpuð karl og kona.  Það að vera sköpuð í Guðs mynd kemur þá augljóslega kynferði okkar ekki við.  

Guð er því heildarpakkinn og mannkynið er hluti af þessum heildarpakka.   Eftir því sem við manneskjurnar látum meira gott af okkur leiða þess betri heim munum við sjá.  Við getum byrjað heima hjá okkur, verið góð við börnin okkar - síðan við fólkið sem við mætum í daglegu amstri.  Ef við, sem persónur,  getum náð að snerta við öðrum manneskjum á jákvæðan hátt,  þá verður það væntanlega til þess að þeim líður betur og bera hið góða áfram.  

Eftir því sem fleiri hugsa - að elska náungann (sem er einmitt tilgangur lífsins) þess betri verður heimurinn.  Það er mikilvægt að við trúum á mannkynið - og höldum á lofti  því sem vel er gert og veitum því athygli.  Því með athygli vökvum við.   Því miður virkar það í hina áttina líka og oft fær hið illa mun meiri athygli og nær því að grassera.

Þetta hljómar örugglega allt sem "bullshit" fyrir sumum, en það verður bara að hafa það.  

Ég hef undanfarin ár verið að gefa af mér og hjálpa krökkum/ungu fólki sem hefur átt erfitt.  Það hefur veitt mér mestan kærleika - þ.e.a.s. að geta rétt hjálparhönd og þakklætið sem ég hef fengið til baka og hlý orð hafa gefið mínu lífi tilgang.  Líf mitt snýst um aðra  og með því að láta það snúast um aðra fæ ég alla þá "næringu" sem ég þarf á að halda til baka og á endanum snýst það þá um mig líka ;-) .. 

Að setja plástur á sár náungans gerir mig líka heila. 

Þessi náungi er hluti mannkyns og ég hef trú á náunganum, næga trú til að langa til að gera honum gott. 

Þegar kemur að því að við kveðjum þennan heim þá verða margir sem munu gráta (svona í flestum tilfellum) það er vegna þess að þetta fólk saknar okkar því að við lifðum fyrir það og þegar við förum þá verður líf þeirra tómlegra.  Þetta er fólkið sem við höfum snert á einn eða annan hátt og auðgað tilveru þess og þá um leið okkar. 

Ég held það sé ágætis áskorun fyrir hvert og eitt okkar að hugsa um hvernig við viljum að fólk minnist okkar- og hvers vegna?

Viljum við láta minnast okkar sem fýlupúka sem gerði aldrei neitt nema kvarta og kveina og hugsa um okkur sjálf, eða viljum við  láta minnast okkar sem manneskju sem snerti líf annarra með góðmennsku og jákvæðni?   Að sjálfsögðu þarf þessi góðmennska að spretta fram af heilum hug.  

Mér er því svolítið illa við þessa þýðingu: "Elska SKALT þú náunga þinn" ..   Það verður enginn þvingaður til að elska,  en það er hægt að rækta með sér hugarfarið og skoða hvernig manneskja maður vill einlæglega vera. 

Jæja - Love is in the Air .... 

p.s. - ég er ekki "hefðbundin" í skoðunum enda þarf ég ekki á því að halda og trúi að kirkja (samfélag)  án landamæra sé besta kirkjan .. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 23.9.2010 kl. 10:37

30 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hoppandi - þetta hefur verið þrætubein trúaðra og guðleysingja í mörg herrans ár, og ólíklegt að við komumst að niðurstöðu hér. En ég ætla að virða skoðun þeirra samt sem áður, og forðast óþarfa nafnaköll.

Teddi - og við hverju bjóstu? En við skulum láta þetta duga, við verðum sennilega aldrei sammála frekar en aðrir í okkar stöðu um þetta atriði.

Jóhanna - alltaf gott að eiga þig að, og er ég nokkurn veginn sammála þér.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.9.2010 kl. 14:23

31 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Jóhanna,

Ég er orðinn nokkuð vel kunnugur skoðunum þínum og ég hef ekkert við þær að athuga.  Þú kemur mér fyrir sjónir sem hlý, notaleg, sanngjörn og umburðarlynd manneskja.

Ég fæ samt ekki séð að þú sért búin að útskýra hvað það þýðir að trúa á mannkynið, eða trúa á sjálfan sig.  Mér er ekkert síður umhugað að fólki líki við mig og finnist heimurinn betri ef ég er í honum en hverjum öðrum.  Ég vona ekki síður en þið hin að mín verði saknað þegar ég hverf héðan.  En það fæ ég ekki séð að hafi neitt með það að gera að ég stundi átrúnað á mannkynið, eða sjálfan mig.

Ef ég reyni nú að setja mig í stellingar og teygja mig eftir því að skilja hvað þið meinið, þá dettur mér í hug að átt sé við að maður treysti því að þrátt fyrir allt búi gott í fólki og að mannkynið hljóti að eiga sér framtíð, því að þrátt fyrir allt hið illa sem á sér stað meðal mannanna þá verði hið góða ofan á.  Og að trúa á sjálfan sig gæti verið að hafa trú á sjálfum sér, treysta sínum innri manni, hlusta á rödd réttvísinnar sem er alltaf að tala til manns djúpt úr sálardjúpinu (ath. trúi ekki á sálir).

En, ég skil ekki af hverju menn eru að nefna þetta í sömu andrá og menn tala um trú á yfirnáttúru, guði, álfa, kraftaverk og upprisu frá dauðum.  Kanske misskil ég ykkur fullkomlega, enda virðist vera ansi djúp gjá milli lífsviðhorfa okkar.

Theódór Gunnarsson, 23.9.2010 kl. 15:05

32 identicon

Skrítið. Eins og þetta virkar allt einfalt og rétt frá mínum sjónarhjóli séð ... hinum megin við gjána.

Hoppandi (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 19:16

33 identicon

sjónarhóli átti þetta að vera ekki hjóli.

Hoppandi (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 19:17

34 Smámynd: Óskar Arnórsson

Frábær pistill og segir nákvæmlega allt sem þarf að segja! Einfalt mál og hægt að gera flókið ef maður vill...

Óskar Arnórsson, 23.9.2010 kl. 19:38

35 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hoppandi - fyrir mér líka.

Óskar - kærar þakkir!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.9.2010 kl. 19:57

36 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Hoppandi,

Skrítið. Eins og þetta virkar allt einfalt og rétt frá mínum sjónarhjóli séð ... hinum megin við gjána.

Já Guðbergur.  Ég veit allt um það.  Við erum farnir að þekkjast nokkuð vel, án þess að hafa nokkurn tíma hist.

Theódór Gunnarsson, 23.9.2010 kl. 20:45

37 identicon

Það kemur að því. Einn góðan veðurdag færðu pikk á öxlina.

Hoppandi (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 20:56

38 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Mig grunaði það, Guðbergur Ísleifsson vertu velkominn til bloggheima á ný, en vertu orðvar og kurteis til þess að þá fáir ekki ritnefnd blog.is yfir þig aftur!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.9.2010 kl. 21:18

39 identicon

Þakka þér fyrir Guðsteinn ... já ég ætla að vera orðvar. Erfitt samt stundum þegar leikar æsast.

Hoppandi (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 21:34

40 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þú ert sennilega að tala við með þeim rólegri mönnum í bloggheimum, þannig ég get ekki alveg sett mig í þau spor að æsa mig um of. En gott að sjá þig aftur, því það vantaði hálfgert krydd í tilveruna með þinni fjarveru, ef ég má orða það svo.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.9.2010 kl. 22:10

41 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Eins gott að passa sig Guðbergur.

Heldurðu að þú getir það?

Theódór Gunnarsson, 23.9.2010 kl. 22:21

42 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Guðsteinn,

Ég kíkti eldsnöggt á prófílinn þinn, aðallega til að sjá myndina af þér betur, og las þennan texta:

Ég heiti Guðsteinn Haukur Barkarson og er lifandi trúaður einstaklingur, ég tek fram að þeim sem kjósa að skrá athugasemdir undir dulnefni og segja ekki til nafns verður hiklaust eytt. Einnig eyði ég hiklasust ómálefnalegu skítkasti. En ég treysti því og trúi að til þessa þurfi aldrei að koma.

Þú þarft eiginlega að kíkja aðeins á þetta og leiðrétta, vegna þess að þetta er þín formlega kynning á sjálfum þér. Feitletrað eru tillögur til úrbóta.  Ég ætla núna að skrifa tillögu að breytingum:

Ég heiti Guðsteinn Haukur Barkarson og ég er lifandi, trúaður maður.  Ég vara gesti mína við því að koma fram undir dulnefni og segja ekki til nafns.  Þeim sem það gera verður úthýst.  Ég kæri mig heldur ekki um ómálefnalegt skítkast og mun eyða öllu slíku jafn óðum.  Ég hef þó tröllatrú á að til þess þurfi ekki að koma.

Hvernig var þetta?  Er þetta ekki bæði safaríkara og lausara við málfræðiklúður?   Þetta er auðvitað dálítið gamaldags, en ég er líka hundgamall.

Samkvæmt ofanrituðu ættir þú að hafa hent Gubergi öfugum út.

Theódór Gunnarsson, 23.9.2010 kl. 22:39

43 identicon

Já, þú myndir vilja það Theódór.

Hoppandi (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 22:52

44 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Já Guðbergur, ég myndi gjarnan vilja það.

Theódór Gunnarsson, 23.9.2010 kl. 22:59

45 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Æji Guðbergur,

Ég var að átta mig á því að þú heldur að ég sé að svara því að Guðsteinn hefði átt að henda þér út, en ég er að svara því að ég vildi gjarnan að þú yrðir stilltur og góður strákur og það væri hægt að spjalla við þig.

Klúður.

Theódór Gunnarsson, 23.9.2010 kl. 23:02

46 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Þá þyrfti Guðsteinn líka að henda út Doctor E. :-) 

Hér er mikið fjör. Hoppað og skoppað.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.9.2010 kl. 00:05

47 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Teddi

Þetta er flotturtexti, sem ég gerði smá breytingu á.

Ég heiti Guðsteinn Haukur Barkarson og ég er lifandi, trúaður maður.  Ég vara gesti mína við því að koma fram undir dulnefni og segja ekki til nafns.  Þeim sem það gera verður kannski úthýst.  Ég kæri mig heldur ekki um ómálefnalegt skítkast og mun eyða öllu slíku jafn óðum.  Ég hef þó tröllatrú á að til þess þurfi ekki að koma.

Ég þakka bara kærlega fyrir, ég hef ekki spáð í þessa höfundasíðu í nokkur ár! En Guðbergur og DoctorE eru velkomnir svo lengi sem þeir halda sig á mottunni.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2010 kl. 09:56

48 identicon

Show me the motta ;)

Rosalega kristilegt hjá Rósu að mæla með að mér sé hent út, svo sætt og kristilegt að ég bara á ekki eitt aukatekið orð til að lýsa hrifningu minni.
Ætli Rósa myndi mæla með því við guð að ég yrði pyntaður að eilífu, í nafni ástar

doctore (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 09:59

49 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Guðsteinn,

Takk fyrir að taka þessari ábendingu svona vel.  Ég var búinn að drekka 2 bjóra þegar ég skrifaði þetta og hugsaði ekki út í að ég kynni að móðga þig með þessu.  Mér finnst svo gaman að bulla svona þegar ég finn aðeins á mér.

Theódór Gunnarsson, 24.9.2010 kl. 10:29

50 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Doctor E.

Guðsteinn átti bara einn að skilja djókið hjá mér :-)))

Doctor E. skrifar: "Ætli Rósa myndi mæla með því við guð að ég yrði pyntaður að eilífu, í nafni ástar. "  NEI

Ritað er í hinni Heilögu bók: Sá yðar sem syndlaus er kastið fram fyrsta steininum. Þú þarft ekki að óttast steinakast frá mér því ég er ófullkomin mannvera sem nýt náðar Jesú Krists.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.9.2010 kl. 23:43

51 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Öfugt við okkur ræflana.  Doksi, eigum við ekki bara að detta í það?

Theódór Gunnarsson, 25.9.2010 kl. 00:10

52 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.9.2010 kl. 00:19

53 Smámynd: Óskar Arnórsson

Guð er sjentilmður. Hann treður sér ekki upp á neinn...

Verið góð við DoktorE! Hann er sendur frá Guði til að styrkja fólk í trúnni á Hann og það gengur alveg stórfínt...

Óskar Arnórsson, 25.9.2010 kl. 09:07

54 identicon

Doktorinn verður ánægður með að heyra þetta.

Hoppandi (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 10:21

55 identicon

Sá yðar sem syndlaus er... Veistu Rósa að þetta var sett inn af þýðingum biblíu;  Þetta var aldrei í þeim pörtum sem til eru af "original" biblíu.
Jesú sagði þetta aldrei.. bara einhver gaur sem fannst smart að setja þetta inn.
Svona er biblían inn og út... td var ekki nein upprisa í biblíu fyrr en löngu síðar, þá bættu menn því inn;

Check it, allir trúmenn skulda sjálfum sér það að kynna sér uppruna biblíu... þó það sé sjokkerandi

Ég er að vinna í dag Theódór... kannski í kvöld; :)

DoctorE (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 10:23

56 Smámynd: Óskar Arnórsson

...Það er svo sem engin synd að trúa á Biblíu. Hélt bara að það væri meira vit í að trúa á Guð í staðin. Það er ekki hægt að hafa tvð Guði...alla vega ráðlegg ég engum það...skrítið hvað það er lítið talað um hvað trú sé raunverulega... 

Óskar Arnórsson, 25.9.2010 kl. 16:41

57 identicon

Frábært að vita að tilgangur lífsins sé ást.

Þar með má segja að samkynhneigðir sem lifa saman í ást hafa uppfyllt tilgang lífsins.

Hjörtur Brynjarsson (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 17:29

58 identicon

Ástin felst í mörgu öðru en persónulegu ástarsambandi tveggja einstaklinga þótt vissulega sé það mikilvægur partur af heildinni.

Hoppandi (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband