Færsluflokkur: Vefurinn

Nördahúmor ...

Einn mjög góður vinur minn sendi mér þessa mynd sem mér fannst alveg afbragð! Og sýnir þetta aðra mynd á heimi tækninnar!  W00t

 

GetAttachment.aspx

 (Smellið 2x á hana til þess að fá hana stærri)


Hvaðan kom Nova?? >:-( ------>

Ég er búinn að rýna í allan kóða sem moggabloggið býður uppá í þema pökkunum. Ég sé enga leið að losna við þessa leiðindar óvelkomnu auglýsingu nema að breyta MasterPaginu hjá blogginu, sem enginn annar en tæknimenn moggans hafa aðgang að. Við erum því föst með þetta nema kannski notendur Firefox vafrans, þar er hægt að gera eftirfarandi:

  1. Fara í Tools efst hægra megin á síðunni
  2. Fara svo í "Manage Add-ons"
  3. Velja "Enable or Disable Add-ons"
  4. Smella á "Shockwave Flash Object"
  5. Fara aðeins niður þar sem hægt er að haka við "Enable" eða "Disable" og haka við "Disable".

 
Þessar góðu leiðbeiningar fékk ég lánaðar hjá Jóhönnu bloggvinkonu minni, og þakka ég henni fyrir að deila því.

Mér finnst einhvernveginn að Mogginn hefði átt að vara okkur við eða gefið okkur kost á að losna við þetta gegn vægu gjaldi eða eitthvað slíkt!

En ég rauf bloggfríð til þess að nöldra þetta, og er farinn aftur í frí, þetta hneykslaði mig svo mikið að ég varð að nöldra um þetta eins sönnum bloggara sæmir!


Góðar stundir ...

SöknuðurÉg hef ákveðið að fara ótímabundið bloggfrí. Undanfarnar vikur hafa orðið miklar breytingar á mínu starfi og hef ég ekki lengur tíma til þess að sinna blogginu lengur. Ég er ekki hættur, alls ekki en vegna mikilla anna verð ég að taka mér frí. Undecided

Ég get ekki einu sinni svarað athugasemdum lengur við færslur hjá mér vegna tímaskorts. Crying Ég mun samt fylgjast með og mun gera nokkrar athugasemdir annað slagið. Og með vorinu kem ég aftur galvaskur og mun halda samsýningu með nokkrum frábærum listamönnum hér á blogginu. Cool

Ég vil þakka ykkur öllum sem hafa lagt leið sína hingað og sýnt málefnum mínum áhuga.

Ég kveð ykkur með þessum orðum:

Jóhannesarguðspjall 11:25-26

25 Jesús mælti: ,,Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.
26 Og hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu?`` 

Takk fyrir allt allir! Heart

Með Guðs blessun,

Guðsteinn Haukur Barkarson Hansen


Cja l8tr

Farinn í bloggfrí vegna mikilla anna. Sé ykkur seinna!  Cool

Könnun um álit ykkar á moggablogginu

Einn mjög góður bloggvinur minn sem kallar sig Promecius hefur sett upp snilldar könnun um moggabloggið.

Promecius
Promecius

Hann gaf mér góðfúslegt leyfi til þess að auglýsa þetta myndarlega framtak sitt og hér kemur það í heild sinni:

Jæja elsku fólk, ég hef könnun fram að færa um þetta bloggkerfi sem ég vil endilega að þið takið þátt í. Þetta er könnun sem ég hef búið til á netinu og sett inn tengil á hana hérna í færslunni. Könnunin mun ekki taka nema um það bil þrjár mínútur.

Ég mun síðan ef allt hefur gengið að óskum, það er, að niðurstaðan hefur borist rétt, birta hana hérna  í flokkinum 'Vefurinn'. Ég geri ráð fyrir því að ég muni hafa könnunina í gangi í um tvær vikur en kannski lengur eða styttra allt eftir viðbrögðum.

Ef þú getur ekki tekið þátt þar sem aðilinn sem heldur utan um könnunina hefur lokað á hana, þá er það vegna þess að fjöldi þátttakenda hefur verið náð en hann er takmarkaður af könnunar aðilanum. Ef þetta gerist fyrir auglýst lok á könnuninni (í kringum tvær vikur, kannski lengur) þá  mun ég strax birta niðurstöður hennar.

Það er ætlunin að senda niðurstöðuna til umsjónarmanna blog.is

Hér er könnunin

Allt tekið frá síðu Promecius 

Endilega takið þátt, því þetta snýst um að gera bloggheima betri! 


Bloggfrí

Farinn í bloggfrí, seinna í dag mun ég læsa blogginu til þess að ég falli ekki í freistni. En mun opna aftur von bráðar. Ég þarf að nálgast Guð enn á ný og endurnýja mig. Ég hef ekki lengur krafta til þess að svara fyrir trúna uppá eigin spýtur, ef ég hef ekki Guð með þá er þetta allt til einskins. Ég er hvort eð er hálf þunglyndur þessa daganna og megið þið alveg biðja fyrir mér.

Guð blessi ykkur á meðan.  Halo


Hvernig fer maðurinn að þessu?

Hvernig fer gæinn að þessu? Ég held að þetta sé ekki döbbað ...  


Nokkrir brandarar

Góður vinur minn sendi mér þessar myndir t-pósti, mér fannst þetta svo mikil gargandi snilld að ég varð að birta þetta:

Hér er hugur forritarans og tölvunördsins:
 hugur forritarans

 
 
Hér er sönnuð gagnsemi "Drag and Drop"  
tölvuvandamál
 
 

Hér er svo hugur guðleysingjans ! hehe ...
atheist
 
Enjoy! Tounge

Eilíf barrátta um athygli kvenþjóðarinnar ...

 Ég fékk þetta myndband sent frá vinnufélaga í dag, krakkinn er strax kominn með "macho" og berst í vöggunni eins og berserkur fyrir athygli móður sinnar. Ég og aðrir karlmenn eiga ekki erfitt að setja sig í þessar kringumstæður og skilja þetta vel !  hehehe .... Tounge

 

 
Sennilega er ég svona einfaldur, en ég ætla að kaupa rakvélar frá þessu fyrirtæki bara fyrir þetta listræna framtak !! Cool



Ég er risinn upp frá dauðum !

Ég hef verið veikur undanfarið loksins get ég farið að blogga aftur.

Mikið ósköp er ég feginn að trúa á endurreisn holdsins, því annars væri ég illa settur. Grin

I'm back !

Af þessu tilefni mátti ég til með að gera grín af sjálfum mér með þessari skop teikningu ...  af sjálfum mér ...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 587917

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband