Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Guðsteinn.is - mín eigin heimasíða kominn í loftið!

Ég var ásamt góðum vini mínum að setja upp heimasíðu. Hún á eftir að gegna þeim tilgangi að vera eins konar portfolíó fyrir mig og kem ég til með að nota hana til þess að koma mér á framfæri.

Arnar Geir Kárason er sá sem hjálpaði mér hvað mest við þetta, hann á og rekur fyrirtækið A2.is og er heimasíðan keyrð á kerfi frá honum. Cool Útlitshönnunin var algerlega mín en Arnar sá um mest alla forritun og að setja inn kerfið og er ég honum eilíflega þakklátur.  Joyful

Hér er skjámynd af síðunni fyrir þá sem nenna ekki að smella á þennan link sem leiðir þig inná guðsteinn.is. Ég keypti nefnilega lénið með íslenskum stöfum, sem þýðir að það er hægt að slá inn bæði: http://gudsteinn.is og http://guðsteinn.is - mér fannst þetta gefa nafni mínu meiri brag! Tounge

sida_916391.jpg
 

 Ég vona að þið fylgist með þróun þessa vefseturs, ég læt svo vita hver framþróunin verður.  Cool


Af hverju halda aðventistar að jörðin sé 6000 ára gömul?

Margir sem hafa rætt við aðventistann Mofi/Halldór Magnússon hafa orðið vör við staðfestu hans við þá kenningu að jörðin sé aðeins 6000 þúsund ára. En af hverju stafar þessi staðfasta trú þeirra?

Aðventistar
Ég fór á stúfanna og fór að rannsaka þá, og fann nokkrar staðreyndir um þessa hreyfingu sem eru afar athyglisverðar. Þeir byggja meginstoðir trúar sinnar á boðskap Ellen G. White (1827-1915) – spámann/konu þeirra. Út frá henni byggja þeir margar kenningar sínar eins og t.d. með aldur jarðar og fleiri atriði.

En hver var þessi Ellen G. White?

ellen G WhiteAðventistar eru sannfærðir um spámannlegt vald Ellen G. White. Hún ritaði margar bækur um heilsusamlegt líferni og helgi Sabbatsins. Eftir andlát eiginmanns hennar; aðventistaprestsins James Springer White (1821-1861) þá varð hún leiðtogi sjöunda-dags aðventista safnaðarins.

En af hverju er jörðin svona ung í þeirra augum?

Skýringin fyrir þessa miklu trú aðventista að jörðin sé 6000 þúsund ára gömul er einmitt vegna Ellen G. White og það sem er um hana ritað. Úr bókinni: Óvæntar staðreyndir um sögu jarðar eftir Harold Coffin. (Bókaútgáfan Fell. Reykjavík. 1978.) Stendur eftirfarandi og skýrir ýmislegt varðandi þessa kenningu:

„Mósé og Ellen G. White fengu að sjá upphafssögu jarðarinnar í sýn og bæði hafa þau ritað það sem þau sáu. Í vissum skilningi er þetta eina frásögn "sjónarvotta" sem við höfum um sköpunina. Ellen White veitir samfellt víðsýni yfir sögu jarðarinnar frá upphafi til enda. Hún gerði sér grein fyrir því af því sem hún sá að jörðin var 6000 ára gömul."

 

looking_down_on_earth.jpgHver er þá mín afstaða?
Þjóðkirkjan ásamt mér sjálfum trúum ekki að jörðin sé svona ung, heldur viðurkenni ég þróun og lít ég svo á að Guð er ekki upphafinn yfir slíkt verk. Að mínu mati er jörðin margra milljóna ára og haldast vísindin hönd í hönd við skaparann sjálfann. Annars er  ekki hægt að útskýra tilvist risaeðlanna og fleiri atburða í sögu þessarar plánet á vitrænan máta nema að taka tillit til vísindanna. Guð er snilldar hönnuður og trúi ég að hann hafi útbúið þessa þróun og hafa mennirnir nýlega uppgötvað hana.

Ellen „greyið“ White hafði sem sé rangt fyrir sér að mínu mati, og tel ég hana sem og aðventista hafa rangt fyrir sér. Þeir kunna að segja við mig að ég sé trúlítill eða eitthvað á þá leið, en sköpunarsöguna lít ég sjálfur á sem fagurfræðilega leið til þess að útskýra fyrir bronsaldarmönnum hvernig heimurinn varð til. Sumu á ekki að taka bókstaflega því annars værum við illa stödd.

Góðar stundir.


Því ekki?

Margir hafa rekið upp stór augu að ég veiti þessu málefni lið. En eins og margir hafa bent á er þetta ekki neitt einsdæmi í heiminum, til að nefna þýska Kristilega Demókrata Flokkinn eins og Axel bloggfélagi bendir á.

Það er mér þungt í hjarta að sjá viðbrögðin við þessari hugmynd, sjálfskipaðir sleggjudómarar bloggsins hafa blásið þessu af borðinu eins og ekkert sé, án þess þó að kynna sér hvað er um að vera.

Ég sjálfur er ekki að fara í neitt framboð, en þar sem þetta þverkristileg samtök tel ég að tími sé kominn á að kristnir hér í landi vakni og fara taka til sinna mála. Þetta er aðeins byrjun af vonandi miklu meira og á eftir að fjölga í "söfnuðinum" ef ég má orða það svo. Dæmum því ekki fyrirfram og sjáum hvað úr þessu verður.


mbl.is Vilja stofna kristilegan stjórnmálaflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sofum ekki á verðinum, verum vakandi fyrir öfgum!

Í dag eru átta ár síðan Al-Qaida réðst á tvíburaturnanna í bandaríkjunum. Ég ætla ekki að hafa þessa grein mjög langa, heldur að leyfa myndunum að tala sínu máli:

9-11.jpg132113924_5b17bf600a.jpg

911twintowers.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 9a-11.jpg

 9_11_cross_copy.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einnig minni ég á þessar fréttir:

Þessa konu átti að hýða og sekta fyrir það eitt að ganga í buxum... GetLost

mbl.is Buxnakona laus úr fangelsi

Réttindi kvenna er fótum troðinn og minni ég á að sumum greinum Íslams fyrirfinnst umskurn á konum, sem ég reyndar kalla sjálfur limlestingu! Angry

burkas_908225.jpg

mbl.is Giftingar barna bannaðar en umskurn kvenna leyfð

Danir eru ennþá að gjalda þess að hafa gert hinar víðfrægu skopteikningar af Múhameð, og þar sem ég er skopteiknari sjálfur ... þá hræðir þetta mig allverulega! Shocking

mbl.is Hryðjuverkahætta í Danmörku

Það eru fáir í dag sem þora að standa upp og gagnrýna öfga Íslam, ekki bara vegna viðbragða fólks, heldur einnig vegna heiftarlegra viðbragða öfga Íslams.

Segjum sem svo að ef ég sem skopteiknari væri kominn á dauðalista, og við sem þjóð skotmark hryðjuverkamanna vegna skopteikninga, þá held ég að einhver myndi vakna af værum svefni hér á landi! Við verðum bara að vakna og horfa á blákaldar staðreyndir, því þessi grein er engan vegin öfgafull, því um blákaldar staðreyndir eru að ræða.

Þetta er ÖFGA Islam!!

Ég vona einnig að ég þurfi ekki að taka fram að ég er að fjalla um ÖFGA ÍSLAM!! GetLost Bara svo það sé á hreinu svona fyrir ykkur sem ætla að henda sögu kristninnar framan í mig og hina "pólitískt réttu" sem vilja hlífa öllum við gagnrýni og kalla það fordóma.

Svona öfgar hvort sem það er Íslam, guðleysingjar eða jafnvel kristni verður að sporna við! Ekki satt? Verum því á varðbergi.


Guð blessi minningu þeirra sem létust í þessum hroðalegu árásum þann ellefta september 2001.

P.s. for the people who use google translate, I want to point out that I am criticizing extreme Islam, not muslims in general.


mbl.is Átta árum síðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurt og Svarað um trú: Trúaður svarar

Ég ætla gera heiðarlega tilraun til þess að útskýra af hverju ég er trúaður, og um leið svara nokkrum spurningum sem hafa birst í öðrum greinum hjá mér og í daglegu lífi.


„Af hverju trúir þú á æðri mátt?"

Mitt svar:Jesús
Friður, hver mannsál leitar eftir svo kölluðum "innrifrið" alla sína ævi, og eru til óteljandi vegir í þeirri leit. Það tómarúm sem er í hjarta hvers er nefnilega hægt að fylla.

Ef við tökum mig sjálfan sem dæmi, hef alltaf verið mjög feiminn, og oft á tíðum erfitt að skilja hvað ég segi sökum þessarar feimni og verð fremur lágmæltur. Þetta er einn af fjölmörgum kostum við að eiga Guð að sem vin. En ég tek fram, að þetta vandamál er léttvægt miðað við marga aðra. Ég komst til trúar sökum sannfæringar ekki vegna vandamála í eigin lífi.

Eins ef t.d. dauðsfall, slys eða aðrar hörmungar banka uppá, þá leitar niðurbrotinn sála mín á náðir Guðs til huggunar, og bregst það aldrei að Guð huggar mig í sárum mínum, og í gengum bænina vinn ég úr vandamálum mínum.

„Af hverju trúir þú á „Grimmann" Guð Gamla testimenntisins?"

Mitt svar:
Horfa verður á allar staðreyndir til þess að skilja Gamla testamenntið (GT). Líta á allar aðstæður þess tíma, umhverfið siði og venjur hvers tíma fyrir sig.

Margur guðleysinginn hendir því framan í trúað fólk að Guð leyfi nauðganir og að taka sér konu með valdi og gera hana að eiginkonu sinni. Við verðum að taka tillit til þeirra siða (sem þóttu sjálfsagðir á sínum tíma um heim allan) og venja sem tíðkuðust á hverjum tíma fyrir sig. Breytt siðferði hjá nútíma manninum á erfitt með að skilja þær aðferðir sem voru beittar t.d. gegn konum, eins og taka þær herfangi og annað slíkt. Á ritunartíma Bilíunnar var þetta nefnilega ekkert tiltökumál, og var allur heimurinn með svipaða eða eins siði. Því miður var þetta karlrembu samfélag og stjórnaðist einungis af karlmönnum, þess vegna var það algjör firra að Jesús sjálfur hafi átt eintal við samverska konu, sem var algert hneyksli að gera á þeim árum.

Jóhannesarguðspjall 4:9
9 Þá segir samverska konan við hann: „Hverju sætir að þú, sem ert Gyðingur, biður mig um að drekka, samverska konu?“ [En Gyðingar hafa ekki samneyti við Samverja.] 

Bara það eitt að tala við hana gat jafnvel þýtt útskúfun úr gyðingasamfélaginu, ekki bara vegna þess mikla rígs sem var á milli samverja og gyðinga, heldur einnig vegna þess að karlmenn áttu ekki að tala við konur á þann máta sem Jesús gerði, sérstaklega ekki sem jafningja. Fleiri dæmi mætti telja upp þar sem Jesús gengur í berhögg við alla siði og venjur varðandi konur, og hef ég alltaf talið Jesús vera fyrsta jafnréttissinnann sem ritað er um fyrir vikið.  

VonÞess vegna ef horft er lögmál gyðinga og það borið saman við orð og verk Jesú, þá hlýddi Jesús ekki alltaf öllum þeim boðum og bönnum sem Gyðingar voru vanir, og þess vegna segir hann sjálfur að hann hafi uppfyllt lögmálið með fyrirmynd sinni. Því er afar mikilvægt að nota Jesú sem túlkunarlykil á GT, og horfa á orð og gjörðir hans sem gagnrýni hans á samtímamenn sína sem hann skammaði fyrir að hafa breytt orði Guðs sér til hagsbóta. Þetta verður að horfa á.

En þessi grein er orðinn nógu löng, ég skrifa meira þegar fleiri spurningar koma, ég vona bara að þetta hafi svarað einhverju varðandi trú mína.

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.


Með skjöld trúarinnar ...

... misnota mislyndismenn sér trúna, alveg eins og Guðmundur í Byrginu gerði á sínum tíma. Þessi einstaklingur var greinilega með ljótan afbrotaferil, því í fréttinni stendur:

Hann og eiginkona hans Nancy eru nú bæði í haldi lögreglu en Garrido var áður  fundinn sekur um mannrán og nauðgun á áttunda áratug síðustu aldar.

Það segir allt sem segir allt segja þarf, Garrida er ljótt dæmi um mann sem bregst trausti, og þykist tala fyrir hönd Guðs í þeim efnum, en 'af ávöxtunum skulum við þekkja þá'  segi ég nú bara, og lýsi hér með viðbjóði mínum yfir gjörðir þessa manns.


mbl.is Telur sig sendiboða Guðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir eru Vottar Jehóva?

Saga Votta Jehóva
Charles Taze RussellVottar Jehóva eiga rætur sínar að rekja til aðventistahreyfingarinnar í Bandaríkjunum á nítjándu öld, og er hann skilgreindur sem aðventískur trúarhópur af fræðimönnum. Kaupsýslumaðurinn Charles Taze Russel (1852-1916) var stofnandi Votta Jehóva og kom hann fyrst á fót litlum leshóp til þess að rannsaka kenningar ritningarinnar um Jesúm Krist, endurkomu hans og ástand sálarinnar eftir dauðann.

Russel yfirgaf kalvínska trúarhefð foreldra sinna, þar sem hann gat ekki séð hvernig það gat samrýmst gæsku Guðs að dæma hluta mannkyns til ,eilífrar kvalarvistar í helvíti‘, þess í stað sannfærðist Russel um svefn sálarinnar við dauðann, og taldi glötunina aðeins felast í „útstrokun tilvistar“ eða tortímingu sálarinnar þar sem hann taldi sálina ekki vera eilífa.

Þá túlkun sótti hann til hóps aðventista sem nefnast síðari aðventistar og samræmdust skoðanir hans og hópsins mjög svo vel um tíma. Síðari aðventistar voru fylgismenn Williams Miller (1782-1842) sem spáði fyrir um heimsendi sem aldrei varð árið 1844. Russel og hans fylgjendur voru afar uppteknir af pýramýddaútreikningum til þess að finna dagsetningu heimsendis og annarra hörmunga. Þeir spáðu heimsendi margsinnis:  Heimild hér.

Um það fjallar myndbandið hér að neðan. Myndbandið er gamalt, en hefur ekki tapað gildi sínu, enda er um að ræða viðtöl við fólk sem trúði þessum falsspádómi.

 

 
Samkvæmt þeirra eigin ritum þá átti heimsendir að verða 1975. Ég hef spurt nokkra votta af því í dag hvað þeir segja um þessa atburði, og sögðu þeir þetta vera sögufölsun og allar prentanir af Varðturninum séu falsanir óprúttinna aðila. Sem er veruleikafirring á háu stigi. 
 
 

AWAKE! Oct/08/1966, p 19:

"In what year, then, would the first 6,000 years of man's existence and also the first 6,000 years of God's rest day come to an end? The year 1975."

WATCHTOWER Oct/15/1966, p 629:

"Discussion of 1975 overshadowed about everything else. 'The new book compels us to realise that Armageddon is, in fact, very close indeed,' said a conventioner."

WATCHTOWER, May/01/1967, p 262:

"...1975 marks the end of 6,000 years of human experience.....Will it be the time when God executes the wicked?....It very well could be, but we will have to wait to see."

WATCHTOWER, Aug/15/1968, P 494:

Article heading - "WHY ARE YOU LOOKING FORWARD TO 1975?"

WATCHTOWER, Aug/15/1968, P 499 (same article):

"ADAM CREATED AT CLOSE OF "SIXTH DAY"

Are we to assume from this study that the battle of Armageddon will be all over by the autumn of 1975, and the long-looked-for thousand-year reign of Christ will begin by then ?Possibly, but we wait to see how closely the seventh thousand-year period of man's existence coincides with the sabbath like thousand-year reign of Christ....It may involve only a difference of weeks or months, not years."

 
Hér eru svo nokkur furðuleg atriði varðandi Vottanna sem þeir trúa og stunda, ekki veit ég hvort sé fylgt eftir hér á Íslandi, en það er samt gert á heimsvísu.
 
Heimild hér sem er skrifum af fyrrverandi Vottum.
 
  1. Guð er ekki þrenning; sú kenning er frá djöflinum.
  2. Það á ekki að biðja til Jesú, því hann er aðeins erkiengill.
  3. Heilagur andi er ópersónulegur eins og rafmagn.
  4. Öll kraftaverk sem gerast í dag eru frá hinu illa, því þeir telja að þau gátu aðeins gerst á tímum postulanna.
  5. Himnaríki er frátekið fyrir 144.000 valda Votta Jehóva, árið 2006 voru 9.105 enn á lífi. Hinir sem eftir eru munu ríkja á hinni nýju jörð eftir heimsendi.
  6. Vottar Jehóvar (VJ) eru hinir einu sönnu kristnu, allar aðrar kirkjudeildir eru villutrúarbrögð.
  7. Seinni koma Jesú varð 1914 bak við luktar dyr (þeir spáðu nefnilega líka heimsendi 1914.)
  8. Jesús reis ekki upp í holdi, heldur var líkami hans eyddur af Guði og kom hann aftur sem andavera sem tók á sig mismunandi myndir.
  9. Þeir halda að Jesús gat mögulega hafa syngað og því misheppnast í starfi sínu.
  10. Allar ríkisstjórnir eru stjórnað af skrattanum samkvæmt þeim, þess vegna kjósa þeir ekki í kosningum.
  11. Þeir mega ekki kaupa smákökur frá stúlkna skátum í Bandaríkjunum. Skátarnir eru nefnilega byggðir á Kristilegri hreyfingu.
  12. Þeir mega ekki gegna herþjónustu.
  13. Þeir halda ekki uppá neinar hátíðir (Jól, páskar o.s.f.v.) og mega þeir halda uppá afmæli sín heldur.
  14. Þeir mega ekki bjóða sig fram til neins embættis (pólitískt)
  15. Þeir mega ekki sitja í kviðdómi.
  16. Þeir mega ekki eiga eða bera á sér nokkurt krosstákn.
  17. Þeir mega ekki eiga samskipti við brottrekna meðlimi úr söfnuði VJ.
  18. Þeir mega ekki taka við jólagjöfum.
  19. Þeir mega ekki kaupa neinar jólavörur að neinu tagi.
  20. Þeir mega ekki lesa neitt kristilegt efni en þeirra eigin.
  21. Þeir mega ekki eiga vini sem eru ekki VJ.
  22. Þeir mega ekki giftast neinum sem er ekki VJ.
  23. Þeir mega ekki hylla fánann eða syngja þjóðsönginn.
  24. Þeir mega ekki segja Guð blessi þig ef þú hnerrar.
  25. Þeir mega ekki vera með húðflúr.
  26. Þeir mega ekki kaupa gæludýrafóður sem inniheldur blóð að einhverju magni.
  27. Þeim er stranglega meinað að gefa blóð eða líffæri (sem hefur kostað mörg hundruð dauðsfalla í þeirra röðum, enda ganga
  28. Þeir með á sér kort með fyrirmælum að þeir mega ekki gefa blóð eða þiggja)
  29. Þeir mega ekki lesa nein rit sem tala gegn VJ.
  30. Þeir mega ekki túlka biblíuna nema hafa varðturninn eða hliðstætt rit sér við hlið til skýringar fyrir þá.
  31. Þeir mega ekki ekki stunda sjálfsvarnaríþróttir að neinu tagi. (box, karate, glíma o.s.f.v.)
  32. Þeir mega ekki ganga í nein íþróttafélög eða taka þátt í neinni slíkri starfssemi.
  33. Þeir mega ekki taka þátt í skólaleikritum.
  34. Þeir mega ekki fara í jarðarför neins sem hafði yfirgefið söfnuð VJ.
  35. Þeir mega ekki segja "gangi þér vel."
  36. Þeir mega ekki verða lögregluþjónar.
  37. Konur mega ekki biðja í návist karlmanna nema vera með viðeigandi höfuðfati.
  38. Þeir mega ekki spila skák.
  39. Þeir mega ekki bera skart með eðalsteinum.
  40. Þeir mega ekki eiga óróa, (þar sem þeir eru til þess að reka burt illa anda, samkvæmt þeim)
  41. Þeir verða að lesa reglulega í varðturninum.
  42. Þeir verða að ganga hús í hús í hverri viku
  43. Þeir verða að mæta í kirkju 5 sinnum í viku.
  44. Samkomusalir Vottanna hafa enga glugga.
  45. Karlmenn mega ekki safna skeggi.
  46. Varðturnsfélagið er eina spámannlega vald Guðs á jörðinni í dag.
  47. Konum ber að hlýða/gefa sig undir vald öldunga Varðturnsfélagsins í einu og öllu.
Ofangreint veit ég ekki hvort sé fylgt eftir hér á Íslandi, þessi heimild og listi er frá Bandarísku fólki sem voru eitt sinn VJ. 
 
Vottar Jehóva geta ekki talist sem Kristinn söfnuður. Þeir afneita guðdómi Krists og telja hann Michael erkiengil. Þeir telja hann einnig staurfestan, þrátt fyrir að gríski textinn tali um naglanna þrjá sem voru gegnum stungnir í hendur Jesú og fætur. Eins lasta þeir heilagan anda með því að telja hann ópersónulegan eins og rafmagn. Þess vegna geta þeir ekki talist til kristinna kirkju.
 
Ritað er:
Jóhannesarguðspjall 14:6
Jesús segir við hann: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.
Hvernig virkar þá ofangreint vers ef Jesús er Mikael erkiengill og má ekki biðja til hans? Það er ritað um það á mörgum stöðum að Guð er sannleikur, þess vegna þagði Jesús þegar Pílatus spurði hann: "hvað er sannleikur?"FootinMouth Þetta bara passar ekki hjá þeim.
 
Af hverju skrifa ég þessa grein? Verum á varðbergi fyrir úlfum í sauðagærum, því ef þú ert eitt sinn genginn í VJ, þá er þér meinað að kynna þér nokkuð annað á meðan. Kynntu þér málin áður en þú tekur ákvörðun.
 
Guð blessi ykkur og þakka ég lesturinn.
 

Zeitgeist myndin – satt eða logið?

Það fyrsta sem áhorfandi verður var við er hversu vel myndin er gerð. Hún er sett upp sem afar sannfærandi fræðslumynd og vel heppnuðum búning. Ég tek samt fram og ítreka við fólk að ég er að fjalla um FYRRi Zeitgeist myndina, ekki nýju myndina sem fjallar um fjármál heimsins eða ,,Zeitgeist - Addendum". Fyrri Zeitgeist myndina má horfa á hér: http://video.google.com/videoplay?docid=-594683847743189197

Megin boðskapur myndarinnar er skynsemi fólks, þ.e.a.s. að fólk hugsi og skoði allar ástæður áður en skoðun er mynduð, sem er gott og blessað, ef þeir aðeins færu eftir eigin boðskap. Mér dettur í hug enska setningin: „Practice what you preach" þegar höfundar myndarinnar hamra svo á þessu, en ég fer yfir af hverju mér þykir svo vera í þessari grein.

Allar fullyrðingar og rannsóknir verða að vera byggðar á heimildarvinnu, því hefur greinilega verið sleppt að megin hluta í þessu tilfelli, þar sem margar af fullyrðingum þeirra halda ekki vatni. Það er vissulega ekki eins auðvelt að vísa heimildir í mynd, eins og í rannsóknarritgerð, en það er algjört lágmark að geta um hvaðan heimildin kemur og frá hvaða ritum eða fræðimönnum þeir byggja heimildir sínar á.    

Ég hætti mér ekki í að taka alla þætti myndarinnar, sökum lengdar þessarar greinar. Ég ætla aðeins að benda á nokkra þætti sem mér finnst vera rangir og bendi í heimildir af netinu svo fólk geti dæmt um það sjálft hvað er rétt í þessu.        

Jesús og samanburðurinn við heiðnu goðin

Þann samanburð sem er talinn upp í fyrra hluta myndarinnar, vil ég aðeins fjalla um. Þar á sér stað sá skortur á heimildarvinnu sem ég get hér um ofar.  Höfundar Zeitgeist telja upp hin og þessi goð til samanburðar við Jesú, og fullyrða um leið að þau, eins og Jesú hafi fæðst 25. Desember, átt tólf lærisveina, risið upp frá dauðum og jafnvel breytt vatni í vín. Flestir guðfræðingar og reyndar flestir kristnir menn eru sammála um að Jesús hafi einmitt EKKI fæðst 25. Desember og hafi fremur fæðst í kringum laufskálahátíðna.  25. desember er aðeins haldið við vegna hefðarinnar og á hún sér vissulega heiðnar rætur.           

Fullyrðingar Zeitgeist

Fyrir hið fyrsta er Hórus ekki fæddur af mey. Það fer reyndar tvennum sögum af hverra goða hann er, annarsvegar er hann sagður sonur Hathor (gyðju) sem eignaðist hann með Ra, þó einnig fyrirfinnist sagnir um að faðirinn hafi verið einhver annar, meyfæðing er hér víðsfjarri.

Önnur sögn er sú að Ísis (sem samkvæmt eldri sögnum var systir hans) hafi getið hann með látnu goði, á hátt sem eiginlega verður að kallast allt annað en meyfæðing. [1] Svo eru eftirfarandi goð talinn upp ásamt Hórusi sem Zeitgeistmenn segja standast samanburð við Jesú:

horusZeitgeistmenn fullyrða:

Hórus - 3000 FK - Egyptaland
Fæddist 25. des, fæddur af mey, átti 12 lærisveina.
Kallaður "lamb Guðs", "ljós heimsins", sagður "krossfestur"
og reis upp frá dauðum á 3 degi.


Ekkert af ofangreindu kemur þar fram, og reyndar hef ég ekki fundið neinar heimildir fyrir neinar af ofangreindum fullyrðingum frá traustum aðilum.
Sjá nánar: http://en.wikipedia.org/wiki/Horus um Hórus, sjá einnig: http://tru.is/pistlar/2007/12/jesus-og-horus/ eftir Svavar A. Jónsson.

attisZeitgeistmenn fullyrða:

Attis - 1200 Fyrir Krist (FK) - Grikkland
fæddist 25. des, fæddur af mey,
sagður ,,krossfestur"og reis upp frá dauðum á 3 degi.


Sjá nánar um Attis: http://en.wikipedia.org/wiki/Attis - ekkert ofangreindu stenst um hann heldur. Eins var krossfesting rómversk aftökuaðferð sem var tekinn upp LÖNGU seinna af rómverjum. [2]

krishnaZeitgeistmenn fullyrða:

Krishna - 900 FK - Indland
Fæddur af meynni Devaki,
stjarna í austri átti að segja til um fæðinguna.
Gerði mörg kraftaverk með lærisveinum sínum,
og reis upp frá dauðum á 3 degi eftir dauða sinn.


Krishna er sagður hafa verið upphafinn til himna, og er þar í andlegum líkama, það er ekkert talað um að hann hafi risið upp frá dauðum. Nánar um Krishna hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Krishna

dionysusZeitgeistmenn fullyrða:

Dionysus - 500 FK - Grikkland (eða Bakkus - í Rómverskri goðafræði)
Fæddist 25. des, fæddur af mey,
var farandskennari sem átti hafa breytt vatni í vín,
ásamt öðrum kraftaverkum, kallaður "Konungur konunganna". eða "King of Kings",
einnig: "eingetinn sonur Guðs" og "alfa og omega"
og reis upp frá dauðum eftir dauða sinn.

Fullyrðingar um meyfæðingu eru alrangar; hann er meðal annars talinn vera sonur Seifs og Semele, og aðrir jafnvel telja hann vera son Seifs og Persephone.

mithraZeitgeistmenn fullyrða:

Mithra - 1200 FK - Persía
Fæddist 25. des, fæddur af mey, átti 12 lærisveina.
Gerði kraftaverk og reis upp frá dauðum eftir dauða sinn.
Dýrkun á honum fór fram á sunnudögum.

 

Nánar um Mithra hér:  http://en.wikipedia.org/wiki/Mithra Hann er sagður vera sköpunarverk Ahura Mazda sem goð á hans vegum. Enn og aftur standast fullyrðingar Zeitgeist manna ekki.

Endilega smellið á tilvísanirnar þá sjáið þið þetta sjálf, eða bara að nota google.

Niðurstaða

Eins og ofangreint sýnir, þá er greinilegt að ekki er hægt að gleypa öllu hráu. Þessi samanburður Zeitgeistmanna er ekki bara rangur heldur jaðrar við lygi til þess eins að afskræma Jesú. Þar misheppnast þeim allhrapalega sökum lélegrar fræðimennsku eins og ég hef reynt að sýna fram á. Gleypum ekki öllu hráu, og skoðum málin til enda áður en dæmt er. Því Zeitgeist menn hömruðu á að nota heilbrigða skynsemi til þess að greina á milli, og því er ég sammála, þess vegna hef ég ritað þessa grein til þess að benda á kýlin í boðskap fyrri Zeitgeist myndarinnar.

Guð blessi ykkur og þakka ég lesturinn.

 -------------------------------------------------------------------------------

Heimildir:

Myndin virðist vera byggð á bókinni: The Christ Conspiracy e. Acharya S.  sem er bandarískur fræðimaður, hún starfar í Athenu og var sérlegur ráðgjafi við gerð þessarar myndar (sjá http://zeitgeistmovie.com/sources.htm). Sú kona er ekki mikils metinn sem fræðimaður, sökum þess hversu slaka fræðimennsku hún notar. Sjá umfjöllun Dr. Ben Witherton: http://benwitherington.blogspot.com/2007/12/zeitgeist-of-zeitgeist-movie.html); og Dr. Michael Barber (http://singinginthereign.blogspot.com/2007/07/zeitgeist-movie-is-christianity.html)

[1] http://helgigudna.blog.is/blog/helgigudna/entry/396880/  Helgi Guðnason Guðfræðingur.

[2] Athugið að í grein á wikipedia er sagt að forn-Egyptar hafi þekkt þetta fyrirbæri, orðalag höfundar er "in the sense of impalement..." ef orðið impalement er valið sést að hann á hér við stjakfestingu, og talar um "krossfestingu" í víðari skilningi. Stjakfestingar voru talsvert frábrugðnar krossfestingum. Hægt er að lesa sér til um þetta á http://en.widipedia.org/wiki/Crucifixion hér er þetta tekið fram til að forðast misskilning


Blindur sjáandi

"Sjáandinn" sem spáði þessu, hefur heldur betur haft rangt fyrir sér. Stendur ekki í fyrsta Jóhannesarbréfi og fjórða kafla?

Andi sannleikans og andi villunnar

4
1 Þér elskaðir, trúið ekki sérhverjum anda, heldur reynið andana, hvort þeir séu frá Guði. Því margir falsspámenn eru farnir út í heiminn. 2 Af þessu getið þér þekkt anda Guðs: Sérhver andi, sem játar, að Jesús sé Kristur kominn í holdi, er frá Guði. 3 En sérhver andi, sem ekki játar Jesú, er ekki frá Guði. Hann er andkristsins andi, sem þér hafið heyrt um að komi, og nú þegar er hann í heiminum.

4 Þér börnin mín, heyrið Guði til og hafið sigrað falsspámennina, því að sá er meiri, sem í yður er, en sá, sem er í heiminum. 5 Falsspámennirnir heyra heiminum til. Þess vegna tala þeir eins og heimurinn talar, og heimurinn hlýðir á þá. 6Vér heyrum Guði til. Hver sem þekkir Guð hlýðir á oss. Sá sem ekki heyrir Guði til hlýðir ekki á oss. Af þessu þekkjum vér sundur anda sannleikans og anda villunnar. 

Því miður ég treysti betur á Guð minn heldur en sjáendur. Og í þessu tilfelli tek ég einnig mark Ragnari "skjálfta" enn fremur en sjáanda. Ég tala nú ekki um þar sem þessi kona hafði ekki "anda sannleikans" í sér þessar hún spáði fyrir um þetta, þar sem hún og maður hennar selja sjálf svokölluð "jarðskjálftahús".

Þetta var sem sé sölutrix, og minnir ískygggilega á spádóma Votta Jehóva hér í gamla daga. Við skulum varast að fara eftir svona falsspádómum þegar Guð fylgir ekki með í pakkanum. 

psychic-with-crystal-ball.jpg  pjun251l.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Spurt um jarðskjálftaspádóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 587925

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband