Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Aftur til fornaldar

Sá var tíminn sem þegnum var sagt hvað þeir mættu og mættu ekki klæðast. Þegnum var sagt hvað var siðsamlegt og hvað ekki, annars biðu hörð viðurlög. Þetta var árið 17 hundruð og súrkál!

Nú er herrans árið 2007 og kemur virkilega á óvart að nútímaríki eins og Ungverjaland skuli skipa þegnum sínum hvað megi og megi ekki klæðast. Ég bið fyrir þessu fólki !


mbl.is Heimilt að fara úr sokkabuxum og sleppa bindinu í hitabylgju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilög þrenning – Er Jesús Guð?

krossÞetta atriði hafa margir velt fyrir sér. Getur það verið að mennsk vera sé Guð Almáttugur? Það kann að vera erfitt að gleypa slíkri kenningu, því allir hafa sína mynd af Guði.

En er Jesús Guð? Afhverju halda kristnir því fram að svo sé? Er þetta ekki sami Guðinn og í Íslam og öðrum trúarbrögðum?

NEI !

Það er langt í frá að svo sé.

Ritningarlega séð er afar auðvelt að sanna að Jesús sé Guð. Ef tökum Jóh. 1:1-18 t.d.

Jóhannesarguðspjall 1:1-18.

1 Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð.
2 Hann var í upphafi hjá Guði.
3 Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er.
4 Í honum var líf, og lífið var ljós mannanna.
5 Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því.
6 Maður kom fram, sendur af Guði. Hann hét Jóhannes.
7 Hann kom til vitnisburðar, til að vitna um ljósið, svo að allir skyldu trúa fyrir hann.
8 Ekki var hann ljósið, hann kom til að vitna um ljósið.
9 Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn.
10 Hann var í heiminum, og heimurinn var orðinn til fyrir hann, en heimurinn þekkti hann ekki.
11 Hann kom til eignar sinnar, en hans eigin menn tóku ekki við honum.
12 En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans.
13 Þeir eru ekki af blóði bornir, ekki að holds vild né manns vilja, heldur af Guði fæddir.
14 Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðurnum.
15 Jóhannes vitnar um hann og hrópar: ,,Þetta er sá sem ég átti við, þegar ég sagði: Sá sem kemur eftir mig, var á undan mér, enda fyrri en ég.``
16 Af gnægð hans höfum vér allir þegið, náð á náð ofan.
17 Lögmálið var gefið fyrir Móse, en náðin og sannleikurinn kom fyrir Jesú Krist.
18 Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Sonurinn eini, Guð, sem er í faðmi föðurins, hann hefur birt hann.

Málið er einfalt. Jesús er Guð. Þetta er ekki sami Guð og í t.d. Íslam eða Búddisma. Hann er orðið, eins og hugsun verður að orðum, þá var hann í upphafi það fyrsta sem Guð gerði, það var að tala. Fyrir mátt orða hans urðu allir hlutir til. “Verði ljós” sagði Drottinn, og það varð ljós. Orðið var nú fætt og hlýddi Guði, hann var sem sé til fyrir alla sköpun.

Þarf meira?

Ritningin segir:

Jóhannesarguðspjall 8:56-58

56 Abraham faðir yðar vænti þess með fögnuði að sjá dag minn, og hann sá hann og gladdist.``
57 Nú sögðu Gyðingar við hann: ,,Þú ert ekki enn orðinn fimmtugur, og hefur séð Abraham!``
58 Jesús sagði við þá: ,,Sannlega, sannlega segi ég yður: Áður en Abraham fæddist, er ég.``

KrossÞarna Guðlastar Jesús allverulega við gyðinga. Hann notar háheilagt nafn Guðs, eða “ég er sá sem ég er”, sem útlistist “Jahve” og stundum ranglega stafsett “Jehóva” sem samtíningur af nöfnunum “El-Shaddai (sem þýðir Guð Almáttugur)” og “Jahve”.

En nafn Guðs mátti enginn nefna á tímum Jesú. Það var á svo heilagt að prestar á þessum tíma þorðu jafnvel ekki að nota það. Nafnið sem Jesús notaði um sjálfan sig var: “Yod-Hei-Vav-Hei eða YHVH”, sem er varla framburðarhæft lengur, og hefur fallið í gleymsku vegna ótta gyðinga við að nota það. Þess vegna grýttu gyðingar Jesú þegar hann sagði þetta um sjálfan sig. Hann setti sig ekki bara til jafns við Guð, heldur sagði hann sjálfan sig vera Guð í bókstaflegri merkingu.

Jesús er Drottinn og það verður hann um aldir alda. Þess vegna er ekki hægt að segja að grimmur og miskunnarlaus Guð Íslams, og ópersónugerður Guð Búddista eða annara trúarbragða, sé sami Guðinn. Það er bara ekki hægt.

Guð blessi ykkur öll og ég vona að þið sjáið ykkur fært að biðja einnar bænar sem gæti hæglega breytt lífi ykkar. Halo


Pælingar um húðlit ...

Ég fékk þetta sent í t-pósti, mér fannst þetta svo rétt og skemmtilega framsett að ég mátti til að deila þessu með ykkur ! Það er heilmikill sannleikur í þessu ! 

 

    At birth, I was BLACK,
    When I grew up, I was BLACK,
    When I go into the sun, I'm BLACK,
    When I'm cold, I'm BLACK,
    When I'm scared, I'm BLACK,
    When I'm sick, I 'm BLACK,
    And when I die, I'll still be BLACK.


    You white folks....

    At birth, you are PINK,
    When you grow up, you are WHITE,
    When you go into the sun, you turn RED,
    When you are cold, you turn BLUE,
    When you are scared, you turn YELLOW,
    When you are sick, you turn GREEN,
    When you are bruised, you turn PURPLE,
    And when you die, you turn GRAY.

   

    So who you callin' colored folks? LoL


Bloggfrí

Eins flestir hafa eflaust tekið eftir hef ég ekki bloggað í nokkra hríð. Ég því ákveðið að hvíla þetta og sé ykkur fljótlega aftur, vonandi.

Guð blessi ykkur öll !


Góðverk í nágrannaerjum

Eftir þennan afar dramatíska landsleik þeirra, þá er við hæfi að gera góðverk. Ekki veit ég hvort þetta blási til samkeppni á góðverkum á milli þeirra en tíminn verður að leiða það í ljós. Það er gaman að þessum kjánalegu erjum nágranna þjóða okkar !W00t
mbl.is Áhöfn Dannebrog bjargaði Svíum úr hafsnauð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirbænarefni

Ég hvet alla til þess að biðja fyrir þessum hjónum. Þau voru jú heppinn að lifa þennan gasleka af, en þau eru ennþá illa haldinn á sjúkrahúsi. Bæn mín er sú að Guð lækni þau af meinum sínum þannig að náist fullur bati !
mbl.is Hjón sem fundust meðvitundarlaus í tjaldvagni eru illa haldin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldstó Café - staður sem vert er að skoða!

Á ferð minni um landið stöldruðum við hjónin á Eldstó Café á Hvollsvelli.  Sá bragur sem er yfir honum er hreint ólýsanlegur. Þetta er heimilislegur staður fullur af fallegum vörum og æðislegu kaffimeðlæti! Bloggvinkona mín hún G. Helga rekur þennan stað, hún sjálf er svo yndisleg og kærleiksrík að hún skapar það góða andrúmsloft sem á að vera inná kaffihúsum! Auk þess gerir hún heimsins bestu vöflur og kaffi !

Ég hvet alla til þess að staldra við á Eldstó Café í sumarfríinu !


Kominn í frí og fer í Skálholt

Ég verð fjarri góðu gamni um helgina. Konan er draga mig á málþing í Skálholti ég mun gefa skýrslu um það þegar ég kam aftur. Ég verð að segja að ég er forvitinn um hvernig svona guðfræðilegt málþing fer fram. Ég hef aldrei farið á slíkt og hlakka bara til! Hver veit nema ég komi betri maður til baka ! Wink

Guð blessi ykkur öll á meðan !


« Fyrri síða

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 587925

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband