Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Konan mín er komin með blog ! :)

Yndisleg eiginkona mín er loksins farin að blogga. Hún kallar sig bænamær og er hún komin í blogvinalistann minn. Smellið hér til þess að fara inná blogið hennar ! Grin

Karlmenn úreltir og óþarfir

Nú hafa vísindamönnum tekist að gera allt karlkyn óþarft. Með þessu geta konur útrýmt öllum körlum og stjórnað því sjálfar hve mikið af karlkyni sé heiminum. Nýtt Amazon ríki verður til og við strákarnir verðum komnir í útrýmingarhættu !

Sjá nánar þessa frétt.

Er ykkur ekki sama þótt ég biðji fyrir okkur strákunum, fyrst við verðum bráðum komnir á vonarvöl?  hehehehe ...  Wink


Föstudagurinn 13

Mér brá heldur í brún þegar ég skoðaði bloggið mitt í morgun, mér fannst þessi dagur ekki byrja vel. Ég er ekki hjátrúarfullur, en það er alveg merkilegt að ég skuli fá þessar tölur á heimasíðuteljarann minn á morgni föstudeginum þrettánda. Alveg týpísk mín heppni.  Tounge

Í dag:   Í vikunni:  Frá upphafi:

62        666           2707


Líf á öðrum hnöttum?

earthLoksins er komið fram að það er mögulega til líf á öðrum hnöttum, reyndar hefur mér alltaf fundist besta sönnunin að mannskepnan hefur verið látin í friði fyrir öðrum lífverum, þeir hafa séð hvernig við förum með hvort annað og umhverfi okkar. Við erum ekki langt í land með að tortíma okkur sjálfum miðað við hvernig við högum okkur gagnvart okkar nánustu náttúru.

Það er loksins komið fram það sem mig grunaði alltaf, og lofa ég Guð fyrir sköpunarverk sitt. Wink


mbl.is Merki um vatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristileg barrátta og réttindi

Hvað gengur á hjá kristnum mönnum í dag? Undanfarna mánuði hafa kristnir orðið fyrir barðinu á krossförum vantrúaðra. Fyrst birtir Kompás þessa ægilegu herför á þjóðkirkjuna, í þeim þætti segir Sr. Hjörtur fríkirkjuprestur þá djöfulega sem töldu sig höndla sannleikann, hvað sem það nú þýðir. Ég skil ekkert hvað maðurinn er að fara, sérstaklega vegna þess að hann hopaði með orð sín á stöð2 í fyrrakvöld. Kvenpresturinn stóð sig mun betur en hann, einfaldlega vegna þess að hún bar þó rök fyrir máli sínu. GetLost

Nú er komið á daginn að prestar í Digraneskirkju sjá ekki fært að ferma stúlku sem tilheyrði söfnuði Sr. Hjartar. Ég þekki örfáa þjóðkirkjumenn sem dásömuðu verk Sr. Magnúsar í Digraneskirkju, þeim fannst þetta hið besta mál og upphófu Sr. Magnús fyrir mikinn myndugleik, síðan varð það í dag að Biskup Íslands skikkaði Sr. Magnús til þess að ferma stúlkuna, þá fóru þessir sömu menn að dásama biskup fyrir að taka í taumanna !?! Shocking Framsóknarmenn allra flokka sameinist, segi ég nú bara!

Í fyrsta lagi átti svona vitleysa aldrei að koma upp, fyrr má nú vera hrokinn og vanþekkinging á siðareglum presta, það er skýrt kveðið á í reglum prestafélagsins að eigi megi gera greinarmun á sóknarbörnum, þess vegna greip biskup inní þetta.

Ég get ekki sagt að ég sé beinlínis skoðannabróðir Sr. Hjartar heldur, mér þykir hann lausmáll og með skrítnar skoðannir.

Hér er dæmi sem ég tók af heimasíðu hans:

Biskup í hópi bókstafstrúaðra

Í millitíðinni hefur lítill hópur strangtrúaðra sent fjölmiðlum yfirlýsingu biskupi til stuðnings.  Þar eru höfð eru uppi stór orð um hrikalega skaðsemi þess ef látið er eftir mannréttindakröfum samkynhneigðra.  

Það er athyglivert í upptalningu þeirra aðila sem sagðir eru standa að baki þeirri þeirri fréttatilkynningu að sama trúfélagið er talið upp a.m.k. 7 sinnum undir ólíkum staðarnöfnum.  Þetta er eflaust gert til að gefa yfirlýsingunni mun meira vægi en henni raunverulega ber sannleikanum samkvæmt.     Framsetningin minnir glögglega á aðferðir bókstafstrúarmanna víða um heim.  Gott fólk tilheyrir þessum litlu hópum en í grunninn er hér um að ræða fámennan hóp bókstafstrúarmanna sem hefur haft mjög hátt í okkar samfélagi undanfarin ár.  Og víst er að ef þeirra vilji næði fram að ganga í íslensku samfélagi, væri til að mynda jafnréttisbarátta kvenna undanfarna áratugi gersamlega unnin fyrir gíg.

Í fyrsta lagi skil ég ekki þessa tengingu við réttindabaráttu kvenna í þessu samhengi. Konur í dag hafa spjarað sig mjög vel í sinni réttindabaráttu og finnst mér því óréttlátt að blanda þessu inní þetta. Þessi rök hans eru ómálefnanleg og dæmin sem hann tekur léleg. Auk þess er hann hlyntur giftingu samkynhneigðra, sem mér þykir ganga gegn boðum biblíunar.

Ég skil ekki afhverju þeim er svona mikið hjartansmál að fá að gifta sig í kirkju, þeir vita mætavel afstöðu kristinna til lífernis þeirra. En nei, það er aldrei borin nein virðing fyrir skoðunum annarra, sérstaklega þegar um trúaða er að ræða. Við erum kölluð öllum illum nöfnum og taldir ólýðræðissinnaðir rasistar bara vegna þess að við erum á annarri skoðun en flestir. Það er til nóg af möguleikum fyrir samkynhneigða að gifta sig, til að mynda hjá sýslumanni eða hjá lögmanni. Þetta er bara okkar skoðun og við erum ekki að hata neinn eða bölva, við elskum þessa einstaklinga jaft og hvern annan einstakling. Það er lífernið sem við erum ósammála en fólkið sjáft er yndislegt eins og það er.  Það eina sem ég bið um er umburðarlyndi gagnvart skoðunum kristinna, því gleymið ekki að við kristnu erum einnig minnihlutahópur í landinu.


 


Alvarlegur skortur á þýskum hermönnum

Mikið er ég feginn að við erum þeirri blessunar gædd að eiga eins hæft starfsfólk á Hagstofunni eins og raun ber vitni. Þessi frétt finnst mér eiginlega sanna það. Ef við hefðum her í kennitölulandi eins og okkar, þá hefði eitt núll til eða frá skipt afar miklu máli. En lof sé Guði að við erum herlaus !
mbl.is Fjögurra vikna gamall drengur kvaddur í herinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geimgates - eða réttara sagt geimgeit!

Við skulum bara vona að geimskutlan sé búinn Linux eða Apple hugbúnaði, annars er hætt við því að hann fái bláskjá dauðans eða "Illegal Program error" á leiðinni !

hehehehehehe ....  W00t
mbl.is Bill Gates sagður íhuga geimferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meðferð dýra !

Ég fékk leyfi frá Ingu Brá vinkonu minni til þess að vekja athygli á þessu. 

Las þetta á msnbc.com

Calif. man gets jail time for abusing puppy

7-month-old Doberman brought to shelter with broken ribs and leg injuries

LOS ANGELES - A man has pleaded guilty to animal cruelty charges after bringing a 7-month-old Doberman puppy with broken ribs and leg injuries to a shelter and telling the workers there that his hands hurt from hitting her.

Isaak Gowhari, 34, was sentenced Thursday to 45 days in county jail after entering his plea to the misdemeanor counts. The judge also barred Gowhari from owning an animal for three years.
Gowhari’s telephone number was unlisted and he could not immediately be reached for comment.

Authorities said Gowhari came under investigation after he gave Gracie, the puppy, to an animal shelter.

“Gowhari told the animal shelter workers that he was surrendering the dog because his hands hurt from hitting the animal,” said animal control Officer Ernesto Poblano.

Photos seized by investigators showed Gracie’s snout taped shut and her legs bandaged.

“At times, Gowhari did get Gracie medical care for the injuries he inflicted, but he apparently did not follow up on treatments and the injuries became aggravated and did not heal,” Poblano said.

Gracie recovered from her injuries and has since been adopted.

Mér er spurn, afhverju fær svona fólk að eiga dýr yfir höfuð? Sem betur fer fór málið þannig að dýrið var tekið af eigandanum en mér finnst eiga skilið þyngri dóm. Svona á EKKI að fara með dýr, og ég bið fólk um að vera vel vakandi á röltinu, það getur alltaf leynst svona á bak við tjöldin en það sést best á ásigkomulagi dýrsins.  


Hvað eru þeir að reyna að sanna með þessu?

Mér er spurn, hvað eru þessir menn að reyna að sanna með þessu?  Ég viðurkenni að mér finnst svona "löggjöf" sjálfum mjög skrítinn, og finnst svona lagað tilheyra lögum miðalda! En til eru skynsamlegri leiðir en þetta til þess að vekja athygli á sér, afhverju fara þeir ekki í undirskriftarsöfnun eða koma manni inná þing til þess að hafa einhver áhrif. En dettur þeim slíkt í hug? Nei, þeir eru í tilgangslausum fíflahætti á austurvelli.

Lög allra þjóða hafa einhver skrítinn lög, íslendingar eru enginn undantekning, samanber tyrkjalögin, ég dreg sjálfur mörkin við að banna böll og önnur skemmtannahöld á svona dögum. Mér finnst það persónulega asnalegt, en aldrei dytti mér í hug að fara dansa á einhverjum kassa á austurvelli til þess að vekja athygli á mér. Joyful Mér finnast andstæðingar mínir kjánalegir í þessu heimskulega framtaki, hefðu þeir eitthvað á milli eyrnanna þá hefðu þeir reynt að hafa einhver áhrif, en nei, þeir kjósa að gera sig fíflum niður á austurvelli.

Það er sjálfsögð virðing við okkur sem kalla okkur Kristna þjóð að heiðra krossdauða Jésú og gefa frí á svona dögum, en leyfa skemmtannahald. Því við erum Kristinn þjóð hvort sem þeim líkar betur eða verr. Vantrúarmenn væla um að þeim er veitt frí á svona dögum, en ég vil benda þeim á að þeir geta vel samið við yfirmann sinn og fengið að vinna, fyrst það er svona mikið hjartansmál að mótmæla öllu sem heitir Kristni.  


mbl.is Vantrú heldur bingó á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elóí, Elóí, lama sabaktaní !

Í tilefni þessarar stórkostlegu hátíðar ! Grin 

Drottinn Guð minn hví hefur þú yfirgefið mig sagði Jésús þegar hann yfirgaf þennan heim. Það er ekkert skrítið að hann mælti þessi orð því á þessari stundu varð faðirinn að yfirgefa hann og setja ALLAR syndir heimsins á hann. Samanber:

Bréfið til Hebrea 2:7-10

7  Skamma stund gjörðir þú hann englunum lægri. Þú hefur krýnt hann vegsemd og heiðri. Og þú hefur skipað hann yfir verk handa þinna.
8  Allt hefur þú lagt undir fætur hans. Með því að leggja allt undir hann, þá hefur hann ekkert það eftir skilið, er ekki sé undir hann lagt. Ennþá sjáum vér ekki, að allir hlutir séu undir hann lagðir.
9  En vér sjáum, að Jesús, sem ,,skamma stund var gjörður englunum lægri, er ,,krýndur vegsemd og heiðri" vegna dauðans sem hann þoldi. Af Guðs náð skyldi hann deyja fyrir alla.
10 Allt er til vegna Guðs og fyrir Guð. Því varð hann, er hann leiðir marga syni til dýrðar, að fullkomna með þjáningum þann, er leiðir þá til hjálpræðis.

Markúsarguðspjall 15:22-39

22  Þeir fara með hann til þess staðar, er heitir Golgata, það þýðir ,,hauskúpustaður.``
23  Þeir báru honum vín, blandað myrru, en hann þáði ekki.
24  Þá krossfestu þeir hann. Og þeir skiptu með sér klæðum hans og köstuðu hlutum um, hvað hver skyldi fá.
25  En það var um dagmál, er þeir krossfestu hann.
26 Og yfirskriftin um sakargift hans var svo skráð: KONUNGUR GYÐINGA.
27 Með honum krossfestu þeir tvo ræningja, annan til hægri handar honum, en hinn til vinstri. [
28 Þá rættist sú ritning, er segir: Með illvirkjum var hann talinn.]
29 Þeir, sem fram hjá gengu, hæddu hann, skóku höfuð sín og sögðu: ,,Svei, þú, sem brýtur niður musterið og reisir það á þrem dögum!
30 Bjarga nú sjálfum þér, og stíg niður af krossinum.``
31 Eins gjörðu æðstu prestarnir gys að honum og fræðimennirnir og sögðu hver við annan: ,,Öðrum bjargaði hann, sjálfum sér getur hann ekki bjargað.
32 Stígi nú Kristur, konungur Ísraels, niður af krossinum, svo að vér getum séð og trúað.`` Einnig smánuðu hann þeir, sem með honum voru krossfestir.
33 Á hádegi varð myrkur um allt land til nóns.
34 Og á nóni kallaði Jesús hárri röddu: ,,Elóí, Elóí, lama sabaktaní! Það þýðir: Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?
35 Nokkrir þeirra, er hjá stóðu, heyrðu þetta og sögðu: ,,Heyrið, hann kallar á Elía!``
36 Hljóp þá einn til, fyllti njarðarvött ediki, stakk á reyrstaf og gaf honum að drekka. Hann mælti: ,,Látum sjá, hvort Elía kemur að taka hann ofan."
37 En Jesús kallaði hárri röddu og gaf upp andann.
38 Og fortjald musterisins rifnaði í tvennt, ofan frá allt niður úr.
39 Þegar hundraðshöfðinginn, sem stóð gegnt honum, sá hann gefa upp andann á þennan hátt, sagði hann: ,,Sannarlega var þessi maður sonur Guðs.``


« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 587925

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband