Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Svikin loforð ...

Ég tók þetta af vef Sjálfstæðismanna af síðu sem þeir kalla "stefna ríkisstjórnarinnar". Sjá hér

Fyrsta atriði: 

"Að auka beinan stuðning við barnafjölskyldur með hækkun barnabóta og frítekjumarks þeirra og áfram verði dregið úr tekjutengingu þeirra. Áfram verði stutt dyggilega við íþrótta- og æskulýðsstarf."

Ég hef ekki orðið var við neitt af þessu ofangreinda nema kannski stuðning við íþrótta- og æskulýðsstarf.  Þvert á móti hafa barnabætur lækkað ef eitthvað er, ég var í það minnsta með miklu meira síðast liðinn ár en ég er nú. Samt hafa launin mín staðið í stað.

Annað atriði:

"Að tryggja að jafnvægi og stöðugleiki ríki í efnahagsmálum þjóðarinnar. Með því skapast skilyrði til enn frekari vaxtar þjóðartekna og aukins kaupmáttar almennings. Jafnframt er stöðugleiki í efnahagsmálum forsenda aukinnar samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs."

HAHAHAHA ! Right, það er nú meiri stöðugleikinn, óðaverðbólga og himinn hátt verð á öllu sama hvað það heitir. Verkalýðsfélög eru meira að segja í stökustu vandræðum með að halda kjarasamningum í gildi vegna verðbólgumarkmiðanna.

"Af ávöxtunum skal þekkja þá", stendur einhversstaðar. Höfum það í huga þegar við göngum að kjörborðinu í vor.


Hvar endar þetta?

Er heimurinn virkilega kominn í svona mikla persónudýrkun, að þeir vilji láta af hendi stórfé fyrir bækur sem kona skrifaði sem hefur varla fengið tækifæri til þess að kólna.   Sjá hér.

Úfff ... ég bið fyrir svona fólki !


Feluleikurinn búinn !

Ég hef ákveðið að koma fram undir eigin nafni og mynd, ég heiti Guðsteinn Haukur Barkarson og notendum vísis til einskærar ánægju þá er hér mín opinberun. Ég er orðinn leiður á nafnleyndum og feluleikjum og vil geta tjáð mig sem ég sjálfur og ekki sem einhvert óþekkjanlegt 'nikk'.  Joyful  

Er Jésús Guð?

Margir velta þessari spurningu fyrir sér og ætla ég að gera heiðarlega tilraun til þess að lýsa því sem mér finnst um þetta sjálfum. Jésús er sonur Guðs sem hluti af þrenningunni, Faðirinn, sonurinn og heilagur andi. Faðirinn er honum æðri og þess vegna er hann sonur hans.

Eins og ritað er,
Jóhannes 1:1

"Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð."

Seinna í sama kafla kemur:

Jóhannes 1:14
"Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðurnum."

Þannig er Jésús Guð.

Annað einfaldara dæmi:
Jokulsa-i-Loni-solsetur
Allir eru sammála að hlutir eins og sólin séu einn hlutur, sem það er. Samt er hægt að flokka hann niður í t.d. þrjá hluta; hiti, ljós og massa. Eins er með þrenninguna, Faðirinn er massinn eða efnið, Jésús er ljósið og heilagur andi er hitinn. En þetta er bara minn skilningur á þessu og mér finnst hann nógu einfaldur til þess að jafnvel ungt barn gæti skilið það.

« Fyrri síða

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband