Helber mannréttindabrot!

Jæja, nú eru ca. 1000 manns horfnir sem berjast fyrir frelsi Tíbets. Og allt þetta í skugga ólympíuleikanna, kínverjar eru greinilega að gera allt til þess að þagga niður í þessum stórhættulegu mótmælendum, og beita valdi sínu óspart til þess að svona lagað hverfi.

Þetta er um 1000 manns! Jahérna hér, og við ætlum að senda okkar íþróttafólk til lands sem gleypir fólk!

Ég held að stjórnvöld ættu að endurskoða hug sinn í þeim efnum!


mbl.is Meira en 1000 Tíbeta saknað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er verulega sorglegt dæmi.

Ég verð samt að byggja soldið á þessu svona trúarlega séð eins og mér er svo tamt :)

Ég ætla mér að leggja það fyrir ykkur sem trúið á guð að taka sama pól í hæðina með alla þá sem guð drap með köldu blóði samkvæmt meintum bókunum hans.
Ættuð þið að trúa á guð sem framkvæmir slík voðaverk, ættuð þið að senda fólk í meintar dýrkunarbyggingar hans,  er það í lagi vegna þess að hann lofar ykkur verðlaunum.
Er á sama máta ekki hægt að afsaka för okkar til kína, við gætum fengið verðlaun þar.

Sorry ég sá tvískinnung í þessu og varð að leggja útfrá honum, ekki verða fúll Guðsteinn minn, komdu bara með eitthvað sem afsakar það að leggja nafn sitt við gaurinn sem játar upp á sig gríðalega mörg morð og illvirki.
Engin verðlaun = engin trú; Ekki satt.

DoctorE (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 09:28

2 Smámynd: Mama G

Það væri nú gaman að vita hvað það er nákvæmlega við Tíbet sem Kínverjar halda svona dauðahaldi í!?

Varla eru það olíulindir þarna upp undir þaki heimsins... og ekki myndi ég halda að þeim vantaði fleiri skattgreiðendur... já, maður er bara svona að spá hvað sé málið???

Mama G, 19.6.2008 kl. 09:41

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er ágætt að minna á að Ingibjörg Sólrún hefur stutt stefnu kínverskra stjórnvalda um eitt Kína en það má vera í ljósi harðneskjulegrar stefnu ríkisstjórnar Íslands gagnvart íslenskum sjómönnum að hún finni til einhverrar samkenndar með stjórnvöldum þar eystra.

Sigurjón Þórðarson, 19.6.2008 kl. 10:04

4 Smámynd: Linda

Kínverjar gerast sekir um skelfileg mannréttindabrot, og Tíbet er einn hluti af mörgum í flóknu púsli, ekki gleyma að minnast á alla þá kristnu sem sitja í fangelski fyrir það eitt að boða Krist og vera með húskirkjur.  Málfrelsi er heft í þessu landi, enda situr fólk inni fyrir að þora tala gegn þessu landi sínu.  Nei, það væri óskandi að við færum ekki á leikanna í þessu skelfilega landi, en ég efast um að sú brúnnefja sem er ríkisstjórn landsins okkar mun þora að gefa slíkt fordæmi.

knús

Linda, 19.6.2008 kl. 10:10

5 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ég er tvístígandi...í aðra röndina þykir mér sorglegt ef Ólympíuleikarnir verða að pólitískt verkfæri, í hina vil ég setja niður fótinn gagnvart mannréttindabrotum kínverja, því þögn er sama og samþykki. Svo ég veit ekki Guðsteinn.

Haraldur Davíðsson, 19.6.2008 kl. 11:43

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Mama G - þetta snýst um landareign og valdagræðgi!

Sigurjón - takk fyrir þessar upplýsingar, ekki hafði ég hugmynd um stuðning ISG. 

Linda - nákvæmlega! Og heitir það sem þú nefnir réttilega skoðannakúgun.

Halli - nú er bara gera upp við sig.  ;) 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.6.2008 kl. 12:17

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi - sheeeeshh! Ég er bara hissa að þú nefndir ekki þjóðkirkjuna!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.6.2008 kl. 12:45

8 identicon

Nei láttu ekki svona, ég verð að hnýta í eitthvað sem virkar sem 2 mismunandi skoðanir á samskonar málum :)

DoctorE (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 13:21

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Bull Dokksi, þetta kemur trú minni lítið við. Nema þú sért að verja kommúnista. Ertu að því kannski?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.6.2008 kl. 13:55

10 identicon

Alls ekki, ég vil bara að fólk taki allt ofbeldi undir sömu formerkjum, hvort sem það er framkvæmt af einræði, glæpamönnum eða meintum guðum.. eða whatever.
Fyrir mér er það þannig að sama hver á í hlut... þá hætti ég að virða dæmið um leið og ofbeldi og ógnir eru komnar inn í málið.

DoctorE (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 18:59

11 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Tek undir orð Hauks og Lindu hér.

Bryndís Böðvarsdóttir, 19.6.2008 kl. 20:31

12 Smámynd: Bumba

Sæll Guðsteinn minn Haukur. Eruð þið í bænum í byrjun Júlí? Ég kem til Íslands þan fyrsta en verð frekar stutt til að byrja með. Væri mikið gaman að hittast. Með beztu kveðju.

Bumba, 19.6.2008 kl. 22:37

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Já við verðum heima Bumba, láttu okkur bara vita. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.6.2008 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 587807

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband