Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Vík brott Icesave!

Búinn að fá mig fullsaddan af Icesave og allri pólitík!Ég segi það fyrir mig að minnsta kosti. Ekki nema ég sé eini Íslendingurinn sem er búinn að fá uppí kok af þessari umræðu! Sick Eins og kannski myndin segir til um hér til hægri sem skissaði af sjálfum mér.

Ég ætla að einbeita mér að skrifa um að aðra hluti en pólitík á næstunni, því erfitt er að temja þá tík, og er ég búinn að fá mig fullsaddan af henni um stundir.

Ekki skilja það svo að mér sé sama, því er fjarri, ég bið fyrir landi og þjóð á hverjum degi.

Guð blessi Ísland og gangið á Guðs vegum. Cool


mbl.is Svigrúm til að setja skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir eru Vottar Jehóva?

Saga Votta Jehóva
Charles Taze RussellVottar Jehóva eiga rætur sínar að rekja til aðventistahreyfingarinnar í Bandaríkjunum á nítjándu öld, og er hann skilgreindur sem aðventískur trúarhópur af fræðimönnum. Kaupsýslumaðurinn Charles Taze Russel (1852-1916) var stofnandi Votta Jehóva og kom hann fyrst á fót litlum leshóp til þess að rannsaka kenningar ritningarinnar um Jesúm Krist, endurkomu hans og ástand sálarinnar eftir dauðann.

Russel yfirgaf kalvínska trúarhefð foreldra sinna, þar sem hann gat ekki séð hvernig það gat samrýmst gæsku Guðs að dæma hluta mannkyns til ,eilífrar kvalarvistar í helvíti‘, þess í stað sannfærðist Russel um svefn sálarinnar við dauðann, og taldi glötunina aðeins felast í „útstrokun tilvistar“ eða tortímingu sálarinnar þar sem hann taldi sálina ekki vera eilífa.

Þá túlkun sótti hann til hóps aðventista sem nefnast síðari aðventistar og samræmdust skoðanir hans og hópsins mjög svo vel um tíma. Síðari aðventistar voru fylgismenn Williams Miller (1782-1842) sem spáði fyrir um heimsendi sem aldrei varð árið 1844. Russel og hans fylgjendur voru afar uppteknir af pýramýddaútreikningum til þess að finna dagsetningu heimsendis og annarra hörmunga. Þeir spáðu heimsendi margsinnis:  Heimild hér.

Um það fjallar myndbandið hér að neðan. Myndbandið er gamalt, en hefur ekki tapað gildi sínu, enda er um að ræða viðtöl við fólk sem trúði þessum falsspádómi.

 

 
Samkvæmt þeirra eigin ritum þá átti heimsendir að verða 1975. Ég hef spurt nokkra votta af því í dag hvað þeir segja um þessa atburði, og sögðu þeir þetta vera sögufölsun og allar prentanir af Varðturninum séu falsanir óprúttinna aðila. Sem er veruleikafirring á háu stigi. 
 
 

AWAKE! Oct/08/1966, p 19:

"In what year, then, would the first 6,000 years of man's existence and also the first 6,000 years of God's rest day come to an end? The year 1975."

WATCHTOWER Oct/15/1966, p 629:

"Discussion of 1975 overshadowed about everything else. 'The new book compels us to realise that Armageddon is, in fact, very close indeed,' said a conventioner."

WATCHTOWER, May/01/1967, p 262:

"...1975 marks the end of 6,000 years of human experience.....Will it be the time when God executes the wicked?....It very well could be, but we will have to wait to see."

WATCHTOWER, Aug/15/1968, P 494:

Article heading - "WHY ARE YOU LOOKING FORWARD TO 1975?"

WATCHTOWER, Aug/15/1968, P 499 (same article):

"ADAM CREATED AT CLOSE OF "SIXTH DAY"

Are we to assume from this study that the battle of Armageddon will be all over by the autumn of 1975, and the long-looked-for thousand-year reign of Christ will begin by then ?Possibly, but we wait to see how closely the seventh thousand-year period of man's existence coincides with the sabbath like thousand-year reign of Christ....It may involve only a difference of weeks or months, not years."

 
Hér eru svo nokkur furðuleg atriði varðandi Vottanna sem þeir trúa og stunda, ekki veit ég hvort sé fylgt eftir hér á Íslandi, en það er samt gert á heimsvísu.
 
Heimild hér sem er skrifum af fyrrverandi Vottum.
 
  1. Guð er ekki þrenning; sú kenning er frá djöflinum.
  2. Það á ekki að biðja til Jesú, því hann er aðeins erkiengill.
  3. Heilagur andi er ópersónulegur eins og rafmagn.
  4. Öll kraftaverk sem gerast í dag eru frá hinu illa, því þeir telja að þau gátu aðeins gerst á tímum postulanna.
  5. Himnaríki er frátekið fyrir 144.000 valda Votta Jehóva, árið 2006 voru 9.105 enn á lífi. Hinir sem eftir eru munu ríkja á hinni nýju jörð eftir heimsendi.
  6. Vottar Jehóvar (VJ) eru hinir einu sönnu kristnu, allar aðrar kirkjudeildir eru villutrúarbrögð.
  7. Seinni koma Jesú varð 1914 bak við luktar dyr (þeir spáðu nefnilega líka heimsendi 1914.)
  8. Jesús reis ekki upp í holdi, heldur var líkami hans eyddur af Guði og kom hann aftur sem andavera sem tók á sig mismunandi myndir.
  9. Þeir halda að Jesús gat mögulega hafa syngað og því misheppnast í starfi sínu.
  10. Allar ríkisstjórnir eru stjórnað af skrattanum samkvæmt þeim, þess vegna kjósa þeir ekki í kosningum.
  11. Þeir mega ekki kaupa smákökur frá stúlkna skátum í Bandaríkjunum. Skátarnir eru nefnilega byggðir á Kristilegri hreyfingu.
  12. Þeir mega ekki gegna herþjónustu.
  13. Þeir halda ekki uppá neinar hátíðir (Jól, páskar o.s.f.v.) og mega þeir halda uppá afmæli sín heldur.
  14. Þeir mega ekki bjóða sig fram til neins embættis (pólitískt)
  15. Þeir mega ekki sitja í kviðdómi.
  16. Þeir mega ekki eiga eða bera á sér nokkurt krosstákn.
  17. Þeir mega ekki eiga samskipti við brottrekna meðlimi úr söfnuði VJ.
  18. Þeir mega ekki taka við jólagjöfum.
  19. Þeir mega ekki kaupa neinar jólavörur að neinu tagi.
  20. Þeir mega ekki lesa neitt kristilegt efni en þeirra eigin.
  21. Þeir mega ekki eiga vini sem eru ekki VJ.
  22. Þeir mega ekki giftast neinum sem er ekki VJ.
  23. Þeir mega ekki hylla fánann eða syngja þjóðsönginn.
  24. Þeir mega ekki segja Guð blessi þig ef þú hnerrar.
  25. Þeir mega ekki vera með húðflúr.
  26. Þeir mega ekki kaupa gæludýrafóður sem inniheldur blóð að einhverju magni.
  27. Þeim er stranglega meinað að gefa blóð eða líffæri (sem hefur kostað mörg hundruð dauðsfalla í þeirra röðum, enda ganga
  28. Þeir með á sér kort með fyrirmælum að þeir mega ekki gefa blóð eða þiggja)
  29. Þeir mega ekki lesa nein rit sem tala gegn VJ.
  30. Þeir mega ekki túlka biblíuna nema hafa varðturninn eða hliðstætt rit sér við hlið til skýringar fyrir þá.
  31. Þeir mega ekki ekki stunda sjálfsvarnaríþróttir að neinu tagi. (box, karate, glíma o.s.f.v.)
  32. Þeir mega ekki ganga í nein íþróttafélög eða taka þátt í neinni slíkri starfssemi.
  33. Þeir mega ekki taka þátt í skólaleikritum.
  34. Þeir mega ekki fara í jarðarför neins sem hafði yfirgefið söfnuð VJ.
  35. Þeir mega ekki segja "gangi þér vel."
  36. Þeir mega ekki verða lögregluþjónar.
  37. Konur mega ekki biðja í návist karlmanna nema vera með viðeigandi höfuðfati.
  38. Þeir mega ekki spila skák.
  39. Þeir mega ekki bera skart með eðalsteinum.
  40. Þeir mega ekki eiga óróa, (þar sem þeir eru til þess að reka burt illa anda, samkvæmt þeim)
  41. Þeir verða að lesa reglulega í varðturninum.
  42. Þeir verða að ganga hús í hús í hverri viku
  43. Þeir verða að mæta í kirkju 5 sinnum í viku.
  44. Samkomusalir Vottanna hafa enga glugga.
  45. Karlmenn mega ekki safna skeggi.
  46. Varðturnsfélagið er eina spámannlega vald Guðs á jörðinni í dag.
  47. Konum ber að hlýða/gefa sig undir vald öldunga Varðturnsfélagsins í einu og öllu.
Ofangreint veit ég ekki hvort sé fylgt eftir hér á Íslandi, þessi heimild og listi er frá Bandarísku fólki sem voru eitt sinn VJ. 
 
Vottar Jehóva geta ekki talist sem Kristinn söfnuður. Þeir afneita guðdómi Krists og telja hann Michael erkiengil. Þeir telja hann einnig staurfestan, þrátt fyrir að gríski textinn tali um naglanna þrjá sem voru gegnum stungnir í hendur Jesú og fætur. Eins lasta þeir heilagan anda með því að telja hann ópersónulegan eins og rafmagn. Þess vegna geta þeir ekki talist til kristinna kirkju.
 
Ritað er:
Jóhannesarguðspjall 14:6
Jesús segir við hann: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.
Hvernig virkar þá ofangreint vers ef Jesús er Mikael erkiengill og má ekki biðja til hans? Það er ritað um það á mörgum stöðum að Guð er sannleikur, þess vegna þagði Jesús þegar Pílatus spurði hann: "hvað er sannleikur?"FootinMouth Þetta bara passar ekki hjá þeim.
 
Af hverju skrifa ég þessa grein? Verum á varðbergi fyrir úlfum í sauðagærum, því ef þú ert eitt sinn genginn í VJ, þá er þér meinað að kynna þér nokkuð annað á meðan. Kynntu þér málin áður en þú tekur ákvörðun.
 
Guð blessi ykkur og þakka ég lesturinn.
 

Zeitgeist myndin – satt eða logið?

Það fyrsta sem áhorfandi verður var við er hversu vel myndin er gerð. Hún er sett upp sem afar sannfærandi fræðslumynd og vel heppnuðum búning. Ég tek samt fram og ítreka við fólk að ég er að fjalla um FYRRi Zeitgeist myndina, ekki nýju myndina sem fjallar um fjármál heimsins eða ,,Zeitgeist - Addendum". Fyrri Zeitgeist myndina má horfa á hér: http://video.google.com/videoplay?docid=-594683847743189197

Megin boðskapur myndarinnar er skynsemi fólks, þ.e.a.s. að fólk hugsi og skoði allar ástæður áður en skoðun er mynduð, sem er gott og blessað, ef þeir aðeins færu eftir eigin boðskap. Mér dettur í hug enska setningin: „Practice what you preach" þegar höfundar myndarinnar hamra svo á þessu, en ég fer yfir af hverju mér þykir svo vera í þessari grein.

Allar fullyrðingar og rannsóknir verða að vera byggðar á heimildarvinnu, því hefur greinilega verið sleppt að megin hluta í þessu tilfelli, þar sem margar af fullyrðingum þeirra halda ekki vatni. Það er vissulega ekki eins auðvelt að vísa heimildir í mynd, eins og í rannsóknarritgerð, en það er algjört lágmark að geta um hvaðan heimildin kemur og frá hvaða ritum eða fræðimönnum þeir byggja heimildir sínar á.    

Ég hætti mér ekki í að taka alla þætti myndarinnar, sökum lengdar þessarar greinar. Ég ætla aðeins að benda á nokkra þætti sem mér finnst vera rangir og bendi í heimildir af netinu svo fólk geti dæmt um það sjálft hvað er rétt í þessu.        

Jesús og samanburðurinn við heiðnu goðin

Þann samanburð sem er talinn upp í fyrra hluta myndarinnar, vil ég aðeins fjalla um. Þar á sér stað sá skortur á heimildarvinnu sem ég get hér um ofar.  Höfundar Zeitgeist telja upp hin og þessi goð til samanburðar við Jesú, og fullyrða um leið að þau, eins og Jesú hafi fæðst 25. Desember, átt tólf lærisveina, risið upp frá dauðum og jafnvel breytt vatni í vín. Flestir guðfræðingar og reyndar flestir kristnir menn eru sammála um að Jesús hafi einmitt EKKI fæðst 25. Desember og hafi fremur fæðst í kringum laufskálahátíðna.  25. desember er aðeins haldið við vegna hefðarinnar og á hún sér vissulega heiðnar rætur.           

Fullyrðingar Zeitgeist

Fyrir hið fyrsta er Hórus ekki fæddur af mey. Það fer reyndar tvennum sögum af hverra goða hann er, annarsvegar er hann sagður sonur Hathor (gyðju) sem eignaðist hann með Ra, þó einnig fyrirfinnist sagnir um að faðirinn hafi verið einhver annar, meyfæðing er hér víðsfjarri.

Önnur sögn er sú að Ísis (sem samkvæmt eldri sögnum var systir hans) hafi getið hann með látnu goði, á hátt sem eiginlega verður að kallast allt annað en meyfæðing. [1] Svo eru eftirfarandi goð talinn upp ásamt Hórusi sem Zeitgeistmenn segja standast samanburð við Jesú:

horusZeitgeistmenn fullyrða:

Hórus - 3000 FK - Egyptaland
Fæddist 25. des, fæddur af mey, átti 12 lærisveina.
Kallaður "lamb Guðs", "ljós heimsins", sagður "krossfestur"
og reis upp frá dauðum á 3 degi.


Ekkert af ofangreindu kemur þar fram, og reyndar hef ég ekki fundið neinar heimildir fyrir neinar af ofangreindum fullyrðingum frá traustum aðilum.
Sjá nánar: http://en.wikipedia.org/wiki/Horus um Hórus, sjá einnig: http://tru.is/pistlar/2007/12/jesus-og-horus/ eftir Svavar A. Jónsson.

attisZeitgeistmenn fullyrða:

Attis - 1200 Fyrir Krist (FK) - Grikkland
fæddist 25. des, fæddur af mey,
sagður ,,krossfestur"og reis upp frá dauðum á 3 degi.


Sjá nánar um Attis: http://en.wikipedia.org/wiki/Attis - ekkert ofangreindu stenst um hann heldur. Eins var krossfesting rómversk aftökuaðferð sem var tekinn upp LÖNGU seinna af rómverjum. [2]

krishnaZeitgeistmenn fullyrða:

Krishna - 900 FK - Indland
Fæddur af meynni Devaki,
stjarna í austri átti að segja til um fæðinguna.
Gerði mörg kraftaverk með lærisveinum sínum,
og reis upp frá dauðum á 3 degi eftir dauða sinn.


Krishna er sagður hafa verið upphafinn til himna, og er þar í andlegum líkama, það er ekkert talað um að hann hafi risið upp frá dauðum. Nánar um Krishna hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Krishna

dionysusZeitgeistmenn fullyrða:

Dionysus - 500 FK - Grikkland (eða Bakkus - í Rómverskri goðafræði)
Fæddist 25. des, fæddur af mey,
var farandskennari sem átti hafa breytt vatni í vín,
ásamt öðrum kraftaverkum, kallaður "Konungur konunganna". eða "King of Kings",
einnig: "eingetinn sonur Guðs" og "alfa og omega"
og reis upp frá dauðum eftir dauða sinn.

Fullyrðingar um meyfæðingu eru alrangar; hann er meðal annars talinn vera sonur Seifs og Semele, og aðrir jafnvel telja hann vera son Seifs og Persephone.

mithraZeitgeistmenn fullyrða:

Mithra - 1200 FK - Persía
Fæddist 25. des, fæddur af mey, átti 12 lærisveina.
Gerði kraftaverk og reis upp frá dauðum eftir dauða sinn.
Dýrkun á honum fór fram á sunnudögum.

 

Nánar um Mithra hér:  http://en.wikipedia.org/wiki/Mithra Hann er sagður vera sköpunarverk Ahura Mazda sem goð á hans vegum. Enn og aftur standast fullyrðingar Zeitgeist manna ekki.

Endilega smellið á tilvísanirnar þá sjáið þið þetta sjálf, eða bara að nota google.

Niðurstaða

Eins og ofangreint sýnir, þá er greinilegt að ekki er hægt að gleypa öllu hráu. Þessi samanburður Zeitgeistmanna er ekki bara rangur heldur jaðrar við lygi til þess eins að afskræma Jesú. Þar misheppnast þeim allhrapalega sökum lélegrar fræðimennsku eins og ég hef reynt að sýna fram á. Gleypum ekki öllu hráu, og skoðum málin til enda áður en dæmt er. Því Zeitgeist menn hömruðu á að nota heilbrigða skynsemi til þess að greina á milli, og því er ég sammála, þess vegna hef ég ritað þessa grein til þess að benda á kýlin í boðskap fyrri Zeitgeist myndarinnar.

Guð blessi ykkur og þakka ég lesturinn.

 -------------------------------------------------------------------------------

Heimildir:

Myndin virðist vera byggð á bókinni: The Christ Conspiracy e. Acharya S.  sem er bandarískur fræðimaður, hún starfar í Athenu og var sérlegur ráðgjafi við gerð þessarar myndar (sjá http://zeitgeistmovie.com/sources.htm). Sú kona er ekki mikils metinn sem fræðimaður, sökum þess hversu slaka fræðimennsku hún notar. Sjá umfjöllun Dr. Ben Witherton: http://benwitherington.blogspot.com/2007/12/zeitgeist-of-zeitgeist-movie.html); og Dr. Michael Barber (http://singinginthereign.blogspot.com/2007/07/zeitgeist-movie-is-christianity.html)

[1] http://helgigudna.blog.is/blog/helgigudna/entry/396880/  Helgi Guðnason Guðfræðingur.

[2] Athugið að í grein á wikipedia er sagt að forn-Egyptar hafi þekkt þetta fyrirbæri, orðalag höfundar er "in the sense of impalement..." ef orðið impalement er valið sést að hann á hér við stjakfestingu, og talar um "krossfestingu" í víðari skilningi. Stjakfestingar voru talsvert frábrugðnar krossfestingum. Hægt er að lesa sér til um þetta á http://en.widipedia.org/wiki/Crucifixion hér er þetta tekið fram til að forðast misskilning


Þarf að segja meira?

Ég skora á stjórnvöld að hlusta á þjóð sína, nema þau vilja aðra byltingu.

 

 

 

 

 

... og hananú! Wink


mbl.is Fleiri andvígir aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 587810

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband