Hvað er góður bloggari?

Ég fór að velta þessu fyrir mér í kjölfar fréttar DV um helgina og sömuleiðis færslu Jens Guð um málið.

blogging.jpgEn hvað er það sem gerir mann að góðum bloggara?

Stórt er spurt, og fátt er um svör, þess vegna set ég spurningarmerki við einhverja nefnd sem fyrir yfir svona lagað. Þetta minnir á Evróvision hér í gamla daga, fremur kýs ég að halda kosningu og skora á Blog.is að standa fyrir slíku. Því ekki er nóg að birta vinsældarlista, því margur hataður hefur komist á þann lista, bara vegna þess að viðkomandi er umdeildur. Kosning væri betri leið og gæfi betri raunmynd af hver er talinn vera góður bloggari í lýðræðslegri kosningu.

Hvaða blogghring tek ég?

Fyrst að nefndin skilaði sínu áliti þá hlýt ég að eiga rétt á mínu. Ef við tökum fyrir bloggflokkanna, ekki alla, en allavegna þá helstu, þetta eru þeir sem ég er vanur að skoða í mínum "blogghring" en tek fram að þetta er ekki tæmandi listi og skoða ég mun fleiri blogg en talinn eru upp hér að neðan:

04_11_06_bloggersdilem-x.gifPólitík:

Sigurður Þórðarson - góður vinur og traustur sem hefur margt til málanna að leggja í samfélaginu, réttlætisrödd hans má ekki þagna.

Sigurður Þorsteinsson - hér er flottur maður á ferð, sem kann að spyrja réttra spurninga.

Pólitíkusar sem blogga:

Eyþór Arnalds - hann er umdeildur en með gott hjarta sem ég kann vel við. 

Jón Magnússon - við Jón störfuðum saman innan FF, og kunni ég ágætlega við hann. 

Sigurjón Þórðarson - af hverju er þessi maður ekki ennþá inná þingi? Hann gæti gert meira gagn en margur annar þingmaðurinn. Whistling

Trúmál:

Jón Valur Jensson - einn umdeildasti bloggari Íslands, hann er ýmist dáður eða hataður, en ég kann vel við karlinn og tel hann meðal góðra vina.

Mofi / Halldór Magnússon - það er ekkert leyndarmál að við Mofi erum góðir vinir, og ekki bara hér á blogginu. Við 6a00d8341ed4cb53ef00e54f555df58833-800wi_910708.jpgþurfum bara að forðast umræður um svínakjöt og sköpunina!  Þá erum við fínir saman og gott "team"! Tounge

Rósa Aðalsteinsdóttir - hreint yndisleg kona með hjarta úr skíra gulli. Stundum kölluð "Vopnafjarðar Rósa" sem kallar ekki allt ömmu sína. 

Svanur Gísli - Bæhæisti sem er gaman að skrifast á við. Hann hefur oft gott til málanna að leggja.

Fjölskyldumál:

Ásthildur Cesil - Yndisleg kona sem þykir vænt um sína fjölskyldu, og ég um hana.

Matur:

Soffía Gísladóttir - er með hreint frábært blogg! Fjallar bara um mat!

Elín Helga Egilsdóttir - er einnig með flottar uppskriftir.  Cool 

Bloggari af hjartanu:

Í mínum huga er góður bloggari sá/sú sem skrifar frá hjartanu, ekkert er betra en lesa góða hjartnæma grein frá skynsömu fólki. Ég nefni sem dæmi Hrannar Baldursson sem er penni af Guðs náð og alltaf skemmtilegt að lesa eftir hann, enda er hann skynsamur í alla staði eftir skrifum hans að dæma.

Dægurmálablogg og fleira:

Sverrir Stormsker - hann er kann að ýta á kaun margra og er annaðhvort elskaður eða hataður, orðljótur og professional-blogger_id3720781_size480_2row.jpgguðleysingi með meiru. En eftir að ég kynntist honum persónulega, þá skil ég hann betur og kann að meta það sem hann skrifar. Hann er besti dægurmálabloggarinn að mínu mati og fáir sem skáka honum.

Jens Guð - hann skrifar oft fína pistla, og best finnast mér þeir sem fjalla um tónlist, því þar kemur þú ekki að tómum kofanum!

Jenný Anna - umdeild en ókrýnd drottning dægurbloggsins. Ég kann vel við þá konu, þótt misjöfn sé eins og allir sem ganga um græna jörð.

Niðurstaða:

Hvað er þá góður bloggari í mínum huga: hann/hún á að vera varkár í nærveru sálar,  skrifa af skynsemi og einnig frá hjartanu. Viðkomandi á að trúa á frjálsa tjáningu og beita ritstýringu sem neyðartæki, því mikill er munur á ritstýringu og ritskoðun. Það er þetta að mínu mati sem prýðir góðan bloggara. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Flott færsla og ég er sammála...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.9.2009 kl. 20:37

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Gunnar minn. Og farðu nú að blogga aftur!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.9.2009 kl. 20:41

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er byrjaður... ætla flytja mig yfir á "topplistinn.blog.is"

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.9.2009 kl. 20:47

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það eru góðar fréttir Gunnar!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.9.2009 kl. 21:42

5 identicon

Ég verð að segja að ég er hissa á þeim bloggurum sem þú setur á toppinn í trúmálum Guðsteinn... SvanurG er sá eini sem talar af viti, svona þegar hann er ekki í master of the universe gírnum.

DoctorE (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 22:50

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ertu virkilega hissa á því Dokksi, þá þekkir þú mig lítið.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.9.2009 kl. 23:26

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn

Ég sem hef verið svo löt í marga mánuði og þú hælir mér. Á það ekki skilið en takk samt. Ég vona að ég taki mig á því það er svo margt sem mig langar að fjalla um.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.9.2009 kl. 23:36

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þetta verður þá kannski hvatning til þess að þú byrjir aftur Rósa mín! Sem ég vona að verði.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.9.2009 kl. 23:50

9 identicon

Ég sakna þess að sjá Kristinn Theódórsson (Andmenningu) á listanum sem átti nýlega frábæra endurkomu inná moggabloggið (var reyndar ekki lengi frá). En þetta er auðvitað þinn listi :)

Andrés Björgvin Böðvarsson / bakemono (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 01:10

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég var nú kominn með hann Andrés, ásamt einhverjum guðleysingjum, en ákvað að sleppa þeim - ég nenni ekki að fá 100 athugasemdir vegna viðkvæmni guðleysingja.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.9.2009 kl. 10:27

11 identicon

Well ég horfi á þetta svona svipað og með kristið rokk, það virðist vera nóg að sungið sé um Jesú.. þá telja kristnir að lagið sé geggjað gott :)

DoctorE (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 11:31

12 identicon

Þú ert alveg að gleyma mér

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 12:19

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi - whatever! Hverjum þykir sinn fugl ...

Arnar - nei ég gleymdi þér ekki, engan veginn, þú færð bara sér meðhöndlun seinna!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.9.2009 kl. 12:23

14 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég sá að Jón Valur var valinn í hópi verstu bloggaranna í umfjöllun DV. Miðað við hverjir voru valdir meðal þeirra bestu verð ég að óska Jóni Val innilega til hamingju með heiðurinn!

Ingvar Valgeirsson, 16.9.2009 kl. 12:28

15 Smámynd: Mofi

Fín grein og takk fyrir að minnast á mig :)  

Ég er mjög sammála þér með bahæistan hann Svan, þótt ég botna ekki upp né niður í þeirra trú þá er hefur hann margt gott til málanna að leggja.

DoctorE, þú þarft endilega að kynna þér kristið rokk; geri færslu sérstaklega handa þér :)   

Mofi, 16.9.2009 kl. 12:29

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ingvar - það er vafasamur heiður þykir mér, en stundum er neikvæð umfjöllun betri en enginn.... vona ég!

Dóri - sammála ... bara ekki minnast á pepperoní!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.9.2009 kl. 12:45

17 identicon

Mofi, ég er alin upp í Bahai trú og þekki kenningar þeirra mjög vel.

Þær eru göfugar en það er ekki mikið guðlegt í þeirri trú.

Þetta yrði ágætis pólítísk eða mannréttindarhreyfing en meikar ekki mikinn sens sem trúarbrögð því Guð hefur bara ekkert með dæmið að gera í þessu.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 13:06

18 identicon

Ég hef heyrt nóg af kristnu rokki... takk kærlega samt :)

DoctorE (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 13:21

19 Smámynd: Mofi

Arnar - áhugaverð sýn á Bahai, sérstaklega þar sem þú ólst upp í þessari trú. Þeir eru vel meinandi en á villigötum að mínu mati.

DoctorE - of seint, búið og gert :)  sjá: Kristið rokk  

Mofi, 16.9.2009 kl. 14:41

20 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Arnar - takk fyrir þessa innsýn.

Dóri - rock on!

Dokksi - haltu fyrir eyrun!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.9.2009 kl. 19:35

21 identicon

Ég er nú ekki á topp 400, þannig að ég þarf ekki að hafa áhyggjur. Ég held að bloggarar landsins séu nú fleiri en 400. Það er bara svoleiðis.

Eigðu gott kvöld.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 19:55

22 Smámynd: Hörður Halldórsson

 Náði einu sinni sæti 169 og var stoltur af.Fínt fyrir okkur sauðsvartan almúgann að fá tækifæri á að tjá okkur í bloggi.

Hörður Halldórsson, 16.9.2009 kl. 20:05

23 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Valgeir - vegsæld er ekki mæld í tölum og ert þú sérstakur bloggari sem hefur hugreki til þess að koma fram eins og þú ert klæddur. Þú hefur ætíð verið í uppáhaldi hjá mér.

Hörður - besta sem ég hef náð er 4 sæti, og þá var ég líka fíkill sem bloggaði við hverja frétt. Núna er ég í 77 sæti, sem er alveg fínt. En ég endurtek við þig eins Valgeir: Vegsæld er ekki mæld í tölum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.9.2009 kl. 22:24

24 identicon

Ég var besti trúarbloggarinn, næstum sá eini sem sagði sannleikann og ekkert nema sannleikann.... En enginn er spámaður í eigin föðurlandi, og þá sérstaklega ekki í landi þöggunar og spillingar.

Það kemur fyrir að ég spyr sjálfan mig: Hvað eru krissar að væla yfir útrásarvíkingum, þeir eiga að fyrirgefa þeim og rétta þeim veskið sitt, fötin sín...

DoctorE (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 08:49

25 identicon

Dokksi, þessi síðasta lína dæmir þig algerlega úr leik í öllum umræðum ( ekki það að þú hafir eitthvað verið með á nótunum ).

Þú hefur ekki hundsvit á því hvað þú ert að segja eða tala um.  Þú gengur með einhverjar ranghugmyndirog ætlar að heimfæra þær á okkur.

Mig langar að bjóða þér að mæta á nokkrar samkomur niðri og umgangast kristilegan söfnuð í nokkurn tíma svo þú getir allavega haft staðreyndirnar þínar réttar ef þú kýst að halda svona hártogunum áfram.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 10:04

26 Smámynd: Flower

Æi Dokksi, Dokksi. Hvað á segja við þig sem er ekki margbúið að segja. Þú ert fyrirtaks náungi en allar umræður við þig ganga í hringi ;) Ertu kannski Hringadróttinn?

Flower, 17.9.2009 kl. 11:26

27 identicon

Stendur það ekki í biblíu að fyrirgefningin sé það besta... nema þegar guð á í hlut.
Stendur ekki líka að ef maður biður þig um að lána sér jakkann sinn að þa eigir þú líka að láta hann fá skirtuna ... þar að segja ef þú ert ekki búinn að selja fötin utan af þér til að vopnast :)

DoctorE (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 11:36

28 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Arnar, hvað meinarðu með að bahá'í trúin hafi ekkert guðlegt í sér?

Róbert Badí Baldursson, 17.9.2009 kl. 13:30

29 identicon

Aðallega það að í mínu uppeldi og í öllu Bahaí starfi sem ég tók þátt í þá áttum við bara að vera betri afþví við vorum Bahaí börn.

Það er enginn "þörf" á guði því að fólkið á bara að vera svo gott.

Margar bænirnar fynnst mér bara vera ljóðrænn skáldskapur en ekki innihalda mikið bænarefni og þar fram eftir götunum.

Jafnfram þykir mér kenningarnar ekki mjög líklegar þar sem Guð er ekki í þeim bransa að skipta um skoðun.
Það sem Guð segir það er til eilífðar.

Að guð gefi fyrst út gamla testamenntið og síðan kóraninn og síðan aftur í boðskap seinna meir sem líkist meira þeim sem biblían kennir frekar en kóranin bara gengur ekki upp að mörgum ástæðum.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 13:48

30 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Takk fyrir útskýringuna Arnar. Nú skil ég betur hvað þú átt við.

Bahá'í trúin leggur áherslu á andlegt uppeldi barna og að þau tileinki sér dyggðir á borð við trúmennsku, sannsögli og réttlæti. En það er klárt mál að það gerist ekki að sjálfu sér heldur útheimtir það mikla vinnu af hálfu samfélags og foreldra. Það er hægt að vera bahá'íi að nafninu til, lesa sjaldan eða aldrei úr ritum trúarinnar og útkoman verður eftir því.

Þegar þú segir að engin „þörf“ sé á Guði því fólk eigi að vera svo gott verð ég nokkuð undrandi. Því í mínu lífi er Guð ómissandi. Án hans og trausts á Guðlega aðstoð getum við ekkert.

Varðandi bænirnar velti ég fyrir mér hvort þessi upplifun þín tengist venju ýmissa kristinna hópa að fara með bænir frá eigin brjósti en bænirnar sem bahá'íar fara með eru opinberaðar af Bahá'u'lláh, Bábinum og 'Abdu'l-Bahá.

Varðandi meint skoðanaskipti Guðs er þetta atriðið sem virðist valda þér, Mofa og Hauki miklum heilabrotum og hægt væri að fjalla um í lengra máli. Í stuttu máli verður að gera greinarmun á milli félagslegra og andlegra kenninga. Þær félagslegu, t.d. um svínakjötsát, breytast eftir þörfum tímans hverju sinni. Það er ekki á hendi okkar dauðlegra manna að segja hvað Guði leyfist eða leyfist ekki að breyta. Hann gerir það sem honum líst.

Auk þess verða menn líka á gera greinarmun á milli Guðlegra sanninda og manngerðri/prestgerðri hjátrú, eða eins og Shoghi Effendi sagði svo meistaralega þá skilur Bahá'u'lláh á milli þessa: „He ... separates the God-given truths from the priest-prompted superstitions“

Róbert Badí Baldursson, 17.9.2009 kl. 14:15

31 identicon

Jahérna hér, Róbert getur ekkert án þess að einhver ímyndaðar galdrakarl sé að aðstoða hann... vá

DoctorE (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 15:16

32 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þetta er orðið mjög áhugavert, og jafnvel að maður gera kannski grein um Báháista í kjölfarið, sem ég bera undir þig Robbi.

En haldið ykkur samt sem áður við efnið drengir mínir, ég minnist hvurgi á bæhæja nema máski hann Svan Gísla, og fjallar þessi þráður ekki um Bæhæja.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.9.2009 kl. 15:38

33 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

"sem ég myndi jafnvel bera undir þig Robbi" ... vildi ég sagt hafa!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.9.2009 kl. 15:38

34 Smámynd: Mofi

Róbert, ég skil að Guð skipti um skoðum varðandi félagsleg atriði af því að samfélagið breytist en ég á töluvert erfiðara með að samþykkja breytingu á Guðlegum sannindum sem ég sé milli Móse, Jesú, Múhammeðs og Bahá’u’lláh. Væri gaman að sjá ykkur Hauk glíma við þetta :)

Mofi, 17.9.2009 kl. 16:49

35 identicon

Ég er að velta fyrir mér breytingum á sannindum á mill Spiderman, Batman og the incredible Hulk.... hvað ef ég vel vitlaust, gæti endað með að Hulk yrði algerlega æfur og lemdi mig, Spiderman gæti hengt mig upp í vefnum sínum.. eða Batman tekið mig og gert eitthvað við mig í leðurblökuhellinum... svo má ekki gleyma Superman eða jafnvel Captain America.

DoctorE (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 21:12

36 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Hvaða guðlegu sannindum ertu að spá í Mofi?

Róbert Badí Baldursson, 18.9.2009 kl. 09:13

37 identicon

Róbert, það er my point exactly með bænirnar.

Bæn er eitthvað sem á að koma frá hjartanu og það getur engin samið bæn fyrir þig.

Ég held þú myndir lítið gagnrýna Bahaí uppeldi mitt ef þú vissir hverra manna ég er en ég veit fyrir víst að fjölskyldumína þekkiru mjög vel og einhverntímann þegar ég var lítill strákur kannaðist ég nú við þig.

Aldrei nokkurn tíma man ég þó eftir að hafa orðið fyrir andlegri upplifun að einni eða annari regund á bahai samkomum og ef minnið svíkur mig ekki þá var mér kennt það í Bahai barnaskóla að Múhammeð hafi verið fyrstur spámanna guðs og komið fyrir 5 þús árum.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 10:47

38 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Arnar, það var ekki ætlunin hjá mér að gagnrýna uppeldi þitt og ég veit alveg hverra manna þú ert. Því miður verð ég samt að segja að ýmislegt af því sem þú hefur áður sagt um trúna ber vitni um vanþekkingu á trúnni. Varðandi Múhameð eru tveir möguleikar. Annað hvort misminnir þig eða kennarinn þinn hefur ekki verið vel upplýstur.

Varðandi bænina, þá vill svo til að Jesús opinberaði eina bæn sem rituð er í Biblíunni, en það er faðirvorið. Ferðu ekki með hana?

Það var tiltölulega nýlega sem það komu kristnir (frelsaðir að ég held) strákar í heimsókn á bahá'í helgistund sem ég var á. Hún var ágæt þangað til annar strákanna fór með "bæn" frá eigin hjarta. Byrjaði að hrópa á Jesú og eiginlega nett brjálaðist. Lagðist í gólfið skjálfandi og bullaði eitthvað. Þetta var ein skelfilegasta bænastund sem ég hef komið á!

Ef þú ert að meina að þú sækist eftir svona "andlegri upplifun" verð ég bara að segja sorrý! Þetta hefur ekkert með samband við Guð að gera. Þetta heitir múgsefjun eða sjálfsæsing.

Endilega leiðréttu mig ef ég er að misskilja eitthvað.

Róbert Badí Baldursson, 18.9.2009 kl. 12:44

39 identicon

Maður þarf ekki endilega að engjast um á gólfinu þó maður biðji frá hjartanu. Þetta tilvik sem þú nefnir, Róbert, er undantekning.

Andrés Björgvin Böðvarsson / bakemono (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 17:15

40 identicon

Ég get ekki svarað fyrir þessa 2 stráka sem komu til ykkar.  Bænin sem Jesús kenndi okkur sem ég fer jú með er líka bæn sem segir flest sem segja þarf.

Jesús segir samt að vér skulum biðja og okkur mun hlotnast.  Mörg dæmi eru um bænir frá hjartanu í biblíunni.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 20:06

41 identicon

Uhh Jesú segir.. Jesú skrifaði ekki eitt einasta orð... það sem þið segið að Jesú hafi sagt er einfaldlega lagt honum í munn(Assuming he existed)

DoctorE (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband