1. apríl gabbið mitt afhjúpað !

Ég hef ekki lengur samvisku í að plata fólk lengur, en síðasta færsla mín var aprílgabb. Ég er ekki á leið til Kanada og er ekki að gerast predikari. En það er nú einu sinni fyrsti apríl, og eini dagurinn á árinu sem svona lagað er leyfilegt og bara gaman af því.

Ég gat engan veginn sagt eitthvað sem væri auðsæilega lygi, þess vegna valdi ég þá leið að setja upp dæmi sem gæti mögulega verið líklegt í mínu tilfelli. Enginn tók heldur eftir að ég setti inn link á einn punkt í greininni, ef maður fer með bendilinn yfir þann eina punt þá kom textinn: "Þetta er aprílgabb ...  ;)" eins og skýringarmyndin hér að neðan sýnir hvar þessi punktur er:

 

gabb...

 

En ég fékk fjöldann allan af símtölum í dag þar sem ég var spurður hvort mér væri alvara með þessu, og varð ég mjög hissa á hvað vel upp mér tókst með þetta aprílgabb mitt!

En jæja, þetta er bara einu sinni á ári og segið um mig það sem þið viljið og höfum bara gaman að þessu, leikurinn er gerður til þess að láta fólk hlaupa apríl, og tókst það svo sannarlega í dag! Tounge

Ég var alls ekki einn í þessu öllu, það er samsekt í gangi. Ég fékk aðstoð hjá Lindu vinkonu og þakka ég henni sérstaklega fyrir hjálpina. Án athugasemdar hennar (fyrsta athugasemdin í seinustu grein), og góðra hugmynda, þá hefði þetta ekki tekist. Takk Linda, þú ert góður vinur og algjör snilli !

Eitt að lokum:  Gotcha!   hehehehehe ...   Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

He he he. Góður og með spæjaraleik í leiðinni he he he.

Kv. MUggi.

Guðmundur St Ragnarsson, 1.4.2009 kl. 21:37

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehehehe ... sorry ... en ég bara varð Muggi!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.4.2009 kl. 21:41

3 identicon

Flottur á því. Þetta er meiriháttar!!!!.....

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 21:50

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Valgeir Mattías - hehehe ... takk. Þetta tókst barasta vel!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.4.2009 kl. 21:57

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll minn kæri

Ég vissi alveg að þetta var aprílgabb. Það að gerast prestur og þurfa að halda ræður var ekki akkurat þú en ég bara gat ekki tekið þátt í fjörinu því ég á svo erfitt með að plata. Ég kem yfirleitt alltaf upp um mig ef ég er að reyna að plata.

En það hefði verið þess virði að fara aftur á Íslendingahátíð í Gimli ef maður ætti nána vini í Winnipeg. Það hefði nú verið svaka flott.

Fórstu nokkuð að hlusta á Lögreglukórinn?

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.4.2009 kl. 22:02

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nei Rósa, ég hlustaði ekki á lögreglukórinn, ég fór ekki heldur að hlusta á Davíð Oddsson og Jón Ásgeir í kappræðum. Allt göbb.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.4.2009 kl. 22:19

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Það hefði nú verið gaman að hitta Davíð og Jón Ásgeir. Þeir eru nefnilega svo miklir vinir eða er það ekki annars?

Ætli einhver hafi látið plata sig?

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.4.2009 kl. 22:23

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég veit það ekki Rósa, en ég vona ekki þeirra vegna.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.4.2009 kl. 22:30

9 Smámynd: Linda

hahahaha, gaman saman, já Haukur minn kæri vinur, ég og þú erum oftast grallarar þegar okkur dettur eitthvað í hug, Bryndísi konu þinni og minni yndislegu vinkonu til mikillar hrellingar hahahaha. 

Svo nú er dagurinn að líða undir lok, og gabbið komið í sængina, og það á við mig líka, og ég bið þér og þínum hvíldar og náðar í friði sem einungis er hægt að finna hjá Guði okkar.

bk.

Linda.

Linda, 1.4.2009 kl. 23:34

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Góða nótt Linda mín, og takk fyrir hjálpina.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.4.2009 kl. 23:35

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Guðsteinn Haukur! Þetta er víst eina undantekningin frá sannleiksskyldunni: að hafa það, er fyndnara reynist ... á 1. apríl!

Jón Valur Jensson, 2.4.2009 kl. 06:44

12 identicon

haha... góður :)   hvernig gengur skólinn annars ?

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 10:32

13 Smámynd: Mama G

 Ég trúði þessu alveg 110%

Mama G, 2.4.2009 kl. 11:11

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jón Valur - jú þetta er víst eina undantekningin, og vildi einnig sýna að við kristnir erum ekki alveg lausir við húmor.

Arnar - skólinn gengur vel og fer bráðum að klárast erfiðasti kaflinn. úfff..

Mama G - hehehe ... mission acomplished! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.4.2009 kl. 13:25

15 Smámynd: Flower

Ég sem gleypti þetta alveg kokhrátt, svona eða þannig Ef þetta hefði verið satt hefðir þú ekki sett þetta fyrsta apríl

Flower, 2.4.2009 kl. 14:01

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rétt Flower - ég hefði aldrei sett svona í loftið nema mér væri alvara.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.4.2009 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 587809

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband