Ég tók viðtal við Jón Val Jensson

Ég og Jón Valur á A. Hansen í blogghittingi trúaðra ..Í fyrsta sinn stjórnaði ég þættinum "Um trúna og tilveruna" í fjarveru Friðriks Schrams, forstöðumanns míns, þá tók ég viðtal við hinn umdeilda og margumtalaða vin minn: Jón Val Jensson.

Viðtalið var frumsýnt í dag á sjónvarpsstöðinni Omega, og fjölluðum við um stöðu hins kristna manns í okkar gjaldþrota samfélagi, bæði efnislegt sem og andlegt gjaldþrot þjóðar okkar. Við tökum á ýmsum þáttum þess út frá augum trúaðs fólks, en ég hvet fólk til þess að horfa á þáttinn sjálfan og dæma fyrir sig sjálft.

Mikilvægasti punkturinn í þessu viðtali er áhrif kristinna manna í pólitík, og er Jón með þó nokkrar góðar hugmyndir í þeim efnum.

Þeir hjá Omega sýna þessa þætti sem hin Íslenska Kristskirkja framleiðir, en þeir eru svo vinsamlegir að birta þá fyrir okkur:

Birtingin á þessum þætti er á þessa leið:

Mánudagur - 14:30
Þriðjudagur - 13:00
Fimmtudagur - 15:30
Föstudagur - 22:00
Sunnudagur - 13:00

Þeir sýna þáttinn á þessum tímum í endursýningu, og hvet ég alla til þess að kíkja á þetta.  Cool

Ps. myndin er tekinn af Lindu vinkonu, á blogghittingi sem var haldinn á A. Hansen í janúar síðast liðinn. Nánar um það hjá Vopna Rósu minni. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá þér drengur. Meiriháttar flott. Enda flottustu bloggararnir í bænum. Þú stendur þig vel. Hafðu kærar þakkir fyrir bloggið þitt minn kæri.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 17:44

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það sama má segja um þig Valgeir Mattías, og takk fyrir athugasemdina.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.2.2009 kl. 17:51

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn

Gaman að sjá færslu frá þér. Vona að fólk drífi sig í að horfa á ykkur félaga ræða saman.

Það var gaman að hitta ykkur á A. Hansen þegar Vopna Rósa var kvödd. Nú nýtur hún lífsins einhversstaðar með Sólmundi Tómasi?

Ég hlakka til að sjá færsluna um ákveðið rit sem þú sagðist ætla að blogga um en við fjárnámsnemar verðum að láta námið ganga fyrir.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Guðskerlingin Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.2.2009 kl. 17:52

4 identicon

Ég sá  brot af þættinum.Það sem ég sá og heyrði var gott.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 17:54

5 identicon

Ég ætla nú ekki að kommenta á þetta... en kikka hugsanlega á þetta við tækifæri.

Ég sá þig í Smáralind síðustu helgi... var alveg næstum búinn að heilsa þér :)

DoctorE (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 17:57

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rósa  - jú það var gaman að hittast þar.Takk fyrir athugasemdina.

Birna Dís - þú kíkir betur á þetta við endursýningu. :)

Dokksi - sástu mig? Eða reyndar okkur? Ég og kona mín vorum að nýta okkur dauðakippina af janúar útsölunum, en þú hefðir mátt koma þér út úr skápnum og heilsað mér!  ;)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.2.2009 kl. 18:01

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sá hann ekki, en kannski í endursýningu.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.2.2009 kl. 19:40

8 identicon

Ég sá þig og konuna á harðahlaupum, ég hefði varla náð að hlaupa ykkur uppi :)

DoctorE (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 20:24

9 identicon

Sæll Guðsteinn minn, sá reyndar ekki þáttinn enda er Omega ekki mín rás en hvað varðar stjórnmál og trúmál þá eiga þau ekki samleið, svo einfalt er það.

Stjórnmálamenn sem byggja stefnu sína á óumbreytanlegum trúarsannleika eiga ekki að komast í ákvörðunaraðstöðu inní truarlega blönduðum þjóðfélögum, allt annað er firra sem mannkynssagan hefur fyrir löngu dæmt.

Ég trú þvi vart að þú sért slíku fylgjandi

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 21:40

10 identicon

Stjórnmál + trú = BANG

Vinur minn hann JVJ er líklega ekki sá besti til þess að ræða hvernig samfélög eiga að vera.... ekki vildi ég búa þar sem hann leggur línurnar.. það er algerlega ljóst.
Við höfum séð í mannkynsögunni hvernig fór þegar trú réð ríkjum, hell on earth.

DoctorE (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 23:08

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ásdís - jú hann verður sýndur á næstunni.

Sáli - horfðu á þáttinn, því eins og þú tel ég ekki skynsamlegt að blanda þessu tvennu saman, en það sem við fjölluðum aðallega um var lækkandi siðferði og skort á manngæsku. Þess vegna er þessu blandað saman og kominn tími til þess að kristnir vakni af værum svefni og láti í sér heyra.

Dokksi - ég endurtek horfðu á þáttinn áður en þú dæmir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.2.2009 kl. 23:53

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

P.s. ég mun berjast fyrir því að þau gömlu gildi sem land okkar byggðist á verði endurvakin, hvernig sem aðferðin verður kemur í ljós, því eins og er þá er ekki mikið um að velja, og tel ég jafnvel samtök eða flokk sem byggir á þessum gildum góða hugmynd. Ég er samt ekki leiðinni í framboð til þess að forðast misskilning!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.2.2009 kl. 23:58

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir fyrir þessa færslu, Haukur, og að þú vekir athygli á endurtekningu þáttarins. – Já, og takk fyrir síðast, áframhald áhugaverðra umræðna!

Ætli það sé afstaða 'Sála', að EKKERT í hugmyndum vantrúaðra byggist á óumbreytanlegum sannleika? Og ef vísindin geta sum hver a.m.k. fundið viss sannindi, sem telja verður óhagganleg, sem og mannleg þekking okkar önnur fundið ófráhvikanleg sannindi, sem verða forsendur eða grundvöllur margs góðs (en óhlýðni við þau sannindi hins vegar til ills), skyldi það þá vera ljóður á ráði þeirra vísinda eða þeirra manna/flokka, sem vilja vera trúir þeim grunnsannindum? Og hvað er það í trúarsannindunum, sem Sáli hyggur verða kristnum mönnum til trafala í stjórnmálaáhrifum þeirra?

Þau 'theokratísku' (Guðsríkis-) samfélög, sem Jesúítar skópu í Paragúay og Úrúgúay á 17. og einkum fyrri hluta 18. aldar, voru ekkert "helvíti á jörðu", eins og halda mætti á innleggi hér ofar nr. 10, heldur var það þvert á móti mikið framfara- og manngæzkuríki, þar sem frumbyggjarnir stunduðu nytsamar iðnir undir leiðsögn Jesúíta-trúboðanna og allir deildu með sér eigum sínum, unz efnishyggja og gróðafíkni veraldlegra höfðingja gerði áhlaup á það samfélag.

Innleggjarinn þarna nr. 10 ætti að kynna sér hlutina, áður en hann heldur áfram að fullyrða út í bláinn.

Svo má einnig minna á, að Býzanz-ríkið (austrómverska keisaradæmið) var, að því leyti sem það var mótað á kristnum grunni, um marga hluti til fyrirmyndar, m.a. í löggjöf og réttarfarsefnum.

Jón Valur Jensson, 13.2.2009 kl. 00:26

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vel svarað kæri Jón Valur, enda er kominn tími á að rödd okkar heyrist eftir margra ára þögn. Kannski má segja að ég tali i þversögnum, en staðan er sú að allt almennt siðferði er gjörsamlega horfið úr stjórnkerfinu. Hvort sem það heitir pólitík eða fjármálageirinn, og endurreisn kristinna gilda trúi ég að sé rétta meðalið.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.2.2009 kl. 07:17

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rugl er þetta í þér Dokksi, horfðu bara á þáttinn í kvöld og hættu þessum sleggjudómum og fordómum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.2.2009 kl. 09:18

16 identicon

No bs Guðsteinn minn... þessu getur þú komist að sjálfur(Með kaþólsku kirkjuna og aðrar kirkjur).
Ég kikka á þáttinn, kem svo aftur :)

DoctorE (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 10:02

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er raunalegt að horfa upp á þetta einræðurugl nafnleysingja hér, sem getur ekki einu sinni skrifað almennilega íslenzku fyrir alla að skilja. Verra er þó innihaldið, en kemur mér ekki á óvart frá þessum kirkjuhatara, sem hér býr sér til meðsekt kaþólsku kirkjunnar í Helförinni! Svo heldur þessi fáfróði maður, að kaþólska kirkjan sé að "riða til falls", þegar hún er þvert á móti orðin samfélag yfir 1100 milljóna manna.

Nafnleysingi þessi má vel fræðast um það líka, að kaþólska kirkjan heldur uppi yfir fjórðungi allrar spítalahjálpar við eyðnisjúklinga í heiminum og að í Póllandi og á Filippseyjum átti hún stóran þátt í því, að einræðisstjórnirnar, sem þar ríktu, féllu.

Jón Valur Jensson, 13.2.2009 kl. 21:59

18 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir síðast. Ég missti af þessum þætti og ég sé að það eru síðustu forvöð fyrir  mig að sjá hann á sunnudaginn.

Sigurður Þórðarson, 14.2.2009 kl. 01:26

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Sigurður, þú getur sennilega séð hann líka á mánudaginn kl. 14.30 og á þriðjudaginn kl. 13.00.

Svo þakka ég þér innlegg þitt kl. 7:17 og hitt þar á eftir!

Með góðri kveðju til beggja,

Jón Valur Jensson, 14.2.2009 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 587745

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband