Ofbeldi eyðileggur málstaðinn!

davidsprayinghands.jpgÉg verð að fordæma aðgerðir þessa hóps sem velur sér þá leið að beita ofbeldi til þess að ná einhverju fram. Persónulega styð ég mótmælin heilshugar, en ef á að vera mark á okkur tekið þá er þetta EKKI rétta leiðin. Svona skrílslæti hjálpa hvorki málsstaðnum né styrkja hann, fjölmiðlar heimsins eru afar duglegir við að fjalla um mótmælin hér og er þetta virkilega sú mynd sem við viljum gefa af okkur?

Nei, ég trúi því varla, og bið þess bænar að svo breytist. Við getum eignað okkur mannorð fyrir að vera friðsöm við mótmæli okkar og þannig sýnt umheiminum hvað í okkur býr!

Ég var réttilega skammaður hér um daginn fyrir að vera of reiður í færslum mínum, og er það hárrétt að ég hef verið það. En nú eftir nokkra daga frí hef ég náð betur áttum og sé villu mína og hef iðrast, og bið ég fólk afsökunar á skapofsa mínum, því mikið hefur gengið á í mínu lífi undanfarnar vikur sem hefur tekið talsverðan toll af mér sem persónu og hefur það bitnað á skrifum mínum. En ég er bara mannlegur og er breyskur eins og hver annar, það sem ég gleymdi var að hafa Guð með í ráðum og lét reiði mína ná tökum á mér. Ég vil þakka söfnuði mínum kunningjum og vinum fyrir ótrúlegan stuðning, og fyrirbænir - ég veit ekki hvar ég væri án ykkar.

Ég bið þá sem trúaðir eru að biðja fyrir mér og stormurinn lægi sem fyrst í mínu lífi, og einnig að biðja gegn svona skrílslátum eins og við Seðlabankann!

Lengi lifi FRIÐSÖM mótmæli !!!

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.


mbl.is Réðust inn í Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Frábær færsla hjá þér, sammála þér.

kv.

Linda.

Linda, 1.12.2008 kl. 17:27

2 identicon

Þarna var ekkert ofbeldi, mótmælin fóru friðsamlega fram og við náðum samkomulagi við lögregluna í endann.

Hættu að tala útúr rassgatinu á þér, þú veist ekkert um hvað þú ert að tala.

Neptúnus - Mótmælandi (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 17:33

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Linda!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.12.2008 kl. 17:34

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta er Guðsteinn - Flott færsla.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.12.2008 kl. 17:42

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hafðu þakkir Gunni, nú er ég eins mér er tamt að vera ... rólegur, ekki reiður. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.12.2008 kl. 17:44

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Neptúnus - horfðu þér nær, verkin tala sínu máli!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.12.2008 kl. 17:45

7 identicon

Friðsamleg mótmæli skila nefnilega svo rosalega miklu. Loksins þegar fólk er hætt að vilja láta ríða sér í rassgatið og lætur í sér heyra þá rísa smásálirnar upp sem ekkert þora að gera, sitja heima í stofu og kalla hina "skríl".

Stonie (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 17:51

8 identicon

Btw, ekki heldurðu virkilega að það virki að "blogga & biðja" til að laga ástandið?

Stonie (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 17:57

9 identicon

Ég get ekki sagt að ég styðji þessi mótmæli.  Mér fynnst þau að miklu leiti snúast um það að fólkið kennir bara stjórnvöldum um allt saman og getur ekki axlað ábyrgð á eigin gjörðum.

Stjórnvöld eru ekki stóri glæponin í þessu öllu saman en þau eiga sinn þátt í þessu.   Ekkert meiri og ekkert minni en hver annar í þessu samfélagi.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 17:59

10 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæll Guðsteinn minn.

Ég er nú ekki ennþá að skilja hverju fólk er að mótmæla. Ef þú ferð inn á mbl.is þá sérðu einn af svokölluðum mótmælendum fara með galdur og bölva þjóðinni og stjórninni. Ekki er fallegt orðbragð mótmælandans hér á undan. Að mínu mati opinberast andinn þarna vel. Bestu kveðjur minn kæri, þykir ávallt vænt um þig

Kristinn Ásgrímsson, 1.12.2008 kl. 18:00

11 identicon

Ég er viss um að margur hefur kallað múginn sem réðst á frönsku bastilluna árið 1789 fyrir skríl. Í dag eru flestir sammála um að franska byltingin hafi markað upphaf lýðræðis og umbóta í heiminum.

Án þess að ég vilji líkja þessum atburðum beinlínis við það sem er að gerast núna, þá eru ákveðin líkindi.Gjörspillt stjórnkerfi landsins er ekki að virka fyrir fólkið og þess vegna verður að eiga sér stað bylting. En ég hef trú á að okkar bylting geti gerst án blóðsúthellinga, ólíkt þeirri frönsku. Þó þú kallir þetta fólk sem fór inn í seðlabankann skríl, þá er ég viss um sagan muni líta öðrívísi á. Skríllinn er þvert á móti fólkið sem fylgir siðblindingjunum fram af bjarginu í blindni.

Helgi Hallgrímsson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 18:11

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Stonie - ég hef verið á öllum mótmælum nema þessum, en svona átök eru engum til sóma.

Arnar - þetta er að vissu leyti rétt hja þér, stjórnvöld bera ekki ein ábyrgðina og það er það sem hefur gleymst. Af hverju er enginn að mótmæla fyrir framan Baug eða heimili Björgólfs feðganna? Voru það ekki þeir sem komu okkur í þetta?

Kiddi - ég skil vel af hverju þeir mótmæla, en leitt er að heyra með galdra þulurnar.

Helgi - fólkið var með skrílslæti og spyr ég þig hverju því skilar nema fordæmingu annara þjóða?

Kreppukarl - Skigreining mín á ofbeldi eru líkamleg átök, og spyr ég þig minn kæri: Hvað hefði fólkið gert ef Davíð hefði verið klófestur í múginn??? Hefði verið vel tekið á móti honum? Heldur þú það virkilega?? 

Ég styð mótmælin, en ekki svona ofbeldis kjaftæði.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.12.2008 kl. 18:39

13 identicon

Guðsteinn, jú og almenningur og fyrirtækin sjálf.   Það er ekki ríkisstjórnini að kenna að sökum þess hve lánsfé var auðfengt að verktakar og fleiri kreystu hverja krónu útúr fyrirtækinu sínu og voru algerlega uppá lánafyrirgreiðslur komnir.

Það er almenningi og fyrirtækja eigendum að kenna að stórum hluta að hafa tekið svona mikið lán.   En þegar þú ert að græða kannski 5 miljónir á mánuði hættiru því og lætur þér 2 duga útaf því að það gæti mögulega farið að minnka framboð.  Eða heldurðu áfram framí rauðan dauðann að reyna að ná þér i 5 miljónir á mánuði ?

Almenningur bruðlaði líka með peninga og er alveg jafn sekur stjórnvöldum og fleiri.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 18:45

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Satt og rétt Guðsteinn

Ásdís Sigurðardóttir, 1.12.2008 kl. 18:57

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Arnar - ég er algörlega sammála þér, almenningur hefur verið á kortafylleríi allt of lengi, og verðum við að vera svo hugdjörf að axla þá ábyrgð sem við eigum skilið.

Ásdís - takk! Feginn er ég að sjá þig!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.12.2008 kl. 19:04

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hvað kallar þú þá þetta?

Nokkrir úr hópnum fóru inn í anddyri bankans og slettu rauðri málningu á veggi og köstuðu eggjum.

Hvað græða menn á þessu? Og sömuleiðis í þessari frétt stendur:

mbl.is Mótmælendur farnir út 

Sagði hann að fréttir hefðu borist af því að Davíð Oddsson væri ekki í húsinu og þá væri tilgangslaust að bíða þar.  Lögreglan bakkaði og fólkið stóð við sitt.

Og ætluðu sumir heim til Davíðs í kjölfarið, sem betur fer varð ekkert út því en það er hugsunin sem gildir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.12.2008 kl. 19:31

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hvað kallarðu að ræna , aldraða, einstæðinga , öryrkja og ÖLL börn landsins...

Hvað nákvæmlega skilur þú ekki Kreppukarl? Ég er sammála mótmælum! Eins berlega kemur hér allsstaðar fram! Er þá ekki "pólitíkst rétt" að gagnrýna ofbeldi? Er það málið? 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.12.2008 kl. 19:33

18 Smámynd: Linda

Hér er fjör og hér er stuð

þó svo sumir stundi tuð

eitt er víst og einnig rétt

að ofbeldi stundar hin lægri stétt

Tak því fána landsins góða

og mótmæltu áfram með orði

       penninn beittari en sverðið er

hverslags orðabragð sumra sóða

þolinmæði óðan þverandi fer

mótmæli, réttlæti er okkar bón

með lýðræði saman stöndum vér.

Ekkert réttlætir eignartjón

þó svo að það hafi framið af sjálfum   Séra Jón..

hahah smá grín, ekki taka alvarlega..

Linda, 1.12.2008 kl. 19:37

19 Smámynd: Bara Steini

Afhverju hatið þið okkur?????

Bara Steini, 1.12.2008 kl. 19:40

20 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Linda - takk fyrir skemmtilega vísu! 

Andri - Friðsamt? Af hverju er ég farinn að halda að fólk kunni hreinlega ekki að lesa. Lestu bara það sem ég skrifa ofar og skammast þú þín sjálfur.

Steini - hata hvern? Ég er sjálfur hluti af þessum "skríl", og komst ekki núna sökum kvefs! Sheeeeshh ...

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.12.2008 kl. 19:46

21 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það eru skrílslæti að sletta málningu og eggjum Andri, það gerir bara æstur múgur, ef þú skilur það ekki get ég lítið hjálpað þér.

Ég hef lagt mitt af mörkum að styðja þessi mótmæli, alveg eins og í mínu valdi stendur! En ofbeldi og svona kjánaskap græðir enginn á og get ég ekki stutt, við höfum munn fyrir neðan nefið, notum það!

Btw. ég missti sjálfur vinnuna við þetta rugl, og heldur þú að ég sé ekki reiður eins og þú? Og þú segir mig sitja heima í stofu í baksætinu! Dragðu þau orð til baka því það er fjarri sanni að ég sit aðgerðarlaus!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.12.2008 kl. 20:00

22 Smámynd: Bara Steini

Ææææ fyrirgefið þessu var beint að þessum aðilum sem eru að kasta upp moldviðri útaf engu.

Fyrst var það löggustöðin. Þá æptu ýmsir Skrill pönkarar og hyski.

Svo er bara sungið og setið og sýnd samstaða, samið við lögreglumenn og málin leyst, ekkert skemmt enginn meiddist en samt fljúga um harðorðar ræður um ofbeldisfullan hóp af vitleysingum.

En ég veit þó betur enda sátum við mörg saman og andinn sigrar það slæma.

Bara Steini, 1.12.2008 kl. 20:01

23 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Steini - útskýrðu þá málninguna og eggin? Engar skemmdir segir
þú?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.12.2008 kl. 20:06

24 identicon

Þegar milljarðar hafa verið teknir að láni til að laga til eftir "óreiðumenn" er ekkert víst að friðsöm mótmæli verði öllu lengur "friðsöm".  Sérstaklega þegar er orðið ljóst hverjir þurfa að bera skuldabyrgðina .

conwoy (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 20:06

25 Smámynd: Bara Steini

egg og málning þvæst af en glæpurinn sem setti okkur á hausinn á nú eftir að þurfa ansi marga þvotti bara til að dvína.

Og auðvitað fylgir svona með þegar reiðin er orðin svona mikil.

En allir sýndu háttsemi og samningsskap.

Geir Jón og við sem sátum þarna.

Bara Steini, 1.12.2008 kl. 20:12

26 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Conwoy - það er það sem hræðir mig!

Dóra - takk fyrir það! Og til hamingju með daginn sömuleiðis og reyndar allir sem lesa þetta.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.12.2008 kl. 20:14

27 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Steini - þessu er ég alveg sammála, en gleymdu ekki hver er að horfa á okkur, það er allur heimurinn og sérstaklega "séð og heyrt" miðlar sem éta svona lagað upp og gera allt of mikið mál úr engu. Við höfum tækifæri til þess að vera fyrirmynd við erfiðar aðstæður, notum það! það er allt og sumt sem ég vildi segja með þessu röfli mínu. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.12.2008 kl. 20:17

28 Smámynd: Bara Steini

Svo sammála. Þessvegna er ég stoltur af þessum slysalausa góða degi.

Mikil samstaða og allir voru að hugsa eins og á friðsömum nótum.

Enda gekk þetta allt vel fyrir sig minus smá reiðipúst sem ég held nú að heimurinn skilji.

Bara Steini, 1.12.2008 kl. 20:23

29 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Flott Steini, við endum þetta þá á að vera nokkurn veginn á sömu bylgjulengd. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.12.2008 kl. 20:29

30 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Andri - það síðasta sem ég myndi nokkurntíma gera er að hlusta á rök sjálfgræðissmanna, ég horfi á þetta útfrá réttlætissjónarmiðum og ekkert annað.Ég sé bara ekki tilgang að reyna komast inn um aðaldyr Seðlabankans, hvað vildu menn þangað inn til að byrja með? Og hvað hefði svo gerst ef Davíð hefði komið út? Það vitum hvorki ég né þú, og getum aðeins giskað á afleiðingarnar, og það hræðir mig verulega.

Ég held að ég og þú séum miklu meira sammála en ósammála, og eru svona þrætur á meðal samherja tilgangslausar.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.12.2008 kl. 20:44

31 identicon

Guðsteinn: Þetta var ekki ofbeldi. Það eru einungis einangraðar og ómerkilegar þjóðir eins og Ísland sem hafa þann lúxus að þekkja ekki muninn á ofbeldi og smávægilegum eignarskaða. Þú hefðir átt að segja "ólæti" eða eitthvað kannski aðeins sterkara, en þetta var ekki ofbeldi og við ættum að bera meiri virðingu fyrir orðinu "ofbeldi" en að nota það yfir eitthvað sem það er klárlega ekki.

Þú gætir jú þurft að blogga yfir raunverulegu ofbeldi einn daginn, og þá er betra að þetta ljóta orð hafi sína réttu merkingu.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 20:49

32 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Helgi  - point taken! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.12.2008 kl. 20:51

33 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Lárus - í landi þar sem hefur ekki tíðkast að mótmæla, þá fer ekki framhjá heiminum þegar ca. 6 þúsund manns safnast fyrir framan Alþingishúsið, og þarf ekki eggjakast né málningarslettur til að það gerist. Við vekjum athygli þar sem við erum verst sett allra þjóða í þessari kreppu.

Kreppukarl - ég veit hvað lýðræði er og felst það í vali kjósenda, ekki eggjavarpi eða málningarumferðir. Annars þakka ég þér vinsamleg orð í minn garð.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.12.2008 kl. 22:55

34 Smámynd: Theódór Norðkvist

Fyrir það fyrsta þá tel ég að mótmælendur séu að beina kröftum í ranga átt. Davíð O. er embættismaður, ekki kjörinn fulltrúi þjóðarinnar. Það er forsætisráðherrann hinsvegar.

Ef hann situr uppi með vanvita í stjórn Seðlabankans, sem bullar tóma steypu og kallar hryðjuverkalög yfir landið, ber honum að víkja honum. Ef það er satt að Geir sé strengjabrúða Davíðs, sem stjórni öllu á ríkisstjórnarheimilinu, þá er hann (Geir) augljóslega vanhæfur til að leiða ríkisstjórnina og á að segja af sér.

Svo minni ég að mótmælendur eru ekkert einsleitur hópur og ekki hægt að kalla þá alla galdramenn, þó ein kolrugluð kerling hafi farið með galdraseið. Ekki frekar en að hægt sé að kalla alla sem versla í Bónus dópista þó einhver dópisti versli þar.

Theódór Norðkvist, 1.12.2008 kl. 23:15

35 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Teddi - sammála!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.12.2008 kl. 23:43

36 Smámynd: oktober

Ég hvet þig til að skoða krækjuna á myndbandið.

oktober, 1.12.2008 kl. 23:57

37 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæll vertu Guðsteinn!

Loksins er hægt að kommenta hjá þér

Æsingur og skrílslæti er Drottni okkar ekki til sóma.

Við eigum að vera þau sem boða frið, sem er æðri 

öllum skilningi!

Blessun og friður sé með þér í Jesú nafni.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 2.12.2008 kl. 00:10

38 Smámynd: Theódór Norðkvist

Lögreglan er samt aftur ofbeldissinnaði aðilinn í atburðarásinni. Þeir hótuðu fólkinu að sprauta það með piparúða. Ég hrósa þó Geiri Jóni fyrir að sýna stillingu og yfirvegun.

Piparúði getur valdið ertingu, ofnæmi, blindu, krabbameini og jafnvel dauða.

Theódór Norðkvist, 2.12.2008 kl. 00:27

39 Smámynd: Bara Steini

Ekkert pipar rugl........ Þeir kynntu táragas........

Bara Steini, 2.12.2008 kl. 00:31

40 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Oktober - ég kíki á það.

Halldóra - hvað áttu við? Hér var opið fyrir athugasemdir í fjarveru minni ... ... annars er ég að meina það sem þú sagðir!  :)

Steini - og voru þá ekki læti þarna fyrst þeir kynntu það? Sögum þínum ber ekki alveg saman.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.12.2008 kl. 00:46

41 identicon

Ég ætla bara að segja tvennt:

Það hríslaðist um mig kjánahrollur þegar ég hlustaði á æstan lýðinn í Seðlabankanum söngla "Davíð er besti vinur barnanna" í sjónvarpinu áðan eins og börn í sunnudagaskóla eða fermingarbörn á fylleríi.  Verður örugglega til þess að endurspegla heiftina í almenningi þegar sagan verður skoðuð.

Það á eftir að koma í ljós afhverju hryðjuverkalögin voru sett á okkur.  Ástæðan er allt önnur en sumir halda - og á eftir að koma á óvart.

enough said.

Grétar (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 00:52

42 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn litli bróðir minn.

Við stöndum saman í meðbyr og mótbyr.

Ég var svo fegin þegar ég, þú og Linda fórum niður á Austurvöll í byrjun nóvember að eggjakastið byrjaði ekki fyrr en við vorum farin. Finnst þetta eggjakast og að sletta málningu  á veggi út í Hróa Hött. Réttlæti næst ekki með þessum aðgerðum.

Það var viðtal við Geir Jón í kvöld í sjónvarpinu og fannst honum þetta ekkert svo slæmt, alls ekki slæmt miðað við þegar fólkið réðist inná lögreglustöðina. Geir Jón vissi ekki um neinar skemmdir þegar viðtalið var tekið. Vona að það hafi náðst að hreinsa málninguna alveg af veggjunum.

Vertu Guði falinn.

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.12.2008 kl. 00:57

43 identicon

Sæll,

þú spyrð svo oft hversvegna Davíð. Í mínum huga er það augljóst.

Davíð er tákn.

Ung fólk rís upp gegn ríkjandi kerfi.

Ung fólk sem er varla komið út á vinnumarkaðinn, en hefur horft sárum augum á mæður sína og feður verða útundan í landi Davíðs.

Þetta unga fólk var varla talandi þegar Davíð tók landið þeirra.

Núna eftir tæplega 20 ár hefur Davíð og ribbalda flokkur hans strandað landinu þeirra.

Börn verkamanna og kvenna munu ekki láta fara enn verr með hræið sem rekur nú á fjöru.

Það er ekki langt að bíða þess að feður og mæður standa í fremstu línu, börn þeirra munu berja þau kjark í brjóst. Þor til að rísa upp gegn kerfi sem er sýkt.

Kerfi sem hefur haldið þeim niðri og kúgað þau.

Kerfi sem taldi þeim trú um að þau gætu engu breytt.

Nú er öldin svo sannarlega önnur.

Ung fólk í dag er ENN víðsýnt og skapandi, lífsglatt og áhyggjulaust.

Þess vegna stendur það fremst.  

Virðingarfyllst

Gústi (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 04:11

44 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Friðsöm mótmæli þar sem allar haldast í hendur og drekka te virka ekki.

Alexander Kristófer Gústafsson, 2.12.2008 kl. 05:31

45 Smámynd: Theódór Norðkvist

Gott og vel tökum Gandhi á þetta. Þetta er mín tillaga:

Komum saman í tugþúsunda tali niðri á Austurvelli. Gerum ekkert, segjum ekkert, stöndum bara þarna. Engin ræðuhöld.

Hljóðlát mótmæli.

Þar með afvopnum við lögregluna. Hún fær þá ekki tilefni til að beita ofbeldi.

Verum lengi í hvert sinn, 3-4 tíma. Ef kalt er í veðri er hægt að bjóða upp á kakó, kaffi, eða skiptast á að vera þarna.

Ef þannig mótmæli bera engan sýnilegan árangur er ríkisstjórnin að biðja um óeirðir.

Theódór Norðkvist, 2.12.2008 kl. 09:17

46 identicon

Jurgen vá hvað þú ert veruleikafirrtur.   Þeir stjórnmálamenn sem nú sitja sem fastast þeir eru að vinna að úrlausnum.  Ef þeir fara frá þá tekur við annar aðili sem er ekki nógu vel inn í málunum.   Það tekur þennan nýja aðila að lágmarki 8 vikur að ná þessu og þá verður það orðið of seint.

Leyfum þeim að klára þau störf sem þeir eru að vinna núna.   Það er margt sem núverandi stjórn þarf að gera og öll þessi vitleysa tefur þeirra vinnu umtalsvert.

Það er vitfyrra að halda því fram að með því að hrinda þeim frá sértu að koma á einhverri galdralausn.  Fyrir það fyrsta yrði landið að athlægi frá erlendum sjónarmiðum.  Það myndi enginn erlendur aðili taka nýrri stjórn alvarlega.

Við höfum kerfi sem heitir lýðræði og það er það kerfi sem við munum nota til að sigrast á þessu vandamáli.

Fólkið í landinu þarf líka að breytast til að ástandið lagist.   Helduru virkilega að með því að galdra fram nýja stjórn að kreditkorta skuldin og yfirdrátturinn þinn hverfi bara ???   Lánið á íbúðum og bílum helduru að þau hverfi bara ???.

Nei það eru neysluvenjur landsmanna sem að hafa komið hvað mest í kollinn á þeim.   Það er reiði yfir því að geta það ekki lengur sem að er að bitna á stjórnmálamönnum ekkert annað.

Fólk þarf einfaldlega að bíta á jaxlinn og fara að vinna hörðum höndum.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 16:16

47 identicon

Jurgen mig langar að biðja þig að lesa þetta aðeins yfir og segja mér síðan hverjir það voru sem sigldu okkur íslendingum í strand.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 16:54

48 identicon

Jurgen vissulega brást eftirlitið.   En þú getur ekki haldið því til streitu að Davíð Oddson beri ábyrgð á fjármálaeftirlitinu.

Davíð er eini stjórnmálamaðurinn sem hefur eitthvað sagt á móti Jóni Ásgeiri og félögum.  Hvað reyndu hinir að gera til að stöðva þessa þróun ?  Ekki neitt!

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 17:34

49 identicon

Jurgen, ég held það sé misskilningur hjá þér að við séum sammála.   Mín skoðun er sú að frjálsverslun sé af hinu góða.  Mín skoðun er sú að einkavæðing bankana hafi verið rétt ákvörðun.  En mér misbýður það reyndar hvað þeir fóru á lágu verði. Og hve illa var staðið að sölu þeirra.   Þar ber ríkistjórn Davíðs smá ábyrgð og ber hann sök að því.

Hinsvegar hefur hann ekkert gert nema sinnt starfi sínu sem seðlabankastjóri með sóma þar til hann fór í þetta viðtal í kastljósinu.  Það er bara ekki hlutverk seðlabankastjóra að vera pólítískur aðili.  Það þekkist ekki í neinum öðrum löndum að seðlabankastjórar tali opinberlega.   Þar af leiðandi þar sem að ummæli hans í Kastljósinu höfðu slæmar afleiðingar í för með sér.  Þá fynnst mér það nægja til að hann eigi að segja af sér.

Það er hinsvegar fjármálaeftirlitið og jú reyndar á seðlabankinn smá hlut líka.  En samkvæmt lögum á seðlabankinn að sjá til þess að ákeðinn hluti af því lánsfé sem bankar láni fari í sjóð sem hefur það hlutverk að halda stöðugleika og það virðist sem það hafi ekki verið gert.
Mistök fjármálaeftirlitsins voru hinsvegar að gefa stjórnendum bankana algerlega lausann tauminn.  Bæði fengu þeir að spila með fé almennings eins og sitt eigið sem ég lít hreint og beint á sem þjófnað.  Sem og fengu þeir að lánahvor öðrum hægri vinstri og flytja peninga sín á milli þannig að lánshæfi bankana var margfallt hærri en raun ber vitni.  Sem að gerði þeim kleift að stofna til þetta mikilla skulda.

En það er klárt mál að í fjármála eftirlitinu voru annaðhvort ekki nógu hlutlausir aðilar ( þeas þeir högnuðst á að leyfa þetta ) eða að þeim hefur verið mútað.

Þegar ríkisstjórn fær engar athugasemdir frá fjármála eftirlitinu hvernig á ríkisstjórnin að vita að eitthvað sé að fjármálaeftirlitinu fyrr en eitthvað kemur uppá.  Ef þú villt skella ábyrgðarhluta fjármálaeftirlitsins á ríkisstjórnina.  Þá ertu að ætlast til þess að ríkisstjórnin sinni starfi fjármálaeftirlitsins.

Þannig er ekki raunhæft að skella allri sökini eingöngu á ríkisstjórnina eða Davíð.

Hinsvegar er ég þeirrar skoðunar að tími Davíðs sé komin.

Ég vil hinsvegar ekki steypa ríkisstjórnini af stóli, ég vill gefa þeim svigrúm til að laga þessar aðstæður og boða til kosninga með vorinu.

Kosningar í dag yrðu engum til hagsbóta. 

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 18:37

50 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þeir sem vilja láta taka sig alvarlega ættu ekki að vitna í Hannes Hólmstein Gissurarson.

Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið, skilanefndir banka og bankastjórar nýju bankanna:

Ætla menn aldrei að skilja að þetta eru allt embættismenn. Skipaðir af ríkisstjórninni.

Það þýðir einfaldlega að ríkisstjórnin getur ekki falið sig á bak við afglöp þessara aðila. Hún skipaði þá alla.

Theódór Norðkvist, 2.12.2008 kl. 18:55

51 identicon

http://a2.blog.is/blog/a2/entry/732439/

Lesið þetta yfir þetta er það sem að er búið að tröllríða íslandi.  Ekki ríkisstjórnin.  Heldur heimskulega rekin fyrirtæki.  Sem eru rekin áfram eingöngu af græðgi 

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 19:23

52 Smámynd: Theódór Norðkvist

Skilgreiningar:

Maður stofnar fyrirtæki. Græðir vel, felur hagnaðinn sem arð, lifir í munaði, steypir sér í skuldir, hlutabréf falla: Viðskipti.

Möguleikinn að geta falið hagnaðinn sem arð og sent skattgreiðendum reikninginn af sukki einkafyrirtækja: Stjórnmál.

Theódór Norðkvist, 2.12.2008 kl. 19:36

53 identicon

Theódor.   Hann er ekkert að fela hagnaðinn sem arð.    Hann er aðal hluthafinn hann greiðir sér góð laun.   Hvað er þá að því að hann fái greiddan arð að hlutafé sínu í fyrirtækinu ???

Það er það sem að hlutabréf snúast um og hefur ekkert með stjórnmál að gera.   Það er bara eins og hlutirnir eiga að vera.

Það er viðskiptahugmyndin og það hvað þetta er mikil spilaborg og rangar aðferðir miðað við það sem að faðirinn gerði.   Jújú hann græðir vel en hann blóðmjólkar líka allt útúr fyrirtækinu.   Sem gerir það mjög viðkvæmt áföllum sem þessum.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 19:51

54 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ef þú átt við að hann greiði sér arð í stað þess að reikna sér hærri laun þá er hann að koma sér undan því að borga skatta til samfélagsins.

Það er vandamálið sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur keppst við að búa til, eða Sjálfgræðgiflokkurinn eins og sumir kalla hann.

Ríkisststjórnir Sjálfstæðisflokksins hafa lækkað skatta á fyrirtæki mikið en stóraukið álögur á milli- og lágtekjuhópa, m.a. með frystingu persónuafsláttar og ýmis konar dulinni skattheimtu í formi þjónustugjalda.

Þannig hefur Flokkurinn beinlínis búið til stétt af svona skíthælum, sem blóðmjólka almenning, borga nánast ekkert til samfélagsins og senda síðan samfélaginu reikninginn fyrir sukkinu sínu. Með samþykki ríkisstjórnar Geirs Haarde.

Theódór Norðkvist, 2.12.2008 kl. 20:09

55 identicon

Theódór, arðurinn er skattlagður 11% sem fjármagnstekjuskattur.   Þetta er það sem að hlutabréfa viðskipti ganga útá.  Því meira sem að fyrirtækið skilar í arð þeim mun hærra er gengi þess.

Afhverju á maður sem borgar sér miljón á mánuði ekki að mega greiða sér restina af hagnaðinum sem arð ?

Sá sami aðili er að leggja sitt af mörkum til samfélagsins afhverju á hann að þurfa að borga margfallt meira til samfélagsins en aðrir ??? 

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 20:43

56 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég er að tala um að sá sem græðir svona mikið eigi að borga SAMA hlutfall og launþeginn sem stritar myrkranna á milli. Ekki lægra eins og er núna, hvort sem er með 10% fjármagnstekjuskatti á arð, eða 18% skatt á hagnað hlutafélaga.

Þetta er ekkert annað en brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þessi stefna, sem þú greinilega styður, að lækka skatta á gróðapunga en hækka þá á fólk sem vinnur fyrir sér á heiðarlegan máta, er ein rótin að siðleysis- og græðgisvæðingu Sjálfstæðisflokksins, sem nú hefur siglt öllu þjóðfélaginu í kaf.

Og svo þykist þú trúa á Guð og Jesú Krist! Mér verður illt. Jesús velti um borðum víxlaranna. Ef hann hefði verið uppi núna hefði hann byrjað á náungum eins og þér.

Theódór Norðkvist, 2.12.2008 kl. 21:00

57 identicon

Theódor ef að ég er með fyrirtæki sem að skilar það miklum hagnaði að ég get borgað mér 1 milljón á mánuði og borgað starfsmönnum mínum góð laun.   Afhverju ætti ég ekki að mega borga mér restina af hagnaðinum sem Arð ???

Ég væri þegar að borga 4 fallt meira en það sem eðlilegt þykir til ríkisins.  Afhverju ætti ég að þurfa að borga svona mikið til ríkisins ???

Það þekkist í USA að fólk borgar skatt í þrepum.  Skatturinn lækkar eftir því sem launin hækka.   Afhverju á ég að borga miklu meira en þú í ríkiskassann ?? 

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 21:26

58 identicon

Theódor hvað af því að stunda viðskipti með hlutabréf telur  þú til siðleysis ?

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 21:28

59 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það eru reyndar takmörk fyrir því hvað má draga mikinn arð af hagnaði frá tekjuskattsstofni. Ef þú ert óánægður með það skaltu kvarta við stjórnvöld og heimta enn meira bómullarumhverfi fyrir auðmenn og braskara.

Það er bara siðferðilega rangt að setja skattbyrðina á þá sem eiga erfiðara með að bera hana. Réttara er að setja hana á breiðu bökin.

Ekki gömlu konuna sem skúrar á Landsspítalanum, eins og ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins hafa gert.

95% af öllum viðskiptum eru spákaupmennska með skuldabréf og hlutabréf. Verðmæti fyrirtækjanna verður ekki til í Excel-skjölum braskaranna. Það er vinna og hugvit fólksins sem skapar verðmæti fyrirtækjanna.

Ef hlutabréf eru há í verði er það vegna þess að margir eru að leggja mikið á sig. Einhverjir eru tilbúnir að kaupa skuldabréf vegna þess að á bak við þau eru vaxtapíndir harðduglegir menn, sem eru að reisa sér heimili þrátt fyrir okurvexti, eða byggja upp rekstur.

Þú skilur þetta vonandi þegar þú verður eldri.

Theódór Norðkvist, 2.12.2008 kl. 21:37

60 identicon

Ég skil þetta mjög vel bara núna í dag.  Ég skil samt ekki hvað það er sem þú sérð að er svona ósiðlegt við hlutabréfa viðskipti.

Tilgangur skattlangingar er að standa straum af þeim gjöldum sem samfélagið þarf að borga allt saman.   Skattlagning er ákveðin útfrá meðal tekjum og hvað ríkið telur sig þurfa mikinn pening frá fólkinu.   Ef að ríkið þarf minni pening minnkar skatturinn.

Afhverju og hvar er sanngirnin í því að maður sem að er með góð laun sé að borga skattbirgði á við 5 aðra ???  Hvað er sanngjarnt við það ?

Og Theódor persónuafslátturinn er til þess gerður að þeir sem eru með lægstu launin borgi sem minnstan skatt.  Og ég get nánast lofað þér því að gamla konan sem skúrar á spítalanum borgar ekki mikið í skatt.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 21:48

61 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þú virðist ekki geta skilið þetta. Líklega lesið of mikið af lygunum frá Hannesi Hólmsteini. Sem þó hafa verið reknar ofan í hann af ekki ómerkari mönnum en Indriða H. Þorlákssyni, fyrrum ríkisskattstjóra, Stefáni Ólafssyni, prófessor og sjálfu OECD.

Ég er búinn að segja það sem ég vil segja og ætla ekki að þreyta vin minn Guðstein Hauk með endurtekningum.

Bið bara Guð um að blessa þig og láta þig sjá ljósið fyrst þú segist trúa á Jesú Krist.

Theódór Norðkvist, 2.12.2008 kl. 21:58

62 identicon

Jæja Theódór.  Þú gerir þér grein fyrir því að með því að segja við mig að ég skilji hlutina þegar ég verð eldir ertu að "patronize'a" mig.  Eða á íslensku gera lítið úr því að ég sé ungur setja þig á eitthvað hærri stall með því að segjast vera eldri og reyndari.

Ég segist ekkert bara trúa á Jesú ég trúi og treysti á hann.  Fyrst þú nefnir hann á nafn væri gaman að fá þig til að lesa söguna um talenturnar.  Man ekki í hvaða bók hún er en þú getur flett því upp á biblían.is

Boðskapurinn í henni er að það er gott og blessað að ávaxta það sem maður fær.   Það er útum allt í biblíuni að vinnan göfgi mannin og að hver á að vinna fyrir sér.

Ég fatta líka hvað þú ert að fara með því að það eigi að vera sama skattprósenta fyrir alla sama hvernig þeir afla peningana.  Það sem að liggur að baki því er ekkert nema það að þú villt að þeir borgi sama hlutfall og þú.  Þeir væru með því að leggja miklu meira til samfélagsins en þeir taka frá því.  Biblían myndi meira að segja taka mína hlið á þessu.

En þú ert víst bara orðinn of gamall og gamaldags til að skilja þetta. 

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 22:07

63 identicon

Teddi, það er líka ekki til biblíulegri leið við að lána manni fé heldur en að fjárfesta í fyrirtækinu hans.

Biblían segir að maður eigi ekki að lána fé með okurvöxtum.

Ef aðili x á fullt af pening og aðili y er með góða viðskipta hugmynd kynnir hann hugmyndina fyrir aðila x.  Aðili x fjárfestir því í fyrirtækinu hans fyrir ákveðna upphæð sem verður þá hlutafé fyrirtækisins.  Ef að fyirtækið fer á hausinn þá er aðili y ekki rukkaður.  En ef að fyrirtækið hagnast vel þá er ekki nema sanngjarnt að aðili y greiði aðila  x arð fyrir lánið. 

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 22:16

64 identicon

Jurgen má bjóða þér að borga 36% skatt af vöxtum sem þú færð í bankanum ?  Það er skattlagt til fjármagnstekju skatt.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 22:52

65 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það segir í Biblíunni að við eigum að ávaxta pund okkar, en ekki láta aðra ávaxta það fyrir okkur.

Vei þeim, sem byggir hús sitt með ranglæti og veggsvalir sínar með rangindum, sem lætur náunga sinn vinna fyrir ekki neitt og greiðir honum ekki kaup hans (Jeremía 22:13)

Ég hef ekkert á móti fyrirtækjum heiðvirðs fólks sem borgar starfsfólki sínu mannsæmandi laun, svíkst ekki undan því að borga sinn skerf til samfélagsins og lætur ekki fátækara fólk niðurgreiða menntun barnanna sinna.

Theódór Norðkvist, 2.12.2008 kl. 22:56

66 identicon

Theódor, það er enginn sem hefur atvinnu af hlutabréfaviðskiptum sem að borgar minna í skatt heldur en hver annar skattborgari.

Það sem þú vitnar þarna í úr biblíuni segir bara að þú eigir að borga honum laun fyrir að vinna í húsinu þínu.  Til þess að geta átt fyrirtæki sem að skilar hagnaði þarf væntanlega einhver að vinna í því og fær sín laun fyrir það. 

Ef þú tekur meðalmanninn sem er með 250 þús í laun á mánuði. þá fara um 36,7% í skatt - 32500 í persónuafslátt. sem gerir að af 250 þúsundunum borgar meðal launþegi =  61750 meira að segja minna þar sem að hlut af laununum borgar hann í lífeyrissjóð og til stéttarfélaga.   Ef þú tekur mann sem hagnast um miljón á mánuði af verðbréfa viðskiptum þá er hann að borga 110-180 þús á mánuði í skatt.   Hvor þeirra leggur þá meira til samfélagsins ??  Fyrir utan það að maðurinn sem að leggur stund á verðbréfa viðskiptin er í langflestum tilfellum einnig í launaðri vinnu. Þar sem að hann borgar skatt eins og hver annar.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 23:05

67 identicon

varst þú á staðnum??

Ef þetta voru ekki friðsöm mótmæli þá veit ég ekki hvað fólk heldur að það þýði?

Þú ert að láta fjölmiðla bulla í þér, ef þú hefðir verið þarna hefðirðu fundið kraftinn, friðsemina og samstöðuna í fólkinu!

Í fyrsta lagi "réðist" enginn inn í seðlabankann, við vildum tala við Davíð og okkur var hleypt inn í anddyrið! Þaðan var okkur sagt að víkja og hótað ofbeldi! En við neituðum að víkja og öskruðum:

 "réttlæti ekki ofbeldi"

svo réttum við upp hendur til að sýna að við værum ekki vopnuð, en við myndum ekki verða við kröfum um að víkja, áður en fólk fer að víkja úr seðlabankann þyrftu ákveðnir aðilar að gefa gott fordæmi fyrir því.

 Og ef þú hefur áhyggjur af "ímynd" ´mótmælanna þá talaði ég lengi við blaðamann frá new yorker sem var agndofa yfir hve friðsamlega þetta hafði farið fram! Alls staðar annarsstaðar væri búið að kveikja í bílum og setja allt samfélagið úr skorðum!

Þetta er farið að verða virkilega óþolandi!

Þó að allir leggist á eitt að sýna að það séu friðsöm mótmæli í gangi eru samt alltaf ótal vitleysingar sem byrja að tuða út í horni!

Borgaraleg óhlýðni er ekki ofbeldi! Kynntu þér hvað Gandhi var að gera áður en þú byrjar að blaðra eins og smákrakki um hvað við séum mikill skríll!

Ég skora á þig í rökræður um þetta á opinberum vettvangi, höfum samband við kastljós og athugum hvort við megum ræða málið

ÞVÍ ÞESSUM ÁRÁSUM Á HUGRAKKA MÓTMÆLENDUR AF FÓLKI SEM ÞYKIST STYÐJA MÁLSTAÐINN VERÐUR AÐ LINNA!!

afsakið stóru stafina en það virðast allir vera heyrnarlausir hérna!

og að þú skulir voga þér að segja að þarna hafi verið á ferðinni ofbeldi! Ghandi myndi hrækja á þig ef hann sæi til þín!

Guðjón (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 13:41

68 Smámynd: Guðjón Heiðar Valgarðsson

varst þú á staðnum??

Ef þetta voru ekki friðsöm mótmæli þá veit ég ekki hvað fólk heldur að það þýði?

Þú ert að láta fjölmiðla bulla í þér, ef þú hefðir verið þarna hefðirðu fundið kraftinn, friðsemina og samstöðuna í fólkinu!

Í fyrsta lagi "réðist" enginn inn í seðlabankann, við vildum tala við Davíð og okkur var hleypt inn í anddyrið! Þaðan var okkur sagt að víkja og hótað ofbeldi! En við neituðum að víkja og öskruðum:

 "réttlæti ekki ofbeldi"

svo réttum við upp hendur til að sýna að við værum ekki vopnuð, en við myndum ekki verða við kröfum um að víkja, áður en fólk fer að víkja úr seðlabankann þyrftu ákveðnir aðilar að gefa gott fordæmi fyrir því.

 Og ef þú hefur áhyggjur af "ímynd" ´mótmælanna þá talaði ég lengi við blaðamann frá new yorker sem var agndofa yfir hve friðsamlega þetta hafði farið fram! Alls staðar annarsstaðar væri búið að kveikja í bílum og setja allt samfélagið úr skorðum!

Þetta er farið að verða virkilega óþolandi!

Þó að allir leggist á eitt að sýna að það séu friðsöm mótmæli í gangi eru samt alltaf ótal vitleysingar sem byrja að tuða út í horni!

Borgaraleg óhlýðni er ekki ofbeldi! Kynntu þér hvað Gandhi var að gera áður en þú byrjar að blaðra eins og smákrakki um hvað við séum mikill skríll!

Ég skora á þig í rökræður um þetta á opinberum vettvangi, höfum samband við kastljós og athugum hvort við megum ræða málið

ÞVÍ ÞESSUM ÁRÁSUM Á HUGRAKKA MÓTMÆLENDUR AF FÓLKI SEM ÞYKIST STYÐJA MÁLSTAÐINN VERÐUR AÐ LINNA!!

afsakið stóru stafina en það virðast allir vera heyrnarlausir hérna!

og að þú skulir voga þér að segja að þarna hafi verið á ferðinni ofbeldi! Ghandi myndi hrækja á þig ef hann sæi til þín!

Guðjón Heiðar Valgarðsson, 3.12.2008 kl. 14:12

69 Smámynd: Ingibjörg SoS

HALLÓ HALLÓ!

Hægan nú. Flott að skiptast á skoðunum, en þetta er nú orðið örlítið meira en það. Mjög augljóst fyrir mér, að "Seðlabankaanddyrishópurinn" stóð sig frábærlega vel. Og ég segi enn og aftur; "TAKK FYRIR AÐ VINNA SKÍTVERKIN FYRIR OKKUR". í guðanna bænum hættum að velta okkur upp úr "eggjum og málningu". leiðum frekar hugann að því, að ástandið á eftir að versna enn meir, því miður. Trúlega gæti "ÞAÐ" stoppað af þetta eggja-málningar-skrílsláta tal(sem mér finnst orðið nánast eitthvað mjög mikið athugavert við).  Ef ekkert alverlegra gerist, í framhaldi af versnandi ástandi, annað enn eggjakast og málningarslettur og einstaklingar hrópi í anddyri Seðlabankans að það vilji Davíð burt, Þá ætti "ákveðinn" hópur þjóðarinnar að undirbúa sig vel hvað hneykslis og reiðiskrif varðar. Þið eigið mögulega eftir að þurfa á áfallahjálp að halda. "ENGIR ALVARLEGIR HLUTIR HAFA GERST" Engir alvarlegir, aðrir en árás Ríkisstjórnarinnar á þjóð sína.  Svo, 

   "HÆGAN NÚ" 

Ingibjörg SoS, 3.12.2008 kl. 15:53

70 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guðjón - lestu athugasemdir mínar og hættu að nota stóryrði sem eru þér aðeins til minnkunnar.

Ingibjörg - ég er sammála þér og hef doldið skipt um skoðun í þessu máli.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.12.2008 kl. 17:01

71 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dóra - nei ég mun aldrei leggja blessun mína yfir ofbeldi að nokkurri sort. En það sem hefur komið í ljós við samtöl mín af fólki sem var á staðnum, þá var ekki um ofbeldi að ræða og enginn var í neinni hættu. Egg og málningu má ná af.

En ég hvet fólk til þess að hugsa um eitt atriði sem má ekki gleymast, að beina reiði sinni í rétta átt og ala ekki á reiðinni sjálfri, því slík reiði elur af sér heift, og heift elur af sér ofbeldi. Það finnst mér umhugsunarvert og vona ég að aldrei verði til slíkra atvika.  Bara svona viðvörunarorð og er ég ekki að fullyrða að slíkt gerist.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.12.2008 kl. 17:39

72 identicon

Guðsteinn hvað er það að grýta eggjum og málningu annað en eignaspjöll ???

Það fer OKKAR skattpeningur í að þrífa upp eftir þetta.

Og varðandi það að beina reiðini í rétta átt, lestu þessa færslu.  Þetta er auðvitað ekki algilt en þetta voru mjög margir að stunda.  Og er þetta ástæða þess að mjög mörg fyrirtæki eru farin á hausinn.

Svo ekki sé nú minnst á videoin sem ég bendi á í síðustu athugasemdini.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 17:43

73 Smámynd: Guðjón Heiðar Valgarðsson

gott að heyra guðsteinn og þú afsakar stóryrðin, þau beinast kannski frekar að þessari skrílsláta umræðu í heild sinni en að þér persónulega... en að hafa verið þarna og allan tímann að hugsa "þeir geta ekki snúið þessu upp í "skrílsláta" umræðuna" þá fannst mér mjög sorglegt að sjá þessa grein þína.

Guðjón Heiðar Valgarðsson, 3.12.2008 kl. 18:05

74 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Arnar - þótt að það fari nokkrir þúsundkallar að þrífa þetta, þá er það verðið fyrir lýðræðið. Það er sennilega ódýrara að þrífa þetta en hafa sömu menn við völd sem komu okkur í þessi vandræði. En ég kíki á videoin og linkinn.  :)

Guðjón - allir mega tjá sig hér, sama hver það er hver skoðun hans/hennar er. Það hefur ætíð verið mitt mottó, þess vegna hef ég leyft þessu að lifa eins lengi og menn vilja ræða þetta. Sem betur fer eru menn ekki allir á sömu skoðun, því þá væri lífið hálf nöturlegt ekki satt?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.12.2008 kl. 19:59

75 identicon

Ég segi Allt hjálpar

Við erum öll í sömu súpu

Ekki er til ein tegund Mótmæla

Er stoltur af Öllum sem láta sig málið skipta

Mótmælum öll hver á sinn hátt og virðum hvort annað

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 20:52

76 identicon

Æsir, semsagt ef ég sæi sóma minn í því að sækja mér nýjasta eintak af fréttablaðinu og klósett rúllu og settist og tæki eina skák við páfann fyrir framan alþingishúsið.   Ætlaru þá að gefa mér klapp á bakið fyrir frábæra framistöðu sem góður mótmælandi ?

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 23:54

77 identicon

Ófriðsamleg mótmæli, án ofbeldis þó, er það sem nú þarf að taka við af þeim friðsamlegu mótmælum sem engin áhrif hafa haft þrátt fyrir að þúsundir manna og kvenna hafi mætt á þau vikum saman, í hverri einustu viku!

 

Fjölmenn, hávaðasöm og ófriðsamleg mótmæli er eðlilegt næsta skref, enda fólk að gefast upp á að mæta viku eftir viku á friðsamleg mótmæli sem yfirvöldum er svo auðvelt og eðlilegt að hundsa að þau sjá ekki einu sinni ástæðu til að tjá sig um þau, hvað þá heldur svara kröfum mótmælenda í verki!

 

Hvetjum almenning til að hætta að kalla listræna gjörninga og eggjakast ‘skrílslæti’ og hvetjum alla til að taka þátt í látunum - Látunum sem er almenningur að reyna að lýsa óánægju sinni með það ástand sem nú er uppi og óbeit sinni á þeim sem ENN þykjast hafa völdin, þrátt fyrir að geta ekki gengist undir ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut!

 

Hættum að gangast við því að eðlilegt þyki að hneykslast á borgaralegri óhlýðni í mótmælaskyni, á meðan þeir menn sem settu þjóðina á hausinn ganga enn lausir, og á meðan þeir sem byggðu regluverkið og/eða áttu að hafa eftirlit með því sitja sem fastast í embættum sínum og halda áfram að taka sér laun frá þjóðinni sem fyrir löngu hefur sagt þeim upp og vill ekkert með þá hafa!

 

Neitum að vera hlýðin þeim sem hafa brugðist okkur í því hlutverki sínu að standa vörð um hagsmuni okkar, og geta ekki séð sóma sinn í því að biðjast afsökunar, stíga til hliðar og hleypa hæfu fólki að til að bjarga því sem bjargað verður og byggja upp með okkur það lýðveldi sem okkur var talin trú um að við byggjum við!

Baráttukveðjur,

  Gunnar

Gunnar (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 04:29

78 identicon

Gunnar, ef að þetta er það sem þú villt gera.  Neita að hlíða lögum þessa lands.  Og ætlar að víkja stjórnmálamönnum úr sæti sínu.   Þá skal ég segja þér það fyrir fram.  Að ég ( og margir fleiri sem eru þér ósammála ) komum aldrei til með að greiða hvorki virðisaukaskatt né launaskatt til þeirrar ríkisstjórnar.    Það myndi bara skapa KAOS.

Þetta verður að gerast lýðræðislega.   Myndið hóp sem er tilbúin að vera nýr stjórnmála flokkur.   Skjár 1 væri pottþétt til í að auglýsa fyrir ykkur nánast ókeypis.   Beytið stjórnvöldum þrýsting á að setja á kosningar og látið kjósa ykkur!!!

Allar aðrar aðfarir að málinu eru óásættanlegar þar sem þið gætuð ekki kallað ykkur þjóðkjörna einstaklinga.  Þótt að þið mætið þarna 6 þús manns þá er það bara 2% af þjóðini sem hefur stutt ykkur í verki.   Og kannski ekki nema 10% sem að styður þessar aðgerðir ykkar.

Við búum í lýðræðisríki og við eigum ekki að lýða innleyðslu anarkisma! 

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 14:19

79 identicon

Arnar, mótmælendur, sem hópur, eru ekkert að biðja um, eða einu sinni bjóðast til, að taka við stjórn þessa lands. Mótmælendur, sem breiðfylking, vilja bara sjá þetta fólk sem er ekki starfi sínu vaxið hverfa frá til að hleypa ÖÐRUM að, til dæmis með því að boða til kosninga.

Mótmælendur, líkt og ég og þú, hafa líka mjög misjafnar skoðanir á því hvernig væri best að fara að uppbyggingu að nýju. En það breytir því ekki að við erum öll sammála um að ÞETTA er EKKI það sem VIÐ, þjóðin, viljum. Svo að LÝÐRÆÐIÐ megi virka þurfa stjórnvöld, sem og hluti almennings, að átta sig á að ríkisvaldið er ekki yfir fólkið hafið, en hefur einmitt það hlutverk að þjóna fólkinu og hagsmunum þess. Í því hlutverki sínu hefur ríkisstjórnin brugðist þjóðinni - fólkinu í landinu - sem og lýðræðinu!

Annars er svar þitt er ekki einu sinni mótbára gegn því sem ég áður sagði, og hefur hreinlega ekki nokkuð röklegt samhengi við þau orð sem ég lét hér falla.

Gunnar (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 15:42

80 Smámynd: halkatla

"Skríllinn" er brjálaður - og mun ekki láta neitt stoppa sig. Ekkert gæti eyðilagt málstaðinn, hann er það góður. Og auðvitað þurfa alls ekki allir að rebelast, það er hægt að mótmæla friðsamlega líka - þetta er mín athugasemd, í mesta bróðerni :)

halkatla, 4.12.2008 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband