Hver er besti Kristni bloggarinn 2008?

BloggarinnÍ fyrra var ég með svipaða kosningu þar sem ég listaði upp helling af kristnum bloggurum. En í ár ætla ég að fara eftir fordæmi Kalla Tom og biðja ykkur um tilnefningar.

Ég tek fram og ítreka að ég er sjálfur ekki kjörgengur, því það væri bara hallærislegt þar sem ég stend fyrir þessari kosningu og er ekki neinum vinsældarveiðum! Shocking

Ég týni svo saman þær tilnefningar sem berast í athugasemda kerfið, og set svo upp skoðana könnun með þeim tilnefningum sem hafa borist í kjölfarið og leyfi því að lifa í nokkrar vikur.

Í fyrra vann róttæki aðventistinn Halldór Magnússon/Mofi Wink ... hver verður það nú? 

Endilega látið í ykkur heyra og komið með tilnefningar! Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég tilnefndi Rósu Aðalsteins, hún er góð.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 00:37

2 Smámynd: Brynja skordal

Rósu Aðalsteins Hún er yndisleg

Brynja skordal, 19.8.2008 kl. 01:01

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Rósa er einlæg hrein og bein - mér finnst hún alveg koma til greina. Þú líka Guðsteinn Haukur, þú ert mikill ,,diplómat" ... og dæmir ekki hart.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.8.2008 kl. 01:05

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rósa er frábær, talsmáti hennar, opinská hreinskilni, að geta talað svona frá hjartanu, allt þetta mælir svo mikið með henni, en þar til viðbótar lifandi og sterk kristin trú og kærleiksfullar bænir. Hvað getum við beðið um betra?

Mofi er langduglegastur, bæði í greinaskrifum og löngum rökræðum, en hann er náttúrlega aðventisti og þess vegna afleitur! Ég er að gera að gamni mínu, afi minn elskulegur (HH) var líka aðventisti og boðaði þá trú víða um Austfirði, já, og sannarlega er Mofi góður og gegn og mikill og glöggur trúvarnarmaður, sem svo mikil þörf er á nú – þó að mission hans að kenna þróunarsinnum sköpunarguðfræði sé erfiðara fyrirbæri en að troða úlfalda í gegnum nálarauga.

En Rósa fær samt mitt atkvæði.

Jón Valur Jensson, 19.8.2008 kl. 02:10

5 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Fyrir utan þig Guðsteinn, sem ert sjálfkjörinn, þá er það tvímælalaust Ingvar Valgeirsson.....

....eða ég... 

Haraldur Davíðsson, 19.8.2008 kl. 02:57

6 Smámynd: Mama G

Búið að tilnefna alla sem ég þekki (og eru að blogga reglulega), nema kannski ef vera skildi Vonina

Mama G, 19.8.2008 kl. 08:56

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég þakka góð viðbrögð  og fögur orð í minn garð, en ítreka ég er ekki kjörgengur.

Þau sem eru kominn á blað eru:

  1. Rósa Aðalsteins
  2. Theodór Norðkvist
  3. Bryndís Böðvardóttir
  4. Linda / Vonin
  5. Ingvar Valgeirsson
En það eru fleiri kristnir bloggarar til, látið í ykkyr heyra.
Annars þarf ég að tilnefna alveg helling sjálfur!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.8.2008 kl. 09:20

8 Smámynd: Mofi

Jón Valur
Ég er að gera að gamni mínu, afi minn elskulegur (HH) var líka aðventisti og boðaði þá trú víða um Austfirði

Hvernig gastu orðið svona afvegaleiddur með svona góðan bakhjarl? :)    Ég vonandi kemst til botns í þessu máli einhvern tímann.

Jón Valur
þó að mission hans að kenna þróunarsinnum sköpunarguðfræði sé erfiðara fyrirbæri en að troða úlfalda í gegnum nálarauga.

Já, ég fæ ekki mörg stig fyrir stríðið sem ég ákvað að taka þátt í. Hver hefði trúað því að það væri svona erfitt að samþykkja að það þarf gáfur til að búa til upplýsingar?  En eins og Kristur sagði um úlfaldan og nálaraugað þá þó það er mönnum ómöglegt þá getur Guð það.

Ég held að það sé bara við hæfi að ég tilnefni Jón Val :)

Mofi, 19.8.2008 kl. 10:24

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn.

Ég vel Jón Val og fær hann 1000 atkvæði. Fellum  þessa Rósu úr 1. sæti. Hún er  ekki í Frjálslyndaflokknum.  Mér skilst að hún sé pólitískt viðrini.  Þvílík rugl í gangi.

Fór fólk vitlausu megin framúr í morgunn eða vitlausu megin í rúmið í gærkvöldi?   

Veljum Jón Val í fyrsta sæti.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.8.2008 kl. 10:46

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Moffi minn, þá eru eftirfarandi komir á blað:

  1. Rósa Aðalsteinsdóttir
  2. Theodór Norðkvist
  3. Bryndís Böðvarsdóttir
  4. Linda / Vonin
  5. Ingvar Valgeirsson
  6. Jón Valur Jensson
  7. Haraldur Davíðsson

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.8.2008 kl. 10:46

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rósa - listinn sem ég er að birta er handahófskenndri röð, þetta segir ekkert um í hvaða sæti fólk er. En þú ert sjálf kominn með þó nokkrar tilnefningar. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.8.2008 kl. 10:48

12 Smámynd: Mama G

Ég gat ekki betur skilið innlegg Jóns Vals en að hann væri líka að tilnefna Mofa?

Mama G, 19.8.2008 kl. 11:00

13 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Mama.

Mofi og Jón Valur eru svo frábærir vinir og að sjálfsögðu kusu þeir hvern annan.

Kjósum Jón Val.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.8.2008 kl. 11:11

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rósa - það er ekki búið að kjósa. Um er að ræða tilnefningar, það verður ekki raunverulega kosið fyrr en ég er búinn að setja upp skoðannakönnun með þeim nöfnum sem hafa verið tilnefndir.

Mama G. - þið getið kosið í kvöld, þá set ég upp kosningarkerfi. En hefði Mofi ekki verið tilenfndur, þá hefði ég tilnefnt hann sjálfur. Og er hann kominn á blað.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.8.2008 kl. 12:57

15 Smámynd: Mofi

Má maður aðeins nefna einn?  Ef ekki þá langar mig að nefna Tryggvi Hjaltason

Mofi, 19.8.2008 kl. 15:57

16 Smámynd: egvania

Guðsteinn þú og Svavar Alfreð ég get ekki gert upp á milli ykkar

Kærleikskveðja Ásgerður

egvania, 19.8.2008 kl. 16:13

17 identicon

Þótt ég sé ef til vill ekki besti maðurinn til að tjá mig um þetta þá myndi ég sjálfur leggja til Guðstein fyrir að skrifa skemmtilega pistla en aftur á móti þá verð ég að gefa Rósu stig fyrir vandaða málnotkun.

(Þótt svo ég hvorugu sammála :P)

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 16:23

18 Smámynd: Linda

verið Guði til dýrðar upphefjið engan nema Guð því hann á dýrðina. Ég kýs að nefna engan nema Guð sjálfan sem á besta blogg allra tíma Biblíuna sjálfa.

 Með blessun.

Linda

Linda, 19.8.2008 kl. 18:13

19 Smámynd: Rebekka

Ég tilnefni Jón Val, og skal kjósa hann líka þegar skoðanakönnunin kemur upp.  Þó ekki væri nema bara vegna púkans í mér sem þætti gaman að sjá hann bæði sem "uppáhalds kristni bloggarinn" og "uppáhalds illmennið" (könnun á öðru bloggi)

Hvar væri annars moggabloggið án ykkar allra?

Rebekka, 19.8.2008 kl. 20:02

20 identicon

Það er Sóknarbarn, þessi sannkristni einstaklingur tók nú margan ólukkupésan í bakaríið, hvað varð um þennan frábæra bloggara???

Þessi mikli mannvinur fær mitt atkvæði.

cundalini (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 21:18

21 Smámynd: Óli Jón

Ef atkvæði forherts vantrúarseggs er gjaldgengt hér þá tilnefni ég Guðstein og Mofa. Báðir eru afar kurteisir, fastir í sínum svörum og málstað sínum til sóma. Mofi fær svo aukastig fyrir fádæma þrautseigju og úthald fyrir sinn málstað. Ég þarf ekki að vera sammála honum til að dást að eindrægninni og iðjuseminni.

Óli Jón, 19.8.2008 kl. 21:20

22 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Komnir eru þá:

  1. Rósa Aðalsteinsdóttir
  2. Theodór Norðkvist
  3. Bryndís Böðvarsdóttir
  4. Linda / Vonin
  5. Ingvar Valgeirsson
  6. Jón Valur Jensson
  7. Haraldur Davíðsson
  8. Tryggvi Hjaltason
Og set ég þetta upp í könnun. Fleiri tilnefningar verða ekki teknar til greina.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.8.2008 kl. 23:47

23 identicon

Ég er sammála honum Óla.

DoctorE (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 23:58

24 identicon

Ekki sjálfgefið að skilgreina "besti" en uppáhöldin mín eru náttúrulega Guðsteinn og Mofi.  Guðsteinn fær prikin fyrir jákvæða punkta um lífið sem allir geta tekið til sín og vantar sem mótvægi við trúarrifrildin, en Mofi fær þau fyrir óendanlega seiglu og þolinmæði gagnvart þeim sem hann ögrar til umræðna um leið og hann læsir ekki kommentakerfinu fyrir t.d. Doktornum. Svo er Mofi líka hálfgerð risaeðla í skoðunum sínum  en litlaust yrði trúarbloggið án hans.

Besti trúbloggarinn væri fyrir mér sá sem iðkar trú sína með manngæsku og virðingu umfram hinn umdeilda bókstaf þegar leið bókstafsins liggur til illinda eða mannamunar.  Það er eiginlega ákveðið trúarlíf út af fyrir sig að reyna að virða trúarsannleika hvors annars og sætta sig við að við erum öll að reyna að rækta okkur með þeim hætti sem virkar fyrir sálartetrið.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 02:36

25 identicon

Ég náttlega mótmæli harðlega ef Mofi er ekki á þessum lista.... ég verð að taka það sem fordóma á meðal ykkar krissa, skamm skamm :)

DoctorE (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 10:00

26 identicon

Ég ætla að tilefna ögn látlausari bloggara en gengur og gerist og velja Arabinu.

Annars eru þeir margir sem ég hef gaman af að lesa, sem margir eru þó nefndir nú þegar. Það væri þó varla óviðeygandi að nota tækifærið og áminna Bryndísi fyrir bloggleti, þar sem biblíugrúskunarfræði eru það sem ég hef mest dálæti af því að lesa.

Jakob (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 10:39

27 identicon

Haraldur fékk atkvæði mitt að þessu sinni fyrir breiða trúarhugsun og þor til að draga eigin ályktanir án þess að vera smeykur við bókaógnina.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 10:49

28 Smámynd: Mofi

Ég þakka vingjarnleg orð í minn garð, meira að segja frá DoctorE!  Einn alveg gáttaður :)

Sammála Pax, Bryndís er allt of löt að blogga því þegar hún bloggar þá er það vandað og áhugavert. 

Mofi, 20.8.2008 kl. 12:27

29 identicon

Þú mátt ekki halda að ég sé eitthvað á móti þér persónulega Mofi.. eða öðrum trúuðum, mér finnst bara það sem þið trúið á algerlega steikt :)

DoctorE (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 12:31

30 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sorrý, ég gleymdi moffanum, hann er kominn inn! Sorrý Dóri!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.8.2008 kl. 13:32

31 Smámynd: Mofi

DoctorE, gott að heyra... svona sirka 

Haukur, eins gott að þú ert flúinn til Danmerkur, annars hefðir þú fengið að heyra það    

Mofi, 20.8.2008 kl. 13:53

32 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Rósa Aðalsteinsdóttir fær mitt atkvæði.

Bestu kveðjur Jenni.

Jens Sigurjónsson, 20.8.2008 kl. 14:06

33 Smámynd: egvania

Guðsteinn hvað verð um Svavar Alfreð ég setti hann inn 19.08- 15.57 halló hvað varð um hann.

egvania, 20.8.2008 kl. 14:31

34 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Hvað rekst ég á hérna  Skemmtilegt. En þó ég sé búin að standa uppi í hárinu á Mofa þá geri ég mér grein fyrir því að hann er fremstur á sínu sviði, "trúið á mig". Og það góða við hann líka að þó allir séu á móti honum í tugi athugasemda, svarar hann alltaf kurteislega og fordómalaust, þó að sumt komi frá honum sem ég hef hingað til kallað fordóma þá hefur hann þá hæfileika að segja frá því sem hann trúir án þess að dæma og særa fólk. Mofi nr. 1. Það er augljóst. Svo má nefna Stefán Andra Björnsson, ungur og upprennandi með góða nærveru meira að segja gegnum netið og sannur í trú sinni.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 20.8.2008 kl. 14:51

35 Smámynd: Linda

Kæri Haukur vilt þú vera svo vænn að taka mig af þessum lista, ég hef aldrei skrifað sjálfri mér til upphafningar, heldur reynt á minn auma máta að fræða og skrifa Guði til Dýrðar.  Ég kæri mig ekki um að vera í samkeppni við vini mína, því allir skrifa um mismunandi efni og á mismunandi máta, þó vonandi alltaf Guði til dýrðar. 

Ég bið að Guð blessi hvern og einn sem hér skrifar.

Knús.

Linda, 20.8.2008 kl. 15:03

36 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Svavar er kominn inn, Linda er dottinn út (að hennar beiðni) og ég tilenfni sjálfur Andrés Böðvarsson.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.8.2008 kl. 16:59

37 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Henry - Sindri er ekki gjaldgengur lengur, en hefði verið flottur ef hann væri trúaður ennþá.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.8.2008 kl. 17:00

38 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Þó ég haldi áfram að mæla með Mofa örugglega líka sem manneskju fyrir utan hvernig hann kemur máli sínu á framfæri, ég þekki ekkert til hans a.ö.l. En trú hans er eitthvað sem er mér mjög fjarlæg og ekki mér að skapi. Kannski það vanti betri útlistingu á hvað þú kallar eða setur undir þessi orð "BESTI KRISTNI BLOGGARINN"  Því mótsagnirnar í tillögunum eru nánast eins og þær sem ég rekst sífellt á í Biblíunni, hm svo ég sé nú ekki of alvarleg, þetta er kannski til gamans gert  Að vísu er ég ekki saklaus í þessu sjálf greinilega.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 20.8.2008 kl. 17:44

39 Smámynd: egvania

Í rauninni ætti það að vera DoctorE hann veit meira um kristna trú en margir aðrir, en samkvæmt skrifum hans er hann ekki kristinn svo að hann verður ekki með í þessum leik.

egvania, 20.8.2008 kl. 18:44

40 Smámynd: Linda

Takk Haukur minn fyrir að taka mig út.

knús og kveðja.

Linda, 20.8.2008 kl. 19:11

41 identicon

hahaha góð Ásgerður :)

DoctorE (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 19:29

42 Smámynd: Þóra Sigríður Jónsdóttir

Vá .. ég var bara orðin sveitt og stressuð um að Mofi kæmist ekki á listann.... hann sem er svo þolinmóður og kurteis drengur... (sem örugglega hvorki svitnar né stressar sig á svona smámunum ;)

En nú skil ég betur af hverju Jón Valur er svona vel að sér... það verður gaman þegar Mofi verður búinn að "bjarga" honum til baka :)

En kærar þakkir fyrir framtakið.. hér finn ég slatta af bloggurum sem að ég hef aldrei lesið....

Þóra Sigríður Jónsdóttir, 20.8.2008 kl. 21:14

43 Smámynd: Halla Rut

Guðsteinn/Rósa....gæti ekki valið....Linda er yndi en vill ekki keppni.

Halla Rut , 20.8.2008 kl. 21:43

44 Smámynd: Halla Rut

DoctorE fær svo stríðnisatkvæði mitt.

Halla Rut , 20.8.2008 kl. 21:44

45 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Mofi.. hann er minn maður :) 

Óskar Þorkelsson, 20.8.2008 kl. 22:40

46 Smámynd: Katan

Ég vil tilnefna eina sem er ekki á moggablogginu. Hún heitir Anna Lilja og er upprennandi rithöfundur. Kristin stelpa sem ritar undursamlega. 

 www.internet.is/annalilja 

Katan , 21.8.2008 kl. 00:18

47 Smámynd: Zaraþústra

Búið að tilfnefna skemmtilegustu pennana að mínu mati, Mofi og Jón Val.  Annars finnst mér nú oft gaman að lesa þitt blogg.  Ef ég hef einhvern atkvæðarétt þá fær Mofi atkvæði mitt.

Zaraþústra, 21.8.2008 kl. 00:48

48 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

MOFI...

ekki spurning..

Hanni er æðislegur...

Brynjar Jóhannsson, 21.8.2008 kl. 18:01

49 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sælt veri fólkið. Ég þakka fyrst hlý orð í minn garð frá Hippókrates og Valgeiri. Mér þykir vænt um þeirra stuðning.

Mér finnst voða erfitt að gera upp á milli þeirra kristnu bloggara sem ég les, þau eru öll góð á sinn hátt. Rósa og Linda koma með indæl blogg, sem gott er að lesa, fyrir sálina, reynslusögur og hugvekjur.

Jón Valur er mesti fræðimaðurinn, skrifar á mjög góðu máli, af mikilli þekkingu á þeim málum sem hann fjallar um og á mjög fjölbreyttum sviðum. Hann mætti samt gera minna af því að stýra athugasemdum.

Guðsteinn Haukur kemur oft með áhugaverða hluti og fáum, ef nokkrum tekst jafn vel að láta umræður fljóta og honum. Hann svarar flestum athugasemdum og ef hann er ekki sammála er hann aldrei með leiðindi. Í þau fáu skipti sem hann hefur lokað á bloggara eða tekið út athugasemdir hefur verið mjög rík ástæða til þess.

Halldór finnst mér vera besti bloggarinn í kristilegum hugleiðingum, en fjölbreytnin mætti vera meiri hjá honum. Það eru fáir sem blogga einungis um andlega hluti og getur verið varasamt að einblína alveg á andleg mál.  Honum tekst líka mjög vel að láta umræður fljóta.

Theódór Norðkvist, 21.8.2008 kl. 18:02

50 identicon

Ég tilnefni Rósu, annars Mofa.

Einar (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 12:14

51 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég tek undir með Halla og tilnefni Ingvar og HD.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 22.8.2008 kl. 12:54

52 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Mofi fær mitt atkvæði. ég les hann stundum í laumi

Brjánn Guðjónsson, 22.8.2008 kl. 17:10

53 Smámynd: halkatla

ef enginn er búinn að því þá vil ég tilnefna Sunnu Dóru, hún er í tilviljanakenndri bloggpásu núna en hún á skilið að vera þarna líka og getur verið sérlegur fulltrúi þjóðkirkjunnar innan um þetta sértrúarlið - SMÁ SPAUG en í alvöru, ef þú ert ekki á listanum og Linda er ekki á listanum, þá get ég ekki kosið nema Sunna Dóra sé þá á listanum (ég mun samt kjósa í vinnunni líka og þá líklega Tryggva)

Mófí hinn mikli targetaði SD einu sinn... 

sorrí, á eftir handboltanum þá er þessi kristna bloggarakönnun mest spennandi viðburðurinn sem er að gerast

halkatla, 22.8.2008 kl. 21:01

54 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Guðsteinn...

Þú ert reyndar algjör séntelmaður fram í fingurgóma. Ég er fyrir löngu búin að taka eftir því. En þrautsegla Mofa er bara svo yndisleg að ég dáist af honum. Það er sama hvað vantrúaðir reyna að tjónka við honum stendur mófi við sama heigarðshornið og kemur alltaf kurteisislega fyrir. Slíkir menn eru mér alltaf að skapi og ég virði mannin endalaust fyrir það.  

Brynjar Jóhannsson, 22.8.2008 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband