Kraftaverkin gerast ennþá í dag!

Kraftaverk  !!!Hver segir að bænir okkar virki ekki, Guð er ekki heyrnarskertur né handleggjalaus!

Ég er svo ánægður og glaður yfir vissum tíðindum nú í morgun að get ekki orða bundist! Cool Málið er að
kona mín fór með dóttur okkar sem hefur þjáðst af vírusi í vinstra auga hennar. Hún hef verið að nota allskynskrem og dropa til þess að sporna við að vírusinn skaði sjón hennar meira en orðið er, en hún var með 25% sjón á vinstra auga.

Eftir margar bænir leiðir Guð okkur til læknis sem setur hana á aðra dropa og einhverjar töflur sem eiga að bæta hornhimnu hennar. Nú í dag 3 mánuðum eftir þennan lyfjakúr, þá mældist dóttir mín með 50% sjón á vinstra auga, og eru líkur til þess að þetta batni ennþá meir ef meðferðin heldur áfram! W00t

Ég er þakklátur Guði mínum, hann gaf okkur hin stórkostlegu læknavísindi og bænheyrði áhyggjufulla foreldranna, þ.e.a.s. mig og eiginkonu mína.

Ritað er:

Matteusarguðspjall 7:7
Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða.

Svo sannarlega stendur Guð við sitt!  Joyful

P.s. ég var að taka eftir því að ritstjórn blog.is var að setja mig á forsíðu blog.is, og hafa þær innilegar þakkir fyrir það! Önnur bænheyrslan í dag ... hvað kemur næst!  Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Gleðilegt tíðindi! Innilega til hamingju með þetta!

Róbert Badí Baldursson, 26.6.2008 kl. 13:04

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir það Robbi minn. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.6.2008 kl. 13:31

3 Smámynd: Mama G

Mikið verður maður glaður þegar maður les svona fréttir  Ég held að dóttir ykkar sé líka mjög dugleg að fara í gegnum svona meðferð, það tekur örugglega á.

Mama G, 26.6.2008 kl. 13:32

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ójá Mama G, hárrétt hjá þér, þetta hefur ekki verið auðvelt fyrir hana greyið!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.6.2008 kl. 13:36

5 identicon

Ég samgleðst ykkur með þetta Guðsteinn minn, það eina sem ég vil segja er: Give credit where due.
Mér þykir það svo niðurlægjandi fyrir mannkynið þegar allt það góða sem við gerum er eigna guði en allt það vonda er sagt okkar sök.

Að öðru leiti er þetta frábært, ég vona að þetta gangi vel hjá stúlkunni.

DoctorE (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 14:08

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hjartanlega til hamingju með þetta, Haukur minn og Bryndís. Guð blessi stúlkuna ykkar og gefi henni fagurt líf.

Jón Valur Jensson, 26.6.2008 kl. 14:29

7 Smámynd: Mofi

Frábært að heyra Haukur.  Veit að þú gefur "credit where it's due" og það er auðvitað hjá Guði og þeim læknum sem hjálpuðu stúlkunni.

Mofi, 26.6.2008 kl. 14:31

8 Smámynd: Linda

Þetta gleymdi Bryndís að segja mér áðan, þetta eru dásamlegar fréttir.  Guð er góður og læknandi Guð, við þurfum ekki annað en að sækja inn í Guðsríki.  Guð á dýrðina. Síraksbók segir þetta um lækna og lyf

Um veikindi, læknisdóm og lyf

1Heiðra lækninn fyrir þjónustu hans,
Drottinn skapaði hann einnig.
2 Frá Hinum hæsta kemur honum lækningagáfa,
hann þiggur gjafir af konungum.
3 Mennt læknis gerir hann virtan,
hann nýtur aðdáunar valdhafa.
4 Drottinn lét jörðina gefa af sér lyf
og hygginn maður forsmáir þau ekki.
5 Gerði ei viðurinn vatnið sætt
svo að máttur Drottins yrði kunnur?
6 Drottinn veitti mönnum þekkingu
svo að hann yrði dásamaður af undraverkum sínum.
7 Með þeim hefur hann læknað og linað kvöl,
8 lyfsalinn nýtir þau til að blanda lyfin.
Drottinn lætur aldrei af verki sínu,
frá honum berst heilsa um gjörvalla jörð.
9 Barnið mitt, taktu eigi létt á veikindum
en bið til Drottins og hann mun lækna þig.
10 Haltu þig frá röngu og breyt um lifnað
og hreinsa hjartað af hverri synd.
11 Færðu reykelsis- og minningarfórn af mjöli,
smyr fórnina olíu eins og efni þín leyfa.
12 En leitaðu líka læknis, Drottinn skapaði hann einnig,
lát hann eigi vanta því að þú þarfnast hans.
13 Einatt er það á hans valdi að hjálpa
14 enda biðja læknar Drottin sjálfir um hjálp
að þeim auðnist að veita sjúkum fró
og lækning er veitir lífgjöf.
15 Sá sem syndgar gegn skapara sínum
hlýtur að lenda í höndum læknis.

Linda, 26.6.2008 kl. 14:33

9 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Guð er góður mér og þér og allra sem leita hans.Til lukku bæði tvö með stelpuna ykkar.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 26.6.2008 kl. 14:44

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi - takk fyrir það, og er Mofi búinn að svara þér eins og ég hefði gert.

Jón Valur - hafðu kærar þakkir fyrir það og Guð blessi þig sömuleiðis.

Linda - takk innilega fyrir þetta! Svona þykir mér vænt um að sjá!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.6.2008 kl. 14:44

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Mofi/Dóri - takk!

Úlli - denka shön. (eða hvernig sem það er skrifað)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.6.2008 kl. 14:45

12 identicon

Ok höldum áfram að debeta þetta: Ef guð hefði verið flæktur í málið mundi hann þá ekki hafa slepp því að leggja þetta á ykkur, þið eruð trúuð fjölskylda og því væri það ósanngjarnt af honum að láta ykkur ganga í gegnum svona dæmi.

DoctorE (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 14:57

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi - þú ert ósanngjarn að ákveða hlutverkaskipti Guðs, hvorki ég né þú vitum nokkuð um hvað hann gerir. Virtu bara okkar skoðun að þessu sinni.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.6.2008 kl. 15:05

14 Smámynd: Flower

En frábært að heyra Haukur. Vegir Guðs eru sannarlega órannsakanlegir. Megi hann gefa henni áframhaldandi bata.

Flower, 26.6.2008 kl. 15:34

15 Smámynd: Flower

Varstu búinn að sjá póstinn frá mér á vísi?

Flower, 26.6.2008 kl. 15:35

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Flower, ég er búinn að lesa hann og svara á vísi. Og takk fyrir þitt!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.6.2008 kl. 15:40

17 Smámynd: Stefán Þór Helgason

Stúpendus nús beibí ég veit hvað þetta hefur oft verið erfitt og óþægilegt eins og þegar við fórum í smá "road trip" og það þurfti að rúlla í bæinn til að ná í smyrslin, það var auðvitað þegar við vorum komin nógu langt þegar það fattaðist. Sjö bænir í alla leið á góðum bata

Stefán Þór Helgason, 26.6.2008 kl. 16:03

18 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nákvæmlega Stebbi! Ég man eftir þeirri ferð, og ekki var gaman að snúa við úr hvalfirðinum til þess að ná í þessa litlu túpu! Úff .... en takk kall!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.6.2008 kl. 16:12

19 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll litli bróðir.

Frábært að heyra um máttarverk Guðs almáttugs.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.6.2008 kl. 16:29

20 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nákvæmlega Rósa mín! Guð er góður!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.6.2008 kl. 17:19

21 Smámynd: Jóhann Helgason

Haukur Frábært æðislegt að heyra þetta  Já Guði  hann gaf okkur hin stórkostlegu læknavísindi það er hreinu og yndislegt bænheyrði Ykkur áhyggjufulla foreldranna.Guð bregst aldrei  dýrð sé honum .

Jóhann Helgason, 26.6.2008 kl. 19:07

22 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nákvæmlega Jói minn! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.6.2008 kl. 19:12

23 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Henry minn.

Af hverju segirður að Guð hafi ekki komið nálægt þessu? Guð gaf okkur öllum visku. Allir hafa talentur og læknar hafa lært hvernig á að bregðast við ýmsu sem uppá kemur. Svo báðu Bryndís og Guðsteinn fyrir stúlkunni sinni og báðu um hjálp. Allt samverkar þetta saman.

Hefðir þú falið þig Guði og beðið hann að gefa læknum visku hefði þrautagangan þín að mínu mati ekki orðið eins mikil.

Oft þegar björgunarsveitir eru að leita af fólki þá bið ég Guð að hjálpa þeim og ég trúi að bænirnar mínar hjálpi.

Guð veri með þér og leiði þig aftur í faðm frelsarans.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.6.2008 kl. 21:05

24 Smámynd: Theódór Norðkvist

Til hamingju með dótturina Haukur og Guði sé lof. Ég samgleðst ykkur hjónunum.

Ég er ekki ritskoðunarsinni, en ég myndi óska að niðurrifskjaftarnir úr röðum trúleysingja myndu þegja. 

Theódór Norðkvist, 26.6.2008 kl. 22:01

25 Smámynd: halkatla

en frábært, gaman að lesa bloggið þitt í dag

halkatla, 26.6.2008 kl. 22:20

26 identicon

Hvað erum við trúfrjálsir menn að rífa niður Theódór??
Við erum einfaldlega að benda á að læknar hafi gert þetta en ekki guð, það er ekki niðurrifskjaftur.

Ef að þú bjargaðir lífi mínu og ég mundi þakka spaghettiskrímslinu þá mundir þú líkast til setja eitthvað út á dæmið, eða hvað?

DoctorE (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 22:47

27 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rósa - takk fyrir góða aðstoð. 

Er svona flókið fyrir ykkur vantrúarfólk að virða skoðannir annara? Er ykkar virkilega svona mikið æðri að þið komið hér á skítugum skónum og gerið gys að sannfæringu minni? Ég á við Jón Frímann, Henry og Hauk í þessum efnum. Þó að Henry hafi nú verið eins málefnanlegur og hann gat, þá er boðskapur hans skýr og er ég honum ósammála.

Nafni Ísleifsson - þú ættir að setja skottið á milli lappanna á þér og skammast þín!

Allt þetta þvaður:

1. Gaf henni vírusinn til að byrja með.

2. "Leiddi" ykkur til margra lækna sem gátu ekki hjálpað, og þar með skaðaði ykkur frekar.

3. "Leiddi" ykkur til læknisins sem gat hjálpað ykkur og dróg úr hluta þess skaða sem hann sjálfur valt ykkur.

Er einungis ásökun án nokkura raka og gömul tugga sem er auðvelt að hrekja og afsanna, ég skal svara þér þegar þú tekur á málefninu sjálfu án fullyrðinga sem hvorki ég né vitum um. 

Teddi - ég fer bráðum að taka undir seinustu setningu þinni, miðað við ofangreint. Matti og Hjalti eru ekki einu sinni svona slæmir.

Anna Karen - Guð blessi þig systir ... innilega! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.6.2008 kl. 22:55

28 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælt veri fólkið.

Sjúkdómarnir eru ekki frá Guði heldur frá Satan. Hann sagði sjálfur að hann væri kominn til að stela, slátra og eyða en Guð almáttugur og sonur hans Jesús Kristur vilja að við höfum líf, líf í fullri gnægð.

Guð sendi son sinn eingetinn til jarðarinnar til að hjálpa okkur mannanna börnum. Hann var negldur á kross og hann tók á sig bæði sjúkdóma okkar og syndir. Svo er það bara undir okkur komið hvort við viljum þiggja gjafir Guðs. Það gerðu Bryndís og Guðsteinn þegar þau báðu Jesú að lækna barnið sitt og þau leituðu einnig til lækna sem þau báðu fyrir að Guð gæfi þeim visku að meðhöndla dóttur sína. Guð hefur gefið okkur öllum gáfur og með góðri þjálfun getum við gert margt gott fyrir samfélagið.

Ég hafði farið til lækna vegna flogaveiki sem barn og unglingur en svo þegar ég var að verða 14. ára þá bað ég Jesú Krist að lækna mig. Það voru öldungar sem báðu fyrir mér og ég fann kraftinn koma yfir mig og ég veit að þarna meðtók ég lækningu frá Jesú Kristi. þvílíkur léttir að losna við flogaveiki.

Veit ekki hvort þetta hjálpi ykkur vantrúarliðinu sem reynið að rífa okkur á hol everytime. Hafið þið ekkert betra við tíman ykkar að gera?

Guð veri með ykkur og miskunni ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.6.2008 kl. 22:56

29 Smámynd: Linda

Sumir hér sem hér hafa skrifað ættu að skammast sín, yfirlæti þeirra er öllum sýnilegt, það er vissulega hægt að hafa umræður við þá sem trúa ekki "Hippó sæti" er fullkomið dæmi um einn eða eina slíkan.  En, við stöndum stöðug í trúnni Haukur minn og ritningin er ávalt til staðar og í kvöld var mér bent á neðangreind vers.

Ég vil taka það fram að ekki eru allir vantrúaðir óvinir hins trúaða en því miður eru innan ykkar raða raddir sem gefa þessum félagsskap eða afstöðu óorð og umtal um öfgar farnar at tengjast þeirri hugsjón. 

Sálmarnir 89:22-24 

22Hönd mín mun gjöra hann stöðugan og armleggur minn styrkja hann.

    23Óvinurinn skal eigi ráðast að honum, og ekkert illmenni skal kúga hann,

    24heldur skal ég gjöra út af við fjendur hans að honum ásjáandi, og hatursmenn hans skal ég ljósta.

Orðskviðirnir 16:23-24

23Hjarta spekingsins gjörir munn hans hygginn og eykur fræðsluna á vörum hans.

    24Vingjarnleg orð eru hunangsseimur, sæt fyrir sálina, lækning fyrir beinin

"með bæn er lausn og við blessum þennan læknir sem hefur hjálpað elskunni þeirra Hauks og Bryndísar, engin hér mun tekið frá þeim þá gleði sem þau hafa fengið að upplifa í dag fyrir náð Guðs.".

knús

Linda, 26.6.2008 kl. 23:50

30 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen kæra Linda AMEN! Vá hvað ég er feginn að sjá þitt innlegg.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.6.2008 kl. 00:01

31 identicon

Sæll Guðsteinn.

Frábært að heyra að stelpunni ykkar sé að batna!

Jakob (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 00:02

32 identicon

Maður er skíthræddur að segja eitthvað, einhver gæti tekið eitthvað nærri sér... en ok

Ég er bara að benda á að ef guð er svona góður gæi hvers vegna er hann þá að leggja hluti á fólk; á trúað fólk; Hvers vegna er ég hinn trúfrjálsi í góðum gír með mig og mína fjölskyldu.
Hvers vegna þarf að biðja hann um að hjálpa sér, leggur hann sjúkdóma og eymd + volæði á fólk eingöngu til þess að láta fólk biðja um hjálp.
Ef ég væri guð þá mundi ég einfaldlega smella saman fingrum og losa alla undan öllu, ég mundi bara skammast mín fyrir að hafa látið fólk þurfa að kveljast yfirhöfuð þegar það væri svona létt fyrir mig að redda málum, verandi almáttugur og alles... ég bara skil ekki þessar tengingar hjá ykkur.. og ég bara skil ekki guðinn ykkar, ég skil ekki að hann þurfi að brjóta fólk niður, að láta börn fæðast með fæðingargalla sem eru utan hins frjálsa vilja.
Það hljóta allir að sjá að ég og bara flestir aðrir yrðu miklu betri guðir, ég má ekkert aumt sjá.. ég geri hvað ég get án þess að verða spurður, án þess að þurfa að heyra neyðarköll.
Ef ég sé særðan mann þá bíð ég ekki eftir að hann kalli á mig og biðji mig að hjálpa sér... ég bara hjálpa eins og ég get, það mundu flestir aðrir gera líka.
Ef ég væri alvitur, staddur allstaðar, vissi af öllu þá bara gæti ég ekki lifað með sjálfum mér vitandi það að ég gæti reddað öllu en sigtaði bara út einhverja X.. óskiljanlegt, vegir guðs eru meira en óskiljanlegir þeir eru ómannúðlegir sem segir mér bara að menn nútímans, margir hverjir eru með miklu meir kærleika, miskunn, ummhyggju en guðinn.

Takið þetta nú ekki öfugt ofan í ykkur

DoctorE (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 00:06

33 Smámynd: Árni þór

Sæll Guðsteinn,

frábært að sjónin hefur lagast, dýrð sé Guði.

Guð er að starfa kröftuglega í dag, það er gal opin himin yfir íslandi, ég er búin að vera vitni að fleiri lækningum og kraftaverkum síðustu 2 ár eins og öll 20 árin samanlögð þar á undan, sýnir að vitjun Guðs er núna fyrir Ísland.

Ég er tilbúin að koma og biðja fyrir dóttir þinni að hún fái 100% sjón, ég hef beðið fyrir mörgum sem hafa læknast samstundis, blessað sé hans nafn.

kveðja,

Árni

Árni þór, 27.6.2008 kl. 00:10

34 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Árni - bænir þínar eru afar vel þegnar, ég þakka kærlega fyrir það!

Pax - hafðu þakkir sömuleiðis! 

Dokksi -*andvarp* ég reyni að svara þér seinna ... er orðinn myglaður af þreytu ... 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.6.2008 kl. 00:19

35 identicon

Ok Guðsteinn :)

Ertu með eitthvað skjalfest með yfirnáttúrulega læknishæfileika þína Árni.
Hvaða sjúkdómar þetta voru sem þú læknaðir ásamt staðfestingu frá læknum með að þú hafir afrekað þetta.

Ég bíð spenntur eftir þessum upplýsingum frá þér!

DoctorE (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 00:31

36 Smámynd: Egill

virðing er áunnin, hún fæst ekki gefins, og virðing fyrir einhverju bulli er því miður ekkert sem verður sett í póstkassann hjá öllum bara af því bara.

en til hamingju með þessar góðu fréttir.

verst hvað guð er á móti þeim sem eru með klofinn hrygg, eða vantar útlimi.

kannski ákveður guð að gefa þeim "kraftaverk" líka þegar læknavísindin hafa fundið leiðir til að lækna þessa kvilla.

hver veit, en ég þykist nokkuð viss um að ekkert kraftaverk hefði gerst hjá dóttur þinni ef hún hefði átt við þessa vírus sýkingu fyrir 50 árum síðan.

ætli guð sé með svona dagatal 

1900 byrja að gefa naglakraftaverk

1970 byrja að gefa krabbameins kraftaverk

2008 byrja að gefa vírussýkingu í augum kraftaverk

2050 byrja að gefa AIDS kraftaverk

2075 byrja að gefa klofinn hrygg kraftaverk

spurning hvort við gætum fengið afrit af þessu dagatali og ekki verið að eyða tíma í að "lækna" eitthvað fyrir en hann ákveður að það sé hægt.

Egill, 27.6.2008 kl. 03:51

37 Smámynd: Adda bloggar

guð blessi ykkur minn kæri vinur haukur

Adda bloggar, 27.6.2008 kl. 07:48

38 identicon

Það er líka á tæru að margir foreldrar um allan heim í stöðu þar sem spurning er um líf eða dauða hafa ekki verið bænheyrð... WHY WHY WHY

DoctorE (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 10:18

39 Smámynd: Flower

Það var komin ægilega reiðileg athugasemd sem ég ákvað að hætta við og hafa hófstillt. En kommon þið trúleysingjar, finnst ykkur þetta við hæfi þegar Haukur er að tala um veikindi dóttur sinnar. Læknar lækna ekki allt heldur, ef ég læknast að mínu meini þá get ég með góðri samvisku þakkað Guði það en ekki læknum þar sem þeir geta ekkert gert í því sem ekki felur í sér áhættu að ég versni bara.

Guð hefur aldrei lofað að hafa okkur heilbrigð en hann hefur lofað okkur að standa með okkur. Við vitum ekki afhverju og það er óþarfi að vera að núa því um nasir Hauks við þetta tilfelli. Aðgát skal höfð í nærveru sálar er sagt. 

Flower, 27.6.2008 kl. 14:20

40 identicon

Mín kæra flower, er við hæfi að segja guð hafa gert hluti sem menn gerðu alveg augljóslega.
Ef læknavísindin væru ekki til staðar þá hefði ekkert gerst... ég er ekki að núa neinu um nasir neins, ég er bara að tala um að rétt skal vera rétt.
Ég er ekki að skilja þetta með að þú þakkir guði en ekki læknum því þeir bla bla....
Þið verðið að athuga það að án vísinda þá væru lífslíkur okkar ~25 ár EF við erum heppin.

P.S. Ég er trúfrjáls en ekki trúleysingi eða heiðingi

DoctorE (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 14:38

41 Smámynd: Flower

Ef ég fæ bót meina minna og það er alveg möguleiki á að þetta eigi eftir að ganga til baka, þá mun það ekki gerast fyrir tilstilli læknis. Nú hef ég frábæran lækni sem gerði allt sem hann gat til að finna leið og leitaði út fyrir landsteinana meira að segja. En það er engin patent lausn til fyrir þetta. Bara aðgerð sem gæti gert þetta enn verra.

Þannig að gangi þetta til baka þá verður það Guði að þakka en ekki læknavísindunum. Því á ég þá að vera þakka þeim þegar þau eiga enga lausn til? Hvaða part áttu svona erfitt með að skilja?

Veistu að þú ert farinn að láta eins og Jónas á vísi. Það er jafn erfitt að rökræða við þig og hann, þú svarar þó en alltaf með sömu klisjunum. Þú hefur þína sannfæringu og þú mátt eiga það að standa fast við hana. En ég er farin að hugleiða hvort Jónas er illi tvíburi þinn Ég ætla að vera svo kurteis að orða það þannig en ekki hvort þú sért illi tvíburi Jónasar

Flower, 27.6.2008 kl. 14:55

42 identicon

Well ég er a.m.k ekki fyllibytta :)

DoctorE (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 15:59

43 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Ég vil bæta einu við ofangreint.

Læknirinn og hjúkrunarfræðingurinn voru bæði forviða er þau sáu hinn frábæra árangur sem meðferðin hafði gefið af sér. Þetta semsé kom þeim verulega á óvart. Samt hafði nokkrum sinnum komið fyrir að við gleymdum að gefa lyf. Það virðist ekki hafa komið að sök. Enda var Guð með í ráðum.

Bryndís Böðvarsdóttir, 27.6.2008 kl. 22:04

44 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Doctor E segir:

Það er líka á tæru að margir foreldrar um allan heim í stöðu þar sem spurning er um líf eða dauða hafa ekki verið bænheyrð... WHY WHY WHY

En hvað um þá sem læknast. Móðir mín hefur t.d. fengið lækningu Guðs á ýmsum kvillum en er samt enn með ákveðin mein.

Stundum læknar Guð á sínum tíma. Stundum er ófyrirgefning okkar eða trúleysi fyrirstaða. Guði er samt mest umhugað að fólk leiðist til trúar og vill oftast byrja þar og síðan kemur lækningin.

Stundum virðist Guð getað notað veikleika okkar til þess að leiða aðra til trúar. Veit um dæmi þess að manneskja hefur getað náð til margra sjúkra, af því að hún varð veik sjálf. Við megum því ekki vera of svartsýn eða setja Guð í fyrirfram ákvarðaðan kassa og þykjast vita betur en hann hvernig best sé að haga öllum hlutum. Hann elskar okkur en hann vill líka kenna okkur rétta veginn og minnir okkur á að það getur verið góður skóli að upplifa smá erfiðleika, enda upplifði hann þá sjálfur.

Sumir læknast því strax en aðrir þegar þeirra tími er kominn. Guð vill að við séum auðmjúk en ekki full af hroka. Hann vill kenna okkur smá sjálfsögun og sjálfstjórn. Hann agar þann sem hann elskar, því hann vill ekki að við verðum eins og ofdekruð börn í viðhorfi okkar til Guðs, náungans og lífsins. Margir hafa því meðtekið lækningu eftir að hafa farið í 12 spora vinnu, þar sem unnið er mikið með fyrirgefningu og lausn undan bindandi tilfinningum.

Öðrum bendir hann á að bæta mataræðið og lifnaðarhætti, þar sem að líkaminn er musteri Heilags Anda og okkur ber að fara vel með þetta musteri.

Síðan eru mörg dæmi eru um það að fólk sem ekki var hugað líf,  læknist af krabbameini vegna fyrirbænar. Síðan eru það aðrir sem hann telur best að kalla heim.

En svona er Guð. Hann gefur eins og hann telur best.

Bryndís Böðvarsdóttir, 27.6.2008 kl. 22:21

45 Smámynd: Theódór Norðkvist

Bryndís, þið Haukur eigið heiður skilið fyrir að gefa Guði dýrðina fyrir þessa lækningu.

Theódór Norðkvist, 27.6.2008 kl. 22:34

46 identicon

Ég  vona að dóttirin nái 100% sjón sem fyrst.

Koma tímar og koma ráð.

Bestu kveðjur og hamingjuóskir með  árangurinn,

Skúli Skúlason. 

Sk. Sk. (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 22:43

47 Smámynd: Linda

Guð á ávalt dýrðina, það erum við sem þurfum að gefa honum pláss til þess að vinna í okkur, að leyfa dýrðinni inn..

Linda, 27.6.2008 kl. 23:28

48 Smámynd: Flower

Bryndís, það kemur ekki á óvart kannski að batinn hafi komið þeim á óvart ef þau hafa ekki búist við því. Þeir sem gagnrýna ykkur hér fyrir að eigna Guði batann mættu kannski hugsa út í það að þegar bati kemur óvænt þá eru læknarnir sjálfir undrandi þó að þeir sem trúa á kraftaverk Drottins séu það ekki.

Læknavísindin eru stórkostleg og það er alveg ótrúlegt hvað hægt er að gera í dag og hvernig framfarir á ýmsum sviðum aukast. En þau eru sömu takmörkunum háð og það mannkyn sem notar þau, þau eru ekki óskeikul. Þegar þau eiga enga lausn þá á Guð hana hvort sem hann notar hana eða ekki. Vilji Guðs er alltaf æðri manninum og það er alltaf ástæða fyrir öllu sem Guð einn veit. 

Flower, 28.6.2008 kl. 12:26

49 Smámynd: Theódór Norðkvist

Tek undir orð Sigfúsar og Hippókratesar. Skynsamlega mælt hjá báðum. Aðgát!

Theódór Norðkvist, 28.6.2008 kl. 13:13

50 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Það er skrýtið hvað margir sem ekki trúa á Guð séu yfirhöfuð að skrifa hér. Af hverju eru þeir að lesa þetta blogg, bara til að vera á móti. Kannski leynist smá öfund hjá þeim að hafa ekki þessa trú. Ég þekki ykkur ekki neitt en samgleðst ykkur með dóttur ykkar. Ég leita alltaf til Guðs bæði þegar eitthvað er að og líka þegar allt er í lagi. Ég ætla að segja stutta sögu, man hana ekki orðrétt en einhvernvegin svona:

Maður var búinn að koma sér í sjálfheldu uppi á fjallstindi, hann bað Guð að hjálpa sér. En í hans augum virkaði það ekki. Það komu jú þyrlur og að lokum björgunarmenn til að ná honum niður en enginn Guð. Spurning hver skapaði þessa björgunarmenn. Já Guðs vegir eru órannsakanlegir og hann notar fólk til að hjálpa fólki. Svo einfalt er nú það.

Mbk. 

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 28.6.2008 kl. 15:53

51 identicon

Af hverju ætti fólk að vera hissa á að ég setji athugasemd hér... ég hef verið að spjalla við Guðstein um þessi mál í nokkur ár.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar... hafa menn í læknavísindunum ekki sálir.. þarna eru þeir augljóslega rændir heiðrinum af þessu dæmi; Pure 'n simple.

Ég get bara ekki komið auga á að það sé virðingarleysi að benda á þá augljósu staðreynd.

Guð skapaði björgunarmennina.. comon Sólveig.. guð gerði fjallstindinn, guð forðaði manninum ekki frá því að klífa tindinn.

Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir.. er rite on, því ef við hjálpum ekki okkur sjálf og hvort öðru þá er enga hjálp að fá.

DoctorE (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 16:14

52 identicon

Af hverju er það virðingarleysi?
Ef ég ætti veikt barn og fengi meðal við einhverju sem hrjáði barnið, bloggaði um að Doctor X hafi komið með meðal sem læknaði barnið... svo kæmi Guðsteinn og segði að guð hafi læknað barni.. ætti ég þá að verða eitthvað sár, ætti ég að finnast að mér vegið.
Auðvitað mundi ég einfaldlega bara ræða málið í bróðerni eins og vera ber.
Siðblinda.. vá, þetta er bara ofurviðkvæmni og ekkert annað... það er ekki eins og ég sé að gera árás á einn eða neinn, ég er bara að benda á staðreynd málsins.

DoctorE (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 16:57

53 identicon

Sæll Haukur, ég dett ennþá inn á bloggið þitt af og til og verð að segja að það var vissulega leiðinlegt að lesa um þennann vírus sem herjar á dóttir ykkar, en mikið gleðiefni að meðferðin sé að skila árangri.

Þú kannast eflaust aðeins við mína trúarlegu afstöðu, en mundu að bæði hún sem og afstaða annara er 100% aukaatriði í þessu tilfelli og vona ég innilega að baráttan gangi sem allra best.

Gangi ykkur allt í haginn og megi Guð blessa ykkur

bjkemur (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 19:38

54 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´  

Sæll Haukur.  Tl hamingju með dóttur þína og bænheyrslunar.  Sjálfur hef ég notið þeirra forréttinda á fá svo margar bænheyrslur að ég þarf að fá mér stærðar körfu til að taka við.  Má ég segja þér frá því af hverju tveir prestar, frændur mínir, komu nokkra daga í viku til að biðja fyrir mér og bróður mínum (þeir komu í hempunum!).  Að vísu voru fleiri sem báðu, t.d., móðuramma mín, ég held að hennar fyrirbænir hafi verið sterkastar.  Ég segi það því ég kynntist henni og krafti hennar betur seinna.

Kraftaverkin gerast enn.  Mamma sagði mér frá;  Þegar ég var 2ja ára og lá í rúminu sofandi og bróðir minn 3 árum eldri í rúmi við hliðina á mér, kom móðursystir okkar með "smá flensu" í hemsókn til Rvíkur,  til gistingar hjá mömmu, því hún var utanaf landi og kom til lækninga vegna þessarar þrálátu flensu.  Hún hóstaði víst eitthvað í barnaherbergi okkar bræðranna, en það hugsaði enginn um slíkt þá.  Tveim vikum síðar var hún öll, hún hafði dáið úr "hvítadauða" sem berklar voru kallaðir þá.  En þetta voru bráðaberklar sem læknirinn hélt að væri bara slæm flensa. 

Við smituðumst báðir bræðurnir og lágum fyrir dauðanum í tvö ár. - En þá kom kraftaverkið.  Það var þannig að Ófeigur Ófeigsson læknir sem varð seinna frægur í erlendum fjölmiðlum (t.d., á forsíðu "Time Magazine" fyrir rannsóknir sínar á hvað kalt vatn gat læknað brunasár fljótt og vel).  Hann fékk gefins hjá (laug út úr) hernum á Keflavíkurflugvelli, lyf sem var ekki fullkannað né fullreynt og ekki komið á lyfjaskrá og var því ólöglegt.  Hann sprautaði þessu í okkur með leyfi mömmu.  (Hún sagði mér seinna að hún hefði frekað viljað okkur lifandi hrausta og heilbrigða en eilíflega veika.  Frekar dauða en hitt.  Þá var lækningin við berklum að "höggva", væri meinið í beinunum, en "brenna" væri meinið í vefjum, svo sem berkjum og lungum.  Ég hef verið henni eilíflega þakkláur fyrir að taka þessa áhættu.  Ég hefði frekar viljað deyja og fá tækifæri á framhaldslífi (svona er mín trú) en vera eilífðarsjúklingur, eins og þá blasti við.)  Okkur batnaði tiltölulega fljótt, þá hafði ég verið veikur hálfa mína ævi, semsagt langveikt barn.  Lyfið góða hét "Streptomycin" og losaði síðar heiminn við þá berkla sem þá voru þekktir.  Mörgum árum síðar hafa komið fram nýjir berklar sem eru lyfjaþolnir, en það er önnur saga.

Mest þykir mér vænt um að upplifa það að það eru fleiri sem finna áhrifamátt bænarinnar, sem ég held að virki ekki nema trúin sé til staðar.  Það eru margir trúaðir án þess að vita það.  Það kemur fyrir í lífi margra á ögurstundu þegar menn ákalla Guð, sem þeir hafa e.t.v., aldrei gert áður.

Kær kveðja,

Björn bóndi.

´

Sigurbjörn Friðriksson, 28.6.2008 kl. 20:58

55 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hér eru margir sem hafa gert góðar athugasemdir. Og ætla ég að gera heiðarlega tilraun til þess að svara þaim öllum.

Egill -eigð þú þitt dagatal í friði. Hvað veist þú eða ég um hvort Guði "sé sama", slík yfirlýsing er hrokafull af þinni hálfu, og væri það líka ef ég myndi lýsa því yfir. Guð blés í brjóst nógu mikla skynsemi til þess að búa til læknavísindin, og er ég því þakklátur.

Adda - Guð blessi þig líka.

Flower - ég þakka frábæran stuðning.

Bryndís mín - takk, mikið er ég feginn að vera gifur þér!

Teddi - enginn nema Guð á dýrðina. Bryndís var fyrst treg til þess að leyfa mér að blogga um þetta því þetta er fremur persónulegt fyrir okkur. En ég lét það flakka Guði til dýrðar og sé ekki eftir því, þrátt fyrir mólæti frá sumum hér.

Skúli - takk fyrir það og Guð blessi þig.

Linda - Amen!

Sigfús - mér þykir vænt um þín orð, og þykir vænt um að sjá menn sem eru ekki trúaðir koma mér til varnar, sem þú og hin mælski Hippókrates sem ég ber ómæla virðingu fyrir, gerið.

Hippókrates - "Aðgát skal höfð í nærveru sálar." Nákvæmlega! Þú ert yndislegur náungi, og mættu guðleysingjar taka þig til fyrirmyndar. Þú ert með hjarta úr holdi, ekki úr steini.

Sólveig - takk fyrir þitt og er ég þér sammála.

Bjkemur - gott að sjá þig hér og takk fyrir athugasemdina.

Sigurbjörn Bóndi - stórkostleg er þessi saga þín og hafðu þökk fyrir að deila henni!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.6.2008 kl. 00:00

56 identicon

Gangi þér og þínu fólki sem allra best í lífinu Guðsteinn.

Þó að ég sé ekki trúaður sé ég engann tilgang í að gera lítið úr þínum skoðunum.

Megi þinn guð blessa þig og þína.

Kv .Fýlupúki

Fýlupúki (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 01:29

57 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´   

Egill.  Mikið held ég að hún móðir mín heitin myndi skilja þig vel.  Ég get ekki skilið þig, því ég get ekki sett mig í þín spor.  Öll mín börn eru við góða heilsu og öll börnin þeirra eru einnig við góða heilsu.  Ég get eingöngu ímyndað mér hvað fjöldkylda þín og elskulegt barnið þitt þurfa að ganga í gegnum.

Hún mamma fékk heldur betur að finna fyrir því að eiga tvö langveik börn, mig 2ja ára og bróður minn 3 árum eldri.  Þá var engin heimahjúkrun og Vífilsstaðaspítali neitaði að taka við okkur á þeirri forsendu að þeir tækju eingöngu við sjúklingum sem ættu batavon.  Hinsvegar hafði Landspítalinn samband við mömmu og buðust til að taka við okkur, þ.e., "við mættum deyja þar", því mamma var úrvinda og átti fyrir löngu að vera búin líkamlega og andlega að gefast upp.  Við bræðurnir grenjandi allan sólarhringin árið í gegn út af kvölum og hitasótt, hún örvæntingarfull svift svefni, hvíld, von og trúin var að verða búin.  Þá gerðist bænheyrslan.  Þegar ég hugsa til baka og minnist þessarra samtala okkar þegar mamma var að segja mér þessa frásögn, þá velti ég því hvort var meira kraftaverk, Mamma eða Streptomycinið?

Það vantar margt inn í dagatalið hjá þér Egill.  Td. 1940 Penicillín kraftaverkið sem læknaði tugi ef ekki hundruði sjúkdóma/kvilla, 1950 "Hvítaduða" (berkla) Streptomycin kraftaverkið,  1955 Lömunarveiki kraftaverkið (Salk bóluefnið) og þetta er búið að vera á færibandi alveg óteljadi síðan.  Íslensku fyrirtækin t.d., Össur með gervifætur fyrir fótalausan mann sem voru svo góðir að reynt var að fá fótalausa manninninum úthýst úr Ólympísku leikjunum fyrir að hafa yfirburði yfir bestu spretthlaupara heimsins vegna fótanna frá Össuri.  Og hvað með allt sem Íslensk Erfðagreining er að vinna að (stoðfrumurannsóknir o.fl., o.fl.).  Við fáum ekki að vita strax hvað er í pípunum, en þetta er á fleygiferð.

Það versta sem getur hindrað þróunina í læknisfræðinni,  það virðist vera trúarbragðarlega afvegaleitt fólk í pólitískum stöðum sem telja sig vera að vinna verk fyrir Guð t.d., með því að 1. heyja stríð og skapa hörmungar, 2. koma í veg fyrir rannsóknir og þróun á t.d., stoðfrumurannsóknum (dæmi: Georg W. Bush forseta BNA) og slíka villuráfandi sauði sem eru ofstopamenn í trúarbrögðum, sem hefur ekkert með trú á Guð, Jesú Krist og góða vætti að gera.

Ég bið fyrir þér Egill og fjölskyldu þinni og yndislega barninu þínu með klofna hrygginn.  Megi bænheyrslan koma sem fyrst.  Málið er; trú, von og kærleikur.

Megi Guð ykkar vera með ykkur.

Björn bóndi.

´

Sigurbjörn Friðriksson, 29.6.2008 kl. 01:44

58 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´    

Þú varst góður núna: "Fýlupúki (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 01:29"

Þú gerir mikið gott með svona orðum, þú og þínir líkar sem játa trúleysi og geta sýnt þessa mannlegu háttvísi og hlýju, umburarlyndi á öðrum skoðunum en ykkar, þið gerið ekkert annað en að vilja bæta heiminn.  Velkominn í hópinn.  Þú ert ekki fýlupúki.  Með svona orðum ert þú,.....ja.,..þú ættir að heit DoktorE.

DoktorE hinsvegar, ætti að heita FÝLUPÚKI.

Þessi DoktorE sem ég veit ekki hver er á ekki heima í þessum umræðum um veikindi annarra.  Sérstakleg barna annars fólks.  Börn sem eru dýrmætari foreldrum sínum en sjáaldur augna sinna.  Foreldra sem þurfa allan stuðning, jákvæðni, vináttu, hvatningu, kærleik, von og trú sem hægt er að fá til að halda þeim frá örvæntingu og vonleysi.  Stuðning frá æðri mætti og öðru fólki, því vegir Guðs eru órannsakanlegir. 

Þessi DoktorE er eins og litill kjáni sem eltir Björgunarsveitir í útköllum með beitt áhald til að stinga á hjólbarða björgunarbílanna.  Hella  sírópi í eldsneytistankana á ökutækjunum og hella laxerolíu í kaffið hjá björgunarmönnunum svo þeir komist ekki til verka sinna.  Og hví?  Þegar DoktorE er staðinn að verki og spurður; hvers vegna gerðir þú þetta?  Þetta er siðblinda!  DoktorE svarar þá: "Auðvitað vil ég einfaldlega bara ræða málið í bróðerni eins og vera ber.
Siðblinda.... vá, þetta er bara ofurviðkvæmni og ekkert annað... það er ekki eins og ég sé að gera árás á einn eða neinn, ég er bara að benda á staðreynd málsins.  Þessar björgunaaðgerðir eiga ekki að vera svona og geta því ekki virkað og ég er hér til að sanna það !!!!!!"

"Þessi DoktorE sem ég veit ekki hver er, á ekki heima í þessum umræðum um veikindi annarra." Þetta ritaði ég í upphafi þessa athugasemdar.  Hinsvegar hvet ég hann um að opna umræðu hér á bloggheimum (blogg.is) með okkur hinum sem hann hefur tekið að sér að leiðbeina að eigin hvötum, um eigin heilsu, þ.e., heilsufar frá öxlum og upp að hvirfli.  Síðan að afla sér hugrekkis til að leita sér aðstoðar hjá sérfræðingum í veikindum á þessu sviði, þ.e., fyrir ofan axlir.  Þá er ég ekki að tala um háls- nef- og eyrnalækni, augnlækni né hárgreiðslustofu.

Fýlupúki, megi þinn æðri máttur vera með þér, hver sem hann er, því minn æðri máttur er með mér.  Mér þykir vænt um þig,hver sem þú ert.

Kær kveðja,

Björn bóndi.

´

Sigurbjörn Friðriksson, 29.6.2008 kl. 02:29

59 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Dokksi minn mér líkar vel við þig. Þú ert hreinn og beinn og veistu bara hvað. Kannski ertu heppinn. Jesús sagði um menn að betra væri að vera trúlaus en hálfvolgur í trúnni. Veit ekki alveg á hvaða svæði ég er því ég er ekki bókstafstrúarmanneskja og mun vonandi aldrei verða en ég trúi samt á Jesú og Guð.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 29.6.2008 kl. 02:48

60 identicon

Ég læt það eiga sig að tjá mig um bænir en samgleðst ykkur að stúlkunni heilsist betur.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 03:11

61 identicon

En Sólveig ef það væru ekki þessi verðlaun með eilíft lúxuslíf eftir dauðann, mundir þú þá trúa á Jesú og guð?
Eflaust ekki, fólki er að tilbiðja verðlaunin; Engin verðlaun = engin trú.

DoctorE (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 14:22

62 identicon

Bæði... og meira til.
Maki er raunverulegur... nema ef nunnur eiga í hlut

DoctorE (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 16:12

63 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Björn Bóndi - þú ert flottur!

Einar og Elmar - ég þakka fyrir mig og virðingu ykkar við að kýta ekki um þetta eins og ónefnir aðrir hafa gert.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.7.2008 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband