Síðasti bjartsýni Íslendingurinn: Geir hin Harði

Samkvæmt síðustu könnunum erum við sem þjóð ekki eins bjartsýn og Geir hin Harði. Eftir að hafa verið talinn bjartsýnasta þjóð í heimi í áraraðir er komið annað hljóð í skrokkinn. Og má breyta þessum orðum Geirs þar sem hann segir:

 Íslendingar hafi árið 1969 tekist á við einhverja erfiðustu kreppu síðustu áratuga vegna aflabrests og verðhruns á erlendum mörkuðum.

Verum bara raunsæ og umorðum þetta:

Íslendingar hafi árið 2008 tekist á við einhverja erfiðustu kreppu síðustu áratuga vegna aflabrests og verðhruns á erlendum mörkuðum. 

Er þetta fjarri lagi hjá mér? 


mbl.is Forsætisráðherra bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Í þessu máli held ég með Geir, verð bara að viðurkenna það, því mér leiðist kreppuhugsun, en við erum reyndar ekki skoðanasystkin í mörgum málaflokkum. Hins vegar er þensla engin lausn á málunum. Á blogginu mínu er könnun sem sýnir að flestir eru ósammála okkur Geir og búa sig undir amk. tveggja ára kreppu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.6.2008 kl. 12:31

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Anna? Hvað gerðist? ....  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.6.2008 kl. 13:17

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það gleymist að þessi kreppa er heimatilbúin vegna þenslustefnu Geirs. Skyndigróðahugmynd frjálshyggjunnar hefur fært erlendum bönkum allt vald yfir efnahag landsins, auk þess sem við verðum fyrr eða síðar að greiða fyrir óhófið.

Góðærið svokallaða var allt á lánum. Nú er komið að skuldadögum og útlendu bankarnir innheimta veðin og ná eignarhaldi hér.  Geir stærir sig enn af skuldleysi ríkisjóðs. Hann gleymir þó ætið að nefna að það skuldleysi er fyrir sölu ríkiseigna, sem aldrei verða seldar aftur, svo efnahagurinn og ríkissjóður stendur enn veikari fyrir sveiflum en ella í framtíðinni.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.6.2008 kl. 13:57

4 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Það er bjart framundan sjáið bara til. Guð blessi þig í Jesú nafni Amen.

Aðalbjörn Leifsson, 17.6.2008 kl. 14:11

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Haukur og Bryndís, bestu þjóðhátíðakveðjur.

Sigurður Þórðarson, 17.6.2008 kl. 14:21

6 identicon

Ég er alltaf bjartsýnn sama hversu steiktir Geirfuglar, Birnir Bangsímonar & Ingibjargir Sólfúnar eru.

Það er eitthvað svo useless að vera svartsýnn.

DoctorE (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 16:29

7 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Gleðilega Hátíð Haukur.

Ég og Geir erum í sama liðinu og ég veit að við erum ekki bara tveir...

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 17.6.2008 kl. 16:59

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég tek undir skynsamlegt innlegg Jóns Steinars. Helstefna frjálshyggjunnar undir stjórn Sjálfstæðisflokksins hefur smám saman murrkað lífið úr þjóðarbúinu.

Jú, ríkissjóður hefur fitnað eins og púkinn á fjósbitanum, m.a. á sölu eigna, en gleymum ekki að sveitarfélögin, sem tóku við verkefnum sem ríkið fjármagnaði áður, safna skuldum, rétt eins og fyritækin og heimilin í landinu. 

Theódór Norðkvist, 17.6.2008 kl. 22:20

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það væri gaman að reikna út hvað arfavitlaust fiskveiðistjórnunarkerfi hefur kostað þessa þjóð.  Svo má ef til vill spá í þessa 60 milljarða sem Geir og kó gáfu þeim ríku, meðan hinir fátæku fá ekkert.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2008 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband