Bendið mér á hvað er svona slæmt við að vera kristinn!

krossKallaÉg spyr eins og auli:
  1. Hvað er svona rangt að boða að elska náunga þinn eins sjálfa/nn þig?
  2. Hvað er að því að eiga trúa á ósýnilegan Guð?
  3. Hvað er að því að vilja veitum öðrum þá gleði sem við höfum upplifað sjálf í hjarta okkar?
  4. Af hverju höfum við ekki rétt á okkar skoðun lengur?
  5. Af hverju má gagnrýna einn en hin yfir öðrum er haldið hlífiskildi?


Ef einhver getur svarað öllum þessum spurningum og sannfært mig um villu mína þá hætti ég að tjá mig um trúmál.

Myndin fenginn að láni og með góðfúslegu leyfi frá snilldar áhuga ljósmyndaranum Karli J. Thorarensen 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert nema gott eitt við það að vera kristin.Það er mín reynsla og ég ætla ekki að reyna að sannfæra þig um neitt annað.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 17:54

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehehe ... mig grunaði það svo sem Birna Dís, takk fyrir það. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.4.2008 kl. 17:56

3 Smámynd: Púkinn

Ah.... "business as usual".  Nú get ég snúið mér að því að vera ósammála þér eins og venjulega.

Hvað er svona rangt að boða að elska náunga þinn eins sjálfa/nn þig?

Það er ekkert rangt við það.  Það þarf bara enga "trú" til þess - menn geta komist að þeirri skoðun eftir heimspekilegum leiðum, alveg eins og af því að fara eftir einhverri gamalli bók í blindni.

Hitt er síðan annað mál að saga trúarbragðanna (þar á meðal kristninnar) einkennist nú ekki beint af þessu viðhorfi - af hverju á að taka mark á einhverri "gerðu eins og ég segi, ekki eins og ég geri" stefnu?

Hvað er að því að eiga trúa á ósýnilegan Guð?

Einhvern sérstakan?  Stór hluti mannkyns trúir á (einn eða fleir)i ósýnlegan guð, en guðirnir eru einhverjar hundruðir þúsunda ef allt er talið.  Átrúendur sumra þeirra trúa því að þeirra ósýnilegi guð sé sá eini rétti, og segja þá sem trúa á ýmsa aðra ósýnlega guði fara villur vegar.  Þar sem allir þessir ósýnilegu guðir eru jafn ósannanlegir, er svolítið erfit að halda því fram að betra sé að trúa á tilvist eins en annars.

Meðan engin rök eru fyrir "guðstilvistarkenningunni" lít ég á þá kenningu sem ónauðsynlega.

Hvað er að því að vilja veitum öðrum þá gleði sem við höfum upplifað sjálf í hjarta okkar?

Ég myndi nú frekar tala um "losun endorfínefna í heila" frekar en "gleði í hjarta".  Hvað um það, þá er trú á einhvern guð ekki nauðsynleg til að ná fram svona áhrifum.  Ákveðnar tegundir hugleiðslu og dópneysla geta haft sömu áhrif - eingin þörf fyrir guð þar heldur.

     Af hverju höfum við ekki rétt á okkar skoðun lengur?

Ég er nú reyndar ekki ósammála þér hér - svo framarlega sem réttur til að hafa skoðanir er ekki túlkaður sem réttur til að neyða skoðunum sínum upp á aðra.

Af hverju má gagnrýna einn en hin yfir öðrum er haldið hlífiskildi?

Tja.. ég ætti kannski að fara skrifa greinar um ofbeldi trúarbragða fyrr á öldum - galdrabrennur, kristileg pyntingatæki, skipulögð fjöldamorð í nafni algóðs guðs og sjá til hvort mér verður úthýst?

Púkinn, 21.4.2008 kl. 17:58

4 Smámynd: Stefán Þór Helgason

Að vera Kristinn? Að.....vera.....Kristinn.  Örugglega ekkert en þú er ert Guðsteinn.  Segðu okkur hvernig það er, ég meina að vera Guðsteinn en vilt vera Kristinn.  Er ekki best að vera maður sjálfur.

Stefán Þór Helgason, 21.4.2008 kl. 18:03

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ah.... "business as usual".  Nú get ég snúið mér að því að vera ósammála þér eins og venjulega.

HaHahahaha! Góður!

Það er ekkert rangt við það.  Það þarf bara enga "trú" til þess - menn geta komist að þeirri skoðun eftir heimspekilegum leiðum, alveg eins og af því að fara eftir einhverri gamalli bók í blindni.

Hitt er síðan annað mál að saga trúarbragðanna (þar á meðal kristninnar) einkennist nú ekki beint af þessu viðhorfi - af hverju á að taka mark á einhverri "gerðu eins og ég segi, ekki eins og ég geri" stefnu?

Sannfæring mín byggist á því einfalda atriði sem snýr að boðskapnum. Þess vegna finnst mér trúin nauðsynleg og það persónulega samband sem þar fylgir, það einungis hægt að reyna með því að smakka á því sjálf/ur. Þetta er ekki bara: "gerðu eins og ég segi, ekki eins og ég geri" stefna, þetta er miklu meira en það, en það er bara mín upplifun.

Einhvern sérstakan?  Stór hluti mannkyns trúir á (einn eða fleir)i ósýnlegan guð, en guðirnir eru einhverjar hundruðir þúsunda ef allt er talið.  Átrúendur sumra þeirra trúa því að þeirra ósýnilegi guð sé sá eini rétti, og segja þá sem trúa á ýmsa aðra ósýnlega guði fara villur vegar.  Þar sem allir þessir ósýnilegu guðir eru jafn ósannanlegir, er svolítið erfit að halda því fram að betra sé að trúa á tilvist eins en annars.

Meðan engin rök eru fyrir "guðstilvistarkenningunni" lít ég á þá kenningu sem ónauðsynlega.

Jú, rétt er það, til eru margir Guðir, en mér finnst þetta snúast aðallega um að mynda sína eigin skoðun og fylgja hjarta sínu, þess vegna fannst mér kristnin hafa vinningin, það er vegna boðskaparins og orða Jesú sem ég tel vera Guð. 

Ég myndi nú frekar tala um "losun endorfínefna í heila" frekar en "gleði í hjarta".  Hvað um það, þá er trú á einhvern guð ekki nauðsynleg til að ná fram svona áhrifum.  Ákveðnar tegundir hugleiðslu og dópneysla geta haft sömu áhrif - eingin þörf fyrir guð þar heldur.

Jamms, þessi rök hef ég oft heyrt áður og hélt þessu n ákvæmlega sama fram, en ég sannfærðist ekki um að ég hafði rangt fyrir mér fyrr en ég opnaði hug minn. 

Ég er nú reyndar ekki ósammála þér hér - svo framarlega sem réttur til að hafa skoðanir er ekki túlkaður sem réttur til að neyða skoðunum sínum upp á aðra.

Mikið er ég sammála þér þarna! Vissi að þetta myndi ekki endast það lengi  ... 

Tja.. ég ætti kannski að fara skrifa greinar um ofbeldi trúarbragða fyrr á öldum - galdrabrennur, kristileg pyntingatæki, skipulögð fjöldamorð í nafni algóðs guðs og sjá til hvort mér verður úthýst?

Það er alveg reynandi, en ég tek fram að ég lifi í nútíðinni og ekki fortíðinni og neita ekki blóðuigri sögu kristinnar. Öll gagnrýni finnst mér í lagi, svo lengi sem hún sanngjörn laus við öfga og réttmæt.

Og takk fyrir greinargott svar Friðrik Skúlason/Púki.  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.4.2008 kl. 18:12

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Stefán - ég skil ekkert hvað þú ert að fara. En auðvitað er best að vera maður sjálfur, svo lengi sem það bitnar ekki skoðunum manns. Ég er ég sjálfur með að koma fram eins og ég er, ég er og verð kristinn og skammast mín ekkert fyrir það.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.4.2008 kl. 18:14

7 Smámynd: Linda

Ég fæ ekki skilið hvað er að því að tilbiðja Yahve eða Yashua, en það má víst ekki í okkar samfélagi.  En ég býð eftir áliti á þessari grein nú svo tókst mér að tengja frétt hjá mbl um Sáda og ég held að mér hafi tekist að skrifa um viðeigandi trú án þess að nefna hana á nafn, ætli mín taka varði við lög...

tja, það kemur í ljós. 

kv.

Linda, 21.4.2008 kl. 18:27

8 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Hefði ekkert á móti kristni ef að þeir sem aðhyllast hana og vafsamann skáldskap Biblíunnar gætu bara haldið sinni trú fyrir sig og hefðu ekki þessa endalausu og bölvaldandi þörf fyrir að troða henni uppá aðra og " boða fagnaðarerindið " , ég virði Ásatrúarfélagið fyrir gullnu reglu og algerlega ófrávíkjanlegu að trúboð er bannað, mikið hefði það komið mörgum til góða í gegnum tíðina ef að sú regla hefði verið algild um allar jarðir, hefði bjargað ansi mörgum mannslífum og margir hefðu sloppið við pyntingar og harðræði.  Kristni og íslam eru hvort öðru verra og mér þykir ekki trúverðugt að aðhyllast eina öfgatrú en gagnrýna þá næstu af list...magnað raunar hvað trúarbrögð eiga mikið uppá pallborðið árið 2008, maður hélt að dellan myndi rjátlast af fólki með auknu menntunarstigi á heimsvísu, en það er nú eitthvað annað, frekar að trúaröfgar séu heilt yfir að aukast og skilningur og umburðarlyndi á undanhaldi...er kannski menntunarstigið líka á undanhaldi um víða veröld og fáfræði (besti vinur skipulagðra trúarbragða) að aukast?

Georg P Sveinbjörnsson, 21.4.2008 kl. 19:21

9 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ef að málfrelsið felst í því að þröngva sínum skoðunum uppá aðra með góðu eða illu, jafnvel ofbeldi og líkamsmeiðingum...tja.

Georg P Sveinbjörnsson, 21.4.2008 kl. 20:34

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er merkilegt hve fjendur kristindóms virðast oft hneigjast að því að sjá rautt, þegar þeir horfa til fortíðar hans. Hugur þeirra sumra er eins og haldinn af einhverri neikvæðni; þeir mála þar ósjaldan skrattann á vegginn, ef ekki vill betur til.

Af því að þessir menn eru í raun fáfróðir um kirkjusögu Evrópu, hafandi ekki kynnt sér hana, heldur muna hrafl úr mannkynssögu, þar sem stóratburðir standa upp úr og urðu kannski ungum nemendum minnisstæðir, þá má spyrja: Af hverju líta þessir menn sér ekki nær og athuga það, sem auðveldara er að fá vitneskju um, þ.e.a.s. íslenzka kirkjusögu? Ef þeir telja "galdrabrennur, kristileg pyntingatæki, skipulögð fjöldamorð" hafa einkennt sögu kristninnar erlendis, ætti það sama þá ekki að hafa fylgt þeirri trúarstefnu hér? Og hvernig vegnar þeim við að skoða þau mál í ljósi íslenzkrar kirkjusögu? Var t.d. saga kaþólskunnar árin 1000–1550 "blóðug"? Eða getur verið, að kirkjan og trúin hafi fært landsmönnum frið fremur en stríð, mörgum manninum grið fremur en hefndarvíg? Ef menn kynna sér hlut biskupa og kirkjunnar manna að sáttum og friði, ekki sízt með kirkjugriðunum, þá opnast væntanlega augu þeirra fyrir heilnæmum áhrifum kristindóms. Þá ber ennfremur að minnast þess, að eftir kristnitöku lagðist það af að bera út börn og kasta fátækum og lasburða fyrir björg – beinlínis vegna áhrifavalds kirkjunnar.

Aldrei voru "kristileg pyntingatæki" notuð hér í kaþólskri kristni og heldur engin "fjöldamorð" framin af kirkjunni hér á landi.

Þótt Friðrik Skúlason (Púkinn) kunni ekki að meta þetta, segir það í raun ekkert um eðli málsins og sögulegar staðreyndir.

Jón Valur Jensson, 21.4.2008 kl. 20:41

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Linda - ég kíki á þessa grein. 

Jón Valur - hafðu kærar þakkir fyrir ítarlega og góða svar.

Andrés - saman stöndum vér í barráttunni, og stendur þú þig vel!

Georg - ekki þröngvaði ég þig til þess að lesa grein mína, þú tókst uppá því sjálfur. Sem sé enginn er troða neitt uppá neinn. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.4.2008 kl. 21:30

12 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Þér finnst semsagt í fínu lagi Andrés að nota aðferðir rannsóknarréttsins til að snúa " trúvillingum " sem dæmi? , pyntingar og morð eru kannski skilvirk leið til að fá fólk til að trúa á " rétta " guðinn um tíma, en til langs tíma skapar það einungis hatur og fyrirlitningu á hinu geistlega valdi og ekki minkar það þegar spillt stjórnmálin og trúarbrögð renna saman í eitt eins og við sjáum svo oft í sögunni.

Georg P Sveinbjörnsson, 21.4.2008 kl. 21:36

13 Smámynd: halkatla

frábærar spurningar zeriaph, þú ert snillingur

halkatla, 21.4.2008 kl. 21:40

14 Smámynd: Stefán Þór Helgason

En ef þú ert þú sjálfur og segist vera Kristinn en þú ert Guðsteinn.. uhmm en ert Kristinn .  Hvort villtu vera Kristinn eða Guðsteinn.   I repeat Kristinn............................eða.............................Guðsteinn.

Friðrik Skúlason/Púkinn er þetta gaurinn sem býr til vírusa og selur okkur svo vírusvarnir?  Tsjabba Tsjabba ég bara spyr.

Stefán Þór Helgason, 21.4.2008 kl. 22:04

15 identicon

Ekkert að því að vera kristinn eða hvað það er þótt ég sé trúlaus sjálf.

Ragga (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 22:07

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel svarað hjá þér, Andrés.

Jón Valur Jensson, 21.4.2008 kl. 22:15

17 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Ég er búinn að lesa aragrúa af bloggum um trú síðan ég fór að kíkja á þetta samfélag. Eftir lestur þessara blogga hef ég sannfærst um að "trúlausir" séu þeir sem mesta trú hafa. Bókstafstrú er orð sem á ágætlega við þá. Þeir trúa hverju einasta orði sem skrifað hefur verið gegn trú og þá einkum og sér í lagi gegn kristinni trú. Ég vildi óska að margir kristnir menn væru jafn sannfærðir og þeir.

Guðni Már Henningsson, 21.4.2008 kl. 22:17

18 identicon

Andrés og Jón Valur, spurningin er ekki hvort rannsóknarrétturinn sé enn starfandi, heldur af hverju er hann ekki starfandi? En það er rétt hjá Andrési að hann sem kristinn einstaklingur þarf ekki að samþykkja allt sem hefur verið gert í nafni trúarinnar. Þá er líka rétt að hafa það í huga að aðrir eiga ekki að þurfa að þola allt sem kristnir vilja að verði gert í nafni trúarinnar í dag. Give and take! Málamiðlun er partur af leiknum.

bjkemur (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 23:13

19 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Trúin er yndisleg og falleg og faðmandi og skemmtileg og lifandi... en það er ekki von að þeir viti það sem neita að trúa okkur... 

God bless, elskurnar!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.4.2008 kl. 01:24

20 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég spyr eins og auli: 

Já, þú spyrð svo sannarlega eins og auli. Sérstaklega eru spurningar 4. og 5. aulalegar:

4. Af hverju höfum við ekki rétt á okkar skoðun lengur?

Hefurðu ekki rétt á skoðun þinni lengur? Um hvað í ósköpunum ertu að tala?

5. Af hverju má gagnrýna einn en hin yfir öðrum er haldið hlífiskildi?

Til að byrja með er eitthvað rugl í gangi í þessari setningu, ég býst við því að "hin" eigi ekki að vera þarna. En hvers vegna heldurðu að það sé haldið "hlífiskildi" yfir öllum nema greyið þér sem hefur víst ekki rétt á skoðun þinni?

Þú ert að spyrja að því hvers vegna einhverjar ranghugmyndir þínar séu réttar, þær eru það ekki.

Fyrstu þrjár spurningarnar eru eiginlega líka aulalegar af því að það er eins og þú haldir að þær séu umorðanir á fyrirsögninni: "Bendið mér á hvað er svona slæmt við að vera kristinn!". Þær eru það nefnilega ekki.

  1. Hvað er svona rangt að boða að elska náunga þinn eins sjálfa/nn þig?

Það er ekkert að því. En hefur einhver kvartað yfir þessu? Svo þú skiljir hvað ég á við (án þess að vilja líkja kristni við nasisma), þá er þetta svipað og að segja: "Bendið mér á hvað er svona slæmt við að vera nasisti!" og spyrja síðan: "Hvað er svona rangt við að halda skrúðgöngur?", í staðinn fyrir að spyrja bara hreint út: "Hvað er að kristni?" Hvers vegna gerirðu það ekki?

2. Hvað er að því að eiga trúa á ósýnilegan Guð?

Ósýnilegi guð kristinna manna er ekki til. Þetta er aðalgallinn. Síðan hefur þessi trú afar slæmar afleiðingar þegar fólk fer að höfða til kennivalds þessa ósýnilega guðs í siðferðismálum.

3. Hvað er að því að vilja veitum öðrum þá gleði sem við höfum upplifað sjálf í hjarta okkar?

Ertu að spyrja að því: "Hvað er að því að við stundum trúboð?" Það sem mér finnst slæmt við þetta er að þið eruð að reyna að dreyfa þessum ranghugmyndapakka ykkar (ekki það að maður vilji banna ykkur það).

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.4.2008 kl. 04:57

21 identicon

  1. Hvað er svona rangt að boða að elska náunga þinn eins sjálfa/nn þig?

          Alls ekki neitt
     2.  Hvað er að því að eiga trúa á ósýnilegan Guð?

          Í sjálfu sér er heldur ekkert athugavert við það    

     3. Hvað er að því að vilja veitum öðrum þá gleði sem við höfum              upplifað sjálf í hjarta okkar?

         Ekkert rangt við að vilja gleðja aðra. Hérna er einn sem ég          heyrði í gær.

Sp. Af hverju setja Hafnfirðingar skóna sína ofan í frystikistu?

Sv. Af því þetta eru kuldaskór

      4. Af hverju höfum við ekki rétt á okkar skoðun lengur?

          Kæri Guðsteinn þú hefur 100% rétt á þínum skoðunum, og           þið öll for that matter.

       5. Af hverju má gagnrýna einn en yfir öðrum er haldið hlífiskildi?

           Það má svo sannarlega ekki, enginn er yfir gagnrýni hafinn,            hvorki ég, þú, aðrir né heldur guðir okkar mannanna.
 

           Með vinsemd og virðingu,

            bjkemur
 

bjkemur (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 09:29

22 Smámynd: Óli Jón

Ég er, svo vitnað sé í Jón Val, forhertur trúleysingi og ánægður með það. Ég hef aldrei fundið nokkra samleið með trú og tel mig ekki þurfa á henni að halda. Mér finnst rétt að upplýsa þetta strax svo lesendur geti túlkað orð mín hér í samhengi.

Hvað varðar kristna trú sem slíka, þá hef ég ekkert á móti henni, né annarri trú. Ég tel það gott ef fólk finnur sér stað í trú og fær í gegnum hana hjálp til að lifa betra lífi. Ég viðurkenni fúslega að margir hafa fundið sér sína leið í trú, sem er vel.

Ég geri hins vegar athugasemdir við eftirfarandi:

  • sjálfvirka innskráningu í Ríkiskirkjuna
  • ítök Ríkiskirkjunnar í leik- og grunnskólum
  • að trúarkenningar sem kynntar og kenndar sem vísindi
  • einkaréttur trúar á góðum siðum og venjum
  • ítök trúar í veraldlegum stjórnmálum
  • harðlínustefna trúaðra

Sjálfvirk innskráning í Ríkiskirkjuna: Ég hef spurt nokkrum sinnum að þessu hér á blogginu, en aldrei fengið svör. Þarf Ríkiskirkjan virkilega á þessari meðgjöf að halda? Mitt mat er það að ef hún er jafn frábær og fylgismenn hennar telja hana vera, þá hljóti sauðirnir að flykkjast sjálfviljugir á jötuna. Því þarf ekki að taka þá haustaki og draga þá, oft, nauðuga að henni. Kirkjan gerir marga hluti vel fyrir það fólk sem hana vill. Aðrir eiga ekki að þurfa að vera undir pilsfaldi hennar. Ég trúi ekki öðru en að það sé skelfileg tilhugsun fyrir liðsmenn Ríkiskirkjunnar að fyrir tveimur árum síðan skuli ég hafa verið talinn í þeirra hópi sökum merkingar í Þjóðskrá. Ef Ríkiskirkjan gerir sig ánægða með mig sem félaga, þá er markið ekki sett býsna hátt!

Ítök Ríkiskirkjunnar í leik- og grunnskólum: Trúaðir foreldrar eiga að sjá sjálfir um trúarlegt uppeldi barna sinna. Leik- og grunnskólar eiga ekki að sjá um þennan þátt með einum eða öðrum hætti. Kornung leikskólabörn geta ekki valið hlutlægt þegar trú er haldið að þeim í skólanum og því á ekki að setja þau í þá aðstöðu. Ef trúin er nógu mikilvægur hluti lífs foreldranna, þá ættu þeir ekki að telja eftir sér að ala börn sín upp í henni. Höfum skólana veraldlega.

Trúarkenningar kenndar í skólum: Þetta er sproti af sama meiði. Það er skelfilegt til þess að hugsa að þróunarkenningin skuli vera að víkja fyrir sköpunarkenningunni í mörgum skólum ytra eða vera sett á sömu skör og hún. Skólastarf á að byggjast á vísindalegum grunni; Biblían og kenningar hennar eru allt annað en vísindalegar. Sá maður er, að mínu mati, í slæmum málum sem þarf að trúa því að allt sem standi í Biblíunni sé 100% rétt frásögn. Biblían er ekkert verri þótt hún sé að meginstofni full af dæmisögum og frásögnum sem færðar eru í stílinn.

Einkaréttur trúar á góðum siðum og venjum: Það virðist vera hald margra trúaðra að trúin sé það sem aftri mönnum frá því að hegða sér eins og skepnur. Það er vitanlega ekki svo. Löngu fyrir tíma skipulagðra trúarbragða vöru uppi mögnuð menningarsamfélög sem blómstruðu. Þar þurfti t.d. ekki kristna trú til að menn og konur gengju ekki um drepandi og ruplandi. Trú á engan einkarétt á góðu siðferði.

Ítök trúar í veraldlegum stjórnmálum: Trú, sem slík, á ekkert erindi í veraldleg stjórnmál. Trúaðir einstaklingar eiga auðvitað jafnan rétt á við aðra til að taka þátt í umræðunni, en þá án þess að vitna með beinum hætti í sína trú. Við, sem þjóðfélag á 21. öld, getum ekki látið stjórnast af sögu sem var skrifuð fyrir tæplega tvö þúsund árum síðan. Einstaklingurinn getur valið að gera það, en samfélagið í heild ekki.

Harðlínustefna trúaðra: Ég hef mælt fyrir því að heimurinn yrði betri ef trúaðir héldu trú sinni fyrir sig og trúleysingjar héldu trúleysi sínu fyrir sig. Víglínur eru daglega dregnar í sandinn sökum trúmála. Kristnir og múslimar rekast æ verr saman í Evrópu og er það eingöngu trúarlegs eðlis. Ef trúin yrði persónuleg og iðkuð heima í herbergi, eins og Biblían leggur fyrir, þá væru ekki þessi vandræði. Hugsanlega væru önnur vandræði, en þau væru þá ekki sprottin upp af tvö þúsund ára gömlum rótum sem eru óumbreytanlegar og ósveigjanlegar. Það eina sem aðgreinir kristinn mann og múslima er trúin; sé hún tekin í burtu er meira sem sameinar þá en sundrar.

Í pistlum mínum tala ég mikið um kristna trú, enda stendur hún mér næst. Það er þó ekki vegna þessa að ég hef stærsta hornið í síðu hennar því tenging mín við kristna trú er einföld landfræðileg tilviljun. Hefði ég fæðst í múslimstrúarríki hefði múslimstrú tekið hlutverk hennar. Mér er því ekkert sérstaklega uppsigað við kristna trú, hún er bara nærtækust í mínum huga.

Ég þakka Hauki fyrir þessa spurningu. Hún er tímabær og góð. Þá vil ég óska lesendum, eftir atvikum, þeirra guðs, gyðju eða guða blessunar! Mamma mín biður Guð iðulega að geyma mig og mér finnst það bara fínt :)

Lifið heil.

Óli Jón, 22.4.2008 kl. 10:08

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Börn hjóna í Ásatrúarsöfnuðinum eru "sjálfkrafa" skráð í Ásatrúarsöfnuðinn, og ég geri ráð fyrir, að það sama eigi við, þegar hjón eru utan trúfélaga. Þetta fyrirkomulag kemur ekkert frekar Þjóðkirkjunni til góða en Hvítasunnuhreyfinunni eða aðventistum. Séu foreldrar ekki í sama trúfélagi, mun þó trúfélag móður látið ráða skráningunni.

Þetta hefur í raun ekkert með sannfæringu barnsins að gera, t.d. þegar það er orðið 12 ára (þar hefur hins vegar uppeldið mest að segja), og þetta kemur heldur ekki út í skattheimtu af barninu. Þegar að fermingu kemur, má breyta þessari skráningu, hafi foreldrarnir ekki gert það í millitíðinni. En Óli Jón gerir hér hvað hann getur til að leika fórnarlambið.

PS. Það er engin "Ríkiskirkja" í þessu landi. 

Jón Valur Jensson, 22.4.2008 kl. 11:13

24 Smámynd: Óli Jón

Hvað varðar innlegg tímasett 11.13: Ég geri Ríkiskirkjuna að holdgervingi þess að börn séu, að þeim óforspurðum, munstruð í trúfélag. Þetta fyrirkomulag er ósanngjarnt og jafnvel, eins og Richard Dawkins myndi orða það á sínu máli, 'wicked'. Það eru engin haldbær rök fyrir þessu, enda ætti trúarþorsti fullveðja einstaklinga að leiða þá að því trúfélagi sem þeir finna mestan samhljóm í. Að skrá börn í trúfélag í samræmi við skráningu foreldra þeirra undirstrikar enn frekar að trú er innræting í æsku, en síður rökréttur endapunktur þess sem er leitandi. Þessi forskráning bjagar, skekkir og villir fyrir. Hvernig er hægt að slá því föstu að ómálga hvítvoðungur játi kristna trú aðeins vegna þess að móðir þess er skráð í Ríkiskirkjuna? Á sama hátt ætti þannig ekki að þurfa að fara í grafgötur um stjórnmálaskoðanir leikskólabarna, eða hvað?

Í mínum augum er Þjóðkirkjan Ríkiskirkja meðan hún nýtur forgjafar og verndar ríkisins. Einfalt mál.

Ég vil afsaka þetta innlegg því ég vil ekki drepa umræðunni hér á dreif. Meginefni þessa athugasemdaþráðs er það merkilegt og gott að mér er ekki stætt á að leiða umræðuna frá því.

Óli Jón, 22.4.2008 kl. 12:32

25 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Georg: "Ef að málfrelsið felst í því að þröngva sínum skoðunum uppá aðra með góðu eða illu, jafnvel ofbeldi og líkamsmeiðingum...tja."

Andrés svarar: "Hver er að því?"

Ég verð nú bara að spyrja í forundran, ertu ekki að grínast? 

Spurningar þínar Guðsteinn, eiga fullan rétt á sér og ég lít ekki svo á að verið sé að troða einhverju uppá mig með þeim, ég var nú meira að tala um sögu kristninnar en daginn í dag.

Annars svarar Óli Jón öllum spurningunum glæsilega og orðar það sem ég vildi sagt hafa mun betur en mér er lagið. 

Georg P Sveinbjörnsson, 22.4.2008 kl. 13:39

26 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hjalti, ég bjóst við svona aulalegu svari frá þér ... en þú toppar þetta alveg.


Hjalti:
Já, þú spyrð svo sannarlega eins og auli. Sérstaklega eru spurningar 4. og 5. aulalegar:

    4. Af hverju höfum við ekki rétt á okkar skoðun lengur?

Hefurðu ekki rétt á skoðun þinni lengur? Um hvað í ósköpunum ertu að tala?


Guðsteinn:
Þú ert greinlega blindur á þá umræðu sem hefur átt sér stað, öllum nöfnum erum við kölluð og sökuð um að t.d. heilaþvo, vera með ólöglegt trúboð og annað bull, sem allt snýst um að hafa sannfæringu/skoðun og standa með henni. En jæja þú hlakkar sjálfsagt yfir þvi, og ætla ég ekki að reyna að útskýra það frekar.

Hjalti:

Til að byrja með er eitthvað rugl í gangi í þessari setningu, ég býst við því að "hin" eigi ekki að vera þarna. En hvers vegna heldurðu að það sé haldið "hlífiskildi" yfir öllum nema greyið þér sem hefur víst ekki rétt á skoðun þinni?

Þú ert að spyrja að því hvers vegna einhverjar ranghugmyndir þínar séu réttar, þær eru það ekki.


Guðsteinn:
Vertu ekki með svona barnalega útúrsnúninga og ég hef bent á það hér ofar afhverju þetta stafar. Það er voðalega auðvelt að segja að annar sé haldinn "ranghugmyndum" og eru orð þín gildari en mín, þetta eru barnaleg rök hjá þér.


Hjalti:
Fyrstu þrjár spurningarnar eru eiginlega líka aulalegar af því að það er eins og þú haldir að þær séu umorðanir á fyrirsögninni: "Bendið mér á hvað er svona slæmt við að vera kristinn!". Þær eru það nefnilega ekki.

   1. Hvað er svona rangt að boða að elska náunga þinn eins sjálfa/nn þig?

Það er ekkert að því. En hefur einhver kvartað yfir þessu? Svo þú skiljir hvað ég á við (án þess að vilja líkja kristni við nasisma), þá er þetta svipað og að segja: "Bendið mér á hvað er svona slæmt við að vera nasisti!" og spyrja síðan: "Hvað er svona rangt við að halda skrúðgöngur?", í staðinn fyrir að spyrja bara hreint út: "Hvað er að kristni?" Hvers vegna gerirðu það ekki?

Guðsteinn:
Ég geri það ekki afþví að ég hef aðra sýn/skoðun en þú, en eins og sönnum vantrúarmanni sæmir gerir þú lítið úr því. Kemur ekki á óvart.


Hjalti:
Ósýnilegi guð kristinna manna er ekki til. Þetta er aðalgallinn. Síðan hefur þessi trú afar slæmar afleiðingar þegar fólk fer að höfða til kennivalds þessa ósýnilega guðs í siðferðismálum.

    3. Hvað er að því að vilja veitum öðrum þá gleði sem við höfum upplifað sjálf í hjarta okkar?

Ertu að spyrja að því: "Hvað er að því að við stundum trúboð?" Það sem mér finnst slæmt við þetta er að þið eruð að reyna að dreyfa þessum ranghugmyndapakka ykkar (ekki það að maður vilji banna ykkur það).

Það er þín skoðun að þetta séu ranghugmyndir, ekki mín. Reyndu að virða það. Og endilega gerðu annan pistil um mig eins og þú ert vanur þegar ég svara þér!

Öðrum þakka ég innlit og athugasemdir, ég hef ekki tíma núna til þess að svara öllum en reyni það í kvöld. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.4.2008 kl. 16:05

27 Smámynd: Halla Rut

SVAR:  Svo sem ekki neitt á meðan hófsamur ert. 

Sástu samt Páfann í fréttum í gær? Sjá þennan gamla kall dýfa sprota, sem brauðfætt gætti heilann ættbálk, í vatn og skvetta því allt í kringum sig (rosa moment) og öllum sem á horfðu fannst það svo stórfenglegt. Ekki mér, ég hló mig máttlausa yfir vitleysunni í öllu þessu fólki. 

Með vinsemd og virðingu.

Halla Rut , 22.4.2008 kl. 18:08

28 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þú ert greinlega blindur á þá umræðu sem hefur átt sér stað, öllum nöfnum erum við kölluð og sökuð um að t.d. heilaþvo, vera með ólöglegt trúboð og annað bull, sem allt snýst um að hafa sannfæringu/skoðun og standa með henni. En jæja þú hlakkar sjálfsagt yfir þvi, og ætla ég ekki að reyna að útskýra það frekar.

Þjóðkirkjan hefur stundað ólöglegt trúboð. En ég skil ekki að hvaða leyti þú telur allt hitt sem þú telur upp (ef við gefum okkur að það sé rétt) vera það sama og að þú hafir ekki "rétt á þinni eigin skoðun lengur". Ef einhver segir: "Kristnir eru vitlausir og stunda heilaþvott", hefur hann þá tekið í burtu rétt þinn á eigin skoðun? Auðvitað ekki. Og mikið leiðist mér svona fórnarlambsþráhyggja.

Vertu ekki með svona barnalega útúrsnúninga og ég hef bent á það hér ofar afhverju þetta stafar. Það er voðalega auðvelt að segja að annar sé haldinn "ranghugmyndum" og eru orð þín gildari en mín, þetta eru barnaleg rök hjá þér.

Nú las ég yfir öll innlegg þín við þessa færslu, og hvergi sá ég þessa meintu ábendingu þína. Ertu að tala um það sem Púkinn skrifar? Ef svo er þá veit ég ekki til þess að nokkur kristinn einstaklingur hafi sent lögfræðing á mbl.is vegna t.d. DoctorE.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.4.2008 kl. 20:59

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vegna innleggs Óla Jóns kl. 12:32:

Að skrá börn utan trúfélaga í samræmi við skráningu foreldra þeirra undirstrikar enn frekar að trúleysi er mjög oft innræting í æsku.

Jón Valur Jensson, 23.4.2008 kl. 01:04

30 identicon

Jón Valur er sem sagt að viðurkenna að trúin muni tapa ef henni er ekki þvingað ofaní börn?

Með valdi skal Guð meðtaka.

Forði okkur öllum frá því að fólk finni sína trú að eigin frumkvæði. Vinaleiðir í alla skóla, skylduskráningu í ríkisstyrkta þjóðkirkju á alla sem búa á Íslandi. Halelúja í Falúja! Völtum yfir sjálfstæði einstaklingsins og forðum honum frá því að þurfa taka eigin ákvarðanir í trúmálum.

Ein forvitnisspurning sem vonandi fæst svar við. Finnst Jóni Val, og öðrum kristnum einstaklingum hérna, að allir ættu að gerast kristintrúar? Ef svo er, af hverju?

bjkemur (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 11:29

31 identicon

Skil ég Jón val rétt... Ef Hitler hafi ekki drepið neinn hér á landi þá væri hann svalur(?)

kaþólikkar eru klárlega einn steiktasti kristni söfnuður sem er til, engir söfnuðir hafa drepið fleiri, og þeir eru enn að drepa með fáfræði og yfirnáttúrulegum lygum

DoctorE (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 14:06

32 Smámynd: Óli Jón

Varðandi innlegg tímasett 01.04: Ég tel það, með fullri virðingu fyrir Jóni V., kjánalegt að leggja að jöfnu forskráningu í trúfélag og því að ekki sé forskráð í trúfélag. Hið fyrra er þrúgandi boðvaldstæki sem tekur frjálst val frá fólki, hið seinna gefur færi á alvöru frjálsu vali.

Ég var forskráður/munstraður/sjanghæjaður í Ríkiskirkjuna ómálga og alvitlaus. Heimili mitt var hlutlaust hvað varðaði trú, en ég veit klárlega að mamma mín trúir og pabbi minn líklega líka. Líklega höfum við beðið bænir og allt það, ég man það bara ekki. Ég var skírður og svo lufsaðist ég í gegnum fermingu (fékk fínt skrifborð og stól). Ég sótti aldrei í trú og upp úr þrítugsaldri fór ég að verða henni beint fráhverfur. Það er loks fyrir tveimur árum síðan að ég geng frá lögskilnaði við Ríkiskirkjuna, þá 39 ára gamall. Fram að þeim tíma hafði mér verið nokk sama um þessa skráningu, en svo fór það virkilega að brenna á mér að ég var sífellt talinn til hóps þeirra sem töldust sannkristnir og styddu kirkjuna í einu og öllu, þessi 80% sem iðulega eru nefnd sem sönnun um botnlaust dálæti þjóðarinnar á Ríkiskirkjunni.

Hvernig gat það verið réttmætt að hneppa mig í Ríkiskirkjuna? Hvaða knýjandi hagsmunir lágu þar að baki? Af hverju er fólki gert að hypja sig í burtu, vilji það ekki lengur vera þar undir pilsfaldi, í stað þess að fólk leiti inn?

Í mínum huga er skýringin einföld. Þessi áðurnefndu 80% yrðu að 8% og yrði það þvílíkt reiðarslag fyrir Ríkiskirkjuna að hún myndi ekki lifa það af. Ég er ekki að segja að kristnir séu ekki nema 8% þjóðarinnar, þeir eru líklega nokkuð fleiri. Ég er hins vegar viss um að þeir myndi ekki nenna að fara og skrá sig inn. En þeir eru engin 80% þjóðarinnar, svo mikið er víst. Á endanum hefur þetta meira með sóknargjöldin að gera en trú, þar liggja hinir sönnu hagsmunir.

Þetta er ástæðan og hún er skelfileg! Eða gleðileg, allt eftir því frá hvaða sjónarhóli horft er á málið!

Óli Jón, 24.4.2008 kl. 11:32

33 Smámynd: Jón Valur Jensson

Innlegg trúleysingjanna hér eftir aths. mína 23.4. kl. 1:04 eru kjánaleg og innlegg "DrE" út úr kú. "Bkjemur" (annar nafnleysinginn) telur trú eitthvað sem þvingað er ofan í börn, en það er ekki svo, og sjálfur lét ég ekki barnatrúna þvinga mig neitt, en hafnaði henni síðar og allri kristinni trú, en tók svo nokkrum árum seinna kristna trú á ný; það var mín eigin ákvörðun. En meðan ég var barn, borgaði ég ekki eyri til Þjóðkirkjunnar, þótt foreldrar mínir væru þar.

Foreldrar hafa forræði yfir börnum sínum, ekki ríkið. Ríkisforræðið hentar hins vegar guðlausum stjórnkerfum eins og því kínverska, hinu sovézka og því albanska, meðan þau voru og hétu. Þetta er kannski útópía Óla Jóns og margra annarra guðleysingja?

"Hvernig gat það verið réttmætt að hneppa mig í Ríkiskirkjuna?" (Óli Jón). Vesældartal er þetta. Foreldrar hans (eða móðir) réðu skráningunni, og hann ætti að ræða þetta við þau. Ég skil ekki að þau skuldi honum neitt. Eða hvaða varðhaldshnepping eða frelsissvipting var þetta fyrir þennan blessaða mann? Gat hann ekki ákveðið sig sjálfur, þegar hann taldi sig hafa aldur og þroska til?

Jón Valur Jensson, 24.4.2008 kl. 17:16

34 Smámynd: Óli Jón

Varðandi innlegg tímasett 17.16: Ég er að fullu sammála Jóni Vali í því sem hann segir þarna. Auðvitað var ég bara vesæll vitleysingur að hanga svo lengi í Ríkiskirkjunni sem raun ber vitni. En það er líka gott að sjá að Jón Valur er að fullu sammála mér um að ríkisforræðið henti ekki í þessum efnum. Þannig á ég mér nú öflugan skoðanabróður þegar kemur að ríkisforræddri og sjálfvirkri munstrun hvítvoðunga í trúfélög.

Takk kærlega fyrir það, bróðir Jón Valur! Nú erum við að dansa!

Óli Jón, 24.4.2008 kl. 18:48

35 Smámynd: Óli Jón

Varðandi innlegg tímasett 19.09: Ég er sammála þér að þetta hlutfall yrði örugglega hærra. Vandamálið er bara að það veit enginn hver talan er meðan hvítvoðungum er kippt þarna inn algjörlega sjálfvirkt. Það er engin rök að skráning þeirra fari eftir stöðu móður þeirra því hennar staða fór bara eftir stöðu móður hennar og koll af kolli.

Eina vitið er að hætta þessari fánýtu og úreltu skylduskráningu og leyfa sauðunum að finna sjálfir leiðina undir hempufaldinn. Það er geðslegra fyrirkomulag en það sem nú er við lýði.

Óli Jón, 24.4.2008 kl. 23:11

36 identicon

Þetta ritar Jón Valur:

"Foreldrar hafa forræði yfir börnum sínum, ekki ríkið. Ríkisforræðið hentar hins vegar guðlausum stjórnkerfum eins og því kínverska, hinu sovézka og því albanska, meðan þau voru og hétu. Þetta er kannski útópía Óla Jóns og margra annarra guðleysingja?"

Bjkemur og svarar:

Sammála er ég þér þar að gott sé að foreldrar hafi forræði yfir sínum börnum en ekki ríkið. Ríkisforræði er aldrei gott.

En þá spyr ég, er nokkuð skárra kirkjulegt forræði en ríkisforræði? Nú hef ég tekið eftir því að Jón Valur fer oft mikinn í skrifum sínum og virðist að því er sýnist að allur heimurinn aðhyllist kenningar kaþólsku kirkjunnar. Er það svo? Viltu að allir gerist kaþólskir og kaþólskar kenningar verði jafn rétthár, ef ekki rétthærri en önnur lög?

bjkemur (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband