Ritskoðun moggabloggsins

Í landi skoðana frelsis og endalausrar umbyrðarlyndis er valinn leið sem ég tel vera vítaverða árás á skoðana frelsi og tjáningu. Menn setja upp reglur, boð og bönn, af hverju er þá ekki farið eftir þeim?

Í skilmálum moggabloggsins stendur:

Notandi samþykkir að miðla ekki ólöglegu efni, áreiti, hótunum, særandi skrifum eða nokkru öðru sem getur valdið skaða. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að grípa inn í, bregðist notandi ekki við óskum eða tilmælum um leiðréttingar/lagfæringar á skrifum sem teljast meiðandi eða brjóta gegn skilmálum þessum. Jafnframt áskilur Morgunblaðið sér rétt til að loka síðu notanda, að hluta til eða í heild, án þess að notandi eða þriðji aðili öðlist skaðabótarétt.


Gott og vel, ég get vel tekið undir þessa skilmála og verið 100% sammála þeim. En eiga þessir skilmálar bara við um ákveðnar skoðanir? Af hverju er það þá þannig að bara vissir aðilar mega gera kannski 15 færslur á dag og tala niður til trú annarra? Það er greinilega ekki sama hvað viðfangsefnið er og hver það er sem skrifar.

Bloggsíðu Skúla Skúlasonar var lokað í gær, hann var afar umdeildur vegna þessara þýðinga sinna á greinum sem hann vísaði til. (P.s. ég geri mér sjálfur fulla grein fyrir Íslamistum (Öfgahópnum) og venjulegum hófsömum múslimum og eru þeir ekki undir sama hatt. Bara svo það sé á hreinu.)

En þessi málflutningur minn snýst ekki um Íslam, heldur duttlungasemi moggamanna. 

Á Íslandi á að vera svokallað "Málfrelsi", en er það fótum troðið þegar menn með ákveðnar skoðanir eru þaggaðar niður, og eru einhliða þaggaðir niður því eigi má gagnrýna ákveðnar stefnur sem hafa greinilega meira friðhelgi en aðrar. Á meðan er öðrum leyft að komast upp með hvað sem er.

Öll höfum við rétt á okkar skoðun þótt hún virðist vitlaus fyrir öðrum, kúgun og hótannir eru ekki rétta leiðin að mínu mati.

Þetta heitir einu orði HRÆSNI ! 

Ég horfi uppá menn á hverjum einasta degi tala gegn kristni og öðrum trúarbrögðum en Íslam. Ekki er hróflað við því fólki þótt kvartað sé. Enn og aftur HRÆSNI!

Ritað er:

Markúsarguðspjall 3:24-25

24 Verði ríki sjálfu sér sundurþykkt, fær það ríki eigi staðist,
25 og verði heimili sjálfu sér sundurþykkt, fær það heimili eigi staðist. 

Ofangreint vers finnst mér sannarlega eiga við ritstjórn mbl bloggsins. 

Eitt á að ganga yfir alla, og skil ég ekki afhverju moggamenn fara ekki eftir sínum eigin skilmálum. Og snýst um að virða lýðræðislegar skoðannir annara, sem enginn þarf að vera sammála en rétturinn er þó ætíð til staðar. Þetta hefur verið virt að vettugi. Angry

Reynum að virða rétt annarra til þess að tjá sig, og ræða hlutina án þess að beita kúgun og þagnarrefsingum. 

P.s. ef þessi síða er lokuð á morgun, vitið þið hvað hefur gerst. Wink

Góðar stundir. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Hver var það sem sagði eitthvað á þessa leið "ég þarf ekki að vera sammála því sem þú segir, en ég virði þinn lýðræðislega rétt til þess að segja það". 

Sumum finnst e.t.v. bara besta mál að umdeildum síðum sé lokað, en hver veit hvað verður umdeilt og morgun eða hinn.  Hvenær verður það ekki lengur í lagi að skeðra tjáningarfrelsi fólks.? 

Nei, ég mun seint gleðjast yfir skerðingu frelsis, slíkt er það sem við eigum að berjast gegn með af öllum krafti.

kv.

Linda, 17.4.2008 kl. 18:58

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

"ég þarf ekki að vera sammála því sem þú segir, en ég virði þinn lýðræðislega rétt til þess að segja það".

Nákvæmlega Linda! Takk fyrir þetta.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.4.2008 kl. 19:15

3 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Frelsið er ekki leyfi til að gera það sem manni sýnist. Það er fátt jafn vandmeðfarið og frelsið. Mönnum farnast best ef þeir temja sér bara almenna kurteisi þegar þeir tjá sig og skoðanir sínar.

Þess vegna sýnist mér það bara lágmarks tillitssemi sem sett er fram í skilmálunum sem hér er vitnað til. Og þeir plaga mig ekkert og ég sé þá ekki sem neina fjötra til tjáningar, enda hef ég enga þörf fyrir að höggva mann og annan með pennanum (lyklaborðinu nú til dags)  eða ná mér niður á einhverju fólki.

Ég hef aldrei skilið málfrelsi mitt þann veg að ég geti leyft mér að níða niður náungann. Það bannar mér hins vegar ekki að setja fram skoðanir mínar, ef ég sýndist svo.

Ágúst Ásgeirsson, 17.4.2008 kl. 19:19

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Ég hef séð mjög ljót skrif gagnvart kristinni trú hér á mbl.is. Ég meira að segja sendi kvörtun til mbl.is. Það var ekkert gert í því þó að trúbróður okkar væri líkt við djöfulinn sjálfan.

Sorglegt en nú er Morgunblaðið dottið í sama pytt að ritskoða eins og var og er gert í kommúnistaríkjum. Margsinnis hafa Morgunblaðsmenn skrifað gegn ritskoðunum og hnýtt í kommúnista en hvað er þetta annað en ritskoðun? Ef þeir eru á annað borð að ritskoða, hví þá ekki líka að ritskoða það sem er skrifað ljótt um kristna trú sem er nú ríkistrú hér á Íslandi. Sem betur fer er kristin trú meira fyrir marga en að vera bara ríkistrú.

Hvers vegna má óvirða kristna trú en ekki að vara við Íslam á sama tíma? Ætla Morgunblaðsmenn að láta Múslíma stjórna Morgunnblaðinu? Eru þeir kannski komnir í ritstjórn?

Við búum greinilega ekki í lýðræðislegu ríki og hef ég svo sem séð það fyrir löngu. Þetta orð lýðræði hefur því miður ekkert innihald lengur.

Guð miskunni íslenskri þjóð.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.4.2008 kl. 19:29

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl aftur. Endilega kíkið á síðu Einars Einarssonar: http://einartor.blog.is/blog/einartor/entry/510271/#comments

Megi Guð Abrahams, Ísaks og jakobs blessa ykkur öll.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.4.2008 kl. 19:37

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ásgeir, þú ert alveg að skilja hvað ég er að fara.

Rósa - spörum aðeins stóryrðin.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.4.2008 kl. 19:39

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Valli - sammála því.

Tómas - auðvitað getur hann það, en ertu þá hlynntur ritskoðun af þessu tagi? 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.4.2008 kl. 20:34

8 identicon

Það er með ólíkindum hvað menn láta frá sér fara varðandi Kristnidóminn hér í bloggheimum . kristnir reyna þó alltaf að verja sinn málstað, en múslimar ekki . Heldur eru það hryðjuverkin og lætinn sem tala hjá þeim .

conwoy (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 20:50

9 Smámynd: Jóhann Helgason

Hæ Haukur

Tjáningarfrelsið er okkar eitt stærsta tákn okkar sem búum á vesturlöndum og forréttina við búa á vesturlöndum er frelsi til tjá sig  að gleðjast yfir skerðingu frelsis er ekki hægt . góður pistill hjá þér Haukur endilega kikkið á færsluna hjá mér um íslam

Jóhann Helgason, 17.4.2008 kl. 20:51

10 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Guðsteinn ég tek heilshugar undir því er þú boðar hér,við þykjumst vera svo mikil jafnréttisþjóð og bla bla bla.

Ekkert annað en hræsni og yfirgangur,það er oft eins og það sé þjóðfélagslega hagkvæmt að hafa heila okkar svo blokkaða af skít að engin hugsun komist hvorki inn né út.

Ég vil kristinn lýðræðisflokk til starfa sem fer beint á þing,og tekur til í þessu landi og helst ekki seinna en strax.

Ég veit ég er harðorður en ef þetta særir skaltu taka það út,ég bara verð að segja það sem og ég hugsa.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 17.4.2008 kl. 21:00

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 21:02

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Conwoy - einmitt !

Jói - hér er slóðin inná grein þína. Ég hvet fólk eindregið til þess að kíkja á hana.

Úlli - afhverju ætti ég taka eitthvað út sem ég er sammála?

Ásthildur - fyrirgefðu þessu læti í mér, ég þoli bara ekki  óréttlæti. Og tilbaka!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.4.2008 kl. 21:12

13 Smámynd: Linda

Penninn er beittari en sverðið sagði einhver maður vel af Guði gefinn því hef ég sjálf skrifað færslu í anda málfrelsis og bíð átekta og vona að engin móðgist þó svo að ég hafi verið beitt....

Linda, 17.4.2008 kl. 21:18

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einmitt Linda, en við sjáum til í fyrramálið hvort ég fái áminningu frá mogganum. Það verður forvitnilegt að sjá.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.4.2008 kl. 21:36

15 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Minni síðu var lokað nýlega þegar nokkrir einstaklingar hringdu sig saman og skipulögðu "kvartanaherferð" gegn mér.

Þegar bloggstjórnin var búin að skoða málið sáu þeir að um samblástur var að ræða og opnuðu síðuna aftur.

Þetta ólánsfólk heldur sínu striki gagnvart mér á sínum síðum og verður sjálfum sér og sínum til skammar fyrir köpuryrðin.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.4.2008 kl. 21:52

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ja hérna Heimir, takk fyrir þína sögu af þessu, og sannar það mál mitt enn frekar, ég hef margsinnis komið í heimsókn til þín Heimir og eigi hef ég séð neitt sem gæti verðskuldað þessa meðferð.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.4.2008 kl. 21:56

17 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Vissulega er rétt að ritskoða ef verið er með persónuníð, en ég held að Skúli hafi ekki verið með persónuníð, þar sem að hann fékkst aðallega við þýðingar á erlendum greinum (las þó ekki allt frá honum). Hinsvegar hef ég verið kölluð ýmsum illum nöfnum = Persónuníð. Ég bað ekki um að bloggum viðkomandi yrði lokað. Enda höfðu aðrir kvartað en enginn hjá Moggablogginu tekið mark á þeim.

Er þetta kannski þessi svokallaði "Naívismi?"  Erum við að hliðra meira til fyrir þeim sem eru íslamstrúar, heldur en fyrir venjulegum jónum úti í bæ? Verða eyru þeirra og augu að fá að vera viðkvæmari en okkar?

Bryndís Böðvarsdóttir, 17.4.2008 kl. 22:15

18 Smámynd: Mofi

Sammála öllum þeim hérna sem hafa gagnrýnt ritskoðun og það að síðu Skúla hafa verið lokað.  Eitt sem velur mér áhyggjum, ef þeir loka á mannm, hefur maður einhvern aðgang að því efni sem maður hefur skrifað á öllum þessum tíma?

Mofi, 17.4.2008 kl. 22:47

19 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Merkilegt sem Heimir segir. Menn þurfa þá semsé ekki að getað rökstutt mál sitt vilji þeir kvarta undan bloggurum. Bara nóg að hópast saman um að úthýsa einhverjum af blogginu (eins og gert er þegar börn eru lögð í einelti í skólum). Alveg hreint furðulegt!

Bryndís Böðvarsdóttir, 17.4.2008 kl. 23:07

20 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég tel lokun á bloggi Skúla vera mikil mistök hjá Morgunblaðinu, meðal annars vegna þess að ekki var farið að þeim reglum sem blaðið ákvað sjálft. Ég vil benda á eftirfarandi setningu í reglum Mbl.

Morgunblaðið áskilur sér rétt til að grípa inn í, bregðist notandi ekki við óskum eða tilmælum um leiðréttingar/lagfæringar á skrifum sem teljast meiðandi eða brjóta gegn skilmálum þessum.

Hér er talað um að gefa notanda (Skúla) tækifæri til að fjarlægja skrif, sem teljast brjóta gegn skilmálum blaðsins. Mér er kunnugt um, að Skúli fekk ekki þetta tækifæri, heldur var blogginu lokað honum að óvörum. Morgunblaðið virðist því ekki hafa fylgt eigin reglum !

Hvað reglurnar sjálfar varðar, þá tel ég þær grófa skerðingu á málfrelsi. Þótt Mbl. eigi "blog.is" og veiti fólki ókeypis heimild til að halda úti bloggsíðu, er þetta "almenn þjónusta", sem ekki er heimilt að mismuna fólki aðgang að. Verzlunareigandi sem veitir almenna þjónustu, hefur til dæmis ekki heimild til að mismuna viðskiptavinum í verði, hvað þá heldur að meina fólki inngöngu eftir útliti eða öðrum normum.

Ef einhver er talinn "af einhverjum" hafa brotið lög á bloggi sínu, verður að sækja hann til saka fyrir dómstólum landsins (Sharia nægir ekki). Til þess að þetta sé hægt, verða bloggarar að vera þekktir þannig að hægt sé að sækja þá til saka. Ef þeir eru óþekktir, í þessum skilningi, ber Mbl. ábyrgð á skrifum þeirra. Ef um slíka ábyrgð er að ræða er ekkert hægt að setja út á starfsreglu Moggans.

Það er svo mín skoðun, að líta beri á blogg einstaklings sem hans heimili. Enginn er neyddur til að lesa það sem hann skrifar. Blogg hans er sótt til hans, en er ekki sent til annara. Í þessu er fólginn eðlismunur, miðað við dagblöð sem send eru óbeðin inn á heimili fólks. Sjónvarpsdagskrá, en þó sérstaklega auglýsingar, er svipuð þessum dagblöðum. Sem sagt bloggið er allt annars eðlis og nýlegur dómur yfir bloggara var fáránlegur, heimskulegur og vítaverð atlaga að málfrelsinu.

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.4.2008 kl. 23:40

21 Smámynd: Linda

"ég þarf ekki að vera sammála því sem þú segir, en ég virði þinn lýðræðislega rétt til þess að segja það".

Reyndar gekk Voltaire lengra: "ég er ósammála því sem þú segir, en ég mun verja með lífi mínu rétt þinn til að segja það."

Sakna þeirra sem styðja þetta.

Andrés Björgvin Böðvarsson,

Vá, ég er svo innilega sammála þér ég sakna þeirra líka.  Mér þykir líka gaman að vita að ég skuli hafa munað "næstum" því orð eftir Voltaire, en ég hef alltaf dálæti á þeim sem skilja hvað frelsi þýðir.  Þakka þér fyrir Andrés núna mun ég ekki gleyma höfundi orðanna aftur.

kv.

Frábært að sjá viðbrögðin hjá ykkur öllum sem  hér skrifa.  Kannski að það muni hafa jákvæðar afleiðingar og Skúli fái bloggið sitt opnað aftur...

Linda, 17.4.2008 kl. 23:58

22 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Ég verð að játa það að hafa aldrei séð síðuna hans Skúla, vissi ekki af henni. En á því sem þú skrifaðir og aðrir í commentum þá get ég ómögulega séð réttlætingu á þessari lokun. Í lýðræðisríki á almenningur að eiga rétt á því að segja skoðanir sínar. Slíkt er ekki leyfilegt í íslömskum ríkjum né svokölluðum komúmnistaríkjum (sem eru jú bara einveldi). Vissulega þarf ritskoðun í svona opnu umhverfi einsog moggabloggið er, það eru alltaf til menn sem vilja níða aðra menn, en skoðanir fólks á td. trúmálum verður að virða. Það væri talsvert mikið daufara hér ef við hefðum ekki vantrú til þess að halda okkur við efnið! Ég virði rétt þeirra til að vera trúlausir og boða trúleysi. Ég virði íslamista til að boða íslam. Ég virði kristna til að boða kristni. Ég virði kommúnista til að boða slíkt kerfi. Ég virði líka þá sem mæla á móti öllu því sem ég hef hér nefnt. Líka þá sem tala á móti íslam kristni eða trúleysi. Og til þess að fyrirbyggja misskilning, þá er ég kristinn maður og ber virðingu fyrir annara skoðunum.

Guðni Már Henningsson, 18.4.2008 kl. 00:35

23 Smámynd: Linda

Heyr heyr Guðni

Linda, 18.4.2008 kl. 00:46

24 Smámynd: Óskar Arnórsson

http://www.youtube.com/watch?v=TyeRMhB1qsg&NR=1

Mín skoðun á hvernig MBL hagar sér. Setti kommentið á nýtt blogg,

Óskar Arnórsson, 18.4.2008 kl. 02:21

25 identicon

Ég sá síðuna oftar en einu sinni og gat ekkert séð neitt á henni sem þyrfti að koma við þessa" saklausu Múslima".Þetta voru þýddar greinar Úr hinum og þessum blöðum um allan heim(upphaflega) og svo sem mér fannst eftirtektarverð  BEIN VÍSUN Í KÓRANINN.

Ég hef séð miklu ljótari sennur á okkar "Virðulega ALÞINGI" SEM HEFÐI ÁTT AÐ GRIPA INNÍ OG HENDA VIÐKOMANDI ÚT ÚR SAL ALÞINGIS.(og taki nú hver til sín).

Skúli hefur ekki verið að hvetja til ofbeldis,umskurnar á stúlkubörnum gifting barna, handa-aflimana eða þaðan af verra.

Hvað skyldu margir vita um hvað SARI lögin fjalla um?

Bjóðum Skúla aftur VELKOMINN Á BLOGGIÐ'.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 03:13

26 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég bið stuðningsfólk Skúla og tjáningarfrelsisins í heild að líta við, vera samtaka og sýna andúð á þeim ítökum sem múslimar virðast vera komnir með nú þegar á Íslandi. Mbk. http://blekpenni.blog.is/blog/blekpenni/entry/510924/

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.4.2008 kl. 04:30

27 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er alltaf slæmt þegar einhver sjónarmið eru útilokuð frá umræðunni, eins og virðist hafa gerst með Skúla. Ég var ekki sammála honum og fannst hann skjóta yfir markið í sínum pistlum, en hann átti rétt á að fá að tjá sig að mínu mati.

Ég minni hinsvegar á að sumir sem gagnrýnt hafa þessa ákvörðun ritskoða sjálfir sín eigin blogg og útiloka skoðanir sem eru þeim ekki að skapi.

Vilhjálmur Örn hefur t.d. lokað á mig og marga aðra fyrir litlar sem engar sakir, líklega engar aðrar en að vera ekki sammála honum. Hann kastar sannarlega steinum úr glerhúsi sá maður, ef hann er að gagnrýna ritskoðun.

Theódór Norðkvist, 18.4.2008 kl. 06:16

28 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Einu sinni var tjáningarfrelsi hornsteinn lýðræðisins og mbl. talsmaður þess.

Ragnar Kristján Gestsson, 18.4.2008 kl. 06:25

29 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þetta er hvorki meira né minna en svæsnasta dæmi Íslandssögunnar um ritskoðun.  Kjánaleg ákvörðun sem kemur þeim sem hana tóku í koll.

Ég man ekki betur en að Skúli Skúlason hafi haft tengla á viðurkenndar stofnanir erlendis, sem upplýsa það sama og hann gerir. Væri ekki þjóðráð að hafa samband við þessar stofnanir og segja þeim hvernig tjáningarfrelsinu sé háttað á Íslandi?

Morgunblaðið og stjórnendur þess verða að endurskoða þessi mistök sín og biðjast Skúla Skúlason afsökunar.

Ég leyfi mér að benda á færslu mína um málið þar sem ég kem með lítið dæmi um hvernig ákvörðunartökur eru á moggablogginu:

http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/510957/

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.4.2008 kl. 06:31

30 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Theódór Norðkvist.  Eitt er að loka á menn t.d. fyrir þær skoðanir sem þú hefur hér http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/463655/

Ef ég fæ skeyti frá Ríkistarfsmanni (Sigga á Tryggjó) sem skrifar blogg í vinnunni sinni og líkir í sífellu Ísraelsríki við Hitler-Þýskaland, er  fyllsta ástæða fyrir mig að loka á slíkan mann. Ég stunda ekki ókeypis dreifingu á gyðingahatri fyrir menn sem geta ekki skrifað sín eign blogg. Og þegar sami maður stundar áreiti með því að senda óhróður úr mismunandi tölvum á Tælandi, þar sem hann var í fríi með fjölskyldunni, hef ég fullan rétt að loka á kauða.

Annað er svo að útiloka bloggvin. Ef maður uppgötvar að bloggvinir hafa siglt undir fölsku flaggi er það brottrekstrarsök á mínu bloggi. Það hefur gerst þrisvar.  

Útlilokaðir og sneypti bloggarar og bloggvinir geta haldið áfram að fárast yfir því í tíma og ótíma að ég hafi útilokað þá vegna þess að þeir fóru með hatursyrði um Ísraelsríki og höfðu tilburði til gyðingahaturs. Það fer með þeim sjálfum. Ég er orðinn ýmsu vanur í þeim efnum, jafvel því að menn séu að ljúga um aðdragandan að útilokuninni.

Enn annað, og miklu alvarlegra, er að útiloka fólk frá opinberri umræðu eins og nú hefur gerst með Skúla Skúlason. Það er aðferð sem við þekkjum í löndum þeim sem Skúli gagnrýnir einna mest.

Theodór minn, þegar þú skrifar: Mér finnst alveg furðulegt að menn skuli verja glæpi Ísraelsmanna gegn mannkyni í Palestínu, er greinilegt að þú gerir þér ekki grein fyrir því hvernig "glæpur gegn mannkyni" er skilgreindur.  Þú ert að ásaka Ísraelsmenn og gyðinga fyrir glæpi sem nasistar Evrópu frömdu á gyðingum. Það er gyðingahatur samkvæmt skilgreiningu fjölda álþjóðlegra stofnanna. Mér þykir það leitt.

Gerðu öllum þann greiða að kynna þér betur þann málstað sem þú berst fyrir.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.4.2008 kl. 07:01

31 Smámynd: halkatla

núna er komið raunverulegt dæmi um ritskoðun sem þjónar engum  öðrum tilgangi en að  þagga ákveðnar upplýsingar og halda okkur frá þeim. Í staðinn fáum við sennilega froðufellandi Kristshatara í tonnavís  og því er mbl ábyggilega hrifið af. Skúli var með einhverja innihaldsmestu bloggsíðuna hér og þó að innihaldið hafi fengið marga til að fordæma hann í hvelli í fyrsta sinn sem þeir heimsóttu síðuna þá sáu mjög margir að sér. Það alvarlega er líka að "hugrökku" siðapostularnir sem stöðugt væla um hitt og þetta munu þegja núna af því að þetta er Skúli sem var "svo vondur við múslimana". Það segir allt sem segja þarf um það sem raunverulega gerist þegar einhver er að tala um það sem er óþægilegt. Mbl nýtti sér vald sitt yfir blogginu á ógleymanlegan hátt með þessari svívirðilegu sannleikskúgun, ég hef ekkert nema skömm á stofnuninni fyrir þetta, og fyrir að fara svona í manngreinarálit! Það er óafsakanlegt og viðbjóðslegt.

Ég býð eftir því að allir moggabloggarar sem vilja fá að hafa sínar skoðanir og sína vitneskju í friði láti þetta mál til sín taka, en ég efast um að það verði allir þeir sem ættu að brjálast eða hefðu vanalega gert það. Þeir eru sennilega uppteknir við að skrifa móralskar yfirlýsingafærslur um eigið ágæti og hvernig þeir vorkenna svo múslimunum sem fólk ofsækir með þýðingum á Kóraninum og frásögnum fyrrverandi múslima.

Mín lokaorð (í bili amk): Mbl sökkar og er viðurstyggilegur ritskoðunarmiðill!!!

halkatla, 18.4.2008 kl. 08:53

32 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég ætla ekki að munnhöggvast við mega-ritskoðarann Vilhjálm Örn, en bendi á að ég sagði ekkert sem er ekki satt á blogginu hjá honum og samt bannaði hann mig.

Það eru til myndbönd á liveleak.com sem sýna ísraelska landtökumenn lýsa yfir að Guð hafi gefið þeim land á Vesturbakkanum, sem þeir eiga ekkert tilkall til samkvæmt alþjóðasáttmálum.

Ísraelsmenn hafa stolið myrt og nauðgað (ekki í kynferðislegri merkingu, heldur beitt ofbeldi) í Palestínu gagnvart aröbum.

En ég skil Skúla að honum sárni og bloggvinum hans fyrir hans hönd, því þannig leið mér þegar nokkrir Ísraelsvinir bönnuðu mig á sínum bloggsíðum.

Theódór Norðkvist, 18.4.2008 kl. 09:35

33 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það hefur ítrekað komið fram í þessum umræðum, fullyrðingar um að Mbl. eigi þetta blogg og megi þar af leiðandi úthýsa hverjum sem er. Þetta tel ég alrangt, eins og ég hef lýst fyrr á þessum þræði.

Morgunblaðið er hér ekki húsbóndi, í þeirri merkingu að allir bloggarar séu þrælar og undirorpnir (islam) duttlungum þess. Ef menn bjóða almenna þjónustu, verða menn að veita hana öllum og þess vegna er ekki heimilt að úthýsa fólki, nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi sem hafa stoð í landslögum.

Blogg hvers einstaklings er annars eðlis. Það er hluti af heimili þess einstaklings og því er ekkert athugavert við að loka á þá sem bloggara finnst leiðinlegir. Ég hef sjálfur lokað á menn sem mér finnst leiðinlegir. Sjálfsagt hafa einhverjir einnig lokað á mig og ég hef ekkert við það að athuga. Heimilið er friðhelgt samkvæmt lögum landsins og öllum mannasiðum.

Mig langar að nefna, að ég hef fengið kvartanir með tilvísun í einhverjar lagagreinar. Til þess að eyða ekki tímanum í tilgangslaust þras, hef ég fjarlægt þessi blogg í lengri eða skemmri tíma. Þótt mín skilgreining á málfrelsi sé örugglega rúmari en núgildandi lagagreina, vil ég fara að Íslendskum lögum, en ég hef fyrirlitningu á Sharia.

Loftur Altice Þorsteinsson, 18.4.2008 kl. 10:23

34 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Ég fór inn á síðuna Andres sem þú vísaðir á hér að ofan og þar kemur eftirfarandi fram:

Já, hann var kærður af múslimum á Íslandi.

Hótað með fangelsi allt að 2 ár. Var að tala við hann Skúla rétt áðan. MBL samþykkti þessa hótun frá lögfræðingi múslima.

Þeir hótuðu MBL líka ef þeir lokuðu ekki þessari síðu. Svo þeir hlýddu bara. 

-------------------------------------------------------- 

Er það þá svona sem Múslímar á Íslandi hyggjast sannfæra landann um að þeir séu friðsamlegir múslímar? Gagnrýni Skúla hefur aldrei beinst gegn þeim. Hann hefur bara gagnrýnt öfgaíslam.

Í reynd ættur Múslímar á Íslandi að gera slíkt hið sama. = Að fordæmareglulega ódæðisverk öfgaíslamista og illvirki opinberlega, þannig að fram komi skýrari aðgreining á þeim og öfgaíslamistum. Það að þeir geri lítið sem ekkert af því, lætur fólk fá fordóma, ekki skrif gegn öfgahópum eins og Skúli hefur staðið fyrir.

Ég tek það fram að ég sjálf tel að þeir séu að misskilja það hvað Skúli stóð fyrir. Ég hef aldrei talið að Múslímar á Íslandi séu öfgaíslamistar heldur friðsamir og einlægir í sinni trú (þar sem ofbeldisboðskapur Kóranins er skoðaður sem síðari tíma viðbót og því ómarktæk).

Því finnst mér mikilvægt að þeir sýni stillingu í þessari baráttu sinni og sannfæri okkur fremur um að þeir fordæmi öll þessi illvirki öfgaíslamista og hætti að ráðast gegn tjáningarfrelsi, svo fremi sem ekki sé farið með persónuníð. 

Bryndís Böðvarsdóttir, 18.4.2008 kl. 10:36

35 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vilhjálmur og Teddi - þið verðið að gera upp ykkar persónulegu mál annarsstaðar en hér, við erum ekki að fjalla um ritskoðun einstaka bloggara eða verk Ísraelsmanna - heldur ritskoðun morgunblaðsins. Ég bið ykkur báða í vinsemd um að halda ykkur við efni pistilsins, hitt get ég tekið upp síðar og vona ég að þið virðið þetta við mig og bið ég ykkur Guðs blessunar.

Tómas - ég er ekki alveg fæddur í gær, ég geri mér fulla grein fyrir öðrum stöðum sem hægt er að tjá sig. En eins og Andrés og  Loftur Altice hafa bent á þá fjallar málið ekki um það, þetta er spurning um réttlæti. Af hverju er þaggað niður í einni skoðun en ekki annarri? Það er mergur málsins.

Anna Karen - takk innilega fyrir þitt hressilega innlegg! 

Ég bið alla um að gefa gaum að orðum konu minnar, hennar Bryndísar, hún er ekki alveg fædd í gær heldur . 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.4.2008 kl. 10:55

36 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guðni Már - þú kemur eins og ferskur andblær, takk fyrir þín góðu rök.

Lindu, Óskari, Helgu og Ragnari vil ég einnig þakka innlitið og góð orð. Vona ég hafi gleymt neinum, ég er að svara á milli verka í vinnunni og er alveg að drukkna!  ;) 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.4.2008 kl. 10:57

37 identicon

Kannski verða allir glaðir bráðlega ef þeir loka líka mínu bloggi, landslög segja jú að ekki megi setja út á hjátrú.
Ég vona að þeir loki á mig, mig langar svo að kynna úti í hinum stóra heimi að íslamd loki á gagnrýna hugsun, að íslamd sé með lög sem verndi þá sem trúa á yfirnáttúrulega hluti.
Vei hvað það verður gaman + náttlega að þá sér fólk enn betur hversu hættuleg trúarbrögð eru frelsi okkar allra :)

DoctorE (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 11:02

38 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég biðst velvirðingar Haukur á að standa í orðaskaki við Vilhjálm hér. Ástæðan fyrir því að ég sagði þetta sem ég sagði er sú að mér finnst hart þegar ritskoðaðar gagnrýna ritskoðun.

Og ég nefndi líka að ég skildi vonbrigði Skúla, skoðanabræðra hans og (blogg)vina fyrir að vera úthýstur, því ég varð líka sár þegar mér var úthýst, af sumum þeim sömu og hafa gagnrýnt útskúfun Skúla.

Bryndís, þetta er sannarlega ljótt að heyra.

Theódór Norðkvist, 18.4.2008 kl. 11:06

39 identicon

Bryndís, mér skilst að ef kóran segir td: Elskaðu friðinn en kemur svo með: Drepa alla sem eru ekki eins og við, að þá gildi nýrri texti.
Þeir gerðu nefnilega ráð fyrir þversögnum í kóran ólíkt biblíu

DoctorE (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 11:13

40 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sendið tölvupóst á Vísi um þessa lokun.

Theódór Norðkvist, 18.4.2008 kl. 11:35

41 Smámynd: Flower

Æi Dokksi minn, þú ert megakrútt þegar þú ert í svona bullandi vörn ;) Ég yrði ekki glöð ef þínu bloggi yrði lokað vegna þess að þú hefur þinn rétt til að vera á móti trúarbrögðum. Ekki fara í vörn, þú þarft þess ekki. Það er líka þörf á mönnum eins og þér sem þora að gagnrýna, ekki vil ég taka það af þér þó að sum trúsystkyni mín séu hörundsár.

Flower, 18.4.2008 kl. 11:44

42 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Múslimar nota þessi brögð um allan heiminn tildæmis cair í bandaríkjunum. Að kæra og reyna þagga niður allt og alla sem gagngrýna islam

569-1100, er síminn hjá mogganum hringjum öll og kvörtum og ef þeir afbanna ekki skúla þá skulum við segja upp áskriftini af mogganum!

 

Stór partur þeirra sem lesa moggan eru hægrimenn og krisntir svo við getum haft áhrif! 

Alexander Kristófer Gústafsson, 18.4.2008 kl. 11:44

43 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Salmann gefur upp síman sin opinberlega á islam.is til að hafa samband við sig  sem er 895-1967

Alexander Kristófer Gústafsson, 18.4.2008 kl. 11:51

44 identicon

En elsku flower, ég er ekki í vörn og hef aldrei verið.
Ég bendi einfaldlega á að mannréttindi eru skrilljón sinnum mikilvægari en trú einhvers á eitthvað yfirnáttúrulegt.
Trúaðir eru búnir að koma sér í þá stöðu að málstaður þeirra er enginn.
Að losna við trúarbrögð er það mikilvægasta sem mannkynið þarf að kljást við í dag.

DoctorE (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 12:09

45 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Sá sem sér um bloggið hjá mbl   verður við eftir klukkan 1 hringum öll og heimtum að tala við hann! sími moggans er 569-1100

Alexander Kristófer Gústafsson, 18.4.2008 kl. 12:21

46 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Andrés 

Æ, úps! Hæddi trúfélag! Ég er sekur við landslög!

Þá verða þeir að loka á mig líka, ég hef margsinnis og ítrekað bloggað um vísindakirkjuna, mormóna, Vottanna og fleiri söfnuði sem ég hef fengið gagnrýni fyrir. Það er alltaf hent framan í mig að ég sé "ókristilegur" að dirfast gagnrýna aðra, og ef þeir framfylgdu þessum reglum sínum þá ætti ég að vera farinn fyrir löngu.

Teddi - allt í góðu, ég varð bara að halda mönnum við efnið. Þannig að umræðan fari ekki útí vitleysu. Það var allt og sumt. 

Alex - takk fyrir þitt, ég hef samþykkt sem bloggvin og gott er að sjá okkur flokksfélaganna standa saman!    

Dokksi - þú ert nú bara því miður einn af þeim ofstækismönnum sem ég vísa til, því er ver og miður.   Ef ég myndi fylla trúmála dálkinn á blogginu dag eftir fag, hvað væri ég þá kallaður annað en ofstækismaður og spammari? Þú átt fullan rétt á þinni skoðun, bara ekki kaffæra fólk með henni. Það eru til hófsamari leiðir og það veistu vel.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.4.2008 kl. 12:25

47 identicon

Mikið er ég sammála þér DoctorE.
Ég hef alla mína tíð sýnt þolinmæði gagnvart hófsömum trúarhópum en það er bara ekki hægt lengur. Ef heimurinn losnar ekki við Islam þá er heimsendir nær en okkur grunar.
Þetta hljómar svolítið eins og nýtt kalt stríð en í stað pólítsks ágreinings þá eru trúarbrögðin það sem barist er um.  Sem betur fer lauk kalda stríðinu ekki með kjarnorkustyrjöld en þetta stríð gæti gert það.

Óttar (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 12:29

48 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Óttar - nákvæmlega! Úfff ... feginn er ég að sjá fólk gera sér grein fyrir alvörunni. Takk fyrir þitt.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.4.2008 kl. 12:33

49 identicon

Andrés, við losum okkur við trúarbrögð með menntun + að taka afsökun þeirra af þeim.
Ég skal glaður játa að ég sé ofstækismaður þegar kemur að mannréttindum og því að upplýsa fólk um ruglið sem það heldur að það trúi á.
Ég berst fyrir fólkið, þið berjist fyrir ímynun fornmanna, ímyndun sem hefur drepið milljónir og er enn að í nútímanum.
Ég er bara hluti af heimsvakningu með fáránleika trúarbragða.

DoctorE (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 12:55

50 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Allt á fullu? Flott. Baráttukveðjur hingað!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.4.2008 kl. 12:58

51 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það var kominn tími til að þú hafðir þor til þess að viðurkenna þetta Dokksi, ég veit hvað oft ég hef tuggið þetta ofan í þig! Til hamingju, þú loks viðurkenndir að vera ekki sá fullkomni maður sem þú þykist oft vera, þetta er þó framför.

Helga Guðrún - sömuleiðis. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.4.2008 kl. 13:14

52 identicon

Ég hef aldrei sagst fullkominn og ég er stoltur yfir því að taka þátt í baráttu mannkyns fyrir frelsi, frelsi sem aldrei næst svo lengi sem trúarbrögð eru til staðar.
Allir eiga að berjast með réttindum fólksins en ekki réttindum trúarBRAGÐA.

P.S. Ég er a.m.k. fullkomnari en guð því guð er ekki til

DoctorE (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 13:44

53 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi, það versta er að "barrátta" þín hefur í sér að fela þá öfga sem varar sjálfur við. En hvað ég að reyna, þú virðist gjörsamlega blindur fyrir eigin göllum.

P.S. Ég er a.m.k. fullkomnari en guð því guð er ekki til

Gott er þetta dæmi um hroka þinn og mín fyrri orð um þína furðulegu sjálfsmynd. Sem sé: I rest my case.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.4.2008 kl. 13:59

54 identicon

Ef ég segði þér að ég tryði á almáttuga súpertrönnu og ég dýrkaði didlo úr criptonite, þu myndir telja mig mjög svo geggjaðan... ég horfi svona á öll trúarbrögð

DoctorE (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 15:05

55 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það heitir að virða skoðannir annara Dokksi, hefur þú heyrt um það? Þess vegna skil ég ekki ofstæki þitt.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.4.2008 kl. 15:30

56 identicon

Málið er bara þannig í vestrænum heimi þar sem málfrelsi ríkir að þar höfum við rétt á því að móðga aðra en aðrir hafa ekki rétt á því að móðgast.

Bjöggi (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 16:05

57 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta er langt í frá fyrsta bloggsíðan sem er lokað á blog.is. Þetta er bara í fyrsta sinn sem allt verður vitlaust út af meintri ritskoðun.

Fyrir ekki löngu síðan setti einhver gárunginn upp bloggsíðu sem líkti eftir bloggsíðu Stefáns Fr. Stefánssonar og gerði góðlátlegt grín að innihaldslitlum fréttabloggum hans.

Stebbi hafði ekki húmor fyrir síðunni, hringdi í forráðamenn blog.is og bað um að síðunni yrði lokað. Ekki var kvartað mikið þegar sú ritskoðun var gerð. Þó var sú síða mun hófstilltari en síða Skúla.

Það virðist hinsvegar vera þannig að ákveðnir aðilar geti bara pantað lokun á bloggum sem þeim líkar ekki og það er bara orðið við því um leið. Það er að sjálfsögðu áhyggjuefni. 

Theódór Norðkvist, 18.4.2008 kl. 17:10

58 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Bjöggi - hárrétt.

Jón Grétar - gott hjá þér að taka afstöðu með réttlætinu, þótt þú sért AFAR ósammála Skúla og hans málflutningi. Ég verð að segja að þú færð stórt prik fyrir það.

Teddi - grínsíðan sem þú nefnir finnst mér ekki samanburðarhæf, þar var á ferðinni meint einelti í garð Stefáns, og er stór munur á því.

Skúli hafði skoðun og var hún sterk, hann var ekki að gera gys að neinum, honum var alvara. En ég tel það áhyggjuefni að svona vinnubrögðum sé beitt, sama hver skoðun þín er eða trú.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.4.2008 kl. 17:35

59 Smámynd: Linda

Sæll Haukur minn, hér eru margir með verðug orð og skilja hvað það er að hafa málfrelsi.  Bryndís er eins og allaf "pottþétt" og ég er henni innilega sammála.  Þegar við förum að skera niður frelsi, þá er ekkert frelsi til lengur. Set in Voltaire aftur, ég held að þau orð eiga að vera mantra fyrir okkur í þessari baráttu. Eða eru ekki allir sammála um að þetta sé barátta? Með því að smella hér finnið þið hlekk á viðtal við Skúla

"ég er ósammála því sem þú segir, en ég mun verja með lífi mínu rétt þinn til að segja það."

Linda, 18.4.2008 kl. 17:44

60 Smámynd: Julie

Hvort það sé verið að tala um múslima  eða aðra -inga, -ista etc, ef það er sérstaklega verið að ráðast og niðurlægja ákveðinn hóp manna þá má maður mótmæla því, ef það eru reglur þá eru reglur, eins og eru lög hefur fólk rétt á því að styðjast við þau. Bloggsíðan hans var tileinkuð hatri á múslimum, eða bara íslamistum eins og fólk vill halda. Það eru íslendingar sem gera sig grein fyrir því að það sem var skrifað fór langt yfir strikið, ef fólki fannst Skúli ekki fara yfir strikið þá er eitthvað að.

Julie, 18.4.2008 kl. 17:58

61 Smámynd: Linda

Júlía mín allt í lagi að vera heiðarleg, um afstöðu þína, hún er þín afstaða og á fullan rétt á sér, en ert þú ekki Múslími, og eru Múslímar yfir það hafnir að orð rita þeirra séu skoðuð, og eru þeir yfir það hafnir að fólk sé ekki sammála þeim, eru þeir yfir það hafnir að fólk mótmæli öfgum þeirra og er það ranglát krafa að rétturinn þinn til þess að tjá þig um ágæti íslams verði áfram varin þó svo að margt fólk sé óssamála þinni skoðun um Íslam.??

kv.

Linda, 18.4.2008 kl. 18:13

62 Smámynd: Julie

Linda, ég er ekki að segja að fólk þurfi að vera sammála því sem ég segi eða trúi, allir hafa sína skoðun að sjálfsögðu. Mér finnst bara að það er ekki neitt að græða í samfélagi okkar á fólki sem VINNUR VIÐ ÞAÐ að gera lítil úr eða niðurlægja hóp manna  og reynir að fá svo fólk sem les þetta til að trúa að maður hafi eitthvað vit í því sem maður er að varpa fram. Öfgamúslimar eru ekki vinir mínir, en allir hinir múslimar sem þekkja sína trú rétt og vinna í því að lagfæra ímynd íslam með því að fræða fólk um hvað rétta íslam er eftir gjörða annarra vitleysinga eru vinir mínir. Auðvitað verð ég sár þegar ráðast er verið er á mig og má ég því svara á móti. En Skúli ritskoðar okkar svör jafnvel. Einu sinni kom ég með komment á einni af þeim HUNDRUÐUM greinum sem hann hefur skrifað, það var tímasóun, veistu af hverju? Hann sagði að vegna þess að ég var ekki með ljósmynd af mér sjálfri og notaði "feik" nafn myndu allar mínar næstu  færslur verða eyddar. Ekki ert þú með mynd af þér linda, og hver veit hvort þú heitir Linda, en ég heiti Julie. Er allt í lagi hjá honum að segja mér að ég mætti ekki kommenta á hann vegna þess að ég vil ekki sýna andlit mitt og fullt nafn ? Eða var það vegna þess að ég var að leiðrétta hann og honum líkaði ekki?

Julie, 18.4.2008 kl. 18:48

63 Smámynd: Linda

Sæl Júlía þakka þér fyrir heiðarlegt svar, þú ert sú fyrsta úr hópi Íslams sem hefur komið og svarað fyrir þig á málefanlegu nótunum og reyndar Írís líka, hjá mér.  Ég veit líka að það kom fólk inn á síðuna hjá Skúla með svívirðingar og hótannir fyrir hans skrif, og rökstuddu oftar en ekki mál sín nema með blóti og yfirgangi, ég veit veil að hann tók þá viðmælendur út og bað þá að koma með rök fyrir  því sem hann var að tala um.  Ég kannast ekki við þín skrif þar inni og afleiðingar þeirra svo ég er ekki dómbær á slíkt.  þú getur ekki neitað ofbeldis ritunum sem eru í Qur'an eða Hadiths frekar en ég get neitað því að það eru orð í Gt sem maður er einfaldlega ekki sáttur við. En, ég fer ekki fram á að þeir sem harpa á þeim orðum fái ekki að tjá sig um málið þó svo ég kvarti yfir því oft á tíðum, við þá t.d.  Íslam sem og Kristin trú á að þola rýni, við getum valið hvort við förum inn á vefi sem rýna djúpt í þessi mál eða ekki.  Skúli var ekkert að skafa af hlutnum frekar ein þeir sem tala um Kristni og öfga Kristni. Ég get tekið því persónulega, eða ég get reynt að breyta ímynd sem á ekki rétt á sér.  Þessi framkoma við Skúla og afleiðingar kvartanna og hótanna þeirra sem tengjast Íslam hér á landi eru ekki málflutningi þeirra til bóta.  Vilji fólk búa í lýðræði og frelsi verður það að taka öllu því sem því fylgir bæði góðu og slæmu, réttu og ranglátu, það eina  sem er ekki ásættanlegt í slíku samfélagi er ofbeldi, morð, líkamsmeiðingar.  Ég er sem betur fer svo lánsöm að hafa í minni fjölskildu fólk sem tileinka sér Íslam, að vísu á mjög líberal máta, en engu að síðu eru Íslams trúar, mér þykir ólýsanlega vænt um þetta fólk, (eins og alla í minni fjölskildu) einstaklingar sem viltu vinna þeim mein þyrftu að fara í gegn um mig til að ná til þeirra.  En málfrelsið er eitthvað sem ég styð líka, og ég mun verja þann rétt, þó þessi réttur sé notaður til að vega að minni trú eða skoðun.  Þeir Múslímar og stuðningsmenn þeirra sem komu þessari ritskoðun í þann farveg sem hann  er  í núna, hafa unnið málstað Íslams á Íslandi meira ógagn en skrif Skúla um öfga hlið málsins. Skúli er hinsvegar ekki einn um það að vilja að fólki skrifi undir fullu nafni, eða að fullt nafni sé á bloggsíðum viðkomandi skrifara.

m.k.

P.s Linda er mitt rétt nafn og ég er Einarsdóttir eins og kemur fram á blogginu mínu. Ég er eins og á myndinni algjör blómarós. Spurðu bara vin minn hann Hauk.  Ég er öllu jafnan með mynda fælni sakir fegurðar minnar

Linda, 18.4.2008 kl. 19:32

64 Smámynd: Linda

Afs. Haukur minn þetta var mun lengar en ég gerði mér grein fyrir..dæææs.

Linda, 18.4.2008 kl. 19:35

65 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það óvenjulega skeði, að inn í umræðuna kom múslimi, að nafni Julie. Nú langar mig að spyrja Julie spurningar, sem marga aðra þyrstir í að fá svar við:

Hvers vegna fordæma ekki "hófsamir" múslimir: morð, ofbeldi, kynfæraskurð, aflimanir, hryðjuverk, dætradráp, barnagiftingar og aðra glæpi sem einkum eru stundaðir af múslimum ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 18.4.2008 kl. 20:24

66 Smámynd: Julie

Hæ Linda,

Veistu ég skil alveg þessa umræðu um ritskoðun og mér finnst í lagi að fólk geti verið  ósammála og tjáð sig helst ef það hefur þá ætlun að fara að laga hlutina í okkar samfélagi. SKúli hefur engan tilgang með þessu nema að dreifa hatri gegn múslimum, vegna þess að jú, fólk sem veit ekkert um íslam og les hans greinar gerir mjög erfiðlega grein milli gjörða vitleysinga sem eru "múslimar" og íslam sem trúarbrögð. Þetta fer mest í mig. Ég fór í gegnum nokkrar bloggsíður og fólk var að segja og hann Skúli sjálfur segist fjalla um hryðjuverk, er hann að grínast? hann vill líta út fyrir að vera svo saklaus. Þeir sem lásu eitthvað úr síðunni hans sáu augljóslega að hann hatar múslima og kallar múslima ógeðslegum nöfnum, kalla Muhammad "Mó" eins og það sé fyndið. Hver er tilgangur hans spyr ég ha. 

Ég spyr ekki Skúla um að fræða mig um íslam vegna þess að hann er ekki múslimi og hefur ekkert samhengi, þess vegna finnst mér óviðeigandi að hann haldi að hann viti betur en múslimar sem jú VELJA að iðka íslam. Ef fólk vill vita eitthvað um íslam, SPYRJIÐ þá MÚSLIMANA. Við erum ekki í neinni afneitun,  Helduru að við höfum ekki sjálf spekulerað í þessi "sterk" vers eða hadith í Kóraninum á undan honum? eins og við þurfum einhvern Skúla úti í bæ til að segja okkur  "sannleikann" á bak við þau? Nei auðvitað er það ekki þannig, ef íslam væri eins og Skúli lýsir væru ekki margir múslimar í heiminum, og ég sannarlega ekki ein af þeim. En umræðan er ekki um hvort hann hefur rétt fyrir sér heldur um hvernig hann fer lúmsklega af því að "ræða málin".

Ég vil að fólk noti sína rökhugsun og sjái í gegnum þessa "tísku" "við skulum allir tala slæmt um íslam, þótt það myndi særa okkur ef talað væri um okkar hóp sem við tilheyrum", sérðu ekki kvikmyndirnar, greinarnar í fjölmiðlum? hvenær er arabi góði gæjinn, af hverju er afbrotamaður "af arabískum uppruna" alltaf sagður vera múslimi þegar hans verk tengjast enga veginn trú? Hvenær lesum við "svíi drap 10 ára stelpu og 31 árs konu og hann var kristinn " ?? Æi skiluru hvað ég meina.

Mér fyndist þetta jafn óréttanlegt ef annar hópur væri niðurlægður og jafn slæmar upplýsingar væru dreifðar úti í bæ um "okkur hin" ef ég vissi betur. 

Síðan var lokuð vegna þess að samkvæmt lögum getum við ekki talað svona, annað er kúgun. Við verðum að hafa EITTHVAÐ eftir af siðferði í okkar samfélagi, annars erum við ekki betri en dýr. Eins og Jonni á öðru bloggi sagði, ekki bjuggu múslimar til þessi lög, þetta eru lög landsins okkar. 

Ég vil vekja athygli að  ég sendi inn video um múslima og málfrelsi á bloggið mitt, mér finnst mörg rök gild í báðum liðum. Það sem ég vil bara segja að þó það sé málfresli að fólk má ekki gleyma að við þurfum ekki nauðsynlega að nýta okkur það í tilgangi að tala illa um fólk, það bætir engu. 

Julie, 18.4.2008 kl. 20:28

67 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Alveg sammála Julie.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.4.2008 kl. 20:45

68 Smámynd: Julie

Sæll Loftur,  

Hvers vegna fordæma ekki "hófsamir" múslimir: morð, ofbeldi, kynfæraskurð, aflimanir, hryðjuverk, dætradráp, barnagiftingar og aðra glæpi sem einkum eru stundaðir af múslimum ?

 Þakka þér fyrir spurninguna. Ég skal svara þessu en fyrst vil ég bara segja að múslimar séu ekki þeir einir sem fremja afbrot, svo það sé á hreinu. Hófsamir múslimar eru jú að vinna í því að koma hinum öfgamönnum aftur í "miðjuna". Við fordæmum slíka glæpi auðvitað, sem fara á móti því sem trúin boðar.

Vissir þú að það eru ímamar, íslamskir fræðimenn, sem vinna í því einungis að fara í fangelsin þar sem öfgamennirnir eru og rökræða við þá um að það sem þeir halda vera að gera fyrir Allah er eiginlega á móti Honum? Þeir eru að rökræða við þá skiluru, vegna þess að þessir ímamar hafa meira vitneskju en þeir. Jú það er starfsemi.

Múslimar í ýmsum löndum eru að takast á við þessi mál eins og stjórnvöld eiga að gera, með lögum og reglum. Afbrotamenn fá refsingu í löndum þeirra, vesturlöndum eins og öðrum löndum en ekki er hægt að hafa eina löggu við hvert hús til að athuga hvort fólk sé að fara að fremja afbrot yfir höfuð. Maður hefur vissa aðstöðu og fjármagn til þess.

Kynfæraskurð og stúlknamorð, heiðurmorð og barnagiftingar eru menningarbundin fyrirbæri og eins og þú veist er oft erfitt að uppræta þetta allt saman, þetta bara gengur með kynslóðum.

Sterkasta vopnið gegn þessu öllu er fræðsla og í því erum við múslimar að vinna. Fræðslan fellst líka í því að kenna þeim "ómúslimum" hvað er rétt í allri vitleysunni sem hefur dreifðst um íslam sem trú.

Þegar fólk hentir í umræðu um íslam versum sem boða til ofbeldis vel ég hverjum ég svara. Því það eru tveir hópar sem gera slíkt: þeir sem vilja skilja hvað er í gangi og þeir sem vilja bara finna "eitthvað" sem staðfestir þeirra skoðun um að íslam sé ofbeldiskennt trúarbrögð og jafnvel þótt ég gæfi rök myndi það ekki skipta um skoðun. 

Vonandi svaraði ég þér Loftur þessu nokkurn veginn skýrt. 

Julie, 18.4.2008 kl. 20:51

69 Smámynd: Linda

Sæl aftur Júlía - þakka þér greina góð svör.  En, já það er en, það er frelsi í því  að móðga, og það er frelsi í því að látast ekki móðgast.  Ég veit til þess að Skúli er mikið kunnáttu maður um Íslam og hann hefur lært af þeim  sem stunda Íslam, bara svo það sé á hreinu, og hann á fulla rétt á því að skrifa um Íslam þó að hann ræði um málefni sem tengjast öfgum, fólk sem sér ekki muninn á öfgum og hinum almenna Múslíma er einfaldlega ekki að nota heilan sem Guð gaf því og það er algjör sóun.  Ég trú á Yahua eins og þú veist, ég sit undir krítik endalaust á minni síðu þegar ég skrifa um málið, ég hef sem betur fer náð vissum bloggþroska (sem ég skrifaði um) og hann fellst í því að leyfa fólki með ólíka skoðun en mín að tjá sig um þá skoðun, svo framarlega sem ljótayrði og blót tengist ekki þeirri skoðun.  Ég er líka á því að þegar ég skrifa um ofbeldi gegn Kristnum vegna Íslams þá á það líka rétt á sér, og það þýðir ekki að ég hati Múslíma, ég veit að þú skilur hvað ég á við.  Málfrelsið er hluti af okkar vestrænu menningu og ég neita að gangast við því að það megi skerða það til þess að þóknast mér eða öðrum, þó svo að ég eða annar móðgist sakir orða sumra.   Ég einfaldlega forðast að heimsækja síður sem gera í því að tala illa um þá sem trú á Yahshua, ég hinsvegar er farin að láta heyra í mér þegar ég sé að viðkomandi er að tala um viðbjóðslegar öfgar sem tengjast minni trú eða ef viðkomandi er að fara með rangt mál.  Með því að leyfa rýni og kritík, stöndum við sterkari  á okkar eigin forsendum.

m.k.

Linda, 18.4.2008 kl. 21:11

70 identicon

Julie, Það skiptir engu máli að "aðrir en múslimar" fremji voðaverk. Múslimar fremja voðaverk og það þarf að tala um það, ekki þagga niðu í því. Múslimar þurfa að vera duglegri að fordæma voðaverk sem trúbræður og systur þeirra fremja, ekki segja öðrum að halda kjafti. Við á ÍSLANDI erum dugleg að fordæma t.d. kynfæraskurð barna. Afhverju fordæma múslimar ekki kynfæraskurð. Þeir segja bara, "þetta er ekki okkar mál af því að þetta er menningarlegur hlutur ekki trúarlegur".

Og hefur eitthver kynnt sér réttindi kvenna í múslimskum löndum, hafðið farið til mið austurlanda. Að múslimar skuli ekki FORDÆMA það sem er í gangi þar er fyrir neðan allar hellur. Það er kannski ekki trúarlegt fyrirbæri hvernig er farið með konur þar en það er farið illa með konur þar og það er það sem skitpir máli. Svo stökkva þeir bara til og reyna að verja þetta og segja " það eru ekki allir múslimar svon". Við vitum það, en við vitum líka að það eru slæmir hlutir að gerast í nafni íslam(líka kristni) og þessa hluti þarf að fordæma. 

Svo er Islam eins og kristni og gyðingdómur, fullt af fordómum. Þessi trúarbrögð hreynlega hvertja til fordóma, fordóma sem trúaðir verja síðan og þykjast ætla að fræða hina um.

Svo afhverju má ekki tala um hluti sem eru slæmir í múslimskri menningu ? Við tölum um hluti sem eru slæmir í okkar menningu.

Ég tek ekkert mark á múslimum og þeirra japli um að þeir séu ekki allir eins á meðan ég sé ekki hófsama múslima fordæma alla þá hluti sem eru að gerast í nafni islam. Fordæmi menn sem eru að koma óorði á islam.

Bjöggi (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 21:12

71 identicon

Minn réttur er að móðga aðra, ekki annara að móðgast.

Bjöggi (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 21:13

72 Smámynd: Púkinn

Það er þetta með "efni sem getur valdið skaða"....ég gæti t.d. haldið því fram að mér finnist skrif Snorra í Betel skaðleg - hann virðist trúa á "unga jörð", syndaflóð og annað slíkt, sem ég túlka sem beina árás á  þá vísindalegu heimsmynd sem ég aðhyllist.  Hef ég þá rétt til að krefjast þess að honum sé úthýst?

Auðvitað ekki - hvers konar þvættingur er þetta eiginlega.  Ég er að vísu ekki sammála islamshatri Skúla nema að litlu leyti - mér finnst islam t.d. ekkert verra en önnur trúarbrögð, en meðan menn eru ekki með ómaklegar persónulegar árásir á einstaklinga, sé ég enga ástæðu til að ristkoða þá á þennan hátt.

Það er ekki oft sem ég er sammála Zeriaph, en þetta er þó þannig mál.  Skúli á að hafa rétt á að benda á dökku hliðar islam, á sama hátt og ég, DoctorE og fleiri megum benda á sambærilega hluti í öðrum trúarbrögðum. 

Púkinn, 18.4.2008 kl. 21:15

73 Smámynd: Julie

Við getum talað um hluti sem eru ekki í lagi, eins gott að við gerum það, dökku hliðar manna já, en ekki er það viðeigandi finnst mér þegar fólk lýgur um sögur, tekur úr samhengi, er bara með ranghugmyndir og talar dónalega um annað fólk, kallar öllum nöfnum í þeim tilgangi að skaða sérstaklega, mér finnst það ekki rétt. Þið fattið að Skúli LIFIR fyrir hrydjuverk.blog.is.. þetta er eins og atvinna fyrir hann, megum við ekki stundum benda á fólk að fá sér nýtt hobbí eða eitthvað, þegar komið er svo langt yfir strikið?

Af hverju fordæma múslimar ekki allt þetta, þeir gera það, hvar fáiði upplýsingar hvort þeir séu að gera það ? Ekki með því að sitja fyrir framan sjónvarpið á íslandi og lesa mbl.is ! skiljiði. Við vitum bara ekkert hvað er að gerast nákvæmlega í öðrum löndum nema það sem fjölmiðlar velja að selja okkur. Ég get ekki sagt ykkur nákvæmlega um hvað er að gerast í þessum málum í þessum löndum, því ég er eins og þið, bý hér á landi, en kannski heyri ég meira frá múslima samfélagi en þið yfir höfuð. Ég veit um alls konar starfsemi í múslimalöndum.

Ég veit líka til dæmis um félög sem verja réttindi fólks hér á landi, samt eru konur enn með lægri laun en karlar, erum að vinna í því já svo að ég blogga ekki sífelld um ömurlega ástandið og afskiptaleysi stjórnarmanna og bla bla, kalla fólk veit ekki hvernig. Nei ég VEL að gera það ekki, ég bara vel að tala ekki illa um fólk yfir höfuð, en mótmæli frekar aðgerðaleysi, svo að eitthvað fari að gerast, sama hvort það sé á íslandi eða öðru landi.

Ég veit um konur sem eru barðar í klessu, eru íslenskar, eiga íslenska menn, en þær koma ekki í Vikunni og segja sína sögu á meðan því stendur, en of course fáum við sögurnar um þær múslimakonur sem lenda í þessu og þess vegna fáum við ranghugmyndina um að ALLAR konur fái þessa meðferð og að ENGAR konur hafi réttindi í íslam og að engin sé að gera neitt í því! Það er ekki rétt.

Það vantar jafnvægi í umfjöllun um miðausturlönd yfir höfuð. Kannski get ég gefið út sögu mína og annarra í íslömsku hjónabandi, hamingjusamar konur sem bera höfuð hátt okkar múslima og "ómúslima" samfélagi, eins og margar konur í heiminum. En myndi það seljast..? Ég spyr mig stundum og hef ástæðu til ..!

Julie, 18.4.2008 kl. 21:57

74 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég vil fá að heyra álit Bjarna Randvers Sigurvinssonar, frænda Bryndísar, en hann er einn helsti trúarbragðafræðingur landsins.

Hvetur Kóraninn til manndrápa? 

Theódór Norðkvist, 18.4.2008 kl. 22:13

76 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

T.N. -Skíta dúfur á þök?  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.4.2008 kl. 23:22

77 Smámynd: Theódór Norðkvist

Helga Guðrún, hvers konar misnotkun á málfrelsinu er þetta? Ég bendi á að í Gamla testamentinu er að finna fyrirskipanir frá Guði um slátrun á ákveðnum þjóðflokkum. Ég þekki ekki marga kristna menn sem ganga um vísandi í þessi vers, hvetjandi til slátrunar á indíánum svo dæmi sé tekið.

Theódór Norðkvist, 18.4.2008 kl. 23:33

78 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

(til bryndísar af mínu): Takk Bryndís mín, við stöndum þétt saman hérna og "förum hringinn". Svo sýnum við svart á hvítu hvers við erum megnug saman þegar okkur er virkilega alvara. Ef sumir halda að þeir geti hrósað sigri yfir að hafa tekið íslenskt málfrelsi í nefið í dag með aðstoð Morgunblaðsins, og migið háðslega yfir lýðræði okkar, málfrelsi og trú, þá hafa sumir ofboðslega rangt fyrir sér!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.4.2008 kl. 23:48

79 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Teddi, hvernig mundirðu það?

Kannski ég hringi í hann á næstu dögum. Hann er búinn að vera að vinna í friðarviðræðum á milli ólíkra trúarbragða. Þau vinna í sameiningu að því að finna út hvernig þau geta lifað sama í sátt hér á jörð (án fordóma og reiði í garð annars, ekki á plúralískan máta). Hann hefur einnig verið að kenna áfanga um nýtrúarbrögð ásamt fleiru við HÍ. Hann reynir því ávalt að gæta hlutleysis og er því tilvalinn til þess að svarað þessu.

Aðeins einn galli. Þegar hann kemur með svör þarf maður að vera tilbúinn með fartölvuna og word, eða væna glósubók og penna. Svörin hans eru aldrei stutt....

Samt endalaust fróður og gaman að heyra hann segja frá. Vona að hann sé ekki of upptekinn, eða ég....

Bryndís Böðvarsdóttir, 18.4.2008 kl. 23:48

80 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

...Þ.e.  eða ég finni tíma til að ná tali af honum. (sé að síðasta setning mín kom dálítið út eins og ég væri að hóta: Hann skal ekki vera upptekinn, eða ég...). Átti ekki að koma þannig út.

Bryndís Böðvarsdóttir, 18.4.2008 kl. 23:51

81 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég þekki Bjarna frá því að bróðir minn leigði hjá afa þínum á sínum tíma, hann kom stundum norður og frá því að ég kom á Holtaveginn á KFUM-samkomur, fyrir örfáum árum.

Það er rétt hann er fróður og svarar ekki í stuttu máli. Kannski er það ekki hægt þegar verið er að fjalla um svona flókin mál, ætli menn að svara vel.

Theódór Norðkvist, 18.4.2008 kl. 23:55

82 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Mig minnir nefnilega að Múslímar lítið á ákveðinn hluta í Kóraninn sem síðari tíma viðbætur frá fylgjendum Múhameðs.

Annars má ekki gleyma einu, að samkvæmt Kóraninn og sögunni, þá háði Múhameð sjálfur stríð til allra sem ekki vildu gangast undir Íslamstrú. Hann fyrirskipaði dráp á heilu fjölskyldunum og giftist mörgum konum, og þar af einni 9 ára. Líklega hafa verkin hans þegar svarað okkur þessu. Hann fyrirskipaði sko sannarlega manndráp. En spurningin er bara sú, að hve miklu leiti.

Fyrir hvað mætti t.d. drepa í dag, ef það má? Hvað af þessu í Kóraninn gildir í dag hjá friðsömum Múslimum og hvernig rökstyðja þeir þá stefnubreytingu sína ef þeir eru ekki hlynntir öllu sem Kóraninn fyrirskipar?

Bryndís Böðvarsdóttir, 18.4.2008 kl. 23:58

83 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Ah! Skil Teddi.

Bryndís Böðvarsdóttir, 18.4.2008 kl. 23:59

84 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ja hérna hér! Hvað hefur eiginlega gerst? Ég rétt bregð mér frá og það eru komnar 96 athugasemdir, og eftir mikinn lestur hef ég ekki í mér að reyna að svara öllum! En það sem kom mest á óvart er að Púkinn skuli vera sammála mér .. aldrei þessu vant.  En ég sé samt að það er hægt að ræða málin með jafnaðargeði, án nokkura nafnakalla né leiðinda, þótt andstæðir pólar takist á.

Þeir taki það til sín eiga það skilið, og var ég einmitt að meina ÞETTA sem lýðræði, ekki að þagga niður í fólki.

Guð blessi ykkur öll! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.4.2008 kl. 00:21

85 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Frábær inlegg hjá Julie.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.4.2008 kl. 00:22

86 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég hef einmitt sett þessa spurningu, með aðeins öðruvísi orðalagi inn á bloggið hjá Salmann Tamimi.

Theódór Norðkvist, 19.4.2008 kl. 00:23

87 Smámynd: Theódór Norðkvist

Spurninguna sem Bryndís spyr hér á undan, það rigndi nefnilega inn innleggjum, eins og Haukur bendir á!

Theódór Norðkvist, 19.4.2008 kl. 00:25

88 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er bara rugl eða viljandi mistúlkun að Koraninn eða islam fyrirskipi stríð eða dráp gegn öllum "vantrúuðum" Af hverju heldur fólk að islam hafi hlotið svo mikla útbreiðslu ef dagskipunin hafi verið að drepa alla "trúleysingja"  Skil ekki hvernig fólki getur dottið í hug að bera þetta á borð aftur og aftur og aftur.  Það sem fólk verður að gera er að legga smá vinnu í að kynna sér islam.  Ekki gleypa bara samhengislausa búta sem matreiddir eru og bornir fram með hinum og þessum hættinum.

Td. er islam miklu flóknari trú en margir halda (að mínu mati) og margt verulega ólíkt frá því sem  við þekkjum td í kristni.  Það þýðir ekkert að ætla sér að afgreiða islam með upphrópunum og sleggjudómum.  En það er nú gert samt sem áður.

Stundum þegar maður les það sem sumt fólk er að segja á Íslandi um muslima þá furða eg mig verulega á að eg skuli vera lifandi eftir að hafa eytt 6 mánuðum meðal muslima í M-Austurlöndum.   Eg er bara steinhissa á að  eg hafi sloppið !  Og ekki nóg með það... nei, heldur mætti ég engu nema almennilegheitum, hjálpsemi og kurteisi.

Does the Koran teach to kill...

http://qa.sunnipath.com/issue_view.asp?HD=7&ID=9801&CATE=3600

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.4.2008 kl. 01:11

89 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Viðbót:  Betra að segja: "sumt dálítið ólíkt frá því sem vi þekkjum í nútíma kristi V-landa"  og kann við fyrstu sín að koma einkennilega fyrir sjónir... en það þýðir ekki að fólk eigi bara að stökkva á sundurlausa búta sem lagt er einfeldingslega útaf.

"Permission (to fight) is given to those upon whom war is made because they are oppressed, and most surely Allah is well able to assist them." (Qur'an, 22:39)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.4.2008 kl. 01:23

90 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Það er greinilega þörf á upprifjun á almennum hegningarlögum:

233. gr. a.

"Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum."

Svala Jónsdóttir, 19.4.2008 kl. 01:51

91 Smámynd: Linda

Sæll Haukur, þetta er bara dúndur gott og langflestir hafa leyft umræðunni að ganga fram með kurteisi sem er flestum hér til sóma. Sumir vilja þó hóta með hegningarlögum, en það eru sumir sem geta ekki lagt neitt til málanna nema að vera með yfirlæti og hroka, kannast við það þegar ég hef þurft að díla við andkristlingana á minni síðu, dettur samt ekki hug að hóta þeim með lagagreinum landsins, málfrelsi er verndað í stjórnarskrá landsins, þó svo að sumir hafa komist upp með að fara fram hjá henni í tilfellinu með Skúla. 

En eins og sagði, langflestir hafa komið fram eins og fullorðnum sæmir sem gefur manni einhverja von um að fólk geti talað saman án þess að vera með fjúkyrði.

kv. og Góða nótt. 

Linda, 19.4.2008 kl. 04:45

92 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

233 grein heningalaga eru ólög og þurfa að vera fjarlægð

Alexander Kristófer Gústafsson, 19.4.2008 kl. 06:41

94 identicon

Íslamstrú er engu verri enn kristin trú,, Reyndar í öllum meginatriðum eins,, Og það sem mestu skiptir er að sami guðinn er tilbeðinn,, Svo virðist sem áherslur séu mismunandi á einstaka þætti hennar,,fer það eftir klerkunum ,,Sömuleiðis geta áherslur verið mismunandi milli svæða í múslímskum löndum,, Vandamálið er skortur á gagnrýni , sem stafar af fáfræði ,en hún er algengari í múslímsku löndunum enn hinum Kristnu,, Áherslurnar eru sem kunnugt er allt frá því að vera venjulegt kristið fólk , út í að vera ógeðslegir ,undirförulir fjöldamorðingjar,, Múslímatrú er góð,,Enn hún er vandmeðfarin,,

Bimbó (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 08:07

95 Smámynd: Bumba

Ja hættu nú að snjóa, mikið er rabbað og mikið er rætt, og ofstæki á báða bóga. Hvenær mun þessu linna í þessu litla samfélagi?. Stend með þér og ykkur í baráttunni Guðsteinn minn Haukur. Gangi ykkur vel og ég mun fylgjast nánar með framvindu mála. Hefur komið einhvr yfirlýsing frá morgunblaðinu vegna lokunar síðu Skúla?. Með beztu kveðju.

Bumba, 19.4.2008 kl. 08:48

96 Smámynd: Julie

Sæll Andrés, hmmm sko mér sýnist að Skúli hafi fengið frest til að leiðrétta greinarnar, en þar sem þær eru allt of margar fannst honum ekki takast. Líka vissi hann að samkvæmt lögum gæti hann fengið ákæru, ekki bý ég til þessi lög. Hann vissi það sjálfur og fékk ráð frá sínum lögfræðingi. Veistu þetta er að koma upp núna eftir að hans síðan hefur verið opin í meira en ár, stundum er bara komið nóg. Ég get sagt þér að það eru ekki bara múslimar sem standa á móti þessari síðu heldur en aðrir ekki múslimar og við höfum fengið nokkrum sinnum ábendingu frá þessum öðrum ÍSLENDINGUM um að það væri að ganga of langt þarna. By the way ef fólk og Skúli heldur að "múslimarnir" standa á bak við þessa aðgerð langar mig að vita hverjir því margir vita ekkert um þetta. Persónulega var ég mjög vonsvikin að einstaklingur skuli taka að sér að setja alla múslima í sama terrorista pakka, hann er sjálfur öfgamaður í þessari vinnu sinni. 

Eins og ég sagði hér fyrir ofan, hef ég reynt að svara honum, og það gerðu aðrir múslimar (sem eru íslenskir by the way) en ekki fór hann að leiðrétta þrátt fyrir ábendingu  um samhengisleysi og falskar alhæfingar. Hann sagði við mig að ég gæti ekki kommentað nema hafa mynd af mér og "alvöru" nafn. Hvað er málið með það? Hann vill bara skjóta á fólk eins og honum sýnist sérstaklega vegna þess að fáir múslimar hér á landi hafa tök á því að svara honum á íslensku eða lesa bloggið hans, en hentugt. Hins vegar fagnaði ég alltaf þegar ég sá fólk reyna að gera honum ljóst að þetta væri ekki í lagi. 

Hefði hann ekki eytt öllum sínum tíma að skrifa eins og hann gerði værum við ekki með þessa umræðu. Hins vegar er ég ekki ósammála þér að lokunin hafi verið frekar skyndileg en í reglum blog.is stendur að mbl.is megi taka til aðgerða ef ekki er farið eftir reglum. Ég meina þetta er alveg eins og þegar fólk vill pósta einhverjar klámljósmyndir, eru þær eyddar því samkvæmt skilmálum má það ekki. Hvað er svo erfitt að skilja þarna. Skúli réðist á alla múslima, ekki bara öfgasinnaða, það er ekki réttlátt.

Ef við notuð alltaf "málfrelsiskortið" í öllum þessum málum þar sem fólk fær ekki að skrifa það sem það vilt þegar það vilt þá höfum við misst part af siðferðinni sem gerir okkur að þróuðu samfélagi, að Mönnum, við ættum að hafa smá stolt við það að búa í samfélagi sem sýnir umburðalyndi gagnvart mismuninum okkar en það gerði Skúli einfaldlega ekki.

 Mig langar að bæta eins og aðrir hér hafa gert að þessi þráður og umræðan á honum hefur farið fram með kurteisi og  á dipló nótum, svona á þetta að vera, húrra fyrir því.

Julie, 19.4.2008 kl. 11:33

97 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Magnað að trúarbrögð skuli ávallt vera helsta ástæða sundurlyndis og átaka...segir ansi mikið um lygadelluna sem hefur heltekið alltof marga jarðarbúa, en þetta eru náttúrulega alveg fyrirtaks stjórntæki á múginn og verður líklega seint fundið eitthvað betra til að ráðskast með auðtrúa fólkið.

Georg P Sveinbjörnsson, 19.4.2008 kl. 17:49

98 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Hvað er svo erfitt að skilja þarna. Skúli réðist á alla múslima, ekki bara öfgasinnaða, það er ekki réttlátt.

Ertu alveg viss um þetta Julie. Nú las ég ekki allar greinarnar hans en það litla sem ég las fannst mér aðeins beinast gegn öfgahópunum og þá aðallega fyrir botni Miðjarðarhafs.

Nú er nefnilega því miður búið að eyða sönnunargögnunum og væri því gaman ef einhver gæti sagt eftir minni, eitthvað af því sem Skúli átti að hafa sagt, sem vitni um að hann hafi í reynd ráðist gegn öllum Múslímum, en ekki bara öfgasinnuðum.

Hann hinsvegar vísað oft í Kóraninn og oftar en ekki með beinum tilvitnunum,  þar sem honum fannst ritið leggja blessun sína yfir hryðjuverk og ofbeldi gegn fólki.

En hefur þú lesið Kóraninn í heild sinni? Ef þú hefur gert það, hefur þú þá fengið skýringar á því hvers vegna þessir ritningarstaðir standa og hvort rétt sé að taka mark á þeim?

Þá meina ég t.d. þeir ritningarstaðir sem hvetja til þess að heyja heilagt stríð gegn öllum þeim sem ekki tilbiðja Alla, sem fyrirskipa dráp á konum fyrir að hafa fallið í synd með öðrum manni eða jafnvel bara fyrir að vera nauðgað (sé ekki hægt að sanna að um nauðgun sé að ræða), fyrir að sýna bert hold (t.d. ökkla) og dráp á öllum þeim sem segja skilið við Íslamstrú.

Eins frásögur sem sýna þá fyrirmynd Múhameðs að giftast 9 ára gamalli stúlku (barni) og fyrirmæli í tengslum við það er stúlkubörn, sem ekki enn eru komnar á blæðingar, eru gefnar eldri mönnum. 

Eru semsé einhver ákvæði sem þið getið vísað til í Kóraninum, sem ógilda þessar reglur sem mannasetningar eða ómarktækar? Hvað gerir það að verkum að þið teljið ykkur ekki þurfa að fara eftir þeim?

Spyr sú sem er friðelskandi og hefur einlægan áhuga á að kynnast öðrum trúarbrögðum, til þess að öðlast aukinn skilning og umburðarlyndi, að svo miklu leiti sem það er hægt, eða á meðan viðkomandi trú skaðar ekki fólk og þá sérstaklega börn.

Bryndís Böðvarsdóttir, 19.4.2008 kl. 18:11

99 Smámynd: Linda

The Qur'an:

Sura (4:11) - (Inheritance) "The male shall have the equal of the portion of two females" (see also Sura (4:176)).

Sura (2:282) - (Court testimony) "And call to witness, from among your men, two witnesses. And if two men be not found then a man and two women"

Sura (2:228) - "and the men are a degree above them [women]"

Sura (5:6) - "And if ye are unclean, purify yourselves. And if ye are sick or on a journey, or one of you cometh from the closet, or ye have had contact with women, and ye find not water, then go to clean, high ground and rub your faces and your hands with some of it"  Men are to rub dirt on their hands if there is no water to purify them following casual contact with a woman (such as shaking hands).

Sura (24:31) - Women are to lower their gaze around men, so they do not look them in the eye.

Sura (2:223) - "Your wives are as a tilth unto you; so approach your tilth when or how ye will..."  A man has dominion over his wives' bodies as he does his land.  This verse is overtly sexual.  There is some dispute as to whether it is referring to the practice of anal intercourse, which it has been used historically to justify.  If this is what Muhammad meant, however, then it would appear to contradict what he said in Muslim (8:3365).

Sura (4:3) - (Wife-to-husband ratio) "Marry women of your choice, Two or three or four"

Sura (53:27) - "Those who believe not in the Hereafter, name the angels with female names."  Angels are sublime beings, and would therefore be male.

Sura (4:24) and Sura (33:52) - A man is permitted to take women as sex slaves outside of marriage.
 


From the Hadith:

Bukhari (6:301) - "[Muhammad] said, 'Is not the evidence of two women equal to the witness of one man?'  They replied in the affirmative.  He said, 'This is the deficiency in her intelligence.'"

Bukhari (6:301) - continued - "[Muhammad said] 'Isn't it true that a woman can neither pray nor fast during her menses?' The women replied in the affirmative. He said, 'This is the deficiency in her religion.'"  Allah has made women deficient in the practice of their religion as well, by giving them menstrual cycles. 

Bukhari (2:28) - Women comprise the majority of Hell's occupants.  This is important because the only women in heaven ever mentioned by Muhammad are the virgins who serve the sexual desires of men.  (A weak Hadith, Kanz al-`ummal, 22:10, even suggests that 99% of women go to Hell).

Bukhari (62:81) - "The Prophet said: "'The stipulations most entitled to be abided by are those with which you are given the right to enjoy the (women's) private parts (i.e. the stipulations of the marriage contract).'"  In other words, the most important thing that a woman brings to a marriage is between her legs.

Bukhari (62:58) - A woman presents herself in marriage to Muhammad, but he does not find her attractive, so he "donates" her on the spot to another man.

Abu Dawud (2:704) - "...the Apostle of Allah (peace_be_upon_him) said: When one of you prays without a sutrah, a dog, an ass, a pig, a Jew, a Magian, and a woman cut off his prayer, but it will suffice if they pass in front of him at a distance of over a stone's throw."

Ishaq 593 - "From the captives of Hunayn, Allah's Messenger gave [his son-in-law] Ali a slave girl called Baytab and he gave [future Caliph] Uthman a slave girl called Zaynab and [future Caliph] Umar another." - Even in this world, Muhammad treated women like party favors, handing out slave girls to his cronies for sex.

Ishaq 969 - "Men were to lay injunctions on women lightly, for they were prisoners of men and had no control over their persons." - This same text also justifies beating women for flirting.

Linda, 19.4.2008 kl. 18:42

100 Smámynd: Linda

Bara nokkrar ritnigna greinar sem fólk getur útskýrt.  Takk fyrir

Linda, 19.4.2008 kl. 18:43

101 Smámynd: Mofi

Þetta er alveg hræðilegur hatursáróður Linda mín gagnvart múslimum. Það hljóta allir að sjá það að lesa upp úr Kóraninum er að boða hatur á múslimum!   Meikar þetta eitthvað sens?

Mofi, 19.4.2008 kl. 19:13

102 Smámynd: Julie

Heyrðu Linda viltu fara í þessar útskýringar á þessum þræði sem er orðin yfir 130 athugasemda og um lokun á bloggi hans Skúla..?? ef fólk vilt það skal ég taka einn hluta í einu en þetta er ekki afgreitt í einhverri "athugasemd". Ég þarf að skrifa heila grein um þetta !!

Julie, 19.4.2008 kl. 20:45

103 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Julie Sif gerði sitt besta til að svara spurningu minni, sem var:

Hvers vegna fordæma ekki "hófsamir" múslimir: morð, ofbeldi, kynfæraskurð, aflimanir, hryðjuverk, dætradráp, barnagiftingar og aðra glæpi sem einkum eru stundaðir af múslimum ?

Það var auðvitað til of mikils ætlast, að hún gæti svarað þessu. Þessa glæpi skilur enginn utan múslima-heimsins og stór spurning hversu margir innan hans hafa skilning á hvílíkur vandi er hér á ferðinni.

Allt mannkyn hefur horft upp á múslimi fagna á götum úti, þegar hryðjuverk hafa verið framin í nafni Allah. Skoðanakannanir sýna einnig, að mikill meirihluti múslima styður fólskuverk af öllu tagi. Það er samt fullt af naívistum sem heldur því fram að til séu fjölmennir hópar "hófsamra" múslima. Mér er ekki ljóst, hvort Julie Sif ber blak að múslimum vegna þess að hún er naívisti eða hvort hún gerir það af yfirlögðu ráði.

Í svari sínu segir Julie Sif:

…….fyrst vil ég bara segja að múslimar séu ekki þeir einir sem fremja afbrot, svo það sé á hreinu.

Hún beitir hér gamalkunnri aðferð, sem nefnd er "siðferðilegt afstæði" (relative morality). Vísað er til þess að framferði múslima sé ekki frábrugðið öðrum glæpum og því megi ekki dæma þá harðar en hverja aðra glæpi. Þetta er mikilvægur áfangi í vörn múslima og gefur færi á að ræða um glæpi almennt og jafnvel finna sök hjá fórnarlömbunum.

Julie Sif heldur áfram vörn sinni og segir:

Við fordæmum slíka glæpi auðvitað, sem fara á móti því sem trúin boðar.

Þarna er hún einmitt að viðurkenna, að múslimir almennt fordæma ekki gerðir hinna "öfgafullu", vegna þess að glæpirnir eru unnir í nafni Islam og í samræmi við Kóraninn og Hadith.

Eitthvað það versta sem ég veit í "menningu" múslima er ofveldi gegn þeim sem eru minni máttar, konum og börnum. Ég veit að þetta er 1400 ára gömul hefð og hugsanlega eldri á Arabíuskaganum, en þess sjást engin merki að múslimar berjist gegn þessu. Julie Sif staðfestir þetta viðhorf mitt þegar hún segir:

Kynfæraskurð og stúlknamorð, heiðurmorð og barnagiftingar eru menningarbundin fyrirbæri og eins og þú veist er oft erfitt að uppræta þetta allt saman, þetta bara gengur með kynslóðum.

Julie Sif virðist ekki líta þessa glæpi alvarlegum augum, því að hún stiklar létt yfir aðgerðir til að vinna gegn þessum ósóma. Hún segir:

Sterkasta vopnið gegn þessu öllu er fræðsla og í því erum við múslimar að vinna.

Það væri fróðlegt að vita Julie Sif, hvernig þessi fræðsla fer fram. Fer hún kannski fram með harðari refsingum í anda Sharia laga ?

Þótt ég telji svar þitt vanmáttugan undanslátt, vil ég samt þakka þér fyrir svarið. Vonandi berð þú gæfu til að skilja hið myrka eðli Islam og snúa bænaþörf þinni í aðra átt.

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.4.2008 kl. 21:31

104 Smámynd: Julie

Loftur, hvað í "við fordæmum þessa glæpi" skiluru ekki? Mér finnst þeir jafn slæmir og þér og öðrum. Þú skrifar eins og þú vitir hvað er í hausnum á mér: "Hún beitir hér gamalkunnri aðferð, sem nefnd er "siðferðilegt afstæði" (relative morality)". Öö ég ætlaði ekki beita neinni aðferð,ef þig langar að finna "aðferðir" hvernig væri að vera opinn við okkur að segja hvað aðferð þú notar þegar þú gefur rök?

Þú segir :"Vísað er til þess að framferði múslima sé ekki frábrugðið öðrum glæpum og því megi ekki dæma þá harðar en hverja aðra glæpi." Er eitthvað af því að minnast á þetta, við dæmum eftir alvarleika glæps, ekki eftir þjóðerni eða kynþætti afbrotamanns, að minnsta kosti ætti það ekki að gerast...!

og já þessi glæpir eru alvarlegir.  Refsing er afleiðingin, en líka þarf að komast í rót vandans. Ég geri ekki lítið úr alvarleika glæpanna sem þú spurðir mig út í og ég vona að fólk sem les svarið mitt fái ekki þá ranghugmynd. En ég trúi á að með fræðslu getum við útrýmt þessari afbrotahegðun, koma skilning í fólki að þetta er ekki í  lagi og samkvæmt trúnni er þetta bannað. Hvernig geturu miskilt mig svona mikið Loftur. 

Við fordæmum það sem öfgafsinnaðir gera, sem þeir SEGJAST gera í nafni íslam og í samræmi við Kóraninn og hadith. Hvernig geturu haldið að þeir hafi rétt hjá sér, þegar múslimar greinilega eru þeim ekki sammála og þess vegna yfirgefa þess vegna ekki trúna því þeir vita betur en þessir heilaþvegnir vitleysingar?

Julie, 19.4.2008 kl. 23:20

105 Smámynd: Linda

Sæl Júlía - þú mátt svara þessu eftir eigin hentisemi. Þetta var bara dæmi um það sem stendur í Qur-an og fólk vill kalla lygi eða slíta úr samhengi, svo ég var að pæla hvernig það er hægt að réttlæta þetta, nema þá út frá sögulegu samhengi og hefðum semita, nema, þetta er allt hluti af Sharía líka sem er við líði í London t.d. Wahamismin sækir í þessi orð enda ekki skrítið þar sem Sharía er þar hávegum haft.  Ég er nokkuð viss um að svona lagað er ekki við líði hjá múslímum á íslandi  því svona kvenna kúgun varðar við lög og stjórnarskránna sjálfa. Ég bið þig um að nefna ekki hvað íslenskir karlmenn eru vondir við sínar konur, fáir eru ekki allir, ekki frekar en í Íslam og öfga manna í þeirri fylkingu. 

Takk fyrir, þú kemur þó alla veganna með svör og ég met það meira en orð fá lýst. Þögnin úr ykkar hópum hefur verið ærandi oft á tíðum. Engu er breytt með þögninni ef svo má að orði komast.  

kv.

Linda, 19.4.2008 kl. 23:24

106 Smámynd: Julie

Sæl Linda. Ég sjálf met mikið að fólk komi fram með staðhæfingar úr kóraninum með ásetninginn um að leita útskýringa. Ég myndi óska þess fyrst og fremst að þú og aðrir sem birta þessi vers, myndu birta allt versið í heild og þau 2 sem koma á undan og svo á eftir. Svona getur maður fengið allavegana eitthvað samhengi til að byrja með, ég held að oft hjálpar það en viðurkenni að það geri ekki alltaf. Þá er um að gera að spyrja fræðimenn (ég tel persónulega ekki SKúli vera það) eins og ég geri sjálf, og gerði þegar ég uppgötvaði eitthvað svona "sláandi".

Ég hugsa að ég taki þessi vers eitt í einu, kannski eitt á dag. Og ef þú vilt fygljast með þá væri ég mjög ánægð.

Annars með þögn okkar, ég vildi að hún væri ekki svo mikil,  en sérðu hvað gerist þegar við veljum að svara fyrir okkur . Þá erum við allt í einu allir ritskoðarar og á móti mannréttindum. Jæja nóg  með það, en helsta ástæðan er einfaldlega sú að við erum ekki jafn margir íslenskir múslimar eða reiprennandi íslensku eins og eru margir íslendingar sem eru ekki múslimar... 

Julie, 20.4.2008 kl. 00:15

107 Smámynd: Sævar Einarsson

Það telst varla að svara fyrir sig að hóta Skúla og mbl.is málsókn fyrir eitthvað sem hann þýðir af öðrum viðurkenndum síðum yfir á Íslensku, í mínum kokkabókum flokkast það undir kúgun.

Sævar Einarsson, 20.4.2008 kl. 00:36

108 Smámynd: Linda

Sæl Júlía, ég skil hvað þú ert að segja og ég ætla fá að fylgjast með og fá þína skoðun inn í málið, þú hefur verið hreint frábær í þessu öllu saman og það er einfaldlega heiður að kynnast þér, þó við séum kannski ekki sammála þá vona ég að þetta opni dialog á milli okkar til framtíðar.  Þögnin já hún er erfið og ég veit hvað það er að vera ekki reiprennandi í mínu eigin tungumáli, bjó erlendis á miklum mótunar árum svo tja kem ég ekki orðunum frá mér eins og vel og ég vildi.  Ég þekki líka dóm Íslendinga sem eru málfræðiofstækismenn af eigin raun og það getur verið erfitt, svo, ég skil meira en þú heldur.  

Þú Júlia hefur gert meira gott með þínum orðum en hefur komið frá samfélagi Múslíma hingað til, það er mín skoðun.  Það er oft erfitt að svara fyrir sig, en það venst og stundum verður maður reiður og það venst líka, bara um að gera nota vettvanginn til að leiðrétta skýra og berjast gegn öfgum þar sem slíkt finnst. 

Hafðu það sem allra best, ég er beitt, en ég bít ekki.

mk.

Linda.

netfangið mitt er vonogtru@gmail.com viljir þú ræða frekar.

Linda, 20.4.2008 kl. 01:22

109 Smámynd: Julie

Hvað varð um allt fólkið sem talar eins og þú undanförnum hhmm 100 athugasemdum?

Ég hafði ekki verið neitt að blogga eða skrifa athugasemdir eftir fyrstu tilraun hjá Skúla sem ég sagði frá hér, en þvílík áreynsla er þetta, eins og ég hef upplifað sl. 24 tímum

Við erum sammála um að vera ósammála, gott og vel, en það gerir engum mein að fá að fræðast um hvar munurinn liggur og ég er að meina raunverulegi munurinn ekki "fjölmiðla" munurinn. 

Ég þygg boðið um dialog, svona verðum við að byrja, á dipló nótum . Ég trúi ekki að þögnin hjálpi, nema í þeim ástæðum þegar maður talar við vegg eins og sumt fólk getur verið..

Takk Linda og góða nótt!

Julie, 20.4.2008 kl. 02:17

110 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég varð ritskoða afar ósmekklega mynd sem Helga Guðrún setti inn, ég kæri mig ekki um slíkan hatursáróður og bið fólk um hafa sig hægar í ásökunum. Guðrún Helga ég kann afar vel þig og þína, en þarna fórstu aðeins of langt jafnvel fyrir mig, sem ritskoða yfirleitt aldrei!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.4.2008 kl. 11:44

111 Smámynd: Sævar Einarsson

Nei heyrðu mig nú Guðsteinn, það þýðir ekki að kvarta yfir ritskoðun og gera það svo sjálfur, þarna fórstu alveg með það.

Sævar Einarsson, 20.4.2008 kl. 12:16

112 Smámynd: Linda

Þessi mynd var sett inn hjá mér, ég talaði beint við Helgu og útskýrði afstöðu mína og sagði að ég yrði að taka hana út.  Hún var alveg sátt við það. Svo það er besta mál.  Myndin ögraði mér bæði vegna persónulega tengsla við íslam og svo sá ég líka fyrir mér "Kristur " í stað Íslam og ég veit hvernig mér mundi líða. Ekkert flókið, er ég fyrir vikið ekki gjaldgeng inn í umræðuna, hver veit en ég gerði rétt, og það er nóg.

knús og kv.

Linda, 20.4.2008 kl. 14:24

113 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta var afskaplega ósmekkleg mynd, en ég styð ákvörðun Hauks, á þeim forsendum að þetta er hans einkasíða (sumir hafa kallað það heimili.)

Hryllingsmyndir sjónvarpsstöðvanna mættu að mínu mati fara sömu leið, en við getum jú slökkt á sjónvarpinu þegar við viljum. 

Theódór Norðkvist, 20.4.2008 kl. 14:25

114 Smámynd: Sævar Einarsson

Systa mín, að setja útá ritskoðun og stunda hana svo sjálf er að mínu mati að skjóta sig í fótinn. Nær hefði verið að skrifa athugasemd að þér mislíki þessi mynd og lofa henni að standa. Ekki fara að stunda svona ritskoðun eins og Jón Valur, mann sem ég eiginlega skil ekki, segist vera guðsmaður, lærður í kristinni siðfræði meðal annars og fer mikinn í að tala niður til fólks,  lærir maður slíkt þar ?

Sævar Einarsson, 20.4.2008 kl. 16:11

115 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Guðsteinn minn, ég bið þig afsökunar ef ég hef stuðað þig með myndinni. Vona að þér sé það ljóst að það var ekki tilgangur minn að misbjóða neinum, og síst af öllu ykkur góðu hjónum. Með friðar og vinarkveðju til ykkar allra.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.4.2008 kl. 16:40

116 Smámynd: Sævar Einarsson

 Andrés Björgvin Böðvarsson

Meðal annars skrifar Haukur: 

Eitt á að ganga yfir alla, og skil ég ekki afhverju moggamenn fara ekki eftir sínum eigin skilmálum. Og snýst um að virða lýðræðislegar skoðannir annara, sem enginn þarf að vera sammála en rétturinn er þó ætíð til staðar. Þetta hefur verið virt að vettugi. Angry

Reynum að virða rétt annarra til þess að tjá sig, og ræða hlutina án þess að beita kúgun og þagnarrefsingum.

Helga var að tjá sig og ræða hlutina en var ritskoðuð, ég lít þannig á málið. Mér finnst ritskoðun vera kúgin, ég vona að þú virðir mína skoðun á því Haukur 

Sævar Einarsson, 20.4.2008 kl. 17:04

117 Smámynd: Sævar Einarsson

Ef það er það sem koma skal að ritskoða allt efni sem stuðar þá erum við engu betri en Kínverjar, vill fólk vill kannski stofna netlögreglu eins og Steingrímur Joð datt í hug ? fólk er fífl sagði einhver, sá aðili hitti naglan á höfuðið.

Sævar Einarsson, 20.4.2008 kl. 17:05

118 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sæl Julie Sif Sigurðardóttir. Ég dáist að baráttuhug þínum, en því miður ert þú að verja slæman málstað.

Það sem ég skil ekki Julie Sif er eftirfarandi:

Hvers vegna fordæma "hófsamir" múslimir ekki: morð, ofbeldi, kynfæraskurð, aflimanir, hryðjuverk, dætradráp, barnagiftingar og aðra glæpi sem einkum eru stundaðir af múslimum ?

Þú gerðir vafalaust þitt bezta til að svara þessari spurningu, en það tókst ekki. Þú viðurkennir fúslega að þér: "finnst þeir jafn slæmir og þér og öðrum (finnst)". Þetta er ekki skýring Julie Sif, heldur bara undirstrikun spurningarinnar.

Eitt vandamálið er, að undirgefni er svo ríkur þáttur í Islam, að öll sjálfstæð hugsun er útilokuð. Þú veitst auðvitað, að nafnið Islam á trúarbrögðunum sjálfum merkir "undirgefi/kúgun". Þessar aðstæður setja einstakling í þá stöðu að geta ekki myndað samtök um efasemdir sínar, heldur verður að hverfa úr samfélaginu, ef hann er ekki sáttur við Islam. Trúflótti frá Allah er því óhugsandi án landflótta.

Þú neitar því Julie Sif, að þú hafir ekki ætlað að beita "siðferðilegu afstæði" sem aðferð í málflutningi þínum. Þessu er vel hægt að trúa en það breytir ekki því, að þetta er algeng aðferð til að afsaka slæma og óafsakanlega hluti. Veruleiki glæpanna er þá þynntur út, með tilvísun í aðra glæpi eða með tilvísun til að þeir séu "bara" mannlegur breiskleiki og svo framvegis. Ég tel sem sagt að þú hafir beitt þessari aðferð, viljandi eða óviljandi.

Á hinn bóginn, hvað á maður að halda þegar þú segir:

Er eitthvað af því að minnast á þetta, við dæmum eftir alvarleika glæps, ekki eftir þjóðerni eða kynþætti afbrotamanns, að minnsta kosti ætti það ekki að gerast...!

Ég tel að ekki sé hægt að gefa neinn afslátt varðandi þá glæpi múslima, sem við höfum rætt um. Þetta merkir að "siðferðilegt afstæði" er ekki viðeigandi. Ef við dæmum eftir "alvarleika glæps", eins og þú segir, er ekki einu sinni viðeigandi að minnast á einhverja aðra glæpi, sem einhverjir aðrir kunna að fremja, eða hafa framið í fortíðinni, eða sem nefndir eru í Biblíunni, eða annarsstaðar. Vonandi skilur þú núna Julie Sif um hvað er að ræða.

Þú segir Julie Sif:

Við fordæmum það sem öfgasinnaðir gera, sem þeir SEGJAST gera í nafni íslam og í samræmi við Kóraninn og hadith. Hvernig geturðu haldið að þeir hafi réttinn hjá sér, þegar (hófsamir) múslimar greinilega eru þeim ekki sammála og yfirgefa þess vegna ekki trúna því þeir vita betur en þessir heilaþvegnir vitleysingar?

Þú er gleðilega beinskeitt með þessum orðum. Ef fleirri múslimar tækju undir þetta, er ég viss um að múslimir væru boðnir velkomnir til Íslands. Því miður er því ekki að heilsa og þess vegna varpaði ég fram hinni upphaflegu spurningu, sem þér hefur ekki tekist að svara:

Hvers vegna fordæma "hófsamir" múslimir ekki: morð, ofbeldi, kynfæraskurð, aflimanir, hryðjuverk, dætradráp, barnagiftingar og aðra glæpi sem einkum eru stundaðir af múslimum ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 20.4.2008 kl. 17:59

119 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sævar, sást þú þessa mynd? Hún var full af hatri! Sorrý, ég verð að halda í siðsemi hérna, sama hvað þú segir um meinta riskoðun mína sem átti fulla rétt á sér að þessu sinni.

Guðrún Helga - allt í góðu, við verðum bara að fara varleg og særa engann. Það er allt og sumt. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.4.2008 kl. 14:14

120 Smámynd: Jóhann Helgason

Vá heit umræða ég seti um íslam aftur inn á síðuna mína

Jóhann Helgason, 21.4.2008 kl. 16:58

121 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Flott það Jói!  :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.4.2008 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband